Morgunblaðið - 23.05.1997, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 23.05.1997, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 C 5 '■t. - KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Júlíus i leikmadur vallarins, í baráttu um knöttinn við Gunnlaug Jónsson. Oryggið á odd- inum á Skaga ÍA og Leiftur gerðu markalaust jafntefli á Akranesi í gærkvöldi og má segja að úrslitin hafi verið eftir gangi leiksins. Liðin voru í sárum eftir fyrstu um- ferðina, ætluðu greinilega ekki að halda á sömu braut, lögðu áherslu á vörnina og tóku enga áhættu. Fyrir vikið fóru menn frekar rólega í sakirnar og uppskáru samkvæmt því. Bæði lið urðu fyrir áfalli í fyrstu umferð, fengu þrjú mörk á sig, og var ljóst í fyrri hálfleik að ■■^■1 þau ætluðu að setja Steinþór fyrir lekann. Vladan Guðbjartsson Tomic var tekinn úr skrifar bytjunarliði ÍA og frá Akranesi tók Sigursteinn Gíslason stöðu hans á miðjunni en Sturlaugur Haraldsson fór í vinstri bakvörðinn. Auðun Helgason var miðvörður hjá Leiftri í staðinn fyrir Júlíus Tryggvason, Andri Marteins- son var hægri bakvörður og Baldur Bragason á hægri vængnum en Pétur B. Jónsson var varamaður og Arnar Grétarsson lék ekki með vegna meiðsla. Þá var Þorvaldur Jónsson dreginn á flot, en mark- vörðurinn, sem var hættur, spilaði í staðinn fyrir Cardaklija sem tók út leikbann. Skagamenn stilltu upp kerfinu 4-3-3 en Leiftur 4-4-2 og voru menn frekar fastir í stöðum sínum. Spilið var ekki upp á marga fiska í hálfleiknum. Skagamenn fengu opnari færi en gagnsóknir Leifturs- manna voru fleiri sem og skotin. Hins vegar er varla hægt að tala um sóknarleik því hann var tilviljun- arkenndur hjá báðum og ómarkviss. Heldur meiri hraði var í leiknum eftir hlé og voru heimamenn mun aðgangsharðari en þeir lentu yfir- leitt í öngstræti þegar kom upp að marki mótherjanna. Sem fyrr hugs- uðu norðanmenn fyrst og fremst um að veijast og þeir gerðu það vel en annað var aukaatriði. Vörn ÍA var oft flöt í fyrri hálf- leik en hún lagaðist þegar Gunn- laugur Jónsson fór í miðvarðarstöð- una eftir hlé. Baráttan var mest á miðjunni og þar höfðu Ólafur Þórð- arson og Sigursteinn í nógu að snú- ast en eina lífsmarkið frammi var hjá Haraldi Ingólfssyni. í heild var eins og liðið væri í öðrum gír og kæmist ekki upp úr honum eða þyrði ekki að fara hraðar. Slíkt getur ekki verið vænlegt til árang- urs en ljóst er að mikið meira býr í Skagaliðinu en það hefur sýnt til þessa. Leiftur lærði af leik Skallagríms í fyrstu umferð og tók varnarleik nýðiðanna sér til fyrirmyndar með góðum árangri. Allt annað var að sjá til liðsins og munaði mestu um Auðun í miðvarðarstöðunni. Slobod- an Milisic var einnig traustur, Dav- íð djöflaðist á miðjunni og Þorvald- ur var sá sem ógnaði frammi. Liðið gerði í raun vel að fara af Skagan- um með stig eftir hrakfarirnar í Borgarnesi í vikubyrjun en samt virðist þó nokkuð vanta upp á liðs- heildina. „Ég stefni að sigri í hverjum leik og því er ég alltaf óánægður þegar það gengur ekki eftir,“ sagði Ivan Golac, þjálfari ÍA, við Morgunblað- ið. „Hins vegar lenda stærri félög eins og AC Milan í meiri áföllum og aðalatriðið er að taka framförum og byggja upp sjálfstraustið. Við lékum mun betur en í Eyjum, reynd- um að sækja og skapa opin svæði en vörn Leifturs var þétt fyrir og gerði okkur lífið leitt. Samt sem áður þurfum við ekki að örvænta, deildin virðist ætla að verða jöfn og spennandi og sem fyrr stefnum við á toppinn. Andinn í hópnum er góður en við vitum að við verðum stöðugt að leggja meira á okkur, meira í ár en í fyrra.