Morgunblaðið - 19.06.1997, Blaðsíða 8
tutém
...og þú ferð
i fríið!
^tpr/y^y^ravdliletAI
VIÐSKIPn AIVINNULÍF
FIMMTUDAGUR 1'9. JÚNÍ 1997
Morgunblaðið/Jim Smart
AGNAR Erlingsson frá Det norske Veritas afhendir Högna Bergþórssyni frá Trefjum vottunar-
skjalið sl. fimmtudag, 12. júní.
Trefjar ehf. fá alþjóðavottun fyrir skipshurða-
framleiðslu hjá Det norske Veritas
Eykur moguleika erlendis
SKRIFSTOFA flokkunarfélagsins
Det norske Veritas (DNV) á ís-
landi, hefur afhent plastverksmiðj-
unni Trefjum ehf. í Hafnarfirði
vottunarskírteini fyrir skipshurða-
framleiðslu sína. DNV, sem er um
130 ára gamalt alþjóðlegt skipa-
flokkunarfélag að uppruna, hefur
um áratuga skeið m.a. vottað fram-
leiðslu birgja í skipaiðnaði. Þessi
búnaður Trefja ehf. er hinn fyrsti
á íslandi sem fær slíka alþjóðavott-
un frá DNV. Það má því segja að
um viss_ tímamót sé að ræða hjá
DNV á íslandi eins og hjá Trefjum
ehf. að því er segir í frétt frá fyrir-
tækinu.
Trefjar ehf. hafa til margra ára
verið einn stærsti framleiðandi
hluta úr plasti hérlendis. Fyrirtækið
er einkum þekkt fyrir framleiðslu
sína á smábátum úr trefjaplasti og
hefur um nokkurra ára skeið þjónað
íslenskum skipshurðamarkaði.
Hurðirnar eru viðurkenndar af Sigl-
ingastofnun íslands til notkunar um
borð í íslenskum skipum. Vottunin
hjá DNV gerir Treijum ehf. kleift
að bjóða vöruna á erlendum
mörkuðum með tiivísan til aþjóða-
vottunar DNV.
Undirbúningur fyrir vottunina
hefur staðið yfir í nokkurn tíma en
hún hófst með lokaverkefni nem-
enda í Tækniskóla íslands. Nú í
ársbyrjun fóru fram útreikningar
og prófanir á styrkleika hurðanna.
Útreikningar voru allir yfirfarnir
og samþykktir af_ tækniliði aðal-
skrifstofu DNV i Ósló og prófanir
voru framkvæmdar hérlendis af
Treijum ehf. eftir ströngustu kröf-
um DNV.
Hurðimar fást í fjórum mismun-
andi stærðum og í ýmsum útfærsl-
um og er ætlun Trefja ehf. að
markaðssetja vöruna erlendis. Við-
urkenning DNV er forsenda er-
lendrar markaðssetningar. Fyrst og
fremst tryggir hún viðskiptavinum
gæði vörunnar og einnig koma
skipshurðimar fram í alþjóðlegum
vörulistum DNV yfir vottaðan bún-
að.
Þórdís G. Arthursdóttir ráð-
inn ritsljóri hjá Nesútgáfunni
ÞORDÍS G. Arthursdóttir hefur tekið við starfi ritstjóra hjá Nesútgáf-
unni, sem meðal annars gefur út Around Iceland, Á ferð um ísland, Aro-
und Reykjavík, Around the Faroe Islands og Golfhand-
bókina. Þórdís mun einnig sjá um efnisöflun fyrir allt
upplýsingaefni útgáfunnar hér á landi og í Færeyjum.
Þórdís hefur áralanga reynslu innan ferðaþjónustunnar,
m.a. sem leiðsögumaður til fjölda ára, formaður Ferða-
málasamtaka Vesturlands 1995-97, hún átti sæti í stjóm
Ferðamálasamtaka íslands um árabil og er varamaður
í Ferðamálaráði og framkvæmdastjóm Ferðamálaráðs
íslands. Þórdís var ferðamálafulltrúi Akraness frá 1990-
1997, jafnframt var hún framkvæmdastjóri Átaks Akra-
ness 1991-1996, en það em hagsmunasamtök rúmlega 100 fyrirtækja á
Akranesi.
