Morgunblaðið - 24.04.1997, Side 8

Morgunblaðið - 24.04.1997, Side 8
8 D FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ SKÓGRÆKT OG UMHVERFISVERND Tímamot Yfirlýsing um aukið samstarf sveitar- o g skógr æktar félaga Samþykkt Sambands íslenskra sveitarfélaga er fagnaðarefni segir Brynjólfur Jónsson, enda markmið skóg- ræktarfélaganna að hlúa að og bæta um- hverfi landsins. UNDANFARIN ár hefur skógrækt og upp- græðsla í nágrenni þétt- býlis vaxið stórum. Þetta er ekki síst að þakka Landgræðslu- skógaverkefninu sem hófst árið 1990 og unnið hefur verið sleitu- laust að síðan. Aukin og um- fangsmikil verkefni hafa kallað á umfjöllun um samstarf skóg- ærktarfélaga og sveitarfélaga. Kveikja að frekari umfjöllun má segja að hafi verið erindi á full- trúafundi Skógræktarfélags ís- lands árið 1995, þar sem Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfélaga, fjallaði m.a um samstarf sveitar- og skógrækt- arfélaga. í kjölfar þessa fundar var skipuð nefnd af hálfu Skóg- ræktarfélags íslands og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga til að leggja á ráðin og gera úttekt á samstarfinu. í kjölfar skýrslu sem nefndin skilaði af sér í vetur ályktaði fulltrúaráðsfundur Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sem hald- inn var á Hótel Sögu í Reykja- vík þann 21. og 22. mars sl. eftirfarandi: ISamband íslenskra sveit- • arfélaga og Skógræktar- félag íslands eru sammála um að stuðla að aukinni þátttöku almennings í skógrækt og landgræðslu. Á þann hátt skapast þekking og reynsla og virðing vex fyrir því ræktunarstarfi sem unnið hef- ur verið að á undanförnum árum. 2Nauðsynlegt er að sveit- • arstjórnir tryggi skóg- ræktarfélögum sem starfa inn- an heimasvæða aðstöðu og aðgengi til skógræktar eftir því sem hægt er. Því þarf að gera ráð fyrir athafnasvæðum skógræktarfélaga í aðal- og deiliskipulagi sveitarfélag- anna. Skipulögð skógrækt myndar skjól fyrir alla byggð. Nýta ber möguleika skógrækt- ar til að bæta svæði sem síðar á að byggja og gera þau og nágrenni vænlegri til búsetu. Unnið skal að skógrækt- • ar-og landnýtingar- skipulagi í samvinnu við við- eigandi nefndir sveitarfélaga. Til þess verði fengnir fagmenn á því sviði svo sem sérfræðing- ar skógræktarfélaganna og landslagsarkitektar. 4Mælt er með því að gerð- • ir verði umsjónarsamn- ingar milli sveitarfélaga og skógræktarfélaga er fjalli m.a. um umsjón með skógræktar- svæðum , þjonustu við vinnu- skóla, umhverfisfræðslu, o.fl. Skógræktarfélag Islands og skógræktarfélögin búa yfir faglegri þekkingu og reynslu á þessu sviði. 5Vinna skal að framtíðar • stefnumörkun skógrækt- ar og landgræðslu á vegum sveitarfélaga. Með því móti geta nágrannasveitarfélög samræmt áætlanir og fram- kvæmdir. 6Aukin skógrækt er m.a • viðurkennt tæki til að stemma stigu við gróðurhúsa- áhrifum. Leita ber alþjóðlegs samstarfs til þess að fullnýta möguleika íslands áþví sviði. 7Lagt er til að athuguð • verði vandlega lagaleg hlið þeirra árekstra sem orðið hafa vegna nýrra samkeppnis- laga. Fulltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur með þessum tillögum markað stefnu sem beint verður til allra sveitarfélaga og stjórna. Fund- urinn hvetur þar með öll sveitar- félög til þess að unnið verði að framkvæmd ofangreindra til- lagna. Fyrir skógræktarfélög sem hafa haft það að höfuðmarkmiði að hlúa að og bæta umhverfi landsins er þessi samþykkt sam- bandsins fagnaðarefni. Blómlegt starf skógræktarfélaga hefur víða átt verulegan þátt í því að umhverfi og ásýnd sveita og þéttbýlisstaða hefur tekið stakkaskiptum. Reynslan sýnir að þetta hefur gerst þar sem starfi þeirra hefur verið sýndur skilningur og þau fengið að þró- ast og starfa að sínum markmið- um. Á örfáum áratugum hafa kröfur fólks til umhverfis orðið aðrar og meiri en áður. Trjá- gróður og skóglendi skapa um- hverfi sem eykur vellíðan manna á ýmsan hátt. Með nú- tíma lifnaðarháttum hefur úti- vist aukist enda er lögð áhersla á hana fyrir heilbrigði og líkam- legt atgervi. Skóglendin sem víða eru að vaxa úr grasi