Morgunblaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ 1997 B 7 KNATTSPYRNA „Stóru“ liðin í vandræðum með „litlu“ liðin Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fjör á Skaganum UNGMENNALIÐ Skagamanna stóö í aöallfölnu í 32-llöa úrslitum blkarkeppnínnar. Aðalllðlð komst í 3:0 en ungu leikmennirnlr náðu aö mlnnka muninn í 3:2 ðður en yflr lauk. Hér sækir Drautin Rlstic aö Vlktori Viktorssyni í leik liðanna ð laugardaginn. Keflvíkingar, sem hafa unnið alla leiki sína í Sjóvá-Almennra deildinni, áttu í hinu mesta basli með braráttuglaða ÍR-inga í 32-liða úr- inn. Að loknum venjulegum leiktíma hafði ekkert mark verið skorað, en ÍR fékk besta færið um miðjan fyrri hálfleik er boltinn small í slá Keflavíkurmark- sins. Keflvíkingar voru sterkari í fyrri hálfleik framlengingarinnar og uppskáru mark úr vítaspyrnu sem Eysteinn Hauksson skoraði úr á síð- ustu mínútu hálfleiksins. í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar bætti Jóhann B. Guðmundsson við öðru marki fyrir Keflavík með lag- legu skallamarki. ÍR-ingar neituðu að gefast upp og þegar fimm míntúr voru eftir minnkaði Kristján Brooks muninn með glæsilegu marki eftir undirbúning Arnljóts Davíðssonar, sem var nýkominn inná sem vara- maður og lék þar með fyrsta leik sinn fyrir ÍR. Breiðhyltingar voru nálægt því að jafna á síðustu mínút- unni, fyrst varði Ólafur Gottskálks- son vel og síðan var bjargað á línu og Keflvíkingar sluppu fyrir horn. „Gamlir" unnu „unga“ Það hefur lengi tíðskast á æfíng- um hjá meistaraflokki ÍA í knatt- spyrnu, að skipt sé upp í tvö lið sem kallast „ungir“ og „gamlir". Þessi hefð tók á sig nýja mynd á laugar- daginn þegar aðallið Skagamanna mætti liði yngri leikmanna í 32-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Eldra liðið gerði þrjú glæsileg mörk í hálfleiknum; fyrst Steinar með skalla eftir hornspyrnu, þá Haraldur Hinriksson með skalla eft- ir góða sókn og loks Ólafur Þórð- arson með skemmtilegu skoti eftir stungusendingu Haraldar. Síðari hálfleikur hófst með látum og skoraði Kári Steinn Reynisson fyrir „unga“ á 46. mínútu. Eftir markið færðist harka í leikinn og virtist sem upp úr ætlaði að sjóða á tímabili. Golac þjálfari skipti þremur komungum drengjum inn á í eldra liðið. Þegar svo var komið höfðu „ungir" í fullu tré við „gamla“ og náðu að minnka muninn í eitt mark með vítaspymu Pálma Haraldssonar á 75. mínútu. Kom nú upp sú undar- lega staða að yngra liðið gæti jafnað og átt fullt eins mikla möguleika á að komast áfram í framlengingu, og sýnir það einna best hve fárán- legt það er, að þessi lið skuli mætast í alvöru keppni. En til þess kom þó ekki og lokatölur urðu 3:2 fyrir „gamla“. KR-sigur á Siglufirði KR-ingar mættu til Siglufjarðar með nýjan þjálfara, Harald Haralds- son, og uppskám 4:0 sigur. Leikið var við frekar erfiðar aðstæður á malarvellinum í bænum. Snjókoma var þegar KR-ingar mættu norður, en snjó festi þó ekki á vellinum sem var nokkuð blautur. Brynjar Gunn- arsson, sem lék á miðjunni, kom KR yfir eftir aðeins fjórar mínútur. Skor- aði með skalla eftir homspymu. Rík- harður Daðason bætti öðm marki við fyrir leikhlé og þriðja markinu í upp- hafi síðari hálfleiks. Brynjar innsigl- aði síðan ömggan sigur með því að gera fjórða markið og annað mark sitt þegar tíu mínútur vom eftir. Haraldur breytti byrjunarliði KR aðeins frá því Lúkas Kostic stjórnaði því. Hann setti Brynjar framar á völlinn, á miðjuna með Heimi Guð- jónssyni. Þormóður Egilsson tók stöðu miðvarðar með Óskari Hrafni, en Sigurður Örn fór í stöðu Þormóðs sem bakvörður og Bjarni Þorsteins- son vinstri bakvörður í stað Ólafs Kristjánssonar. Einar Þór Daníels- son og Hilmar Björnsson voru á köntunum eins og áður og Sigþór Júlíusson með Ríkharði Daðasyni fram í stað Þórhalls Dans Jóhanns- sonar sem er meiddur. Öruggt hjá Fram Framarar mættu ungmennaliði KR í vesturbænum og sigraði örugg- lega, 4:0. Það gekk þó illa hjá Safa- mýrarstrákunum að brjóta ísinn því fyrsta markið lét á sér standa og kom ekki fyrr en fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Það var Anton Björn Markússon sem gerði markið. í síðari hálfleik tóku Framarar öll völd á vellinum og fengu mörg up- plögð marktækifæri. Steinar Guð- geirsson gerði annað markið og Þor- björn Atli Sveinsson bætti tveimur við áður en yfir lauk. Gunnar Már Másson gerði öll fjög- ur mörk Leifturs í 4:1 sigri á HK. Staðan í hálfleik var 3:0. Ásmundur Haraldsson, sem ný- lega gekk í raðir FH-inga úr KR, byrjaði vel fyrir FH og gerði fyrra mark liðsins í 2:0 sigri á Dalvík. Mikil spenna var þegar Þróttur Reykjavík heimsótti Þrótt Neskaup- stað. Heimamenn voru yfir 3:1 þeg- ar fjórar mínútur voru eftir en mín- úturnar sem eftir voru nægðu Reykjavíurliðinu til að skora þijú mörk og vinna leikinn 3:4! Skallagrímur þurfti framlengingu á móti Víkingi til að komast áfram. Staðan var jöfn, 1:1, að loknum venjulegum leiktíma, en Valdimar K. Sigurðsson tryggði sigur Borg- nesinga með marki úr vítaspyrnu á síðustu mínútum framlengingarinn- ar. Eyjamenn voru lengi að finna netmöskvana hjá Leikni í Breiðholt- inu. Þeir náðu ekki að setja mark í fyrri hálfleik en eftir að Sigurvin Ólafsson kom sínum mönnum á blað með tveimur mörkum í upphafi síð- ari hálfleiks opnaðist vörn Breiðhylt- inga og úrslitin urðu 4:0. Of snemmt fýrir Keflvíkinga að fagna Línur eru nokkuð farnar að skýr- ast í efstu deild karla í knatt- spyrnu, Sjóvá-Almennra deildinni, þegar fimm umferðum er lokið. Lið- in eru þegar farin að raða sér á botn og topp og ljóst að mikil bar- átta er framundan. Þegar hafa óvæntir hlutir gerst og sumir, bæði lið og þjálfarar, virðast vera undr- andi á eigin stöðu, en það sem kem- ur skemmtilega mest á óvart er góð staða Keflvíkinga í upphafi móts. Keflvíkingar virðast koma vel búnir undir þetta tímabil en samt er of snemmt fyrir þá að kætast. Nokkrir leikmenn þeirra eru að spila mjög vel og akkerin eru Gunnar Oddsson og Ólafur Gottskálksson. Ungu strákarnir, Jóhann Guð- mundsson og Haukur Ingi Guðna- son, hafa vakið verðskuldaða at- hygli; hafa verið dijúgir að skora og virðast hafa gott sjálfstraust. Fleiri hafa verið að spila ágætlega í liðinu en engu að síður virðist styrk- ur Keflavíkurliðsins fyrst og fremst felast í liðsheildinni. Engu að síður eiga Keflvíkingar mjög erfiða leiki eftir í fyrri umferð- inni; strax á morgun erfíðan útileik við KR og þá kemur í ljós fyrir al- vöru hversu öflugt lið Keflvíkinga er. Strax í upphafi móts eru Keflvík- ingar þó komnir í þá stöðu að geta leyft sér að spila sterkan vamarleik og vera sáttir við jafntefli á útivelli, sem er ákjósanleg staða, og mjög athyglisvert verður að fylgjast með Keflvíkingum það sem eftir er sumars. Vestmannaeyingar hafa komið sterkir til leiks, eiga reyndar frest- Of snemmt er að slá föstu að lið KR og Leift- urs séu úr leik í toppbar- áttunni, segir Guðjón Þórðarson sem fjallar um knattspyrnu fyrir Morgunblaðið af og til. aðan leik en eru samt í öðru sæti deildarinnar. Þeir hafa unnið heima- leiki sína mjög örugglega en að sama skapi hafa virst vera erfiðleikar hjá þeim á útivelli. Þrátt fyrir sigur í Grindavík var sú fæðing erfið og leikur Vestmannaeyinga á útivelli verður að styrkjast ætli þeir sér meistaratitilinn í haust. Enginn efast um hinn feikisterka heimavöll þeirra, sem hér eftir sem hingað til mun reynast öðrum liðum erfiður. Leikmenn ÍBV virðast í góðu ásigkomulagi og nýju mennirnir, Sverrir Sverrisson og Guðni Rúnar Helgason, hafa verið að gera góða hluti. Athyglisvert verður að fylgjast með Sigurvin Ólafssyni og hvaða hlutverk hann fær í liði Vestmanna- eyinga. Skagamenn eru í þriðja sæti deild- arinnar þrátt fyrir að hafa ekki spil- að áferðarfallega knattspyrnu en vitað var að mikil seigla er í liðinu og margir sterkir einstaklingar. Eftir fimm umferðir hafa erlendu leikmennirnir hjá ÍA ekki náð að setja mark sitt á leik liðsins. Fyrst og fremst má segja að reynsla þeirra sem fyrir voru hafi tryggt Skaga- mönnum þau stig sem í húsi eru. Athyglisvert verður að fylgjast með sóknarleik Skagamanna þegar