Morgunblaðið - 23.05.1997, Side 6

Morgunblaðið - 23.05.1997, Side 6
6 C FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKSTURSÍÞRÓTTIR Sama hjarta í nýjum jeppa Þorsteinn Einarsson varð íslands- og bikarmeistari ítorfæru árið 1993 í flokki götujeppa. Hann hefur nú smíðað nýjan jeppa og keppir íflokki sérútbúinna jeppa á völundarsmíð, sem nefn- ist Inga eins og fyrra ökutæki hans. Valur Vífilsson og Jónsstaðar- bræður voru smíðameistararar jeppans, sem verður með 750 hestafla þrautreyndri keppnisvél. Þorsteinn vann til margra titla í torfæru og sandspyrnu með sömu vél á árum áður. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Allt nýtt nema hjartað ÞORSTEINN Einarsson er stoltur eigandi nýs ökutækis á bryggjunni í Grindavík. Fyrir framan jeppann er lítið brot af þeim varahlutum og búnaði sem keppendur í torfæru þurfa að ferðast með ð torfærumót. Eg seldi allt nema „hjartað" úr gamla jeppanum, vélina og sjálfskiptinguna og nota hana í nýja tækið. Allt ann- Gunnlaugur að er nýtt,“ sagði Rögnvaldsson Þorsteinn í samtali skrifar við Morgunblaðið sem hitti hann að máli á heimaslóðum hans í Grinda- vík. Þar rekur hann vélsmiðju og er með þrettán manns í vinnu sem þjónustar bátaúgerð staðarins, og er einnig með smurstöð og bílaverk- stæði. Þorsteinn dró sig í hlé frá torfær- unni eftir marga góða sigra og er eini maðurinn sem hefur gift sig á torfærusvæði. Eiginkona hans er Inga Reynisdóttir og bundust þau hvort öðru á torfærukeppni í Jós- epsdal árið 1993. „Ég tók tveggja ára hvíld frá torfærunni og þá stækkaði fyrirtækið mitt um helm- ing, sem segir meira en mörg orð um hvað torfæran er tímafrek íþrótt. En ég kem aftur með jeppa sem á að geta verið í toppslagnum og þar vil ég vera,“ sagði Þorsteinn. Jeppi hans er um 1.400 kg og byggður úr stáli 52, sem er sterk- ara en efni en menn hafa notað hingað til. „Burðarvirkið er mjög létt með álagspunktana á réttum stöðum. Ég hefði getað smíðað mun léttari og dýrari jeppa, en ég vil sjá hvernig torfæran þróast á næstu árum. Hvort peningar koma inn í íþróttina eður ei. Fyrr legg ég ekki út í meiri fjárfestingu eða smíða eitthvert ævintýratæki. En það eru ýmsar hugmyndir á teikniborðinu ef hlutimir þróast í rétta átt,“ sagði Þorsteinn, „Ég geri mér grein fyrir því að margir aðrir ökumenn eru í betri akstursæfingu, en ég bý að reynslu fyrri ára og er líkamlega í góðu ásigkomulagi. Myndi stinga marga yngri kappana af í sprett- hlaupi, þó að ég sé 38 ára gamall. Það tekur nýliða oftast heilt ár að ná áttum í torfæru, skilja hama- ganginn sem fylgir þessari íþrótt. Eg ætlaði að hætta, en gat það ekki. Ég á enn ellefu ár eftir..." Kollkeyri mig tæpast „Vissulega hefur lífsviðhorf mitt breyst frá því ég byijaði að keppa. Ég keyri ekki eins og glanni, ek af skynsemi, kannski eins og Einar Gunnlaugsson er þekktur fyrir að gera. Gísli og Haraldur eru kannski kaldari, þegar þarf að taka áhættu. Ég kollkeyri mig tæpast, fer á seigl- unni og tel að styrkur jeppans og vélarafl eigi eftir