Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ “1 Fartölvur auka á vinnusýki \ \ i, I \ f í ) ) / ' ÁTTA milljónir Bandaríkja- manna njóta nú góðs af því að geta ferðast daglega milli heimilis og vinnustaðar með aðstoð tölvu. Þeir þurfa því væntanlega ekki eyða dýrmæt- um tíma fastir í umferðar- flækju og geta varið tímanum sem sparast með fjölskyldu og vinum, eða hvað?. f tímaritinu Psychology Today er greint frá því að tölvutenging heim geti þvert á móti varpað skugga á heimilis- lífið og kynt undir vinnusýki. Kom þetta í ljós í kjölfar könn- unar meðal starfsmanna hjá IBM sem fengið höfðu fartölv- ur til þess að nota heima. „Vinnusjúklingur með fartölvu er engu betri en drykkjusjúkl- ingur með ginflösku," segir E. Jeffrey Hill, mannauðsráð- gjafihjálBM. Leiðarvísir og kveðjur Hann segir ennfremur að starfsmenn sem ráða illa við vinnuhvötina hafi yfirleitt látið vísbendingar eins og kveðjur vinnufélaga minna sig á hve- nær tími væri til að halda heim, auk þess að vera bundnir af lestarferðum. Þegar heim er komið með tölvuna mælir Hill með því að hinn vinnusjúki tileinki sér ein- faldar reglur til þess að halda sér á mottunni og ljúka vinnu- deginum á skikkanlegum tíma. * Slökkvið á tölvunni og vinnu- símanum þegar vinnutíma er lokið. * Látið tölvuna hringja þegar vinnudeginum á að Ijúka og stillið þannig að hún gefi frá sér hljóðmerki með reglulegu millibili þar til búið er að slökkva á vélinni. * Ef starfsmaðurinn er hluti af sýndarteymi þarf að láta aðra liðsmenn vita hvenær við- komandi vill eiga frí. ■ S„HJÁLPARTÆKI fyrir- byggja rangt álag,“ segir Jó- ■■ hanna Ingólfsdóttir, for- ^ stöðumaður Hjálpartækja- OC bankans. Forsvarsmenn bankans standa að gigtarviku dagana 2.-6. júní í samvinnu við Gigtarfélag íslands. Gigt- arvikan er haldin í beinu framhaldi af norrænu gigtar- ráðstefnunni Reuma ’97 sem stað- ið hefur yfír tvo undanfarna daga í Reykjavík. Ýmsar nýjungar o o Meðan á gigtarvikunni stendur eru allir velkomnir í Hjálpartækja- bankann í Hátúni 12 til að skoða og prófa hin ýmsu tæki. Bæði iðju- þjálfar og sjúkraþjálfari verða á staðnum og veita faglega ráðgjöf. Að sögn Jóhönnu hefur Hjálpar- PAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Ásdís Anna Sigríður Guðnadóttir, Gunnlaugur Egilsson og Sonja Baldursdóttir voru meðal þeirra sem fengu styrk úr Listdanssjóði Þjóðleikhússins á dögunum. til þess að fá útrás Morgunblaðioð/Ásdís STÚLKUR úr forskóla láta ljós sitt skína. Hátt í 7 0 ungmenni leggja nú stund á bal- lettnám við Listdans- skóla íslands. Skólinn hélt árlega nemenda- sýningu sína í Þjóðleik- húsinu síðastliðinn laug- ardag og var fimm nem- endum veittur styrkur úr Listdanssjóði Þjóð- leikhússins við það tækifæri. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir tók þrjá þeirra tali. SONJA Baldursdóttir og Anna Sigríður Guðnadóttir eru á sautj- ánda ári og stigu sín fyrstu ballett- spor fímm ára gamlar, en Gunn- laugur Egilsson er átján ára og hefur stundað ballett í níu ár. Þau eru í efsta flokki skólans og segj- ast æfa sex daga vikunnar í a.m.k. tvo og hálfan tíma á dag, lengur ef sýningar eru framundan. Blaðamaður minnist þess að hafa sex ára gömul mætt spennt í fyrsta balletttímann, tilbúin að tipla um á táskóm og leggja til atlögu við Svanavatnið. Skemmst er frá því að segja að áhuginn varð að engu þegar í ljós kom að fyrst þyrfti að eyða mörgum árum í að æfa endalausar „pósisjónir" og öllu tilþrifaminni dansverk. Því lá beint við að spyija hvort þau hefðu aldrei verið við það að gef- ast upp. Ekki vildu þau kannast við það og sögðu að vinnuálagið væri komið upp í vana og þau uppskæru árangur erfiðisins með því að dansa. Þau voru sammála um að í ballettinum fengju þau nauðsynlega útrás og Gunnlaugur sagði að vinir hans hefðu m.a.s. spurt sig hvort hann væri nokkuð orðinn ballettfíkill. Á leið tll útlanda Sonja er í Menntaskólanum í Reykjavík og mun enn um sinn æfa ballett hér á landi. Gunnlaug- ur og Anna hafa stundað nám á listdansbraut Menntaskólans við Hamrahlíð, en næsta haust hyggj- ast þau leggja land undir fót og hefja nám í ballettskólum erlendis. Gunnlaugur hefur fengið inn- göngu í Sænska ballettskólann í Stokkhólmi og Anna stefnir á að fara til Arnheim í Hollandi, þar sem Hlíf Svavarsdóttir er skóla- stjóri. Þau segja að styrknum frá Listdanssjóði sé ætlað að styðja þau til utanfarar, en upphæðin sé svo lág að fremur beri að líta á styrkveitinguna sem viðurkenn- ingu. Anna, Gunnlaugur og Sonja eru sammála um að nauðsynlegt sé að kynnast dansiðkun erlendis til að ná verulegum árangri. Þau fóru ásamt fleiri nemendum Listdans- skólans á Norrænt dansmót í Kaupmannahöfn sl. haust og segja það hafa verið mjög gagnlegt. Sonja og Gunnlaugur hafa sótt sumarnámskeið í ballett erlendis og segja að bæði sé gott að halda sér í æfingu yfír sumarið og kynn- ast nýjum kennurum og kennslu- Hjálpartæki sem geta nýst öllum tækjabankinn meðal annars sér- hæft sig í þjónustu við fólk með gigtarsjúkdóma. „Tilgangurinn með þessari viku er sá, að fólk fái að sjá hvaða hjálpartæki eru í boði og prófi þau til að athuga hvort tækin geti komið þeim að noturn." Árið 1992 stóð Hjálpartækja- bankinn fyrir gigtarviku sem mæltist mjög vel fyrir. Síðan hafa bæst við ýmsar nýjungar í hjálpar- tækjum sem verða til sýnis nú. „Auðveldustu heimilisstörf geta reynst gigtveiku fólki erfið, til dæmis að skera brauð. Til að auð- velda það verk höfum við vinkil- hnífa en þeir eru hannaðir til þess að minnka álag á liðina og draga þannig úr verkjum." Morgunblaðið/Þorkell JÓHANNA Ingólfsdóttir, forstöðumaður Hjálpartækjabankans. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.