Bjarni Guðjónsson hverfur af vett- vangi. Þó svo Bjarni hafi ekki verið að spila vel það sem af er sumri verður samt forvitnilegt að fylgjast með því hvernig sóknarleikurinn gengur eftir að hann verður farinn. Valsmenn hafa staðið sig þokka- lega í upphafi móts. Mesta athygli vakti sigur þeirra á KR-ingum en að öðru leyti hefur leikur Valsmanna virst vera tilviljanakenndur og mikið mætt á því hvort Porca spilar vel eða ekki. Jón Grétar Jónsson og Bjarki Stefánsson hafa staðið sig vel í vörninni en aðrir leikmenn liðs- ins vekja ekki mikla athygli. Þrátt fyrir að staða Valsmanna sé ágæt eftir fyrstu fimm umferðirnar verða þeir að gæta að sér því stutt er í sætin fyrir neðan. Framarar hafa verið mjög sveiflu- kenndir og ekki náð að nota þann leikstíl, sem vonir stóðu til og hafa oftar en ekki spilað gegn sjálfum sér, ef svo má segja, en unnu engu að síður athyglisverðan sigur er þeir heimsóttu Leiftur norður. Spurning er hvort þeir muni fylla skarð Helga Sigurðssonar sem horf- inn er af landinu til Noregs. Fram- arar hafa marga ágæta knatt- spyrnumenn innan sinna raða og ég held það ekki sé spurning hvort, heldur einungis hvenær, þeir fari að spila betur. Mikið hefur gengið á hjá hjá KR-ingum í upphafi móts. Ég spáði því áður en keppni hófst að mikið myndi mæða á Lúkasi Kostic í sum- ar og sú hefur orðið raunin. KR-ing- ar sáu sig tilneydda til að víkja hon- um úr starfi vegna slaks gengis og réðu í staðinn óreyndan mann í topp- baráttuni, Harald Haraldsson. KR- ingar hafa valdið vonbrigðum það sem af er; þrátt fyrir mikinn og góðan mannskap hafa þeir ekki náð að sýna hvað í þeim býr. Lykilmenn, Heimir Guðjónsson, Einar Þór Daní- elsson og Hilmar Björnsson, hafa alls ekki náð sér á strik, en hins vegar hefur einn KR-ingur, Brynjar Gunnarsson, leikið sérstaklega vel og hefur þegar náð fyrsta A-lands- leik sínum. En ljóst er að þegar lykil- menn KR ná sér á strik verður liðið öllum andstæðingum hættulegt. Leiftursmenn eru á allt öðrum stað í töflunni en þeir hefðu kosið að fimm umferðum leiknum. Þess ber þó að geta að umhverfisaðstæð- ur eru þeim mjög erfiðar, og verri en nokkur getur gert sér grein fyr- ir. Engu að síður verður að teljast að leikur þeirra hafi valdið vonbrigð- um, aðeins einn hefur virkilega glatt augað; að Hlíðarenda er þeir sigruðu Val. Ljóst er að meira býr í þessu liði en betur má ef duga skal. Fyrir mótið taldi ég ljóst að Skalla- grímur ætti erfiða daga framundan í deildinni. Raunin er sú að þeir eiga mjög erfiða daga framundan. Borg- nesingar unnu óvæntan sigur á Leiftri í fýrsta leik en síðan ekki sög- una meir. Ljóst er að þeir verða að gera bragabót á leik sínum ef fleiri leikir í efstu deild eiga að vinnast. Mjög mikilvægt er fyrir Skallagrím að reyna að beijast til sigurs á heima- velli. Ef þeir vinna ekki þar þá hvar? Grindvíkingar eru greinilega í erf- iðum málum. Þrátt fyrir ánægjutal þjálfarans eftir tvær fyrstu umferð- irnar hefur lítið komið í safnið síð- an. Grindvíkingum er nauðsynlegt að vinna ákveðið að sínum málum ef ekki á illa að fara. Stjömumenn byijuðu af krafti í vesturbænum gegn KR, náðu þar í stig á útivelli, og er það eina stigið sem er í húsi hjá Garðbæingum. Þrátt fyrir töluverða bjartsýni á þeim bæ hefur liðinu lítt orðið ágengt. Ég tel að þessu þrjú síðastnefndu lið muni heyja hatramma baráttu um áframhaldandi veru í deildinni og miðað við fyrstu fímm leikina tel ég að innbyrðis leikir þeirra muni ráða mikiu um hver staða þeirra verður í lok móts. Varðandi toppsætin er of snemmt að gefa sér það að lið eins og KR og Leiftur séu úr leik í baráttunni, því enn er stutt í efstu lið og mikið af innbyrðis leikjum þeirra eftir - leikir sem eiga eftir að vega þungt. Mjög athyglisvert verður að fylgjast með þeim liðum sem þurfa að heyja harða baráttu í Evrópukeppni sam- hliða keppni í bikar og deild. Ein- hvern veginn segist mér svo hugur að baráttan eigi eftir að harðna og við séum ekki búnir að sjá allar svipt- ingarnar enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.