Morgunblaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1997 ■ ÞRIÐJUDAGUR 17.JÚNÍ BLAD Amar semur vid AEK Arnar Grétarsson, landsliðsmað- ur í knattspyrnu úr Leiftri á Ólafsfirði hefur náð samkomulagi við gríska 1. deildarliðið AEK í Aþenu skv. heimildum Morgun- blaðsins og reikna forráðamenn fé- lagsins með honum utan fljótlega til að ganga frá samningi. AEK og Leiftur hafa hins vegar ekki komist að samkomulagi um félagaskipti Arnars og engar form- legar viðræður raunar átt sér stað milli félaganna, að sögn Þorsteins Þorvaldssonar, formanns knatt- spyrnudeildar Leifturs. Arnar gekk til liðs við Leiftur fyrir þetta keppnistímabil og er samningsbundinn félaginu út næsta sumar. Þorsteinn vildi ekki svara því hvort Leiftursmenn væru tilbún- ir að láta hann fara fljótlega, fari gríska liðið fram á það - eins og heimildir Morgunblaðsins herma að verði raunin. „Það er hlutur sem við ræðum þegar við verðum búnir að heyra formlega frá félaginu." AEK er eitt þekktasta félag Grikklands. Skipt hefur verið um þjálfara og það eru ekki menn af verri endanum sem taka við. Rúm- eninn Dumitru Dumitreu er þegar kominn til starfa og verður aðal- þjálfari þar til í desember er landi hans Angel Iordanescu kemur og verður aðalþjálfari en sá fyrrnefndi aðstoðarmaður hans. Iordanescu er nú landsliðsþjálfari Rúmeníu og hefur verið síðustu ár og Dumitreu aðstoðarmaður hans þar. Þó svo Iordanescu komi til starfa hjá AEK fyrir áramót verður hann áfram við stjómvölinn hjá landsliði Rúmeníu, þar til framyfir heimsmeistaramótið í Frakklandi næsta sumar. Keflavík í basli með ÍR KEFLVÍKINGAR áttu í basli með ÍR, í 32-liða úrslitum bikarkeppn- innar á laugardaginn. Að loknum venjulegum leiktíma var marka- laust en Keflavík sigraði, 2:1, eftir framlengingu. Liðið mætir Fram á heimavelli í 16-liða úrslit- um. Á myndinni hér til hliðar reynir Keflvíkingurinn Jakob Jónharðsson að ná knettinum af Kjartani Kjartanssyni. ■ Leikírnir /B7 Óánægja hjáÍA VAXANDI óánægja er meðal leik- manna íslands- og bikarmeistara- liðs Akraness, skv. heimildum Morgunblaðsins, með þá erlendu leikmenn sem fengnir voru til ÍA fyrir tímabilið, einkum Vladan Tomic og Dragutin Ristic. Leik- menn furða sig á því hvers vegna fengnir séu erlendir miðlungsmenn þegar nægur efniviður sé til staðar. Eldri leikmenn ÍA voru mjög ósáttir við framgöngu Júgósla- vanna í leiknum gegn ungmenna- liði ÍA í bikarkeppninni á laugar- dag og ræddu málið af miklum þunga í búningsklefa að leik lokn- um. Einn leikmanna sagðist, í samtali við Morgunblaðið, ekki geta ímyndað sér annað en að stjóm liðsins léti þessa menn fara - þeir ættu ekki að fátækifæri endalaust. í gærkvöldi fékk Morgunblaðið svo staðfest að Tomic sé á leið til Skallagríms í Borgamesi. ■ Tvelr / B3 Morgunblaðið/Þorkell Leiftur gegn Akranesi Dregið var í 16-liða úrslit Coca- Cola bikarkeppninnar í gær og fara leikimir fram miðvikudag- inn 25. júní og fimmtudaginn 26. júní. Á miðvikudeginum leika FH og Skallagrímur, Grindavík og Breiðablik, Þróttur R. og Þór A., Leiftur og IA og Valsmenn taka á móti Fylki. Á fimmtudaginn mæt- ast KA og ÍBV, Stjarnan og KR og Keflvíkingar fá Fram í heim- sókn. Þórður Lárusson, þjálfari Stjörn- unnar, sagði að hann hefði kosið auðveldari leik en að fá KR í heim- sókn. „En ef við ætlum okkur alla leið þá skiptir ekki máli í hvaða röð þetta er. Stjarnan hefur aldrei unn- ið KR þó svo leikir liðanna undan- farin ár hafí verið jafnir og spenn- andi. Þetta er ágætur tími til að breyta til og vinna vesturbæinga. Einhverntíma verður allt fyrst,“ sagði Þórður. VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 14.06.1997 FjSldl vinninga Vinnings- upphæð Vinningar HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ: 3.845.308 VINNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN 11.06.1997 AÐALTOLUR Á (SLANDI: BONUSTOLUR Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð I 1 . 6 af 6 6 6.165.656 q 5 af 6 j £m • + bónus 2 148.980 I 3. 58,6 18 13.000 4. 4a,e 366 1.010 r- 3 af 6 D. + bónus 1.062 150 | Samtals: 1.454 38.054.856 • Miðinn með bónusvinningnum síðastliðinn laugardag var keyptur hjá Sölutuminum Dónald við Hrísar- teig 19 í Reykjavík. Bónusvinnings- hafarnir í Víkingalottíinu keyptu miða sína í Svarta svaninum við Laugarveg 118og Söluturninum Höfðatúni 2 í Reykjavík, • I nýja lottóleiknum á Rás 2 síðastliðinn laugardag vann Hafdís Bogadóttir Borgarlandi 24 á Djúpa- vogi geisladisk frá Japis og Björk Bjarnadóttir Marbakka 14 á Neskaupstað gasgrill frá Skeljungi. Munið að kaupa miða fyrir kl. 14 á laugardögum til að geta tekið þátt í leiknum. • Munið að næsta laugardag verður dregið tvisvar í lottóinu. u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.