Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997
DAGLEGT LIF
MORGUNB LAÐIÐ
• STÚDENT • PÖNKARI • SAUMAKONA • LÍNUSTJÓRI • LEIKBÚNINGAHÖNNUÐUR
Klæðir
filmstjörnur
úr og í
Morgunblaðið/Helga Kristín
EINHVERJIR muna
Lindu kannski sem
söngkonu í pönksveit-
inni Q4U og félagar
hennar í Háskólanum
hafa ekki gleymt þegar hún mætti
út í enskudeild fyi-sta skóladag fyr-
ir allmörgum árum. Viðstaddir,
þeirra á meðal greinarhöfundur,
stungu saman nefjum, pírðu augun
á stóran plasthatt og svarta vínyl-
regnkápu og veltu fyrir sér hvað
pönkdrottningin væri að villast
þarna á háskólalóðinni.
Á daginn kom
síðan að fæstir
stóðu henni á
sporði hvað varð-
aði nákvæmni og
samviskusemi I
námi, auk þess
að hún vann fyr-
ir sér með
saumaskap með-
fram skólanum.
Linda segir líka
að hún hafi alls
ekkert byrjað í
pönkinu fyir en
eftir stúdents-
próf og að skoð-
anasystkini þess
tíma hafi mikið gantast með að hún
væri eini pönkarinn sem kynni að
leggja saman í heftinu sínu. „Eg var
mjög feiminn unglingur og geymdi
uppreisnina. Hins vegar hlaut að
koma að henni svo ég kláraði stúd-
entsprófið fyrst.“
Linda býr í háreistu timburhúsi í
útjaðri franska hverfísins í New
Orleans, með Lukku sinni, sjeffer:
hundi sem á sjö ára afmæli í dag. I
vetur vann hún að leikbúningagerð
fyrir sjónvarpsþætti hjá kapalstöð-
inni USA og tökur eru nýhafnar aft-
ur. Þættirnir eru byggðir á kvik-
myndinni The Big Easy, sem Denn-
is Quaid og Ellen Barkin léku í á
sínum tíma. Sögusviðið er New
Orleans, líkt og í þáttunum, sem
bera sama nafn og kvikmyndin.
Á morgun ætlar Linda hins veg-
ar að halda veislu fyrir Lukku. „Eg
byrja á því að fara með hana út að
borða á hundaveitingahúsi sem ný-
búið er að opna í franska hverfinu.
Svo fær hún sína bestu vini í heim-
sókn og allir fá eitthvað gott að
naga,“ bætir hún við.
Ji
Þeir sem
vilja slá lopp-
um á tölvu-
þráð til
Lukku geta
sent á
netfangið
Iukka11@ibm.
net
Berglind Garðarsdóttir, stúdent, pönkari, línustjóri,
saumakona, enskufræðingur og leikbúningahönnuður býr
í New Orleans og gegnir nafninu Linda Gardar. Helga
Kristín Einarsdóttir reyndi að veiða upp úr henni sögur
af Brad Pitt, Tom Cruise, Eric Roberts, Kelly Lynch og
Teri Hatcher, kærustu bófa og ofurmenna.
Saumaði á dúkkurnar
Linda vann á saumastofu í nokk-
ur ár og segir saumaáhugann senni-
lega alltaf hafa blundað í sér. Til
dæmis hafi hún snemma fengið
mömmu sína til að hjálpa við að
sauma föt á dúkkurnar. „En það var
eiginlega tilviljun sem réði á endan-
um. Ég var blönk og tók skyndi-
ákvörðun um að klára námið i
Flensborg utanskóla. Til þess að
geta það varð ég að taka allar verk-
legar greinar á einu ári og skráði
mig í módelteikningu og sauma-
skap.“
Frumraun í búningagerð fyrir
kvikmyndir þreytti hún í samvinnu
við Karl Júlíusson og Hrafn Gunn-
laugsson þegar hann gerði I skugga
hrafnsins og Hrafninn flýgur.
