Morgunblaðið - 24.04.1997, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 24.04.1997, Qupperneq 5
4 D FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SKÓGRÆKT OG UMHVERFISVERND SKÓGRÆKT OG UMHVERFISVERND FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 D 5 Þekktar aðferðir, t.d. danska skjól-módelið frá Jótlandi, telur Sæmund- ur Kr. Þorvaldsson að nýtist hérlendis, þótt nota þurfi aðrar tijáteg- undir við uppgræðsluna. SKJÓLSKÓGAR er nafn sem valið var á verkefni sem skógræktarfélögin í Önund- arfirði og Dýrafirði hafa verið að undirbúa á undanförnum árum, og er nú komið á framkvæmda- stig. Verkefnið gengur í stuttu máli út á að bæta umhverfi samfé- lagsins í þessum tveim fjörðum með umfangsmikilli skjólbeltagerð og skógrækt. Upphaf hugmynda um skjól- skóga má rekja til umræðna innan áðurnefndra skógræktarfélaga, en þar fannst mönnum vanta nokkuð á þátttöku í „alvöru“ skógrækt. Svæðið hefur verið mjög afskipt hvað það varðar og reyndar á það við um allan Vest- fjarðakjálkann. Það var niðurstaða þessara umræðna að kanna hvort við gæt- um sjálf gengist fyrir verkefni af þessum toga, aflað þekkingar, unnið fylgi heima fyrir og komið fram með hugmyndir eða áætlun um verkefni sem stæðist faglega gagnrýni og væri auk þess væn- legt sem aðgerð til að ná fram jákvæðum breytingum í samfélag- inu, og gæti orðið innlegg í um- ræðu meðal okkar sjálfra um framtíð svæðisins. Á fjölmennum fundi skógrækt- arfélaganna á Núpi í Dýrafirði hinn 14. janúar 1996 voru þessar hugmyndir kynntar og ræddar. Fékkst þar góður stuðningur og var skipuð sérstök stjórn yfir verk- efnið. Verkefnið hlaut myndarlega fjárstyrki frá sveitarfélögum á svæðinu það ár, og einnig frá öðr- um aðilum s.s. Umhverfissjóði verslunarinnar, Skeljungssjóðnum og Framleiðnisjóði landbúnaðar- ins. Þetta gerði mögulegt að ráða til verksins fagmenn og leggja í kostnað við undirbúning. Arnlín Markmið verkefnisins er að bæta búsetuskilyrði í Onundarfirði og Dýra- firði með skjólbeltagerð og skógrækt Mynd/B.J.(S.Í.) VAGGA ræktunar í Dýrafirði stóð í Skrúði um síðustu aldamót. Trjátegundir sem þar voru ræktaðar segja m.a. til um frekari möguleika. Óladóttir skógfræðingur var ráð- inn til verksins. Hugmyndafræðilegt markmið verkefnisins er eins og að framan greinir að bæta búsetuskilyrði bæði í dreifbýli og þéttbýli. Með því að snúa við fullyrðingunni um að á Vestfjörðum séu veðurskilyrði of erfið til skógræktar, og segja í staðinn „vegna erfiðra veðurskil- yrða þurfum við að rækta skóg á Vestfjörðum", lögðum við upp i verkið. í byijun var aðaláherslan lögð á að afla gagna um áþreifanlega þætti s.s. veðurfræði, vaxtarskil- yrði og skipulagsforsendur m.a. með tilliti til núverandi búskapar- hátta. Það kom fljótlega í ljós að ýmsir þættir voru okkur jákvæðari en búist var við, t.d. kom í ljós við athugun að vaxtarskilyrði tijáa eru víða betri en menn töldu og í ljós kom að ráðandi þættir í rækt- un hér eru líklega einmitt þeir sömu sem við getum ráðið nokkuð við með vissum aðgerðum. Vindg- nauð með tilheyrandi skafrenningi að vetri er líklega sá þáttur sem leikið hefur hina litlu tijálundi svæðisins hvað verst, en það segir um leið að flestir þessara lunda sýni einungis útlit tijágróðurs í skógaijöðrum, m.