“ Kristinn Björnsson, þjálfari Leift- urs, var ánægður með stigið. „Þetta var mikið betra hjá okkur núna en síðast. Þá urðum við fyrir áfalli og mér fannst við missa allt sjálfs- traust. Því var ég smeykur fyrir þennan leik en lagði áherslu á að byggja upp sjálfstraustið á ný. Það tókst og ég er ánægður með stigið. Það er hroki að ætla að koma hing- að og segjast ætla að leggja meist- arana, því þeir eru sterkir og verða það áfram.“ ‘ð að sætta sig við eitt stig mdirtökunum í leiknum. Þeir héldu bolt- inum meira innan liðsins og léku oft aglega á milli sín, án þess þó að skapa lér umtalsverð marktækifæri. Á móti rörðust Framarar vel og beittu nokkuð íættulegum skyndisóknum. Ur einni ilíkri náðu þeir forystu með stórglæsilegu rrumuskoti „gamla mannsins" Péturs trnþórssonar, langt utan af velli. Eftir >að sóttu liðin nokkuð jafnt, en pressan >ar reyndar nokkuð mikil á mark Fram- ara undir lok hálfleiksins. Þá náðu þeir að bjarga marki tvisvar í röð á hreint undraverðan hátt eftir skot Guðna Rún- ars Helgasonar. Fyrst Ólafur Pétursson með frábærri markvörslu og síðan fór skot Guðna himinhátt yfir af stuttu færi. I seinni hálfleik tóku Eyjapeyjar nær öll völd á vellinum. Sóknir þeirra buldu á marki Framara en allt viitist stranda á lokasnertingunni eða markverði heima- manna. Greinilegt var, að Eyjamenn fundu sig fremur illa á hinum grjót- harða Valbjarnarvelli og því misfór- ust margar sendingar sem lukkast hefðu í venjulegu árferði. Það var síðan hinn eitilharði baráttujaxl þeirra, Ingi Sigurðsson, sem jafnaði leikinn um seinni hálfleikinn miðjan eftir að hafa komið inn á tíu mínút- um áður. Við það sat, þrátt fyrir að bæði lið fengju umtalsverð tækifæri til að bæta við mörkum. Bæði komst Helgi Sigurðsson tvívegis inn fyrir vörn Eyjamanna án þess að gera sér mat úr því og eins þótti Tryggva Guðmundssyni sér vera brugðið inn- an vítateigs án þess að nokkuð væri dæmt. Framarar mættu með mjög breytt lið frá því í fyrsta leiknum gegn Keflvíkingum. Þrír leikmenn, sem þá hófu leikinn, vermdu varamanna- bekkinn í gærkvöldi og kom mörgum á óvart. En það virtist gefast nokk- uð vel og annað stigið var þeirra eftir erfiðan leik. Ásgeir Elíasson, þjálfari liðsins, var samt sem áður ekkert allt of ánægður í leikslok. „Nei, ég er ekki fyllilega ánægður, en liðið er að minnsta kosti á upp- leið,“ sagði hann eftir leikinn. „Við vorum kannski heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur, en hefðum sömuleiðis getað nýtt einhver af okkar færum betur.“ En hvers vegna þessar miklu breytingar? „Mótið er þannig uppbyggt, að tveir dagar eru iðulega á milli leikja. Þegar svo er gefur augaleið, að ég verð að rótera dálítið með mannskapinn svo liðið leiki af fullri getu. Þess vegna gerði ég þessar breytingar á milli leikja og mun væntanlega gera áfram,“ sagði Ásgeir. Bjarni Jóhannesson, þjálfari Eyja- manna, var heldur ekkert allt of sáttur. „Við áttum í erfiðleikum, þar sem þeir bökkuðu mikið og vörðust af krafti. Við vorum of seinir í gang, áttum í erfiðleikum með þennan hrikalega harða völl sem boðið var upp á, og náðum þess vegna í endan- »#\Á 11. mín. áttu ■ \M Framarar ágæta sókn upp hægri kantinn. Eftir talsvert þóf tókst Eyjamönnum að hreinsa frá. Þar var Pétur