Morgunblaðið - 18.05.1997, Qupperneq 4
4 G SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐJ.Ð
Gift í 60 ár
Það var lítið um að vera þegar þau Anna
Margrét Þorkelsdóttir og Vilhjálmur
Hjálmarsson giftu sig. Það var engin veisla,
engin brúðarmynd tekin og þau höfðu ekki
keypt sér neina hringa og hafa aldrei gert.
En hjónabandið hefur enst vel og dyggilega
í rösk 60 ár. Þau fá enn glampa í augun
þegar þau líta hvort á annað. Og þau hlæja
mikið saman.
ARGRET og
Vilhjálmur voru
gefín saman í
stofunni á Brekku í
Mjóafírði af sr. Har-
aldi Þórarinssyni 12. desember
1936. Viðstaddir voru foreldrar
Vilhjálms og annað heimilisfólk á
bænum. Það var ekki haldin veisla
þótt menn fengju kaffi og súkkul-
aði á eftir, engir sálmar sungnir
og ekki fengu þau sér giftingar-
hringa og engin mynd var tekin
af þeim.
„Venjan var að syngja að
minnsta kosti „Hve gott og fagurt
og indælt er“,“ segir Margrét. „En
við vorum dálítið sérvitur og mér
fannst þetta svo vellulegur sálm-
ur. Nú, svo voru engir sérstakir
söngmenn þama í hópnum svo það
var þá alveg eins gott að láta það
vera.“
Hvað sem því líður hefur hjóna-
bandið verið farsælt og þarf ekki
að vera lengi samvistum við þau
hjón til að fínna þá gagnkvæmu
ánægju sem er á milli þeirra. Þau
hafa búið í Reykjavík á vetuma
síðan 1973 en halda alltaf austur
í Mjóafjörð í júní og em þar fram
í október. Vilhjálmur var kjörinn
á þing fyrst 1949 og var því lang-
dvölum frá heimilinu á veturna
meðan hann sat á þingi. „Það var
nú meira sem ég lagði á konuna,
að vera ein með þetta allt heima,“
segir hann. Börn þeirra urðu fímm,
fjórir synir og ein dóttir. Bama-
börnin 18 og bamabamabörnin
17 svo afkomendur þeirra em nú
íjömtíu talsins.
Alla öldina hafa tveir
ættliðir setið Brekku samtímis
í mörg ár eftir að þau giftu sig
vom þeir tveir bændumir, Vil-
hjálmur og Hjálmar, faðir hans,
og þar á undan afí hans og faðir.
Seinna tók Sigfús, sonur Vil-
hjálms, við ásamt föður sínum og
nú er einnig bóndi á Brekku sonur
Sigfúsar svo tveir ættliðir hafa
setið jörðina alla öldina.
Þegar þau voru nýgift voru
einnig allmargir fleiri á heimilinu,
ættingjar Vilhjálms og fleiri sem
vom þar til dauðadags og foreldr-
ar Vilhjálms vom þar og sumt af
þessu fólki flutti með þeim þegar
þau fóm suður.
„Það var ekkert nýtt að mann-
margt væri á Brekku,“ segir Vil-
hjálmur. „Afi minn reisti húsið,
sem er norskt flekahús, 1882, það
var á tveimur hæðum og hundrað
fermetrar hvor hæð. Þegar afí
minn byggði það var útgerð í
Mjóafírði og oft heimilisfastir þar
25-30 manns. Seinna komu til
sögunnar vinnuflokkar við
bryggjusmíði og vegavinnuhópar.
Útgerð var ekki stunduð þaðan á
mínum búskaparárum enda fískerí
tregt eftir að togararnir komu.
Nú síðustu ár hefur yngri bónd-
inn, Páll Sigfússon, trillu og rær
til fískjar og hefur komið upp
verkunaraðstöðu þar sem við ger-
um að.“
Margrét er fædd að Bót í Hró-
arstungu og alin upp hjá föður-
systur sinni á Héraði. Hún dó þeg-
ar Margrét var á 7. ári. Stjúp-
fóstri hennar kvæntist aftur en
MARGRÉT Þorkelsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson á „gaman-
myndinni" sem var tekin af þeim fyrir þremur árum í tilefni
áttræðisafmælis þeirra.
BREKKA í Mjóafirði. Myndin er frá 1910.
við lát seinni konunnar leystist
heimilið upp og tíu ára sonur stjúp-
fóstrans kom að Brekku með Mar-
gréti og ólst þar upp.
Kynntust 18 ára og
voru búin að ákveða
eitthvað eftir sumarið
„Við kynntumst á Brekku,"
segir Margrét þegar þau voru
innt eftir hvar þau hefðu kynnst.
Hún var að safna til að geta kom-
ist í kvennaskólann á Hallorms-
stað og réð sig að Brekku sumar-
ið 1932.
„Ég hygg að um haustið höfum
við verið búin að ákveða eitt-
hvað,“ segir Vilhjálmur og kímir.
Þá voru þau 18 ára. Haustið 1933
fór hann til náms í Héraðsskólan-
um á Laugarvatni og hún í Hali-
ormsstað. Allan þennan tíma
töluðu þau aidrei saman í síma en
því duglegri voru þau við bréfa-
skriftimar. Þessa tvo vetur sáust
þau bara einu sinni þegar Vil-
hjálmur kom í Vallanes þar sem
Margrét var kaupakona.