ö.o. þeir sýna kannski aðeins hvernig tijágróður getur verst litið út. í skýlli stöðum er vöxtur viðunandi og getur jafn- vel staðist undir arðsemiskröfum timburframleiðslu. Nokkur óvissa er samt hvað varðar vöxt og við- gang einstakra tegunda, en eins og að framan greinir hefur ekki verið mikið fengist við tijárækt hér hina síðari áratugi þannig að reynsla af tegundum og kvæmum sem hafa verið að sanna sig víða á landinu undanfarin ár er mjög takmörkuð, og eins vegna skorts á skipulegum tilraunum hér fyrr en á allra síðustu árum. Sólfars- vindar að sumri er annar mjög takmarkandi þáttur í vexti tijáviða en hann kemur nánast alveg í veg fyrir að yfir hásumarið verði nægi- lega hlýtt, því að þegar „innlögn- in“ kemur með sín 4-5 vindstig fellur hiti gjarnan úr 12-17°C í 7-8°C, en það hefur afgerandi áhrif á vöxt, og kemur hrolli út á jafnvel harðsvíruðustu Vestfjarða- víkingum. Niðurstaðan var sú að með HÆSTU TRÉ Á VESTFJÖRÐUM ÁRIÐ 1995 Sitkagreni, áæti. hæb 12 m Tunguskógur (v. sumarbúst.), talib gróbursett um 1940. Féll í snjóflóbi í apríl 1994. Evrópulerki, hæ& 1995 10,55 m Alaskaösp, hæð 94 9,8 m Mibbœr í Haukadal í Dýrafirbi. Talib gróbursett árib 1974. Gar&ahlynur, h. '94 9,55 m Bíldudalur, í húsagarbi. Cróbursett sem Tm'há planta 1923 eba 1924. Skrúbur í Dýrafirbi, gróbursett 1908-10. Ummál stofns í 1 m hæb 199S: 200 sm. Mynd/BJ.(S.l.) SITKAGRENI í Klofningsreit í Önundarfirði hefur sannað möguleika þess- arar tijátegundar á þessum slóðum. umfangsmikilli gerð skjólbelta- kerfa má líklega ná verulegum árangri í baráttunni við þessa tvo verstu óvini ræktunarinnar. Við teljum okkur geta náð árangri með þekktum aðferðum, t.d. danska skjól-módelinu frá Jótlandi, við þurfum að nota aðrar tegundir og gæta okkur á snjósöfnunartil- hneigingu tijágróðursins. Annar áberandi þáttur í veður- fræði svæðisins stafar af hrikalegu landslagi, en vindur í fjöllóttu landi einkennist af hvössum vind- strengjum, lognpollum, allskonar hvirflum og duttlungum. Veður- fræðingum hefur nú með ákveðn- um tilraunum tekist að sýna fram á að tiltölulega litlar ójöfnur á landi, t.d. skógur, getur dregið verulega úr eða jafnvel alveg kom- ið í veg fyrir að vindur myndi mikla vindstrengi niður við jörð á ákveðnum svæðum með því að aukið viðnám bægir vindstrengn- um frá eða upp (Haraldur Ólafs- son, veðurfr. munnl. heimild). Þetta, ásamt vitneskjunni um hækkun hitastigs við auka skýl- ingu, er grundvallaratriði áætlun- arinnar. Hinn 1. desember 1996 lauk fyrsta áfanga verksins með út- komu áætlunar um skjólskóga (Arnlín Óladóttir/Sæmundur Kr. Þorvaldsson). í því riti eru reifaðar helstu röksemdir fyrir verkinu, kynntar niðurstöður ýmissa