Morgunblaðið - 19.06.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.06.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1997 B 5 VIÐSKIPTI * MiIIjarðalánveitingar til Islendinga vegna sameigínlegrar áætlunar EFTA og ESB Gjöful upp- spretta til eflingar atvinnulífi Evrópski fj árfestingarbankinn (EIB) hefur á undanfömum árum lánað íslenska ríkinu 5,8 milljarða króna vegna uppbyggingar í sam- * göngumálum. I vikunni var undirritaður rammasamningur milli bankans og Reykja- víkurborgar um allt að tveggja milljarða lán til viðbótar vegna fjármögnunar holræsa- framkvæmda. Kjartan Magnússon ræddi við Claes de Neergaard, aðstoðarbankastjóra EIB, um starfsemi bankans og lánveitingar hans hingað til lands. EVRÓPSKI fjárfestingar- bankinn (European In- vestment Bank, EIB) var stofnaður í kjölfar undir- ritunar Rómarsáttmálans árið 1958 og veitir fjárfestingarlán í samræmi við markmið Evrópusambandsins. Hann veitir aðallega lán til verkefna sem varða byggðaþróun, samgöng- ur, orkuflutninga, umhverfismál o.fl. Bankinn veitir einnig lán á grund- velli sameiginlegrar áætlunar ESB og EFTA um að auka hagvöxt og atvinnu á Evrópska efnahagssvæð- inu. Með áætluninni var þáverandi EFTA þjóðum gefinn kostur á að fjármagna verkefni með lánum frá bankanum. Var ákveðið að veija allt að einum milljarði ekna (ECU) eða 80 milljörðum króna í þessu skyni. Nú hafa þijár af EFTA þjóð- unum, sem undirrituðu samkomu- lagið í byijun, Svíar, Austurríkis- menn og Finnar, gengið í bandalag- ið. Núverandi EFTA þjóðum standa lánin þó enn til boða og var ákveðið að framlengja lánsheimildina til árs- loka 1997. Nú þegar hefur bankinn lánað um 75% af þessum eina millj- arði ekna en áformað er að fyrir árslok verði búið að nýta a.m.k. 90% af heimildinni. Islendingar fengu fyrsta lán sitt frá Evrópska fjárfestingarbankan- um fyrir tveimur árum og var það í tengslum við þessa áætlun. Láninu var varið til að fjármagna hluta framkvæmda við Vestfjarðagöng. Bankinn hefur einnig lánað fé til hafnarbóta, flugvallarframkvæmda og til samgöngumannvirkja á höf- uðborgarsvæðinu. Evrópski fjárfest- ingarbankinn hefur nú samtals lánað ríkinu 5,8 milljarða króna til verk- efna á íslandi. Samstarfið hagkvæmt fyrir EFTA þjóðirnar Á mánudag kom Claes de Neerga- ard, aðstoðarbankastjóri bankans, hingað til lands til að undirrita rammasamning um allt að tveggja milljarða króna lán til Reykjavíkur- borgar vegna fjármögnunar hol- ræsaframkvæmda. Með samningn- um skuldbatt bankinn sig til að eiga tveggja milljarða króna lánsfé til- tækt fyrir borgina ef hún þurfi á því að halda. Neergaard hefur m.a. umsjón með lánveitingum bankans á Norðurlönd- um og ræddi hann við íslenska ráða- menn um hvemig til hefði tekist. Það liggur þvi beint við að spyija Neergaard um það hvort framhald verði á umræddum lánveitingum til EFTA ríkjanna. Hann segir að enn hafi ekkert verið ákveðið í því sam- bandi en gera megi ráð fyrir því að EFTA löndin vilji halda þessu sam- starfi áfram enda sé það þeim hag- stætt. „Ég tel að vel hafi tekist til með lánveitingar til íslendinga fram að þessu og er meðal annars stadd- ur hér á landi til að ræða við ís- lenska ráðherra um hugsanlegt framhald. Formleg beiðni um slíkt yrði að koma frá EFTA og hún kæmi þá væntanlega fram í haust. Persónulega er ég áhugasamur um að svo verði enda tel ég mikilvægt að viðhalda hinu góða sambandi sem myndast hefur á milli EFTA og ESB,“ segir Neergaard. Miklar breytingar framundan með myntsamstarfinu - Hvernig gengur Evrópska fjár- festingarbankanum að undirbúa hin- ar miklu breytingar sem fyrirsjá- anlegar eru í peningamálum álfunn- ar með Evrópska myntbandalaginu (EMU)? Sú vinna er óneitanlega umfangs- mikil en gengur vel í öllum aðalatrið- um. Við höfum þegar breytt stefnu okkar í lánveitingum til að auðvelda innreið evrósins en bankinn ætlar sér að verða í fararbroddi þegar það kemur til sögunnar. Tæknilega verð- ur það ekki erfítt enda vinnur bank- inn nú þegar með marga gjaldmiðla. Því er slíkur undirbúningur líklega einfaldari fyrir okkur en hefðbundna viðskiptabanka, sem hafa fjölmarga iáns- og ávöxtunarkosti. - Telur þú að það póiitíska umrót og breytingar, sem orðið hafa í Evr- ópu á síðustu vikum, muni hafa telj- andi áhrif á þessa þróun? „Nei það tel ég ekki. Stjómar- skiptin í Bretlandi og Frakklandi og skjálfti vegna efnahagsaðgerða í Þýskalandi munu ef til vill tefja hana og hafa einhveijar hliðarverk- anir en þessir atburðir munu varla leggja stóran stein í götu myntsam- starfsins.