Eiginmaður Þórdísar er Hannes Þorsteinsson, golfvailararkitekt og líffræð-
ingur, og eiga þau tvo syni.
Sigrún Anný Jónasdóttir
ráðin gæðastjóri Alpan hf.
• SIGRÚN Anný Jónasdóttir hefur verið ráðin í stöðu gæðastjóra hjá
Alpan hf. á Eyrarbakka. Um er að ræða nýja stöðu hjá ALPAN hf. en
fyrirtækið stefnir að ISO 9002 vottun á næsta ári. Anný
er fædd 1957. Hún er iðnrekstrarfræðingur á útvegssviði
frá Tækniskóla íslands árið 1989 og með rekstrar- og
viðskiptanám frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Is-
lands frá 1996. Anný starfaði áður hjá Hraðfrystihúsi
Stokkseyrar, síðar við fjármálastjórnun hjá Hásteini ehf.
Stokkseyri og nú síðast við bókhald hjá Höfn Þríhyrningi
hf. Anný hefur setið í hreppsnefnd Stokkseyrarhrepps
síðan 1994. Hún er gift Björgvini Steinssyni stýrimanni
og eiga þau tvær dætur.
Fjármála- og skrifstofustjóri
hjá Ásbirni Ólafssyni
• KJARTAN Stefánsson hefur verið ráðinn í stöðu
fjármála- og skrifstofustjóra hjá heildverslun Ásbjörns
Olafssonar ehf. Kjartan er stúdent frá Verzlunarskóla
íslands og viðskiptafræðingur af Fjármálasviði Viðskipta-
skorar Háskóla íslands. Hann starfaði áður sem fram-
kvæmdastjóri Bandalags íslenskra farfugla. Sambýlis-
kona Kjartans er Magndís M. Sigurðardóttir og eiga
þau tvö börn.
Markaðsstjóri Ferðamálaráðs
• HAUKUR Birgisson markaðsfræðingur hefur verið ráðinn markaðs-
stjóri Ferðamálaráðs íslands. Haukur hlaut BA Hons-Honorus gráðu í
markaðsfræðum, þar sem ferðamál vom hans sérsvið, frá Strathclyde
University í Skotlandi árið 1991. Hann var markaðsfulltrúi innflutnings-
deildar Eimskips hf. 1991-1993 og hefur síðan þá verið framkvæmda-
stjóri Norrænu ferðaskrifstofunnar ehf. Haukur er kvæntur Áslaugu
Maríu Magnúsdóttur hagfræðingi og eiga þau einn son. Magnús Ásgeirs-
son, sem verið hefur markaðsstjóri Ferðamálaráðs undanfarin ár hefur
verið ráðinn til starfa hjá Flugleiðum í París.
Torgið
Moody’s metur
lánshæfið
ÞAÐ ER sama hvert litið er. Alls staðar virð-
ast vera góð teikn á lofti í efnahagslífinu.
Nú síðast berast fregnir af því að bráðlega
geti orðið ódýrara fyrir ríkið að skulda. Er
þá átt við tilkynningu bandaríska matsfyrir-
tækisins Moody’s Investors Service um að
það hefði ákveðið að endurskoða mat sitt
á lánshæfi íslendinga með hugsanlega
hækkun fyrir augum. Slík tíðindi eru ánægju-
leg og órækt vitni um þann bata sem orðið
hefur í efnahagslífinu á síðustu misserum.
Forsendan fyrir þessari endurskoðun er
sú að þjóðarbúskapurinn standi í blóma þar
sem íslendingar haldi áfram að uppskera
ávöxt aukins frjálsræðis í efnahagslífinu.
Bent er á aukinn hagvöxt, hækkandi raun-
tekjur, lága verðbólgu, stöðugt gengi og
öfluga fjárfestingu erlendra aðila. Enn frem-
ur er bent á stranga fiskveiðistjórnun, sem
búist er við að leiði af sér styrkari grund-
völl fyrir efnahagslífið og útflutning á kom-
andi árum.