at- hugana, og lögð fram verk- og kostnaðaráætlun til 20 ára. Hér á eftir verður farið á handahlaupum yfir helstu efnisatriði áætlunarinn- ar. Verkefnið er kynnt sem um- hverfis- og skógræktarverkefni í þágu landeigenda og landlausra. Það gerir ráð fyrir aukinni beitar- stjórn búpenings á afmörkuðum svæðum, skilgreindan aðgöngu- rétt almennings að nýjum skóg- lendum sem samfélagið hefur tek- ið þátt í að kosta á eignarlöndum og sérstök skjólbeltakerfi og skjól- lundi í og við þéttbýli. Nokkrar helstu röksemdir verk- efnisins eru t.d.: Hér er brýnt að bæta búsetuskilyrði, fólki líður betur í skjóli en á berangri, mögu- leikar á útivist vetur sem sumar aukast, verðmæti lands eykst, skjólbeltakerfin munu bæta af- komu í landbúnaði, þau eru for- senda arðbærrar garðyrkju og lækka húshitunarkostnað auk margra annarra beinna og óbeinna nota. Áætluninni má skipta í þrennt í stórum dráttum: 1) Skjólbelta- kerfi, 2) landgræðsla - land- græðsluskógar og 3) önnur skóg- rækt; beitarskógar, fjölnytjaskóg- ar og svokallaðir skjólskógar, sem auk þess að vera útivistarskógar gegna því hlutverki að fást við staðbundna vindstrengi t.d. í dal- mynnum. Skjólskógar eru stórt verkefni á mælikvarða okkar hér vestra en til samanburðar við önnur verkefni Geirþjófsfjörður er vettvangur Gísla sögu Súrssonar að hluta og mörg kennileiti eru þar vel þekkt enn í dag. Geirþj ófsfj ör ður Ævintýra- og sagnaheimur sem fáir þekkja SUÐURFIRÐI Arnarfjarðar þekkja menn almennt, eink- um ef þeir hafa farið leiðina ofan af Dynjandisheiði vestur til Bíldudals og byggðanna þar fyrir vestan og sunnan. Einn er þó sá fjörður, sem fæstir þekkja, þó fræg- ur sé á sinn hátt, en það er Geirþjófs- fjörður, sem er nyrstur Suðurfjarð- anna. Til hans sést þó frá þjóðvegin- um, sem liggur eftir fjallsbrúninni vestan hans. Þarna kúrir bærinn Botn, vestan í Geirþjófsfirði. í daln- um innan og ofan bæjarins er vöxtu- legur birkiskógur, sem á seinni árum hefur verið í greinilegri framför, eftir að beitarálag minnkaði. Landslag er þarna mjög fagurt og stórbrotið og er hægt að virða Björn Arnason segir að stjórn Landgræðslu- sjóðs íhugi að leita eftir hugmyndum og síðar samvinnu við heima- menn um framtíð Geirþjófsfjarðar en fjörðurinn er eign sjóðsins. það fyrir sér af þjóðveginum og nágrenni hans. Sjón er þó sögu rík- ari, ef komið er á staðinn, en þang- að liggur enginn vegur og er því þarna fáfarið mjög. Helst munu af- komendur og skyldmenni síðustu ábúendanna vera þarna á ferð til sumardvalar, en bæjarhúsin og sum- arbústaður þeirra eru vel nýtanleg til þeirra hluta. Þarna er vettvangur Gísla sögu Súrssonar að hluta og staðurinn því sögustaður í bestu merkingu orðsins, þar sem mörg kennileiti eru vel þekkt enn í dag. Þáverandi bóndi á staðnum, Magnús Kristjánsson, mun hafa ver- ið áhugamaður um skógrækt og heimilaði hann Skógrækt ríkisins þegar árið 1944 að reisa girðingu GEIRÞJÓFSFjÖRÐUR um hluta landsins. Talið er að þarna hafi vakað fyrir mönnum