Morgunblaðið - 19.06.1997, Side 4

Morgunblaðið - 19.06.1997, Side 4
4 B FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ KAUP Flugleiða á fjórum nýjum þotum af Boeing 757-gerð á næstu fimm árum fyrir 14-15 millj- arða verða að stærstum hluta fjármögnuð með lánsfé, eins og algengast er í alþjóða flugrekstri. Félagið hefur þegar tryggt sér fjármögnun á tveimur vélanna með samningi við tvo erlenda banka, samtals að fjárhæð 100 milljónir dollara. Þessi samningur þykir einn besti lánasamningur sem félagið hefur gert vegna fjár- mögnunar á nýjum flugvélum. Erlendir bankar hafa sömuleiðis látið í ljós áhuga á fjármögnun á hinum tveimur vélunum og ýmsir möguleikar eru fyrir hendi vegna þeirra átta véla til viðbótar sem félagið hefur kauprétt á hjá Bo- eing verksmiðjunum. Flugleiðir höfðu nokkuð annan hátt á við undirbúning að fjár- mögnun vélanna tveggja en þegar flotinn var endurnýjaður á árun- um upp úr 1989. „Hér áður fórum við út á markaðinn til að fjár- magna einstakar vélar,“ sagði Halldór Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Flug- leiða þegar hann var beðinn að lýsa undirbúningi málsins. „Núna fórum við öðruvísi að þessu því við leituðum á markaðnum eftir tryggingu á fjármögnun á tveim- ur vélum. Við réðum ráðgjafarfyr- irtæki sem heitir Pearson&Partn- ers í London til að aðstoða okkur við að fara á markað, en þessir aðilar hafa aðstoðað okkur við að selja og leigja vélar til baka und- anfarin ár. í áætlunum okkar er gert ráð fyrir að taka í notkun a.m.k. tvær nýjar vélar fyrir árið 2000. Við komumst að þeirri niðurstöðu að fjármagnsmarkaðurinn væri hag- stæður núna og það væri rétt að fara á markaðinn til að tryggja hagstæðu kjör sem eru á slíkum samningum. Það voru fá flugfélög á markaðnum vegna þess að mörg þeirra fá ekki vélar afhentar í neinum mæli fyrr en á næsta ári og á árunum þar á eftir. Flugfé- lög byijuðu ekki að panta vélar af neinum krafti fyrr en síðla síð- asta árs og núna á þessu ári. Einnig vorum við komnir með sterkan efnahagsreikning, hátt eiginfjárhlutfall og góða lausa- fjárstöðu sem hægt var að sýna á markaðnum.“ Tilboð bárust frá 15 bönkum „Við undirbjuggum útboðslýs- ingu fyrir félagið með ítarlegum upplýsingum, þar sem fram kom nákvæmlega hvað fyrir okkur vakti,“ segir Halldór ennfremur. „Þar óskuðum við eftir 100 millj- ónum dollara og settum fram okkar eigin skilmála að sjálfum lánskjörunum undanskildum. Helstu skilyrði okkar voru þau að fjármagna nálægt 85% af markaðsvirði vélanna við afhend- ingu þeirra. Við sóttumst eftir 12 ára lánstíma með sveigjanlegri uppbyggingu á greiðsluflæði. Ennfremur sóttumst við eftir lán- um í dollurum með Libor-vöxtum og að 30% lánsins stæðu eftir að lánstímanum liðnum sem hægt yrði að semja um að nýju. Við sendum útboð- slýsinguna til 34 valinna stofnana á fjármagns- markaði í London og óskuðum eftir formleg- um tilboðum. Viðbrögð- in voru mjög góð og frumtilboð bárust frá 15 bönkum. Bæði skil- uðu bankarnir einir inn tilboðum og svo nokkrir í sameiningu. Þetta voru hágæðabankar í Japan, Evr- ópu og Bandaríkjunum. Eftir að tilboðin höfðu borist efndum við til kynningar fyrir hvern og einn banka sem hafði sent tilboð, þar sem þeir fengu tækifæri til að spyrja okkur um fyrirtækið, stefnu og framtíð þess. Að því loknu var leitað