Morgunblaðið - 16.05.1997, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 16.05.1997, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 B 3 DAGLEGT LÍF Sjáaldur augna minna AUGU þín eins og tígrisdýr og ég horfi sem dáleiddur í þau, auga- steinninn minn . . . en svo fellur linsan úr auga þínu. Augu leita augna og fólk heilsast með því að horfast í augu. Óvenjuleg augu vekja áhuga og kattaraugu í manneskju fara ekki framhjá neinum. Skrautmálaðar linsur eru nýjasta undrið í sam- kvæmislífinu í New York, linsur málaðar til að breyta mannsaug- anu í blóm, dáleiðsluskífu, broskall eða hauskúpu. Þær eru gerðar úr sama efni og aðrar linsur og hægt að fá þær með styrk. Lins- urnar, sem eru til í mörgum afbrigðum, hafa verið svo eftirsóttar í Bandaríkjunum og Asíu að Evrópubúar eru loks núna að fá sendingar 1 gleraugnabúðir. Crazy Lens eða brjáluðu linsurnar umbreyta bláum og brúnum augu skærgræn eða fánaliti og hvaðeina annað. Og nú hafa þær borist til íslands. Þær fást að minnsta kosti í Gleraugnamiðstöðinni á Laugavegi 24 og í Ég sé í Hafnarfirði. „Það er mjög mikið spurt um þessar linsur," segir Sigurður Óli í Ég sé. „En þetta eru dýrar linsur því þær eru úr góðu efni. Þær kosta um 18. þúsund í bæði augun.“ Hinsvegar nægir að kaupa í annað augað til að vekja athygli. Úrsúla Englest í Gleraugnabúðinni á Laugavegi 36 segir að fólk noti málaðar linsur aðeins endrum og eins, því það hafi ekki fulla sjón með þær á báðum augum. „Unglingar spyrja mest um þær,“ segir hún, en hefur ekki pantað þær ennþá. „Þótt fólk noti þær sér til gamans er ekkert grín að borga fyrir þær.“ Linsur handa leikurum til að leika blinda eða geimverur sem vilja vekja ógn, og aðrar inálaðar linsur flokkast undir brellur í kvikmyndum og hefur Mitchell Cassel, sjóntækjafræðingur i New York, náð sérlega góðum árangri í þeim. Hann hefur þróað tækni til að þrykkja myndir á linsur, sem geta til dæmis táknað tilfinning- ar: „Viltu koma í bíó?“ gæti piltur með hjarta í augum spurt elsk- una sína. Mitchel hefur jafnvel gert flúrlinsur sem glóa í myrkri og spegillinsur. Kvikmyndagestir hafa m.a. séð linsurnar hans í augum Glenn Close í Hættuleg kynni, Brad Pitt í 12 öpum og úlfslinsur Jacks Nicholson í Úlfur. „Ég hef unnið fyrir Tom Hanks, Arnold Schwarz- enegger, Robert De Niro og Billy Crystal," segir Mitchell Cassel með dollaramerki í augum og bætir David Bowie á listann í sam- tali við blaðamanninn TonyAllen-Mills í The Sunday Times 11. maí síðastliðinn. Litirnir í linsunum eru ekkert drasl, því reiknað er með að myndin endist í sjö ár. Eftir að orðspor Michells barst frá Hollywodd til New York urðu linsurnar eftirsóttar meðal fólks í samkvæmislífinu, en hann er með búð, sem heitir Studio Optix, í Rockefeller Plaza. Innlendir sjóntækjafræðingar spá að brátt fari að glampa á skrautmálaðar linsur í samkvæmum á íslandi, en mæla hinsvegar ekki með því að bíl sé ekið með broskall í augum. Það er ekki aðeins fólk í tískuheimurinum sem fagnar nýju linsunum heldur einnig þeir sem ef til vill er með annað augað skaddað. Nú geta þeir fengið linsu með mynd í samræmi við heila augað. Gunnar Hersveinn aðri og gaman er að spá í þetta. Systir Fiorence fékk til dæmis glaðlegan, litríkan lampa — eða átti að fá áður en beðið var um hann til sölu — og móðurbróðir í virðulegu starfi á „gulllampa". Við tölum meira um muninn á Frökk- um og íslendingum og eitt kemur mér dálítið á óvart. Florence finnst íslendingar kurteisari. Hvað með hina frægu frönsku riddara- mennsku? „Hún er öll á yfirborð- inu,“ svarar Florence blíðlega, „auðvitað eru strákarnir í París „galant", þeir halda fyrir mann hurðum og standa upp til að heilsa, en hvað ætli þeir séu svosem að hugsa? Það er jafnara með kynjun- um á íslandi og mér finnst miklu minni afbrýðisemi í konum. Hér gengur voða mikið út á samkeppni um hver sé sætust og klárust." Hátíska, barokk og barnslegt Florence hefur aðeins blandað