að skila mér í eitt af fimm efstu sætunum í fyrsta mótinu. Síðan tekur toppurinn von- andi við. Ég ók gamla jeppanum í sérútbúna flokknum áður en ég hætti, var þá yfirleitt í þriðja til sjöunda. En núna er ég með tæki til að stríða þeim stóm að einhveiju ráði,“ sagði Þorsteinn. Hvevju spá þeir gömlu? Nokkrir ökumenn sem náðu góðum árangri í torfæm í sérútbúna flokknum á árum áður spáðu í möguleika núverandi kepp- enda í íslandsmótinu. Þetta em þeir Arni Kópsson, Þórir Schiöth og Bergþór Góðjónsson. Bergþór Guðjónsson Ég held að Gísi G. Jónsson og Haraldur Pétursson verði að beij- ast um titilinn, en Gísli hafi þetta í ár. Haraldur er búinn að vinna tvö ár í röð og Gísli er hungraður í titilinn. Síðan verður Einar Gunn- laugsson að krafsa í þá. Mér líst vel á Dodge Ram Rafns Harðars- sonar, en finnst synd að hann verði með Chevrolet-vél, það er til mikið af góðum Dodge-vélum. Rafn þarf ekki svona stóra vél í torfæruna. En það er gott að það er að koma bílalag á torfærujeppana," sagði Bergþór Guðjónsson. 1. Gísli G. Jónsson, 2. Haraldur Pétursson, 3. Einar Gunnlaugsson. Árni Kópsson „Einar Gunnlaugsson verður á toppnum á nýja jeppanum. Ég sé ekki að nýir menn verði í topp- slagnum eða komi á óvart og Gísli G. Jónsson og Haraldur Pétursson munu etja kappi við Einar. Það er hinsvegar kominn tími á titil hjá Einari og hann þarf að taka sig á í ár,“ sagði Ámi Kópsson. 1. Einar Gunnlaugsson, 2. Gísli G. Jónsson, 3. Haraldur Pétursson. Þórir Schiöth „Helgi Schiöth á eftir að koma mönnum í opna skjöldu á nýjum jeppa. Hann kemur að vísu á sein- ustu stundu í fyrsta mótið og óljóst hvort hann gerir nokkuð þar, en yfir heilt keppnistímabil verður hann góður. Éinar siglir sinn sjó, bilanalaust á góðum jeppa. Annars er ómögulegt að spá, það eru margir góðir," sagði Þórir. 1. Helgi Schiöth, 2. Einar Gunn- laugsson, 3. Gísli G. Jónsson. Giftist í torfæru ÞORSTEINN gifti sig I mlðrl torfærukeppni árlð 1993. Eigln- kona hans er Inga Reynisdóttlr og kepptl hún í kvennakeppni í torfæru strax að lokinni athöfnlnni. Andstæðingamir fá enga jólapakka í ár ÞAÐ verða mörg ný og öflug ökutæki í torfærumótum ársins. Fyrrum íslandsmeistari, Akureyringurinn Einar Gunnlaugsson, hefur smíðað nýjan jeppa og sams konar jeppa hefur Eyfirðingur- inn Helgi Schiöth smfðað. Hann hafði reyndar hönd í bagga með smíði beggja bílanna. Þá mætir fyrrum íslandsmeistari, Þorsteinn Einarsson á nýju tæki og Rafn Harðarson sömuleiðis, ef tekst að Ijúka smíðavinnu f tæka tfð. Þá hefur Sigurður Þ. Jónsson smfðað nýtt tæki úr götujeppa sem hann ók í fyrra. Allir aka þessir kappar í flokki sérútbúinna jeppa, en einnig verður keppt í flokki götujeppa. Islandsmeistarinn, Haraldur Pét- ursson, mætir á endurbættum jeppa með fjöðrun sem var sérsmíð- uð fyrir ökutæki hans af hollensku fyrirtæki. „Nýja fjöðrunin lofar góðu. Það er eina nýjungin hjá mér, ég hef farið flatt á því áður að breyta of miklu í einu og læt þessa nýjung nægja,“ sagði Harald- ur Pétursson í samtali við