“ - En nú virðast fleiri þjóðir hafa efasemdir um þetta samstarf, það Morgunblaðið/Árni Sæberg CLAES de Neergaard, aðstoðarbankastjóri Evrópubankans. Morgunblaðið/Ásdís LÁNSSAMNINGURINN milli Reykjavíkurborgar og EIB undirritað- ur af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarsljóra og Neergaard. hlýtur t.d. að vera athygiisvert fyrir þig sem Svía að fylgjast með því að landar þínir eru í biðstöðu gagn- vartþví. „Ég get ekki tjáð mig fyrir hönd Svíþjóðar en mér sýnist Svíar hvorki vera jákvæðir né neikvæðir gagn- vart samstarfinu í augnablikinu. Meginástæðan er sú að almennings- álitið í Svíþjóð er um þessar mundir neikvætt gagnvart ESB og mynt- samstarfinu. Þegar finnski forsætis- ráðherrann tjáði sig um afstöðu Svía til samstarfsins harmaði hann að þeir hefðu tekið „norrænu línuna“ í þessu máli. Mér vitanlega er engin slík lína til. Finnar hafa ákveðið að taka þátt í samstarfinu en Danir ekki þótt þeir hagi sér eins og þeir séu þátttakendur. Norðmenn og ís- lendingar eru ekki aðilar að ESB þannig að það er ekki hægt að tala um neina sameiginlega afstöðu Norðurlandanna í þessum efnum.“ Lánveitingar til einkaaðila vel hugsanlegar - Fram að þessu hefur bankinn eingöngu veitt framkvæmdalán til opinberra aðila hér á landi. Getur bankinn hugsað sér að láta til sín taka á fleiri fjárfestingarsviðum og lána til einkaaðila ef af frekari sam- starfi við íslendinga verður? „Ég tel að það séu næg verkefni fyrir hendi við innviðauppbyggingu hérlendis, einkum varðandi sam- göngubætur og umhverfismál. Einn tilgangur ferðar minnar hingað er þó að athuga hvort rétt sé að lána til fleiri sviða, t.d. til orkuvera eða annars iðnaðar. Við lánum einnig til einkaaðila og þeir notfæra sér þjónustu okkar í ríkari mæli. Fyrir tuttugu árum lánaði bankinn nær eingöngu til opinberra aðila en nú fara 55% af lánveitingum til einka- aðila eða eru tryggð af einkabönk- um. Við lánum einnig til áhættu- verkefna en reynum að tryggja okkur eins og hægt er í slíkum til- vikum með ábyrgðum frá trygg- ingafyrirtækjum eða bönkum. Bankinn starfar því á fleiri sviðum en margir halda og er í raun gjöful peningauppspretta, sem starfar í mörgum ólíkum atvinnugreinum og löndum." Meginhluti lánveitinga til fátækari ríkja - Nú eru framundan miklar breytingar á banka- og fjármála- kerfi Evrópu. Verður þörf fyrir slík- an fjölþjóðlegan fjárfestingar- banka, sem Fjárfestingarbanki Evr- ópu er, um alla framtíð eða munu einkabankar smám saman taka við hlutverki hans? „Engar umræður hafa átt sér stað um að draga úr starfsemi bankans. Meira en 2/3 af lánum hans eru veitt til fátækari ríkja sambandsins og honum hefur sérstaklega verið falið að styðja uppbygginguna í Austur- og Mið-Evrópu með sérstök- um lánveitingum. Þeir, sem telja að ESB sé orðið svo stórt og velmegun þar svo mikil að ekki sé lengur þörf á fjölþjóðlegum fjárfestingarbanka, verða að hafa í huga að einn megint- ilgangur hans er að auka hagvöxt í landfræðilegum og hagfræðilegum jöðrum þess. Einkabankar sinna þessu hlutverki reyndar líka og það má ekki gera of lítið úr því. ÉIB reynir hins vegar að sinna því sem aðrir bankar sinna ekki og við fjár- mögnum einungis ákveðinn hluta af hveiju verkefni þannig að einka- bankar geta einnig tekið þátt í þeim. Við fjármögnum mest helming af kostnaði verkefnis en að meðaltali erum við í kringum 30-35%.“ Neergaard segir að lokum að það hafí verið afar ánægjulegt fyrir sig að koma til íslands og fá þannig tækifæri til að ræða við íslenska ráðamenn og bankamenn augliti til auglitis. „Fjárfestingarlán Evrópu- bankans til EFTA ríkjanna bera þvi glöggt vitni að gott samstarf hefur tekist á milli EFTA og ESB. Við getum vitaskuld ekki veitt íslending- um og Norðmönnum jafngóða þjón- ustu og ef þeir væru innan ESB en þó nægilega góða til að fá áhuga- verð verkefni fjármögnuð af Evr- ópska fjárfestingarbankanum.“ SHARP XG-3795E Skjóvárpí til myndframsetningar -úr tölvu eba af myndbandi SHARP kynnir enn eina nýjung. Mjög léltur og með- íærilegur skjávarpi með íjarstýringu og innbyggðum k hátölurum. Er ætlaður ráðstemusölum, stofnunum, fyrirlækjum skólum o.fl. Kynning i verslun okkar og eóa 8 með heimsókn til þín. Leitið upplýsinga. BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 533 2800 SHARR.. leiðandi framleiðandi með „LCD"'tækni \ 'Liquid Crisfcr/ Display

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.