Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997
MORGUNBLA<i<
DAGLEGT LÍF
ÞÓR LUDWIG STIEFEL, 30 ÁRA B SVAVAR SIGURÐUR GUÐFINNSSON, 23 ÁRA
Heildræn sýn
Titillinn höfðaði til mín
„EF hægt er að komast svo að orði kem ég bakdyramegin inn í jógað því ég kynntist því í gegn-
um heimspeki en ekki í gegnum líkamsræktina eins og svo margir. Ég var hinn dæmigerði ungi
óhófsmaður. Ég hugsaði ekkert um mataræðið, datt í’ða þegar mér sýndist og reykti eins og
strompur. Afleiðingin var orðin sú að líkaminn var farinn að gefa sig. Lungun voru orðin slöpp
og æðamar þröngar," segir Þór Ludwig Stiefel, 30 ára myndlistarmaður, um fyrstu kynni sín af
jóga.
Hann segist hafa upphafið sálina á kostnað líkamans. Fyrir honum hafi líkaminn ekki verið
annað en byrði enda þurft að eyða dýrmætum tíma í að fæða hann og klæða. „Með Hatha jóga
ástunduninni kynntist ég annarri og heildrænni sýn. Maðurinn er ein heild og ef hann hugar ekki
að líkamanum t.a.m. mataræði og hreyfingu hamla líkamlegir kvillamir því að hann nái and- *
legum þroska. Á sama hátt er lykilatriði að halda andlegri ró og taka hlutunum eins og jti&íéM
þeir eru,“ segir hann. JSSSgx
Þór er farinn að stunda jóga í hádeginu á hverjum einasta degi. Hann segir að tu að 1
byrja með hafi jógaiðkunin haft þau áhrif að hann hafi fundið mun á sér til hins betra J
frá degi til dags. Nú finni hann mun á sér á milli vikna og fljótlega finni hann væntan- I
________lega fyrir ákjósanlegu jafnvægi. Hann segir að betri líðan *
\ hafi hjálpað honum á mörgum sviðum, t.d. í mannlegum sam-
I s^iptum.
Þór segir að jóga hafi hjálpað sér sem forræðislausum fóð-
K ur. „Þegar stofnað er til sambúðar og velkomið bam fæð-^_
ist í heiminn er aldrei ætlunin að brjóta fjölskyld-
| '"l una upp. Skilnaður er því auðvitað ákveðiö jáfUBtKm
skipbrot og fyrst á eftir er erfitt að
A UÉá kyngja því að vera allt í einu orðinn jfÆ
-..ÆfÆ „helgarpabbi". Ellefuþúsund
króna meðllagsgreiðsla er heldur jSU
ekki há u])|)hæö. Hins vegar ÆmM
/feaya w&i getur verið erfitt fyrir ein- M
stiett foreldri með 60.(100 til Mí
\ 70.000 kr í latm að kljúfa Mi
h| slíka greiöslu í hverjuin Æ
niánuói. Meðllagssktildir Æ
■t T'n; æ em því fljótar að hlað-
„ÉG man eftir því að í Morgunblaðsauglýsingunni höfaði titill námskeiðsins ,Jóga gegn kvíða“
sérstaklega til mín enda hafði ég verið að pæla í jóga og átt við kvíða að stríða. Kvíðinn var af-
leiöing af því að ég gat ekki hugsað mér að skila frá mér verki öömvísi en fullkomnu. Óttinn við
að verða á mistök nagaði mig í sífellu. Önnur orsök kvíðans var að ég hef verið frekar lokaður og
átt í erfiðleikum með mannleg samskipti, t.d. reyndi alltaf töluvert á mig að hitta fólk í fyrsta
skiptið,“ segir Svavar Sigurður Guöfmnsson, 23 ára háskólanemi, þegar hann rifjar upp aðdrag-
andann að því að hann ákvað að sækja námskeiðið „Jóga gegn kvíða“ til Ásmundar í febrúar ár-
ið 1996.