eftir Morgunblaðið/Jim Smart HALLDÓR Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Flugleiða. Besti lánasamningur Flugleiða Fimmtán erlendir bankar kepptu sín á milli um 100 milljóna dollara lán til Flugleiða vegna fjármögnunar á tveimur nýjum Boeing 757-vélum. Kristinn Briem ræddi við Halldór_ Vilhjálmsson, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Flugleiða, m.a. um aðdraganda þessarar flármögnunar. Stefnan núna er að eiga um helminginn af vélunum sjálfir staðfestum undirrituðum tilboð- um frá viðkomandi bönkum. I síð- ustu viku var ákveðið að ganga til samninga við HSBC Invest- ment Bank of Asia og Land- esbank Schleswig-Holstein, þar sem þessir tveir bankar ábyrgðust að 100 milljónir dollara yrðu til ráðstöfunar á þeim tíma þegar við þyrftum á þeim að halda næstu þijú árin. Þessir bankar munu sjálfir skrifa sig fyrir 45-50 milljónum doll- ara, en munu síðan framselja afganginn til ______ annarra banka. Þeir verða valdir í samráði við okkur, en við leitumst eftir að þeir verði ekki fleiri en 6-8 í heild.“ Lánin einungis tryggð með veði í vélum Það er mat Halldórs að þetta sé besti lánasamningur sem Flugleiðir hafi náð varðandi fjár- mögnun á flugvélum. „Þetta á ekki aðeins við um kjörin heldur einnig uppbyggingu samnings- ins,“ segir hann. „Einn stærsti ávinningur okkar er sá að bank- arnir fá einungis veð í flugvélun- um. I fyrri lánasamningum okkar tóku bankarnir veð í flugvélun- um, en auk þess voru settir inn sérstakir skilmálar um markaðs- verð vélanna. Þessir skilmálar kveða á um það að óháð fyrir- tæki skuli meta flugvélarnar á hveiju ári og matsverðið skuli síðan borið saman við útistand- andi lán. Ef matsverð vélanna er lægra en útistandandi lán þá virka þessi sérstöku ákvæði þannig að bankarnir geta farið fram á greiðslur til að jafna muninn. Ef verðið á vélunum fellur þá er ljóst að alltaf getur verið hætta á því að félagið þurfi að reiða fram muninn. Þessir skilmálar eru ekki fyrir hendi í nýja lánasamningnum þannig að vélin ein stendur sem trygging. Arangur okkar á markaðnum endurspeglast af því að við erum með tiltölulega sterka eiginfjár- stöðu og góðar vélar sem bank- arnir hafa mikla trú á. Bankarnir hafa ennfremur trú á félaginu og eru tilbúnir að lána því á þessum kjörum. Þetta eru svipuð kjör og stór erlend félög á borð við SAS og British Airways hafa fengið. Það hjálpar okkur einnig á mark- aðnum að lánstraust íslands hefur vaxið verulega og bankarnir hafa vaxandi trú á íslandi. Það er okkur mjög mikils virði í þessum samningum að við erum að stofna til viðskiptasambanda við nýja banka, þannig að núna erum við með viðskiptasambönd við góða japanska banka, þessa tvo nýju banka í Evrópu og Bank of America sem er okkar aðalviðskiptabanki er- lendis. Af hálfu HSBC er Midland Bank í Bretlandi lán- veitandi. Landesbank Schleswig Holstein er mjög virtur banki í Þýskalandi sem hefur horft sér- staklega til Skandinavíu og stofn- að þar til mikilia viðskipta. Þessir bankar hafa jafnframt lýst því yfir að þeir væru áhugasamir um önnur flugvélakaup Flugleiða í framtíðinni, en þeir hafa fengið kynningu á fyrirætlunum okkar. Ég er einnig viss um að þeir bank- ar sem ekki fengu samninginn núna munu áfram verða áhuga- samnir um fjármögnun flugvéla okkar.