Morgunblaðið - 19.06.1997, Page 1

Morgunblaðið - 19.06.1997, Page 1
FJÁRMÁL EIB 1 - Æm WÆ' J TORGID Besti lánasamn- i y' Uppspretta fyrir 4 ■ vfaHKi % Li jwfíp v WM Moody’s metur £/ ingur Flugleiða /4 ^dékm.iL atvinnulífið/6 l«F xí lánshæfið/8 VIÐSKIFTI AIVINNULÍr PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1997 BLAÐ li Stálsmiðjan Stjórn Stálsmiðjunnar hf. ákvað á fundi sínum í gær að sækja um skráningu fyrir Stálsmiðjuna á Verðbréfaþingi íslands í haust. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um útgáfu á nýju hlutafé í félaginu en hluthafar fyrirtæk- isins eru 65 talsins. /2 Plastos Öll hlutabréf í útboði Plastos- Umbúða hf. seldust upp á einum klukkutíma í gærmorgun eftir að það hófst hjá verðbréfadeild Búnaðarbankans. Um var að ræða nýtt hlutafé í fyrirtækinu að nafnvirði 17,5 milljónir króna sem voru seld á tæpar 43 milljón- ir króna eða á genginu 2,45. Svarar það til um 20% af heildar- hlutafé fyrirtækisins. /2 Auðlind Hluthöfum Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. fjölgaði um 3.300 á siðasta rekstrarári, l.maí 1996-30. apríl 1997, og er Auð- lind nú þriðja fjölmennasta hluta- félag landsins með tæplega sjö þúsund hluthafa. Eignir sjóðsins hækkuðu um 266% á síðasta ári og námu rúmlega fjórum millj- örðum króna í lok reikningsárs- ins. /3 SÖLUGENGI DOLLARS Ráðherrafundur Evreka í London íslendingar meðí3nýjum verkefnum Morgunbladid. London. ÍSLENDINGAR eru þátttakendur í þremur nýjum rannsóknarverkefn- um sem samþykkt verða á ráðherra- fundi Evreka, rannsóknaráætlunar Evrópuríkjanna, í London í dag. Tvö verkefnanna eru á sviði sjávarútvegs og fjalla annarsvegar um viðskipta- kerfi fyrir fiskmarkaði og hins vegar hámörkun gæða og nýtingar í fisk- vinnslu. Þriðja verkefnið fjallar um vistvænismat í byggingum. íslend- ingar voru fyrir þátttakendur í níu verkefnum innan Evreka. Viðurkenning og meðmæli Evreka-áætluninni var hleypt af stokkunum árið 1995 að frumkvæði Frakka til að styrkja samkeppnis- stöðu atvinnulífs í Evrópu gagnvart Japan og Bandaríkjunum. Aætlunin miðar að því að koma á samstarfi milli fyrirtækja og rannsóknarstofn- ana í aðildarlöndunum og nú starfa yfir 5 þúsund fyrirtæki og rannsókn- arstofnanir í 26 löndum að verkefn- um innan áætlunarinnar. Evreka veitir þó ekki neina nýsköpunar eða rannsóknarstyrki heldur felur þátt- takan í sér ákveðna viðurkenningu og meðmæli með verkefnunum og ættu þau því að eiga greiðari aðgang að hvers kyns rannsóknar- og þróun- arstyrkjum opinberra aðila í sínu landi, en ella væri. Verkefnið um viðskiptakerfi fyrir fiskmarkaði verður unnið í sam- starfi Marstars hf. og belgísks fyrir- tækis sem er sérhæft í þróun á tölvu- kerfum fyrir uppboðsmarkaði. Hug- myndin er sú að þróa kerfi sem held- ur utan um allar upplýsingar um fiskinn allt frá því hann veiðist og þangað til hann lendir á borði neyt- andans. Gert er ráð fyrir að kaup- andinn geti fengið samræmdar upp- lýsingar um meðferð aflans og geti þannig gengið að gæðunum vísum. Oddi hf. á Patreksfirði er aðili að verkefninu um nýtingu og gæði í fiskvinnslu ásamt spænsku sjávar- útvegsfyrirtæki sem hefur víðtæka reynslu í vöruþróun. Aðilar frá öllum Norðurlöndunum eru samstarfsaðilar í Evreka- verk- efninu sem fjallar um vistvænismat bygginga. Þar verður t.d. reynt að meta samspil ljóss, lofts og hita í byggingum og áhrif þess á líðan þeirra sem búa eða starfa í þeim. Slíkt matskerfi hefur verið í notkun í Bretlandi um nokkurra ára skeið og jafnframt hafa Norðmenn^ unnið að uppbyggingu á slíku kerfi. íslend- ingar búa við nokkra sérstöðu í þess- um efnum t.d. vegna hitaveitu og ólíkra byggingarefna og veðráttu. Rannsóknarstofnun byggingariðnað- arins er aðili að verkefninu. Af hálfu íslands sitja fundinn í London þeir Finnur Ingólfsson, iðn- aðarráðherra og Sveinn Þorgrímsson, deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu. m Peningabréf - jöfn og örugg ávöxtun Peningabréf eru kjörin leið fyrir þá sem vilja festa fé til skamms tíma, s.s. fyrirtæki, sjóði, sveitarfélög, tryggingarfélög og einstaklinga. Peningabréf eru laus til útborgunar án kostnaðar þegar 3 dagar eru liðnir frá kaupum. Yfir tveir og hálfur milljarður í öruggum höndum. Láttu lausaféð vinna fyrir þig. J> Aðeins eitt símtal... nýttu þér ráðgjafaþjónustu okkar og umboðsmanna okkar í öllum útibúum Landsbanka íslands. Nafnávöxtun sl. 5 daga 6,74% Nafnávöxtun sl. 20 daga 6,75% Nafnávöxtun sl. 30 daga 6,78% i SUDURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 5 3 5 2000, BRÉFASÍMI 535 2001 ESTJaoíO y LANDSBREF HF. hx. - Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aöili aö Veröbréfaþingi íslands. B QQ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.