Jógað dregur úr einkennum MS
Svavar heldur áfram og tekur fram að hann hafi verið greindur með MS á svipuð-
um tíma. Greiningin hafi hins vegar ekki verið eins mikið áfall og ætla mætti því
hann hafi fundið fyrir einkennunum í um hálft ár áður. „Ég tók fljótlega eftir því
að slökunin hafði góð áhrif á líðan mína. Með ástundun jóga, nálastungu og grasa-
lækninga hefur dregið úr einkennum sjúkdómsins. Annars verð ég víst að viður-
kenna að ég hef ekki stundað jógað samfleytt frá því í fyrra. í hléunum hef ég
stundum verið undir miklu álagi og þurft að horfast í augu við að einkenni sjúk-
dómsins hafa aukist. Hins vegar bregst ekki að einkenninn doftia um leið og ég helli
mér út í jógað aftur. Jógað hefur ekki aðeins haft jákvæð líkamleg áhrif því jógað
hefur með öðru hjálpað mér að sætta mig við sjúkdóminn
og efla trú mína á því að ég geti unnið bug á honum. Al-
mennt er ég orðinn miklu afslappaðri en áður og hættur að
vera í sífelldri samkeppni við hina og þessa. Ég hef
sæst á við sjálfan mig og nútímann eins og
hann er.“
Svavar telur margar ástæður fyr-
ir þvf að fleiri karlmenn sæki nám-
skeiðið nú en áður. „Ein ástæðan
er eflaust yfirstandandi við-
horfsbreyting. Jóga féll ekki
inn í hina hefðbundnu karl-
mannsímynd. Hér áðm-
fyiT hefði karl t.a.m. ótt-
ast að einhver sæi til
hans fara í jóga og sá
Skilnaður ákveðið skipbrot
SJÚKDÓMUR
NÚTÍMANS
ÞÓR
seglr jóga hafa
hjálpað sér sem
forræðlslausum
fðður
ast upp og á endanum verður erfitt að fara í
venjulega launavinnu því að leyfilegt er að taka
allt að helming launanna upp í meðalagsskuldina.
Mér þætti því ekki óeðlilegt að tekjutengja meðlagið,"
segir Þór.
Um fjölgun karla í jóga segir Þór að þar sé væntanlega
um að ræða hluta af almennri viðhorfsbreytingu þjóðfélagsins
varðandi hlutverk karla við uppeldi bama og almennt í samfé-
laginu. „Nú þykir t.a.m. sjálfsagt að karlar og konur taki jafnan
þátt í uppeldi bamanna. Sömuleiðis er réttur karla til að gráta
og almennt til að tjá tilfinningar sínar orðinn sjálfsagðari en
áður.“
SVAVAR
telur Jóga
henta
nútfmamann-
Inum vel
færi að tala um hvað hann væri eiginlega að
gera þarna,“ segir hann. „Önnur ástæðan er
væntanlega sú staðreynd að heimurinn verður sí-
fellt harðari. Kröfumar verða meiri og menn
hreinlega brotna undan álaginu. Þama kemur jóga
að góðu gagni við aö kynna hins sönnu verðmæti.
Að því leyti hentar jógað nútímamanninum afar
vel.“
ALLTOF mörg höfum við gengið
í gegnum sama ferlið. Heima og á
vinnustaðnum finnst okkur vera
gerðar óhóflegar kröfur. Á hverj-
um degi nagar óttinn við að
standast ekki kröfurnar dýpra.
Hann grefur um sig og hlífir
engu. Líkamleg einkenni gera
vart við sig og lífið verður að ein-
um vítahring. Vonleysið grípur
um sig og útgönguleiðirnar virð-
ast fjarlægjast hver af annarri.
Ásmundur Gunnlaugsson gekk
í gegnum svipað ferli áður en
hann söðlaði um og tók upp nýja
lífshætti með aðstoð jóga. Nú er
hann jógakennari í Yoga Studio
sf. Hátúni 6a, og hefur leiðbeint
meira en 800 manns við að takast
á við kvíða á námskeiðum Yoga
Studio undir yfirskriftinni „Jóga
gegn kvíða“. Við fyrstu sýn kann
nemendafjöldinn að virðast ótrú-
lega hár. Hann verður hins vegar
skiljanlegri ef tekið er mið að því
að rannsóknir hafa sýnt að á bil-
inu 4-6% af íbúum í hinum vest-
ræna heimi þjáist af sjúklegum
kvíða. Fæst bendir heldur til að
þróunin sé að snúast við. „Engin
einhlít skýring hefur fundist á því
að sífellt fleiri virðast þjást af
sjúklegum kvíða. Hins vegar tel
ég að vaxandi hraði og álag vegi
þarna þungt. Ekki verður heldur
litið framhjá því hvernig farið er
að hampa rökhyggju á kostnað
tilfinninga. Álagið veldur því að
spenna hleðst upp og ef ekkert er
að gert fara líkamleg einkenni að
gera vart við sig,“ segir Ásmund-
ur.
Hann segir að spennan, ein sér,
þurfi ekki að vera neikvæð. Ef
Fleiri karlar
farnir að sækja jóganámskeið
allt er með felldu skiptist á slökun
og spenna. Næsta skref getur
hins vegar orðið streita og ef hún
verður viðvarnandi fylgir kvíði í
kjölfarið. Kvíði getur svo að lok-
um orðið að fælni. „Svefntruflanir
eru með fyrstu hættumerkjunum.