„Hrafn bauð mér líka að vinna við
þá þriðju, sem mér fannst mjög
freistandi, en gat ekki þegið. Hann
er skemmtilegur karl, þótt hann sé
furðulegur. En ég var á leið til út-
landa.“
Linda segir sitt hlutverk hafa
verið að gæta þess að ekki væri
misræmi milli búninga í myndun-
um. „Ég passaði til dæmis að leik-
ararnir væru í réttum fatnaði á
réttum tíma. Tökum sem dæmi
útisenu þar sem ein persónan geng-
ur gegnum dyr. Innisenan er
kannski tekin viku eða mánuði síð-
ar og þá þarf að passa að viðkom-
andi karakter sé í sömu fótum og
hann sást í utandyra. Hérna úti er
það gert með því að taka polaroid
myndir af búningum hvers og eins
í hverri senu. Þarna var ekki um
neitt slíkt að ræða þannig að ég
varð að teikna myndir af búningun-
um í handritið, hvar var hneppt,
hvar slaufa, og þess háttar."
Linda hætti sem línustjóri á
saumastofu eftir kvikmyndir
Hrafns og saumaði fyrir Tískuhús
Stellu þar til Stella seldi og flutti til
Los Angeles. Þegar enskunáminu
lauk fékk hún „hundleið" á sauma-
skapnum og afréð að koma ekki ná-
lægt slíkri vinnu framar. Þá fór hún
að vinna hjá Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur. „Seint eina nóttina
eftir langvinna skemmtanatörn
settist ég niður og spurði sjálfa mig:
Hvað ertu eiginlega að gera? í
sömu andrá hringir Stella frá Los
Angeles og vill ólm fá mig í heim-
sókn.“
Hrifnari af leikhúsinu
Linda notaði tækifærið og kynnti
sér nokkra skóla í sólskinsfylkinu
og hóf í kjölfarið, eða árið 1990,
tveggja ára meistaranám í leikbún-
ingadeild California Institute of the
Arts. „Nemendur eru aldrei fleiri
en 16 og kennarar fjórir, þannig að
aðstaða til náms var ótrúlega góð.“
Á námstímanum hannaði hún bún-
inga fyrir kvikmyndir, leikhús og
dans, 2-3 leikrit og 2-3 danssýning-
ar árlega. Þá gátu þeir sem vildu
hannað búninga að auki fyrir stutt-
ar bíómyndir. „Að náminu loknu
fékk ég atvinnuleyfi tímabundið því
tækifærin til þess að vinna við fag-
ið á íslandi eru ekki það mörg,“
segir Linda. I fyrstu vann hún mest
við alls kyns Shakespeare-upp-
færslur, tónlistarmyndbönd og aug-
lýsingar og segir ekkert betra en að
vinna við leikhús. „Þótt kvikmyndir
séu spennandi er ekkert sem jafn-
ast á við að sjá tjaldið fara upp í
fyrsta skipti þegar allt er komið
heim og saman. Ef tekjumöguleik-
arnir væru hinh- sömu myndi ég
taka leikhúsvinnu framyfir."
Þegar náminu lauk var Lindu
boðið í _ útskriftarferð til New Orl-
eans. Áii síðar, nánar tiltekið á
sunnudagskvöldi, flutti hún til borg-
arinnar, fór í partý og kynntist
leigusalanum Jerry, sem reyndist
eiga ódýrt hús handa henni að búa
í. Næstu mánuði var hún í samstarfi
með vinkonu sinni og bjó meðal
annars til hatta úr fjöðrum högg-
deyfa. „Ég féll fyrir New Orleans á
viku og sá að ég hafði ekkert að
gera í LA Ef maður vill komast
áleiðis í búningahönnun er best að
vera þar eða í New York. Hins veg-
ar vil ég frekar búa á stað, sem mér
líkar, þótt ég þurfi að aðstoða aðra
búningahönnuði. Snobbið er svo
mikið í LA. New Orleans er yndis-
leg, hún er svo karabísk í sér. Ég
heyrði eitt sinn sagt í gríni að borg-
aryfirvöld hefðu sótt um sjálfstæði
frá Bandaríkjunum og það væri
ekki fjarri lagi. Ameríkanar sem
hafa ferðast til Evrópu finnst borg-
in evrópsk og hún hefur það fram-
yfir aðrar borgir í Ameríku að
frumbyggjarnir voru Frakkar og