Morgunblaðið - 18.05.1997, Side 14

Morgunblaðið - 18.05.1997, Side 14
14 G SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Brúðkaup í Bandaríkjunum 300 mcmna veisla eda í Bandaríkjunum er engin ein uppskrift fyrir brúðkaup, þau eru eins ólík og þjóðarbrotin sem landið byggja. 'Sp VER og ein brúðhjón gera eins og þeim finnst r. tilheyra. Ég hef verið ^ í 350 manna veislu með danshljómsveit og sitjandi borð- haldi, 150 manna brúðkaupi þar sem borðað var af einföldustu gerð af plastdiskum með plasthnífapör- um og kampavínið drukkið úr plastglösum. Góðir vinir mínir giftu sig á fjallstindi í Colorado á skíðum með foreldra beggja hjá sér. Enn aðrir fóru einir til dómara á föstu- dagseftirmiðdegi og létu fjölskyld- una vita seinna. Allir gerðu þetta eins og þeim fannst passa þeim og þeirra sambandi. Eins persónulegt og hægt er Dæmigert bandarískt brúðkaup er í rauninni ekki til en brúðkaup hjá efnaðri millistétt er væntanlega það sem flestir hafa í huga þegar málið er athugað. Draumurinn um stórt brúðkaup og hvítan brúðarkjól lifír þó góðu lífí hjá flestum stúlk- um. Það sem mér hefur fundist sameiginlegt með þeim brúðkaup- um sem ég hef verið í eða heyrt um er að fólk reynir að hafa daginn eins persónulegan og hægt er. Flest er eftir óskum brúðhjóna eða fjöl- skylduhefðum, frá fjölda boðsgesta, vali á kirkju, tónlist, veislustað, matseðli og klæðnaði. Þegar brúðhjón eru ekki úr sama trúarsöfnuði getur brúðkaup verið nokkuð flókið allt eftir viðhorfum fólks til mikilvægi trúarsafnaðarins. Oftast eru það trúarbrögð brúðar sem ráða og einhver ákveðinn hluti úr siðum brúðguma blandað inní. Brúðhjón fara í forpróf Prestar úr flestum trúarsöfnuð- um hér, láta nú brúðhjón taka svo- kallað forpróf. Þetta eru spumingar um lífíð og tilveruna, heimspeki, lífsskoðanir, uppeldisaðferðir, trú- arbrögð, fjármál o.þ.h. Þessi próf eru vísindalega hönnuð og svör brúðhjóna em borin saman og gefín einkunn. Sé sameiginleg einkunn brúðhjóna undir ákveðnu marki er þeim gefinn kostur á ráðgjöf eða að fresta brúðkaupi þar til þau eru betur undir giftingu búin. Að sjálf- sögðu er þetta undir brúðhjónunum komið. Þessi próf hafa gefið mjög góða raun og í landi þar sem skiln- aðir em um 60% og hafa þau verið góð vísbending um hvaða hjóna- bönd era líkleg til að endast og hver ekki. Undirbúningur fyrir brúðkaup er oftast langur, ár er að jafnaði ekki nóg ef fólk vill hafa fijálsar hendur með dagsetningar og veislustað. Ljósm./ Katrín Frímannsdóttir MADDÝ Arnar sem er búsett í Minnesota ásamt dætrunum Onnu og Rannveigu. A'þessari mynd sést vel hvernig litaval kjóla og blóma fer vel saman. MICHELE Arnar ásamt brúðarmeyjum. Einfald- ur hvítur brúðarkjóll og svartir brúðarmeyja- kjólar en mikið af fallegum iitglöðum blómum. Þar sem sveifla í veðri hér í fylkinu er mjög mikil eru flestar giftingar á sumrin. Það þýðir að kirkjur eru pantaðar ár fram í tímann og sama gildir um vinsæla veislustaði. Sveigj- anleiki er því nauð- synlegur og al- gengt að giftingar séu seinni hluta dags í miðri viku og veislur á ólík- legustu stöðum. Fjármál em rædd mjög snemma- í ferlinu. Foreldrar beggja koma saman ásamt verðandi brúðhjónum og ákveða hver greiðir hvað. Áður fyrr sá fjölskylda brúðar alveg um brúð- kaupið en nú er allur gangur á því hvernig greiðslum er háttað. Allt verður þó að fara fram eftir föstum reglum og megin- reglan er sú að foreldrar brúðar bera ábyrgð á öllu og síðan er það á valdi foreldra brúðguma að bjóða fram aðstoð. Veisla fyrir brúðina Brúðarveislur em mikilvægur hluti af hveiju brúðkaupi. Tilgangur þeirra er að halda brúðinni einkahóf með bestu vinkonum, bestu vinkon- um móður og tilvonandi tengda- móður. Þær em minni og persónu- legri en brúðkaupsveislan og þar gefst gott tækifæri fyrir þá nánustu úr hvorri fjölskyldu að kynnast. Oft hafa fjölskyldur brúðhjónanna aldr- ei sést áður. í þessum litlu veislum færa gestir brúðinni gjafír. Oft em ákveðin þema fyrir brúðarveislur s.s. rautt og hvítt í eldhús, mat- vara, nærföt, sængurföt, snyrtidót, baðvömr, o.s.frv. Þær em haldnar á öllum tímum dags en oftast heima hjá þeirri sem býður. Það getur verið góð vinkona eða vinkona móð- ur en þykir ekki við hæfi að nákom- inn ættingi sjái um þær. Steggjapartý fyrir brúðgumann er í höndum svaramanns. Hann sér um veisluna og hvað fram fer. Þessi hóf geta verið allt frá virðulegum kvöldverði á fínum veitingastað til bátsferðar og bjórdrykkju eða ferð- ar á körfuboltaleik og heimsóknar í gleðihús. Veislur þessar hafa á stundum farið úr böndum