Arnþórsson mættur og setti sannkallað þrumuskot með hægri fæti af rúmlega þijátíu metra færi, neðarlega í hægra hornið án þess að Gunnar Sig- urðsson markvörður fengi neitt við ráðið. Frábært mark. ■ 4[ Eftir nokkuð þunga ■ I sókn Eyjamanna sendi Sverrir Sverrisson hættu- lega sendingu fyrir markið á 72. mínútu. Varnarmaður Framara virtist ráða vel við sendinguna en rakst á klaufalegan hátt í boltann þannig að hann fór framhjá ólafi markverði og fyr- ir markið. Þar var Ingi Sigurðs- son mættur f markteignum og skoraði mjög örugglega með vinstri fæti í autt markið. um aðeins að kroppa í eitt stig. En það er betra en ekki neitt, sérstak- lega eins og byijunin hefur verið á deildinni." Borgamesi „Við vorum mun betri í fyrri hálfleik og það hefði ekki verið ósanngjarnt að við hefðum gert eitt til tvö mörk,“ sagði Sigurður Grétarsson, þjálfari Vals, í leikslok. „En þau komu í síðari hálfleik og mér fannst við eiga þau skilið," bætti hann við. Það voru orð að sönnu því þrátt fyrir að fyrstu 15. mínútur síðari hálfleiks hafi verið tíðindalitlar voru Valsmenn skarpari og líklegri til að skora. Eftir mörkin var sem Vals- menn gæfu nokkuð eftir en án þess þó að veruleg hætta skapaðist við mark þeirra. Ef eitthvað var voru Valsmenn nær því að bæta við mörkum en Skalla- grímsmenn að komast á blað. Síðari hálfleikur var þó heldur bragðdaufari en sá fyrri og eflaust hafa flestir áhorf- endur verið fegnir þegar flautað var af í gærkvöldi, enda farið að kólna í veðri. „Ég er nokkuð ánægður með leikinn í heild, okkur tókst það sem við ætluðum okkur; að halda þeim niðri og sigra,“ sagði Sigurður, þjálfari Vals, að leik loknum. „Taugarnar eru alltaf svolítið trekktar á meðan menn eru að ná sér í fyrstu stigin, en þetta var allt í Iagi.“ „Við misstum alveg af þeim eftir mörkin tvö og tókst aldrei að skapa verulega pressu á þá,“ sagði Valdimar 0:1 Á 63. mínútu tók Sigurbjörn Hreiðars- son innkast frá hægri á mótsd við miðjan vítateig Skallagríms. Hann kastaði stut inn á Bjarka Stefánsson er lék einn og óá- reittur inn í vítateig og er hann kom til móts við markteigshorn- ið skaut hann með föstu skoti með hægri fæti með jörðinni í fjærhomið á þess að Friðrik Þorsteinsson fengi vörnum við komið. Kæruleysi í vörn heima- manna. 0:2 iGuðmundur Brynj- lólfsson tók auka- spymu rétt við homfánann hægra megin á 70. mínútu og sendi fasta sendingu fyrir mark- ið þar sem ívar Ingimarsson var fyrstur að átta sig og skall- aði af stuttu færi í markið án þess að „sofandi“ vamarmenn Skallagríms hefðu uppi varnir. Skallagrímsmaður er hann gekk vonsvikinn af leikvelli. „Við verðum að gera mikið betur í næstu leikj- um, það er aldeilis á hreinu.“ r Islenska mótaröðin IP LANDSBRF.F H.F. Annað mót íslensku mótaraðarinnar verður haldið dagana 3I. maí og I. júní í Grafarholti. Leikinn verður 54 holu höggleikur án forgjafar í flokki karla og kvenna. Þátttökurétt hafa allir kylfingar með grunnforgjöf I0.4 og lægra í karlaflokki og 20,4 og lægra í kvennaflokki. Landsbréf veita vegleg verðlaun í báðum flokkum. Athugið að glæsileg aukaverðlaun, írlandsferð, er veitt í flokki karla með grunnforgjöf 4,5 og hærra. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist Golfklúbbi Reykjavíkur (s. 587-2216) eða skrifstofu GSÍ (s. 568 6686, fax 568 6086) í síðasta lagi fyrir kl. 24.00 föstudaginn 23. maí. T

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.