að vernda birkiskóginn í dalnum, en heimildir eru ekki til um gróðursetningu þarna fyrr en eftir árið 1950. Samband skógræktarstjóra við Magnús virðist hafa leitt til þess, að er hann hugð- ist bregða búi, varð úr að Land- græðslusjóður festi kaup á jörðinni árið 1966. Hefur jörðin síðan verið í eigu sjóðsins. Nokkuð var haldið áfram að gróðursetja næstu árin en ekkert hefur verið gert af því hin síðari ár. Þarna eru nú álitlegir reit- ir barrtrjáa, sem eru góður mæli- kvarði á möguleika skógræktar á hinum heldur harðbýlu Vestfjörðum. Stjórn Landgræðslusjóðsins hefur að undanförnu hugleitt, hver mundi verða framtíð þessa undurfagra og fræga staðar. Er það mál manna í þeim hópi, að hlutverk sjóðsins sé orðið svo breytt, að hugleiða beri í fullri alvöru þann möguleika, að koma eigninni eftir einhveijum leið- um í hendur heimamanna að nýju. Hefur þar einkum komið upp, að sveitarfélögin á Vestfjörðum, sem farin eru að huga að ferðamanna- þjónustu í auknum mæli, gætu átt þarna góðan leik á borði. Hefur stjórnin þegar gert samþykkt í þá átt, að leita eftir hugmyndum og síðar viðræðum við heimamenn og samtök þeirra um framtíð staðarins. Björn Árnason erformaður Landgræðslusjóðs íslands. Gróður fyrir fólk er það að umfangi aðeins um 'As hluti áætlunar um Suðurlands- skóga. Gert er ráð fyrir að skýla tæpum 800 hekturum ræktaðs lands með samtals 450 km af skjólbeltum (reiknað sem einfalt belti). Samtals eru skjólbeltakerfin og skjóllundir fyrir búfé um ’/a hluti verkefnisins. Skjólskógar (600 ha) eru rúmlega annar þriðj- ungur og afgangurinn: fjölnytja- skógrækt (200 ha), landgræðslu- verkefni (100 ha) og beitarskógar (120 ha). Heildarkostnaður verk- efnisins til 20 ára, með girðingum, skipulagsvinnu og stjórnun, er áætlaður um 228 milljónir króna. Tekist hefur að afla fjár til framkvæmda á þessu ári og mun verða ráðist í gerð skjólbeltakerfa á tveimur jörðum jafnframt því að vinna að skjólbelta- og skóg- ræktarskipulagi á fjölmörgum öðr- um jörðum, en það hefur einmitt verið áberandi, hve bændur og landeigendur á svæðinu hafa verið jákvæðir gagnvart hugmyndinni, og hefur þegar verið gengið frá að 44 jarðir/svæði eru til skipulags varðandi verkefnið. Það sem ræður framhaldi þessa verkefnis er áhugi og ákveðni heimamanna sjálfra og vonandi nýtist þetta verkefni einnig sem eins konar byggðaverkefni, en ein- hver ku hafa orðað það svo að „menn kunni að fara frá húsum sínum, en fari síður frá vel ræktuð- um garði“. Að lokum vil undirritaður nota tækifærið til að þakka Skógrækt ríkisins, Landgræðslunni og Skóg- ræktarfélagi Islands ómetanlegan stuðning við undirbúning og fag- legar leiðbeiningar. Höfundur er formaður Skógræktarfélags Dýrafjarðar. MARKMIÐ samtakanna er að vinna að stöðvun gróður- og jarðvegseyðingar í Landnámi Ingólfs, auka og bæta gróður og styrkja vistkerfi svæðisins, í þeim tilgangi að endurheimta glötuð landgæði og skapa vist- legra umhverfi fyrir þann stóra hluta þjóðarinnar sem