Morgunblaðið - 30.05.1997, Page 2

Morgunblaðið - 30.05.1997, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 B FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 DAGLEGT LIF - Andatrú á Islandi SPÍRITISMI, andatrú, var nokkuð öflugur á íslandi á fyrri hluta aldarinnar og hann lifir enn, með- al annars í Sálarrannsóknarfélag- inu. Spíritismi er kenning sem sett hefur verið fram til að út- skýra hóp yfirskilvitlegra fyrir- bæra eins og miðilsgáfu. Hér á landi hafa síðan verið þekktir miðl- ar eins og Indriði, Hafsteinn, Lára og nú t.d. Þórhallur Guðmundsson. Einnig hafa nokkrir orðið þekktir rannsóknarmenn á yfirskilvitleg- um fyrirbærum eins og prófessor- arnir Guðmundur Hannesson, Ág- úst H. Bjarnason, Haraldur Níels- son og Einar H. Kvaran rithöfund- ur. A síðari áratugum hafa dr. Erlendur Haraldsson og Loftur Reimar Gissurarson stundað rann- sóknir á þessu sviði. Nýlega var gefin út í Bandaríkj- unum og Bretlandi bókin Icelandic spiritualism, eða íslenskur spírital- ismi, af Transaction Publishers. Hún er eftir William H. Swatos, jr. og Loft Reimar Gissurarson og má finna hana hjá Eymundssyni og Máli og menningu. Loftur skrif- aði BA verkefni um rannsóknir á Indriða miðli Indriðasyni og varð doktor í tilraunasálfræði frá Edin- borgarháskóla í Skotlandi. Hann hefur gert nokkrar rannsóknir inn- an dulsálfræði og starfað sem yfir- sálfræðingur hjá Svæðisstjórn fatlaðra en er nú gæðastjóri hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. Bók Lofts Reimars og Swatos 5'allar um sögu sálarrannsókna á Islandi frá aldamótum til okkar daga. Spíritismanum var fremur vel tekið á íslandi í byijun aldar- innar en fyrirbrigði Indriða miðlis ollu miklu fjaðrafoki og umræðum í þjóðfélaginu. Því var meðal ann- ars haldið fram að hann tækist á loft á miðilsfundum og að líkamn- ingar sýndu sig og töluðu við við- stadda. Hef Abundin trúarbrögð og andatrúin takast á „Við segjum söguna frá mann- fræðilegu sjónarmiði en spíritism- inn var ögrandi hugmynd sem olli togstreitu í samfélaginu,“ segir Loftur Reimar. „Einar H. Kvaran kynntist spíritisma í Kanada og skrifaði um hann í blöð hér eftir að hann fluttist til Akureyrar. Hann skrifaði líka ritdóm um bók- ina Líf eftir dauðann eftir Mayers og reyndi að hreyfa borð með huganum í Reykjavík.“ Spíritismanum óx fljótt fiskur um hrygg og skapaði deilur innan þjóðkirkjunnar, meðal annars milli Haraldar Níelssonar dómkirkju- prests og Jóns Helgasonar bisk- ups. „Spíritisminn fór halloka inn- an kirkjunnar og hin hefðbunda kenning er nú allsráðandi,“ segir Loftur Reimar, „en þrátt fyrir það virðast íslendingar enn leggja stund á spíritismann því þeir fara til miðla, á skyggnilýsingar og segjast verða varir við framliðna, samkvæmt rannsóknum Erlendar Haraldssonar." I bókinni er gerður greinarmun- ur á því að segjast ekki trúa og hins vegar að iðka trúarlega hegð- un. Margir reyna að ná sambandi íslenskan spíritisma má rekjatil aldamóta. Lifir hann enn með þjóðinni? Gunnar Hersveinn skimaði inn í móðuna Morgunblaðið/Þorkell Loftur Reimar Gissurarson: Gildi trúar á íslandi er mikið. og sá miðla og mála- miðlun þjóðar og kirkju. Loftur Reimar Gissura- son segir það trúarlega hegðun að fara á miðilsfund eða stunda heilun og reiki. Sögulegur bolur en með stuttar ermar TÍSKAN segir að undirkjólar megi sjást en nærklæði eru ekki jafn ný af nálinni sem hvers- dagsklæðnaður og maður skyldi ætla, samkvæmt aprílhefti Psychology Today. Út er komin bók hjá HarperCollins forlag- inu þar sem saga hvíta stutt- ermabolsins, eða t-skyrtunnar er rakin. Hvíti stuttermabolurinn var upphaflega hugsaður sem hluti sjóliðabúnings, snemma á 19. öld, og kom fyrst fyrir sjónir opinberlega þegar 12 miltjónir sjóliða í síðari heimsstyrjöld sneru heim eftir dvöl við Karíbahaf, að sögn Walters Wood, sálfræðings frá Georgíu. Wood hefur gert viðamiklar rannsóknir á tískustraumum og segir að sjóliðarnir hafi einfald- lega ekki viljað gefa karabískt frjálsræði í klæðaburði upp á bátinn. Um miðjan sjötta ára- tuginn var t-bolurinn síðan oi inn almenningseign. „Stutt- ermabolurinn varð tákn fyrii innbyrðis tengsl. íþróttagarp gengu í liðsbolum, gáfnaljós í háskólabolum og áhangendu: James Dean voru í hvítum sti ermabol með aðra ermi brett utan um pakka af vindlingure segir Wood. Seint á sjöunda áratugnum þegar hipparnir PRÓFESSORARNIR Ágúst H. Bjarnason og Haraldur Níelsson með norska miðilinn Einar Nielsen á milli sín. Miðlar sem stjórna efni MIÐLAR samkvæmt spí- ritisma eru milligöngu- menn látinna manna. Þeir falla í dásvefn og er líkt og talað sé í gegnum þá. Margir miðlar segja að ákveðin látin persóna komi ávallt og hafi hún umsjón með því hvaða aðrar persónur flytji skilaboð að handan. Handanverur virðast ævinlega bera með sér sérstök persónueinkenni og vera ólíkar miðlinum sjálfum. Handanveran sem talar gegnum miðilinn tekur ýmist við skilaboðum og flytur svörin, en einnig er til í dæminu að gestir á miðilsfundum ræði beint við hina látnu og virðist þeim eins og svipbrigði þeirra og látbragð birtist í líkama miðilsins. Miðilsgáfan er yfirleitt flokkuð í tvennt, annars vegar hugmiðlun og hins vegar efnismiðlun. Hugmiðlar segjast geta heyrt skilaboð að handan og séð ósýnilega gesti með venjulegum skynfærum. Dulsálfræðingar hafa rannsakað miðilsboðin m.t.t. þess hvort hægt sé að útskýra þau á annan hátt. Getur miðill t.d. veitt upplýsingar um eitthvað sem óhugsandi var að hann hefði vitneskju um? Þekktasti íslenski hugmiðillinn er Hafsteinn Björnsson (1915-1977). Hafsteinn miðill virtist geta í dásvefni sagt frá hlutum sem hann hefði ekki átt að vita. Núlif- andi miðlar eru flestir hugmiðlar. Efnlsmiðlar Efnismiðlar eru þeir sem segjast geta til dæmis valdið hreyfmgum og skapað hamagang án þess að beita líkamlegu afli. Þeir nota hug- ann til að láta högg dynja og glös hreyfast o.s.frv. Fræðingar rann- saka þá með því að reyna að finna efnisleg rök fyrir hreyfingunum. Efnismiðlar virðast hafa verið INDRIÐI miðill.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.