ÁHUGAHÓPUR ungs fólks gegn ofbeldi í Malmö á vegum Barnaheillar. Frá vinstri: Erla, Valur, Baldur, Sigurður, Guðrún, Eir, Elín opg Nadia. gegnum fjöimiðla breiðist út vitn- eskja um gengjamyndun í banda- rískum stórborgum eins og Los Angeles og San Francisco og það hafi einnig áhrif. Þá sé það stórt vandamál hve ungt fólk eigi erfitt með að komast inn á vinnumarkað- inn. í íslenska hópnum eru þau Bald- ur Björnsson, Eir Pjetursdóttir, Elín Sigurðardóttir, Erla Hlyns- dóttir, Guðrún Helga Guðmunds- dóttir, Nadía Tamimi, Sigurður Sveinn Halldórsson og Valur Gunnarsson. Þau hafa starfað með Birni Vilhjálmssyni frá Hinu hús- inu, en Pálmi Finnbogason kemur frá Barnaheillum. Að sögn Pálma eru Barnaheill fyrst og fremst sam- starfsvettvangur Norðurljósa og sjá um tengslin við norræna starf- ið. Hann vonast til að samstarfinu verði haldið áfram, enda hafi það verið krökkunum mikil hvatning í sér í hátiskuna, en hún segist ekki vilja vinna í fyrirtæki. Hins vegar geti hún vel tekið að sér stöku verkefni og hafi gert það fyrir Louis Feraud þar sem frænka hennar vinnur. „Hann vildi endi- lega fá hjá mér teikningar fyrir slæður og sængurföt og þetta kom mjög vel út. Sömuleiðis skartgripir sem ég hef gert fyrir hann. En fötin eru ekki mín deild. Maður gefur sér síður lausan tauminn í þeim bransa. Frakkar gera það almennt ekki,“ bætir Florence við eftir smá þögn. „Þeir þora ekki, held ég. Eru allir i fortíðinni, list gömlu meistaranna, barokkinu, og hika við að setja skærlitan lampa við hliðina á stól í stíl Lúðvíks XIV.“ En það væri einmitt svo flott, verðum við sammála um og ályktum að yngra fólk sé kannski ekki alveg svona íhaldssamt. Og alls ekki Islendingar. Uppfullar af heimþrá, höldum við áfram að tala, um jól á íslandi, þjóðsögur og birt- una sem nú verður meiri og meiri í norðrinu. viðleitni við að draga úr ofbeldi. Grundvöllur Barnaheilla er barna- sáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem er sáttmáli um rétt barna undir átján ára og þau atriði samræmast að sögn Pálma vel því starfi, sem unnið er gegn ofbeldi. „Ég hlusta á þig en ekkl á mömmu“ íslenski ungmennahópurinn hef- ur starfað óformlega gegn ofbeldi í tæp tvö ár og Eir segir þau hafa „potað sér í allar þær nefndir, sem hafa með unglinga að gera“, svo sem miðbæjarnefndina og aðrar nefndir á vegum félagsmálayfir- valda, borgar, lögreglu og starfað með Jafningjafræðslunni og Hinu húsinu. Einnig fór Baldur á þeirra vegum á ráðstefnu í Búdapest um útilokun ungs fólks úr samfélag- inu. í haust setti hópurinn sér það markmið að halda tónleika gegn ofbeldi og stofna formleg samtök gegn ofbeldi og það hefur gengið eftir. Þau héldu tónleika í Tjarnar- bíói þar sem 500 unglingar rokk- uðu gegn ofbeldi. Þau dreifðu bækling, sem þau hafa samið og hannað sjálf og voru ánægð að sjá hve fáir bæklingar lágu eftir á gólfinu. Krakkarnir tóku efnið með sér heim. Hópurinn leggur áherslu á að í honum sé margvísleg kunn- átta og hæfileikar saman komnir, sem þau nýti í þágu þessa málefn- is. Þau ætla sér ekki að predika yfir krökkum, heldur hvetja hvern og einn að taka afstöðu. Þau eru ekki í vafa um að krakkar og ungl- ingar hlusti frekar á jafnaldra en þá fullorðnu, eða eins og þrettán ára stelpa sagði við Elínu: „Ég hlusta á þig, en ekki á mömmu.“ Þetta skilji þau vel, enda sjálf í þeirri aðstöðu að hafa fullorðna fólkið yfir sér. Um ástæður vaxandi og grófara ofbeldis hafa þau ekki einhlítt svar frekar en aðrir. „Þjóðfélagið er hrárra en áður,“ segir Elín og bætir við: „Þetta er töff sósæití". Hin kinka kolli og taka undir. Og við sem eldri erum verðum að sætta okkur við að krakkar hlusta frekar á góð ráð frá jafnöldrum sínum en frá eldra fólki og þá er varla annað hægt en að vera þakk- látur fyrir að það skuli vera til krakkar, sem af ábyrgð og áhuga vilja beina kröftum sínum í átt að því að bæta líf okkar allra. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.