eru tilvalinn vettvangur fyrir fjöl- breytta afþreyingu. Skóglendi sem skógræktarfélögin og sveitarfélögin munu sameinast um að auka munu jafnframt eiga sinn þátt í því að viðhalda byggð í landinu. Ef fram fer sem horfir mun krafa íbúa allstaðar á landinu vera aukin trjá- og skógrækt. Menn átta sig á kostum þess að hafa gróður í kringum sig svo ekki sé talað um annað. Hann bætir ásýnd þéttbýlisstaða sem eru umvafðir hlýju skógarins. Hagsmunir sveitarfélaga og íbú- anna eru því þeir sömu hvað þetta varðar og mikilvægt að afl skógræktarfélaganna og þekk- ing, sem víða hafa unnið áratuga starf í sínum sveitarfélögum, sé nýtt á réttan hátt og það fái að þróast til hagsbóta fyrir sam- félagið. Höfundur er framkvæmdnstj. Skógræktarfélags íslands. FORMAÐUR Yrlqusjóðsins, Matthías Johannessen, og Sigríður A. Þórðardóttir, varaform., gróðurselja fallega björk. Yrkja Helmingur allra grunnskóla í verkefninu STJÓRN Yrkju, sjóðs æskunnar til ræktunar lands- ins, samþykkti á sljórnarfundi sínum þann 16. apríl sl. að úthluta 37 þúsund tijáplöntum, samkvæmt markmiðum sjóðsins, til 8500 nemenda í 113 grunn- skólum víðsvegar um land. Þetta er sjötta árið sem Yrkju-sjóðurinn úthlutar trjáplöntum til nemenda í grunnskólum en hann var stofnaður í samræmi við óskir fyrrverandi forseta íslands, Vigdísar Finn- bogadóttur, en hún er stofnandi sjóðsins. A siðasta ári tóku þátt í Yrkjuverkefninu 7600 nemendur í 99 skólum og úthlutað var 32 þúsund tijáplöntum. Fjöldi nemenda hafði þá aldrei verið meiri né fleiri skólar og sló þátttakan öll met. Nú er svo komið að meira en helmingur allra grunnskóla á landinu vinnur að gróðursetningu á vegum Yrkjusjóðsins. Auk tijáplantna hefur Islands- banki í samvinnu við Skógræktarfélag íslands gefið út fræðsluefnið „Ræktun í skólastarfi" sem einnig hefur staðið skólunum til boða ásamt myndbandinu „Verðlaunatréð". Að þessu sinni óskuðu 78 skólar eftir fræðsluefni. Skógræktarfélag íslands hefur umsjón með framkvæmd Yrkjuverkefnisins en hefur víða fengið aðildarfélögin í liðveislu. Sjá þau um að taka á móti nemendum, leiðbeina þeim og útvega skólunum svæði til ræktunar. Annars staðar hefur framkvæmd þessi hvílt á umsjónaraðilum og tengi- TVÆR ánægðar blómarósir úr Breiðagerðis- skóla við gróðursetningu í Skólaskógum Raf- magnsveitu Reykjavíkur sl. haust. liðum í skólunum. Þess má einnig geta að Rafmagns- veita Reykjavíkur hefur síðustu árin séð um að taka á móti grunnskólunum í Reykjavík til gróðursetning- ar í landi sínu við Úlfljótsvatn þar sem hentugt land í nágrenni borgarinnar var ekki til. Frá fyrstu gróðursetningu Yrkjusjóðs í Æsku- skóginum á Selfossi þann 6. maí árið 1992 hafa verið gróðursettar 194 þúsund tijáplöntur, aðallega birki og 28 þúsund nemendur úr grunnskólum víðs- vegar af landinu hafa tekið þátt í að gróðursetja þær. Að meðaltali eru þetta um 7 plöntur á hvern nemanda. Persónulega reynsla og kynni nemanda af þessu starfi er fjársjóður sem á eftir að skila vöxtum þeg- ar fram líða stundir. Það er von þeirra sem vinna með þessu unga fólki, sem stundum er að springa af áhuga við að gróðursetja sínar eigin plöntur, að hægt verði aðefla fræðslustarf sem tengist gróður- setningunni. Á þann hátt verður hægt að dýpka vitund og þekkingu þessara barna á umhverfinu og efla styrk þeirra og trú til góðra verka. Brynjólfur Jónsson Á undanfömum árum hefur Skeljungur hf. variö tugum milljóna króna til Undir faglegri forystu Skógræktar ríkisins og í samvinnu við alla sem eiga þá hugsjón aö græða upp landió, getum viö lyft grettistaki. Skógrækt með Skeljungi ILMBI BIRKI (BETULA PUBESCENS)J Ilmbjörk er íslenskt tré með þéttu limi, oft kræklótt. Börkurinn ei gljáandi. ntuðbrúnn silíurlitut og blöðin eru á stilkunr, egg- eða tígullaga. Hún biómgast í maí og verður um 80 ■ 100 ára gömul og allt að 13 metra há þekur nú um 1300 km2 landsins en jrakti að um 50.000 ktn-: við landnám. - Birki er mikið notað ti! skógraektar en er jaínframt 3 vmsæit garotre <rg notaö : lungeroi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.