Morgunblaðið - 16.05.1997, Síða 1
I
■ HÁLFÍSLENSK PARÍSARPAMA MEP SKÆRfl LITI í PENSLINUM/2
UNGLINGAR GEGN OFBELDI/3 ■ KLÆÐIR KVIKMYNDASTJÖRNUR ÚR
OG í/4 ■ JÓGA GEGN KVÍÐA KARLMANNA/6 ■ MED AUGUM LANDANS/7
Hallærislegu
gleraugun
þykja flottust
:
Brosandi
augu
AUGUN eru spegill sálannn-
ar. Þessa dagana getur verið
erfitt að rýna í spegilinn hjá
þeim sem duglegastir eru að
fylgja tískusveiflunum því
skrautmálaðar linsur eru
nýjasta undrið. Það er sem
sagt ekki uóg með að tiskan
krefjist gleraugnaumgjarða
eins og lýst. er hér til hliðar,
heldur eru linsur inálaðar til
að breyta mannsauganu í
blóm, dáleiðsluskífu, broskall
eða hauskúpu.
STÓR, gróf og kubbslaga plastgleraugu eiga mikl-
um vinsældum að fagna í tískuheiminum þessa dag-
ana. Slík gleraugu hafa verið í útrýmingarhættu
undanfarna tvo áratugi en nutu hins vegar mikill-
ar lýðhylli einkum meðal háskólakennara í kring-
um árið 1970.
Forsprakki tískusveiflunnar er talinn vera Jar-
vis Cocker söngvari hljómsveitarinnar Pulp sam-
kvæmt því sem blaðamaðurinn Rachel Cooke
segir í The Sunday Times. Nú keppast frægar
fyrirsætur og poppstjörnur við að skarta eins
hallærislegum gleraugum og unnt er. Það þyk-
ir nefnilega bera vott um mikið sjálfstraust að
bera stór og groddaleg gleraugu. Vinsælustu
umgjarðirnar eru svartar og ferkantaðar en fast
á hæla þeirra íylgja „tárdropalaga" gleraugu í
líkingu við þau sem Jackie Kennedy, fyi-rum for-
setafrú, var með. Lögunin skiptir samt ekki höf-
uðmáli heldur að gleraugun séu nógu áberandi til
að vekja athygli viðstaddra. Helstu tískukóngarnir,
Emporio Armani, Calvin Klein, Christian Dior og
margir fleiri hamast nú við hönnun slíkra gleraugna
og þau seljast vel.
Öðruvísi ungt fólk
„Unga fólkið í dag vill vera öðruvísi og sæk-
ist þess vegna eftir hallærisumgjörðum í lík-
ingu við þau sem tónlistarmaðurinn Elvis
Costello var alltaf með,“ segir Þorbjörg Guð-
jónsdóttir hjá Gleraugnamiðstöðinni á Lauga-
vegi en þykk plastgleraugu njóta þar ört vax-
andi vinsælda. Þorbjörg segir þunnar og létt-
ar málmumgjarðir hafa verið ráðandi í gler-
augnatískunni undanfarin sex til átta ár en
nú hafaplastumgjarðir leyst þær að mestu af
hólmi. I Gleraugnamiðstöðinni kosta plast-
umgjarðir á bilinu 6.000 til 12.000 krónur.
iub Ba
fRYGGia
KKtnrwaA
STRAX>!
■iítm
Miðasala i Haskolabioi • Simi: 552 2140
Miðaverð: 2.500 kr.
Damei Agust Haraldsson • KK - Knstian Knstjánssoi
www.aegjs.is/peppers