Morgunblaðið - 16.05.1997, Síða 2
2 B FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997
DAGLEGT LIF
MORGUNBLAÐIÐ
%
n
I miðri París eru
íslenskar ævintýramyndir
„ÉG elska börn og veit vel að myndirnar mínar eru
á vissan hátt barnslegar," segir Florence Helga.
HÚN er ljóshærð og litfríð; ung,
íslensk og frönsk. Svo kann hún
að teikna og mála og móta; litríka
lampa og myndir úr ævintýrum.
Florence Helga Guérin á ekki langt
að sækja listfengið, mamma henn-
ar, íslensk, málar líka, móður-
systirin hannar föt fyrir franskt
hátískuhús, amman var öll í mús-
ík, langamman mundaði pensil og
bróðir hennar var Einar Jónsson
myndhöggvari. Florence talar hlý-
lega um fólkið sitt og nefnir til
viðbótar afann, Henrik Sv. Björns-
son, sem hvatti hana og mótaði
sem smástúlku, liðtækur teiknari
sjálfur. Hún hefur selt lampa í stór-
versluninni Beaumarché í París og
hefur líka fjörlega gripi til sölu í
lítilli búð á eyjunni St. Louis í Signu
í miðri borg. Hún sýnir núna í
galleríi í Montmartre-hverfinu,
Arts Factory heitir það og er við
rue d’Orsel. En mest langar Flor-
ence að sýna á íslandi og gerir
raunar ráð fyrir því næsta vetur.
„Mig langar alltaf til íslands,"
segir Florence, „þar væri gaman
að vera um tíma og vinna og ná
öruggari tökum á tungumálinu.
Mér finnst meira vera af Islendingi
í mér en Frakka, einhvern veginn
Florence Helga Guérin
er Parísardama með
pensil og skæra liti í
honum. Hjartað slær í
íslenskum takti og Þór-
unn Þórsdóttir fékk að
heyra hvers vegna, þeg-
ar þær hittust eitt há-
degi í Frakklandi.
eru ræturnar dýpri á íslandi þótt
ég hafi mestpart alist upp hér í
París. Fólkið er opnara og einlæg-
ara á íslandi, víðáttan meiri, loftið
betra og vinkonurnar tryggari. Þar
er auðvelt að gefa ímyndunaraflinu
lausan tauminn og það er mitt
uppáhald. Ég er alltaf að laumast
eitthvað í eigin höfði, hugsa um
liti og myndir og sögur. Mér finnst
frábært að ferðast, það hef ég frá
pabba, sem er franskur. Hann vann
um tíma fyrir Flugleiðir heima (nú
á Florence við ísland) og það gaf
okkur færi á að flakka. Maður
þarf ekki endilega að fara yfir
þveran hnöttinn til að uppgötva
eitthvað nýtt, ég heillast oft af
alveg nýjum hliðum á París og
sama hefur mér þótt með Reykja-
vík og sveitirnar. Þetta gerir lífið
svolítið dularfullt, það kemur alltaf
á óvart, alveg eins og hjá börnum.
Ég reyni einmitt að verða ekki al-
veg fullorðin. Ég elska börn og
veit vel að myndirnar mínar eru á
vissan hátt barnslegar. Þegar ein-
hver segir mér það er ég ánægð.
Mig langar núna að koma á fram-
færi við útgefendur myndskreyt-
ingum í barnabækur. Ævintýri eru
svo skemmtileg og veistu, ég er
alveg viss um að álfar séu til.“
Spegill, spegill
Florence segist vera einfari og
yfirleitt tali hún alls ekki svona
mikið. En maður geri það náttúr-
lega í viðtali. Það sé henni eigin-
legra að tala í myndum og mörgum
litum, þar gangi allt greiðlega, hún
vinni hratt og reyni að hugsa ekki
of mikið. Þegar ég spyr hvort hún
hafi aldrei áhyggjur, eins og til
dæmis af afkomu, svarar hún því
játandi, en þetta hafi hún samt
alltaf viljað gera. „Ég þarf stund-
um að þvinga mig til að búa til
söluvöru, það er ekki endilega það
skemmtilegasta. Ég hef málað
stóla og búið til spegla, franskar
konur kaupa af mér spegla, svo
geri ég jólaskraut á haustin og ljós
allt árið. Og nú er ég semsagt
komin með svolítið safn af bók-
arkápum."
Florence skírir oft lampana sína
eftir fólki sem hún þekkir eða per-
sónum í sögum. Þeir taka þá lit
af viðkomandi, skæra eða demp-
Ekki berja
- það er vont!
Norðurljós er nafnið á norrænu verkefni
Barnaheilla gegn ofbeldi. Sigrún Davíðs-
dóttir hitti íslensku krakkana, sem hvetja
jafnaldra sína til að taka afstöðu gegn ofbeldi.
„OFBELDI hefur kannski ekki
aukist meðal unglinga, en það er
bæði orðið grófara og hefur gripið
um sig meðal yngri aldurshópa en
áður,“ segir Louise Andersson,
sem hafði veg og vanda af nor-
rænni ráðstefriu í Málmey um of-
beldi og unglinga. Á íslandi er það
Bamaheill, sem var með í undir-
búningnum og hópur ungs fólks í
tengslum við Hitt húsið tók þátt
afjiálfu íslands.
íslensku krakkamir taka undir
að ofbeldið sé orðið grófara og tíðk-
ist meðal yngri hópa en áður. Sam-
félagið sé orðið hrárra, en þau eru
heldur ekki í vafa um að krakkanir
hlusti fremur á ungt fólk sem taii
gegn ofbeldi: „Annars er það bara
eins og í sögutíma. Maður sefur.“
Norrænt samstarf ungs fólks
gegn ofbeldi hefur fengið nafnið
Norðurljós en hugmyndin er frá
Svíþjóð. Á vegum Barnaheilla á
hinum Norðurlöndunum starfa
unglingahópar, en slíkir hópar eru
ekki til á Islandi og því komst á
samstarf við Hitt húsið og hóps í
tengslum við það.
Grófara ofbeldi
í yngri aldurshópum
í haust hittust hóparnir á undir-
búningsfundi og lögðu fram áætl-
un um hvernig þeir ætíuðu að
starfa til að vekja athygli jafnaldra
sinna á hve ofbeldi væri óæski-
legt. Louise Andersson segir það
hafa verið takmark ráðstefnunnar
í Málmey að unglingahóparnir
kynntu hverjir öðrum hvað þeir
hefðu gert í vetur í þessum efnum
og að sett yrði fram áskorun, sem
komið yrði á framfæri í fjölmiðlum.
Krakkarnir notuðu ritað mál jafn-
framt því sem margir hefðu útbúið
kynningarmyndbönd og mynd-
skyggnur. Árið 1999 verða Barna-
heillasamtökin tíu ára og þá von-
ast Andersson til að tækifæri gef-
KYNNINGAREFNI íslenska hópsins hengt upp.
ist fyrir hópana að hittast aftur
og bera saman bækur sínar, enda
hafi eitt af umræðuefnunum verið
hvernig halda mætti samstarfinu
áfram.
Um ástæður þess að ofbeldi
verði grófara og breiðist út meðal
æ yngri aldurshópa segir Anders-
son að skoðanir séu skiptar og vís-
ast séu margar samverkandi
ástæður fyrir því. Hvað Svíþjóð
varði þá virðist samfélagið orðið
harðara og atvinnuleysi foreldra
hafi greinilega slæm áhrif. Al-
mennt gildi að andstæður í þjóðfé-
laginu virðist orðnar skaipari. f