“ Lánið í reynd til 15 ára Lán Flugleiða bera 37 V2 punkts álag á Libor-vexti fyrstu sex árin, en 42'A punkts næstu sex árin. Libor-vextir eru nú 5 7«%. Þar ofán á bætist lántökukostnaður þannig að heildarkostnaður lánsins verður á bilinu 40-50 punktar yfir allan lánstímann. Eins og fyrr segir miðast afborganir við að 30% láns- ins komi til greiðslu í lok láns- tímans, en gert er ráð fyrir að hægt verði að semja að nýju um þá fjárhæð til þriggja ára, að því er fram kemur hjá Halldóri. „Við höfum haft þá stefnu að selja vél- arnar eftir sex til sjö ár og leigja til baka, þannig að það er mest um vert að hafa kjörin góð meðan vélin er í okkar eigu,“ sagði hann. „Þegar upp er staðið má segja að við höfum náð fram öllum mark- miðum sem við settum okkur upp- haflega.“ Eiginfjárstaðan veikist ekki að neinu marki En hvaða áhrif skyldu þessar lántökur hafa á stöðu félagsins þegar þær verða komnar inn í efnahagsreikning Flugleiða og síð- an frekari lántökur vegna annarra flugvélakaupa eftir aldamótin? Er félagið ekki að taka mikla fjár- hagslega áhættu? „í áætlunum okkar er ekki gert ráð fyrir að eiginfjárstaða félags- ins veikist að neinu marki vegna þessara fjárfestinga. Það má rifja upp að þegar félagið hóf endurnýj- un flugflotans árið 1989 keypti það sjö nýjar þotur. Þær voru allar fjármagnaðar með beinum lánum og settar á efnahagsreikninginn. Þá var eiginfjárstaða og greiðslu- staða félagsins miklu lakari en núna. Bankarnir horfa fyrst og fremst á eignina sem þeir eru að fjármagna og greiðslustöðu fé- lagsins sem er mjög sterk. Við höfum getað sýnt fram á hvernig þetta hefur verið að þróast á und- anförnum árum og það hefur ver- ið lykillinn að því að bankarnir eru tilbúnir að veita þessi lán með ofangreindum kjörum. Reyndar má segja við séum að hluta til að kaupa stærri og dýrari vélar en áður. Hins vegar er einungis búið að staðfesta kaup á fjórum vélum, en hinum átta höfum við kauprétt á. Það er mikill sveigjanleiki í flug- flotaáætlun félagsins eftir árið 2000 vegna þeirra sölu- og leigu- samninga sem við höfum gert á undanförnum tveimur árum. í öll- um þeim sölu og ieigusamningum er gert ráð fyrir fimm ára leigu og möguleika á framlengingu um eitt ár í senn. í framtíðinni er ekki víst að all- ar þær vélar sem keyptar verða verði fjármagnaðar með beinum lánum og settar beint á efnahags- reikning. Félagið hefur möguleika á að fjármagna þær á annan hátt t.d. með því að framselja kaup- samning til fjárfestis sem síðan leigir þær til félagsins. Stefna okkar núna felst í því að eiga um heiminginn af vélunum sjálfir og leigja inn hinn helming- inn til að draga úr áhættunni." Halldór bendir enn- fremur á í þessu sam- bandi að félagið sé nú í svipaðri stöðu gagnvart ________ Boeing-verksmiðjunum 0g þegar það endurnýj- aði flugflotann síðast. „Við erum fyrsta áætlunarflugfélagið sem ákveður að kaupa 757-300 vélar. Það þýðir að félagið nýtur veru- lega góðra kjara vegna þess. Flug- leiðir hafa alitaf átt dulið fé í flug- vélum sínum, fyrst og fremst vegna kaupverðsins og einnig vegna þess hversu þeim er vel við haldið í rekstri þeirra. Það sannast best í þeim söluhagnaði sem félag- ið hefur náð við söiu á flugvélum sínum undanfarin ár.“ Þetta voru há- gæðabankar í Japan, Evrópu og Bandaríkj- unum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.