og því hefur fólk tekið uppá því að halda brúðarveislur sama kvöld og steggjapartýið og hópamir tveir sameinast síðar um kvöldið. Brúðgumanum er boðið til veislu og slá veislugestir saman fyrir kostnaði. Brúðguma em ekki færð- ar gjafír eins og tíðkast hjá kven- fólkinu. “Brúðguma-kvöldverður“ er í boði foreldra hans og er oft kvöldið fyrir stóra daginn. Ollum sem taka þátt í athöfninni er boðið og þeim sem komið hafa langan veg. Fluttar era ræður, spilað og dansað og far- ið í samkvæmisleiki og er kvöldið mikilvægur liður í að kynna betur allra nánasta skyldfólk og vini. Val og fjöldi brúðameyja og sveina er í höndum brúðhjóna. Fjöldinn er smekksatriði en því fleiri brúðarsveinar og meyjar því stærra er brúðkaupið. Systkini brúðhjóna eru oftast í fylgdinni. Kjólar kvenna em leigðir, heima- eða sérsaumaðir og smókingföt brúðasveina em oft- ast leigð. Tískusveiflur eru í sniði og litum. Svart, hvítt, vínrautt, ljós- eða dökkblátt og bleikt em algeng- ir litir hjá konum og grá eða svört föt hjá körlum. Fyrir utan svart og hvítt velur brúður tvo til þijá liti sem ganga gegnum annað s.s í blómum, brúðarmeyjakjólum, kjóla- lit móður og tengdamóður, borðdúkum, servéttum og kertum. Tónlistarval athafnarinnar er og í höndum brúðhjónanna. Ef tengsl em sterk við heimalandið, er spilað verk þaðan, en annað er tónlist sem brúðhjónin tengja sambandi sínu. Þá ákveða brúðhjón form athafn- arinnar og hver les orð þeim til handa og þau verða að samþykkja það sem lesið er. Oftast em það systkini sem fá þann heiður. Þetta geta verið ljóð, orð úr Biblíunni, vísdómsorð sem brúðhjónunum lík- ar eða orð sem lesari hefur skrifað. íslensk hjón að gifta fjórða barnið Enda þótt ég hafi farið í nokkur brúðkaup hér hef ég aldrei gengið í gegnum ferlið sjálf. Örn og Maddý Amar hafa búið í Minnesota í 33 ár. Þau eiga fjögur börn, þijú þeirra hafa gifst á síðustu sjö ámm og það yngsta giftir sig í sumar. Maddý hefur gefíð mér nokkuð af þeim upplýsingum sem fram koma hér. Núna er hún að hjálpa til við skipu- lagningu brúðkaups Kristjáns sonar síns og Randi kærustunnar hans. Randi og Kristján ákváðu um ára- mótin að gifta sig og þar sem tíminn var frekar naumur þá var allt sett af stað til að finna viðeigandi stað. Það var þrautin þyngri og þurftu þau að flytja brúðkaupið yfir á föstudag þar sem allir veislustaðir voru uppteknir. Þetta verður 300 manna brúðkaup með móttöku ut- andyra, sitjandi borðhaldi og lifandi tónlist. Ætlar að vera í íslenska hátíðarbúningnum Kristján hefur ákveðið að vera í íslenska búningnum í giftingunni, Randi er af íslenskum ættum og vill að hlutur íslands verði áber- andi. Hún mun bera íslenskan víra- virkiskross um hálsinn. Randi hefur valið brúðarkjólinn og vill að ferskjulitur og fölgrænn verði ríkj- andi litir og baldursbrá blóm brúð- kaupsins. Síðastliðið sumar gifti Benni son- ur þeirra sig. Kona hans Michele valdi mjög einfaldan hvítan brúðar- kjól án höfuðskrauts og svarta kjóla fyrir brúðarmeyjar. Til að bæta upp þennan skort á litum í kjólavali þá hafði hún blómin í sterkum og björt- um litum. Þetta var óskaplega fal- legt í einfaldleika sínum. Benni var í svörtum smóking og svörtu myns- truðu vesti. Svaramaður og brúðar- sveinar vom allir í svörtum smóking með mittislinda úr sama efni og vesti Benna. Maddý og móðir Mic- hele vom báðar í svörtum kjólum. Þegar Anna dóttir þeirra gifti sig fyrir sjö árum þá var hún í hvítri brúðardragt og litir brúðkaupsins vom appelsínugult og djúpblátt. Rannveig systir Önnu var brúðar- mey og var í djúpbláum kjól og Maddý var í kjól í appelsínugulum og bláum litum. Öll systkinin hafa látið leika íslenska tónlist í kirkj- unni og Maddý bakaði kransakökur fyrir veislurnar. Þegar Rannveig gifti sig í Hollandi fór Maddý með kökuna í boxum yfir hafið. í öllum brúðkaupunum hefur ekki farið milli mála að annað brúðhjónanna var íslenskt, og er það alvanalegt að þegar ræturnar heim eru sterkar kemur það greinilega fram við mik- ilvægar athafnir. Eins og af þessu má sjá þá em siðir og venjur afar sterkur hluti brúðkaups hér en sveigjanleiki er innan marka hefðanna. Það sem ég hef þó heyrt og hlerað hjá vinum og kunningjum er að flestir vilja uppfylla óskir brúðhjónanna og að dagurinn verði þeim eftirminnilegur í ævilöngu hamingjusömu hjóna- bandi. Heimildir: Emily Post’s Complete Book of Wedding Etiquette. Wedding Etiquette. Margrét Arnar, vinir og kunningjar. onandi brúðh Mörkinni 3, sími 588 0640, fax netfang casa®treknet.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.