Svefhinn hættir að veita hvfld og
þú vaknar jafn þreyttur að
morgni og þú lagðist til hvflu
kvöldið áður. Sama herpingurinn
er í maganum eftir nætursvefn-
inn. önnur líkamlega einkenni
eru vöðvabólga, meltingartrufl-
anir, hjartsláttaróreiða og kvíða-
köst. I sinni verstu mynd getur
viðkomandi fundist að allur heim-
urinn sé að hrynja yfir sig.“
Að hætta að látast
Ásmundur segist leggja áher-
slu á að hann sé aðeins að kynna
ákveðna leið til að vinna á kvíða á
námskeiðinu. Nemendurnir verði
sjálfir að vera tilbúnir til að legg-
ja sig fram og vinnan vinnuna til
að ná árangri. „Námskeiðið
stendur yfir í einn mánuð og í
upphafi er farið í grundvallar-
jóga. Tilgangurinn er að losa um
spennu og styrkja líkamann. Ég
fer því næst í hvemig hægt er aö
Kvíði hefur með
réttu verið nefndur
sjúkdómur nútím-
ans enda þjást á bil-
inu 4-6% af íbúum
hins vestræna
heims af sjúklegum
kvíða. Anna G.
Olafsdóttir komst
að því í samtali við
Asmund Gunn-
laugsson jógakenn-
ara að töluverð
fjölgun hefur verið
á karlmönnum á
námskeiðinu „Jóga
gegn kvíða“.
nota öndun þegar erfiðleikar
steðja að, fjalla um andleg lögmál
og segi frá eigin reýnslu. Kvíði
hefur ætíð ákveðinn aðdraganda
og til að taka á kvíðanum þarf að
skoða hvar rætumar liggja ( for-
tíðinni. Ekki er síður mikilvægt
að skoða heildarmyndina. Hvað í
okkar eigin fari er t.a.m. ástæða
til að endurskoða. Yfirleitt þekkir
fólkið sjálft svörin, t.d. að vinnan
taki of mikinn tíma, en oft er eins
og utanaðkomandi þurfi til að op-
inbera vandann. Álgengt er að
fólk vilji skjóta lausn á vandanum
án þess að vera tilbúið til að fórna
nokkru. Ég get nefnt að fólk sé
ekki tilbúið til að minnkar kröfur
um efnisleg gæði. Staðreyndin er
hins vegar sú að oft er verið að
sólunda fé í hreinan óþarfa. Ekki
er t.a.m. óalgengt að menn hafi
engan veginn efni á lífsstíl sínum.
Eiginlega má segja að námskeiðið
snúist um grundvallaratriði eins
og að segja satt og látast ekki
vera annar en maður er.“
Fjárhagslegur- og tilfinn-
ingalegur vandi
Athyglisverð fjölgun hefur orð-
ið á karlmönnum á námskeiðinu.
„Mest hefur fjölgunin verið hjá
körlum innan við þrítugt og eldri
mönnum, oft í eigin atvinnu-
rekstri. I fyrri hópnum er tölu-
vert um forræðislausa feður. Al-
gengt er að þeir eigi í fjárhagsleg-
um og tilfmningalegum vanda.
Þarna eru t.d. ungir menn í skóla
eða á lágum launum. Þeir eiga í
erfiðleikum með að greiða meðlag
og enda oft á því að fara aö stunda
svarta vinnu. Sjálfstraustið
minnkar enda er svört vinna
alltaf svört vinna og ekki t.d.
hægt að fara í greiðslumat vegna
húsnæðiskaupa fyrir fjármuni
vegna svartrar atvinnustarfsemi.
Skuldirnar hlaðast upp og menn-
imir fyllast beiskju. Ofan á fjár-
hagsvandræðin bætist svo oft að
feðrunum finnst þeir hafa lítið að
segja um uppeldi barnanna. Sum-
ir hafa viðurkennt að hafa íhugað
sjálfsvíg,“ segir Ásmundur og
tekur fram að á ungu skólafólki sé
að skilja að krafa frá samfélaginu
um nauðsyn þess að ná ákveðnum
áfóngum verði sífellt sterkari.
Fyrirtækjastjórnendur kvarti yf-
ir því að erfitt sé að uppfylla arð-
semiskröfur.
Ásmundur segist ekki geta
stuðst við kannanir varðandi ár-
angur. „Hins vegar hafa nemend-
ur lýst yfir ánægju við mig á
förnum vegi og í lok námskeiðs-
ins. Bestum árangri ná svo þeir
sem gera jóga að framtíðarlífsstfl
sínum. Ég fæ mest út úr því að
sjá menn sem hafa komið hér,
nánast með höfuðið undir hend-
inni, fara að ganga upprétta meö
bjartan svip eftir einhverja mán-
uði.“