Morgun- blaðið. „Vél og drifbúnaður er sá sami og í fyrra, þannig að jeppinn á að vera traustur. Mótið verður sterkara í ár, en síðustu ár. Ég held að Gísli og Einar verði erfið- ustu andstæðingarnir, en spurning hvað Sigurður Axelsson, Þorsteinn Einarsson, Helgi Schiöth og Gunnar Egilsson gera. Þorsteinn og Helgi eru á nýjum jeppum og verður fróð- legt að sjá hvernig þeir standa sig,“ sagði Haraldur. Gísli G. Jónsson var í nokkrum vanda í vikunni. Hann hafði ekki fengið auglýsingar á bifreið sína og óljóst hvort þessi ökumaður sem hefur verið í fremstu röð keppir á íslandsmótinu. „Ég mæti alltént í fyrstu keppni á Akureyri, en ég er ekki tilbúinn að leggja allt mitt undir. Þátttaka í torfærunni hefur kostað fjölskyldu mína mikið sið- ustu ár og án auglýsinga keppi ég ekki heilt keppnistímabil, það er alveg ljóst," sagði Gísli. Einar Gunnlaugsson er hins veg- ar í þægilegri stöðu, mætir á nýjum jeppa, sem hann hefur prófað af kappi síðustu helgar. „Ég hef snið- ið vankantana af jeppanum, stífað loftpúðafjöðrunina af, fannst hún fullmjúk. Ég kem mjög vel undirbú- inn til leiks, hef yfirfarið vél og drifbúnað í skjóli vetrar," sagði Einar, „núna þarf að draga fram keppnisskapið og aka gryfjurnar á heimavelli mínum af fullu kappi. Eftir að hafa sigrað þijú ár í röð í keppninni á Akureyri missti ég af sigri í fyrra. Það var jólagjöf til strákanna en þeir fá enga pakka í ár,“ sagði Einar glettinn. Tíundi þrátt fyrir mistök Karl Gunnlaugsson varð í tí- unda sæti í iiðakeppni í mótorhjólakappakstri á Pembrey- brautinni í Wales á sunnudaginn. Hann ók breyttu Honda mótor- hjóli ásamt Craig Jackson og Terry Wales, en þeir kepptu gegn 38 öðrum liðum í keppni þar sem liðin aka samfleytt í sex klukku- tíma. Karl náði besta aksturstíma þeirra félaga, ók hlykkjótta brautina best á 1.07 mínútum, en Pembrey-brautin er 1,5 mflna löng. Nokkrir ökumenn féllu harkalega af mótorhjólum sínum og rotaðist einn keppandinn. Karl slapp þó við siík óhöpp, en lenti í vandræðum í viðgerðarhléum. „Ég held að við hefðum getað orðið 2-3 sætum ofar, ef mistök á viðgerðarsvæðinu hefðu ekki orðið í tvígang. Um tíma hélt ég að ég yrði bensínlaus, þar sem of lítið bensín hafði verið sett á hjólið. Þurfti ég að fara aukaferð á viðgerðarsvæðið til áfyllingar," sagði Karl. „Þá hefðum við getað sioppið við aukahlé vegna ökumannsskipta með betra skipulagi um miðja keppnina, en það er atvik sem verður bara að læra af. Ég var ánægður að ná að aka hraðast í okkar liði, en þeir bestu fóru 2-3 sekúndum hraðar. Þessi braut er geysilega erfið, mjög hlykkjótt og því fékk maður hvergi hvíld í brautinni. Meðalhraðinn var í kringum 130 km á klukkustund, en á beinasta kafla brautarinnar náðum við 2450 km hraða," sagði Karl. Hann mun keppa í nokkrum kappakstursmótum á árinu, hefur þegar ekið í tveimur mótum á Bretlandseyjum og keppir næst á Bishopscourt í Engiandi. Þá hyggst Karl keppa í 500 manna Enduro-mótorhjólakeppni í Wales í sumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.