„Okkur datt aldrei í hug að
hringja, það voru engir peningar
í slíkt,“ segir Margrét og hlær við.
Þau settu aldrei upp hringa og
hafa ekki gert það enn. Vilhjálmur
segir að ástæðan fyrir því að þau
settu aldrei upp hringa í byijun
hafí kannski ekki verið eintóm
sérviska. „Við höfum aldrei verið
peningalítil nema á þessum bú-
skaparámm. Þá var auraleysi hjá
flestum. Svo breyttist þetta í stríð-
inu eins og margt fleira."
Engin brúðarmynd var tekin en
„við höfum verið jafnlukkuleg fyr-
ir það,“ segir Margrét og bætir
við að þau hafí ekki nema tvisvar
farið að láta mynda sig á stofu.
Fyrri myndin var tekin um 1950
og svo ákváðu þau að drífa sig í
myndatöku árið 1994 þegar bæði
áttu áttræðisafmæli.
Margrét flutti að Brekku eftir
að hafa verið tvo vetur og eitt
sumar á Hallormsstað. Þá hafði
Vilhjálmur einnig lokið námi á
Laugarvatni.
Margrét segist bara hafa geng-
ið inn í heimilið og þau fengu tvö
herbergi fyrir sig. Húsgögn áttu
þau ekki mörg. Einn dívan og teppi
sem Margrét óf í skólanum. Vil-
hjálmur átti skrifborð og nágranni
gaf þeim hjónarúmið sitt. Stofur
voru sameiginlegar með öðru
heimilisfólki og hvomgt þeirra tel-
ur að þau hafi vantað eitthvað.
Þau fengu engar brúðargjafir.
„Það tíðkaðist naumast, þetta var
allt annar heimur," segja þau
bæði.
Um þetta leyti voru um 5 kýr
o g innan við 100 kindur á Brekku.
Var um tíma gerður út mótorbát-
ur en fiskerí var tregt eftir að
togararnir komu til sögunnar,
eins og fram kom hér fyrir ofan.
Árið 1929 var byggð rafstöð, að
sögn Vilhjálms, og tekið til þess
stórt lán „sem ætlaði alla að
drepa“, segir Vilhjálmur. „Pen-
ingavandræðin leystust þegar við
tókum túnið og fórum að rækta
garðmat, kartöflur og rófur. Mað-
ur fékk meira fyrir hveija spildu
en heyskapurinn gaf af sér og
þá var hægt að greiða skuldirnar
fljótt.“
Þau tóku um einn hektara und-
ir garðinn og árið 1940 fengu þau
250 tunnur af garðmat. Sauðfé
fjölgaði og hagurinn vænkaðist.
„Þetta verður ekki til í skyndi,
það þróast og treystist“
Þegar þau hjón eru spurð hvað
það hafi verið í fari hins sem þau
hrifust af á sínum tíma verður
Vilhjálmur fyrir svörum: „Bæði
var það nú náttúrlega að mér leist
vel á stúlkuna og svo fann ég við
kynni að hún var gegnumvönduð
manneskja og traust. Það er, held
ég, málið.“ Margrét bætir við að
hún geti heimfært þetta yfir á
Vilhjálm hvað hana snertir „og svo
verður þetta svo sem ekki til í
skyndi, þetta þróast og svo treyst-
ist það,“ segir hún. Þau segjast
ekki muna eftir að hafa rifist oft.
„Ætli við höfum ekki bara rætt
saman um það sem máli skiptir,"
segir Vilhjálmur.
Eins og getið var fara þau sum-
ar hvert að Brekku og Vilhjálmur
ekur. Þau gista nótt á leiðinni og
taka sér góðan tíma. En „einkenni-
legt hvað manni hættir til að
gleyma að manni liggur ekkert á,“
segir Vilhjálmur.
Aðallega
viðhald nú orðið!
Vilhjálmur hvarf af þingi í tíu
ár eftir kjördæmabreytinguna
1959.En 1969 tók hann sæti þar
að ný. Hann var menntamálaráð-
herra 1974-1978. Hvorugt þeirra
kærði sig um að breyta um heim-
ili meðan Vilhjálmur var ráðherra.
Tveggja herbergja íbúðin þeirra á
Ásvallagötu var látin duga. „Marg-
ur ágirnist meira en þarf,“ segir
Margrét og hristir höfuðið hugsi.
Þau hjón segjast vera við prýði-
lega heilsu. „Þetta er aðallega við-
hald nú orðið,“ segir Vilhjálmur.
„En þetta hefur allt gengið stórá-
fallalaust. Ég hef þó fengið krans-
æðasjúkdóm og krabbamein og
náð mér af því.“ Það háir Mar-
gréti að sjónin er slæm, hún seg-
ist hafa umhverfíssjón en geti
ekki lesið lengur.
Það er hollt og frískandi að sitja
að skrafi með þessum brúðhjónum
sem eftir 60 ára sambúð fá enn
blik í augun þegar þau horfa hvort
á annað.
í
I
I
I
\
i
I
1
I
i
I
\
\
I