Morgunblaðið - 18.05.1997, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997 G 13
RÓMANTÍK á jökli
yiatfyzaw/i
og rósir
S* ÖRG brúð-
yV/hjón fara að
brúðkaupsveislu
lokinni á hótel og
^ gista þar í svítu
brúðkaupsnóttina. Jónas Hvann-
berg, hótelstjóri á Hótel Sögu sagði
að hótelið hefði byijað að bjóða
þessa þjónustu fýrir tuttugu árum.
I júlí væru yfírleitt allar 8 svítur
hótelsins upppantaðar
Brúðhjón geta að sjálfsögðu
haldið veisluna á hótelinu og síðan
fara þau oft ásamt nánustu ætt-
ingjum og borða í Grillinu. Þegar
brúðhjónin koma í svítuna bíður
þeirra rósavöndur, konfekt,
kampavín, ávextir og sloppar.
Morguninn eftir fá þau morgun-
verð upp að eigin vali. Verð á þessu
er um 17 þús. kr. Jónas sagði að
áramótin væru einnig vinsæll gift-
ingartími. Þá er verð nokkru
lægra.
Einnig er tilboð fyrir gift fólk
sem oft er gefíð í afmælisgjafir.
Það er kvöldverður í Grillinu, að-
gangur að heilsuræktarstöð hótels-
ins og sams konar góðgæti í svítu
og morgunverður daginn eftir.
Þetta kostar um 20 þúsund.
Rómantík á jökli.
Vinsælt er að fá gjafabréf þar sem
er ferð á jökul og gisting hjá Jökla-
ferðum hf á Homafirði. Margir
útlendingar sem koma til íslands
í brúðkaupsferð fara í 3-4 daga
ferð á jökul og einnig inn á Lónsör-
æfí.
„Starfsmenn Jöklaferða reyna
að að gera ferð brúðhjónanna
ógleymanlega og hafa eitthvað
óvænt í pokahorninu. Eitt sinn fóru
þeir með brúðhjón í ferð inn á jök-
ul og keyrðu fram á mann sem
stóð við eina spmnguna og hafði
rétt í því augnabliki sem þau
renndu að honum veitt upp úr
sprangunni kampavínsflösku og
fengu hjónin að reyna við veiðinna
og fískuðu upp dýrindis glös og
var tapinn auðvitað tekinn úr flösk-
unni þeim til heiðurs.
Einnig er veitingum fyrir hjónin
komið fyrir á óvenjulegum stöðum
á jökli og fólk látið keyra fram á
þær og vekur það ávallt mikla
lukku. Þá er gert vel við þá sem
gista í Jöklaseli á jöklinum í mat
og gistingu." sagði Tryggvi Áma-
son hjá Jöklaferðum.
Ekki gista gista allir á jöklinum
og gista þá oft á Hótel Höfn og
er vel tekið á móti brúðhjónum þar
líka. Lagt er meira í herbergið ef
vitað er af komu brúðhjóna, sett
inn á þau blóm og karfa með góð-
gæti.
Svítan á
KEA endurnýjuð
HÓTEL KEA á Akureyri hefur
brúðarsvítu sem hefur nýlega verið
endumýjuð frá grunni. Svítan er á
5. hæð hótelsins og er útsýni fag-
urt út Eyjafjörðinn.
I svítunni er svefnherbergi með
amerísku rúmi, míníbar, skrif-
borði, fataskáp og sjónvarp.
í stofunni er hátt til lofts og
vítt til veggja. Þar er sófasett, sjón-
varp, og hljómflutningstæki með
geislaspilara auk skrifborðs og
glerskáps.
Þegar brúðhjónin koma bíður
þeirra rósavöndur í kristalsvasa,
kælt freyðivín og konfekt í skál.
Morgunin eftir er brúðhjónunum
færður dýrindis morgunverður í
rúmið á þeim tíma sem þeim hent-
ar.
Flest brúðhjón nýta sér svítuna
eina nótt. Veittur er 50% afsláttur
ef veislan er haldin á hótelinu.
Eftir 10. júní tekur sumarverð
gildi, 16.950 krónur fyrir sólar-
hringinn.
Sérstakur matseðill er fyrir þá
sem vilja halda veislur á hótelinu,
gómsætir og nýstárlegir réttir
bæði fískmeti eða kjöt og eftirrétt-
ir fjölbreyttir. Verð á mann er
2.980 kr.
Einnig er hægt að velja ódýrari
matarveislur eða frá 2.180 kr. en
kaffiveislur í sölum hótelsins kosta
frá 1.170 til 1.680 kr.
HÓTEL tpÁND -|
Ásbyrgi og Norðursalur
eru gullfallegir veislusalir, tilvaldir
fyrir brúðkaupsveisluna.
Leitið tilboða á söludeild, sími 568 7111, fax 568 9934.
Gott
verð
ffl^@utlki5tan
GkfDAI rTOQIMUPOCI I IKI
SKRAUTQRIPAVERSLUN
JÓNS DALMANNSSONAR
FSAKXASTfG 10 - SIMI551 3160
Skolavöröustig
Simi
561
1300
Brúðarsilfur
9/íjÖfl
fjötöreytt
úrvaCaf
öúningasifri
PHIUPS
Gjldesilegar
gjafir
bragd
sem
er að!
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SfMI 569 1500
Ef þú vilt gefa brúðhjónum
fallega og nytsamlega gjöf
þá eigum við PHILIPS
heimilistæki í miklu úrvali.
PHILIPS framleiðir
glæsileg heimilistæki, sem
prýða hvert heimili.
Umboösmenn um land allt.
S)ðundl h I m I