þar býr. Landnám Ingólfs er um 3.000 ferkílómetrar að stærð, eða um 3% af Islandi öllu. Þar búa hins vegar um 180.000 manns, eða tæp 70% þjóðarinnar. Á íslenskan mælikvarða eru veðurfarsleg gróðurskilyrði í Landnáminu góð og er óhætt að fullyrða að þegar Ingólfur Arnarson nam þar land hafi svæðið verið nær algróið og lág- lendið skógi eða kjarri vaxið. Nú - 1100 árum síðar - er myndin allt önnur; gróðurfarið ber dapurleg merki aldalangrar búsetu, gróðurnýtingar og ann- arra mannlegra aðgerða, enda hefur svæðið verið þéttbýlt allt frá landnámi til þessa dags. Skógi og kjarri hefur að mestu verið útrýmt, og hefur það víða leitt til mikillar jarðvegs- og gróðureyðingar sem enn hefur ekki tekist að stöðva. Má nefna Krýsuvík sem dæmi um það. Mikill hluti af yfirborði Land- námsins eru hraun sem nú eru ýmist þakin mjög rýrum gróðri eða eru gróðurlaus. Móbergs- hálsar og fjöll eru nær alveg örfoka. Á Miðnesheiði einni er um 25 ferkílómetra eyðimörk, og sú sjón blasir við augum þeirra nær einnar milljónar inn- lendra og erlendra ferðalanga sem nú fara árlega um Keflavík- urflugvöll. I Landnáminu og við jaðar þess eru þijú meiriháttar sand- fokssvæði og sandeyðimerkur: I Hafnarhrauni, við Þorláks- höfn og norðan og vestan Skjaldbreiðar. Ástæða er til að ætla að þrátt fyrir margháttaðar land- græðsluaðgerðir sé gróðurþekj- an á svæðinu enn á undanhaldi, og aðeins á friðuðum svæðum getur gróður talist í framför. Á höfuðborgarsvæðinu einu falla árlega til 60-70 þúsund tonn af húsdýraáburði, mómold, grasi og garðaúrgangi, sem aðeins er að litlu leyti notað, en aðallega grafið í jörð eða fargað með öðrum hætti. Laus- lega áætlað er árlegt verðmæti áburðarefna í þessum lífræna massa um 100 milþ'ónir króna. I Landnáminu öllu er magnið mun meira. Það er ætlun sam- takanna Gróðurfyrir fólk í Landnámi Ingólfs að komast yfir öll slík ónotuð efni á svæð- inu og byggja uppgræðsluna á notkun þeirra. Hugsað er til alhliða uppgræðslu og gróður- bóta með öllum þeim tegundum plantna sem fyrir hendi eru og best henta hveiju svæði og gróðurskilyrðum. Samtökin hyggjast byggja starfsemi sína og fjármögnun aðgerða á þátttöku einstakl- inga, félagasamtaka, fyrir- tækja, stofnana og sjóða í sam- vinnu við sveitarfélög á svæðinu og ríkið. Samtökin eru öllum opin. TYLJPALDUn VÚXÍUsi fiiJÁPLATffA IVJEÐ LJLÚPLALj'fJ Stórbætir vaxtarskilyrði fyrir græðlinga ng bakkaplöntur Ótvíræður árangur Hlúplast ræktunardúkurinn er þróaöur í samvinnu viö Skógrækt ríkisins. Niöurstöður mælinga Skógræktarinnar sýna ótvírætt framá gildi Hlúplast dúksins viö ræktun trjáplanta. Vaxtarhraði trjá- plantanna tvöfaldaðist á Hlúplast ræktunardúkurinn er fyrirliggjandi í tveimur lengdum, 25m og 50m fyrir tómstundaræktun og 500m til vélrænnar niöursetningar. Útsölustaðir: Byggingavöruverslanir og gróörarstöövar um land allt. ^ Plastprent hf. Fosshálsi 17-25 110 Reykjavík Sfmi: 587 5600 Fax: 567 3812 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.