Hættumerki eru þó einnig sjáanleg í efna-
hagslífinu og bendir Moody’s á að stórar
fjárfestingar og mikil einkaneysla geti hugs-
anlega leitt til ofþenslu í efnahagslífinu og
þar með vaxandi verðbólgu og aukinna er-
lendra skulda.
Það var í lok 9. áratugarins sem hin sér-
hæfðu erlendu matsfyrirtæki, Moody’s og
Standard & Poor’s, fóru að gefa íslandi
gaum og gáfu þau landinu þá einkunn óum-
beðið. í tengslum við skuldabréfaútgáfu rík-
issjóðs á Bandaríkjamarkaði árið 1993 (svo-
nefnd Yankee-bréf) var óskað eftir því við
þessi fyrirtæki að þau gæfu ríkinu formlega
lánshæfiseinkunn sem þau og gerðu í árs-
byrjun 1994. Eftir það tók verulega að rofa
til í efnahagslífinu og á síðasta ári hækkuðu
bæði fyrirtækin ísland um eitt þrep í ein-
kunnabók sinni.
ísland nýtur nú góðs vitnisburðar þessara
fyrirtækja og það að annað þeirra a.m.k.
ætli nú að hefja endurskoðun með hugsan-
lega hækkun í huga hlýtur að teljast enn
frekari traustsyfirlýsing fyrir íslendinga.
Endurskoðunin fer þannig fram að fulltrúar
fyrirtækisins kynna sér ástand og horfur í
íslensku efnahagslífi og felur hún m.a. í sér
viðræður við fulltrúa íslenskra stjórnvalda.
Ólafur ísleifsson, framkvæmdastjóri al-
þjóðasviðs Seðlabankans, segir það í sjálfu
sér ekki koma á óvart að Moody’s hafi tek-
ið lánshæfiseinkunnina til endurskoðunar.
„íslenska ríkið hefur verið að styrkja stöðu
sína á erlendum lánamörkuðum og lánskjör
hafa farið batnandi. Að undanförnu hafa
lánskjör ríkissjóðs farið nærri kjörum lántak-
enda í hærri einkunnaflokki. Þannig má
segja að markaðurinn hafi fyrir sitt leyti
hækkað matið. Hækkun um eitt þrep myndi
skila okkur upp í AA-flokk sem er næsti
einkunnaflokkur ofan við A-flokkinn þar sem
við nú sitjum í efsta þrepi.”
En hvaða máli skiptir lánshæfiseinkunnin
fyrir þjóðarbúið. Ólafur bendir á að hún
hafi veruleg áhrif á kjör ríkissjóðs á erlend-
um lánamörkuðum. Þar sem um gífurlegar
upphæðir er að ræða hafa bætt kjör veruleg-
an sparnað í för með sér fyrir ríkissjóð.
Langtíma erlend lán íslendinga voru um
258 milljarðar um síðustu áramót, þar af
skuldaði ríkissjóður 131,5 milljarða. Lang-
tíma erlend lán námu um síðustu áramót
54,1% af útílutningstekjum þjóðarinnar.
Vaxtagreiðslur af langtíma erlendum lánum
námu 8,4% af útflutningstekjum á síðasta
ári og hafa farið lækkandi. Á árinu 1995
námu vaxtagreiðslur þessar 9,6% af útflutn-
ingstekjum, 10% árið 1994 og árið 1993
var þetta hlutfall rúm 11%.
Af ofanrituðu sést að islendingar hafa
almennt náð betri tökum á fjármálum sínum
á undanförnum árum og þjóðarskútan er á
réttri leið hvað þetta snertir. Nauðsynlegt
er þó að hafa í huga að í raun hafa heildar-
skuldir ríkisins ekki lækkað heldur hefur
uppgangur i efnahagslífinu gert það að betri
greiðanda. Nýafstaðin efnahagslægð er
áreiðanlega ekki hin síðasta sem íslending-
ar munu kynnast og því er mikilvægt að
góðærið verði nýtt til að greiða niður skuld-
ir og styrkja efnahag landsins.
KjM