Morgunblaðið - 19.06.1997, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
_
VIÐSKIPTI
Velta Miðlunar og dótturfélaga á árinu 1996 var 185
milljónir og fjórðungur vegna útflutnings
Miðlun ínýtthúsnæði
með nýja stefnu
MIKILL vöxtur hefur verið í starf-
semi Miðiunar ehf. undanfarna
mánuði og hefur félagið nú flutt
starfsemi sína í nýtt 1200 fer-
metra húsnæði að Tunguhálsi 19,
Reykjavík, að því er fram kemur
í frétt. Fyrirtækið var áður til
húsa að Ægisgötu og Mýrargötu
í Reykjavík.
Ný stefna með áherslu
á tvö svið
Miðlun ehf. hefur starfað að
margskonar upplýsingaþjónustu á
íslenskum markaði í 14 ár. í frétt
frá Miðlun kemur fram að nýverið
hafi fyrirtækinu verið mótuð ný
stefna sem byggir í meginatriðum
á að þróa færni, vörur og þjónustu
á tveimur sviðum. Þessi svið eru
fjölmiðlavöktun og vísivörur. Jafn-
framt verði stefnt að því að auka
starfsemi félagsins á erlendum
mörkuðum.
í fréttinni segir að fjölmiðla-
vöktun felist í að vakta og endur-
vinr.a fjölmiðlaefni. Þannig fylgj-
ast lesarar Miðlunar með fréttum
Áherslan lögð
á flölmiðlavöktun
og vísivörur en
aðrir rekstrar-
þættir hafa
verið seldir.
og umfjöllun um fyrirtæki og ein-
staklinga í blöðum og ljósvaka-
miðlum og senda viðkomandi.
Vísivörur er samheiti fyrir starf-
semi sem hefur að markmiði að
miðla upplýsingum um fyrirtæki,
vörur, þjónustu og vörumerki. Sem
dæmi má nefna Gulu línuna, þjón-
ustuskrána AtilÖ, Netfangaskrá
og Iceland Export Directory.
Aukin starfsemi á alnetinu
Fram kemur að starfsemi fé-
lagsins muni á næstu árum bein-
ast að því að styrkja forystu og
vöxt á ofangreindum starfssviðum
meðal annars með aukinni starf-
semi á Internetinu. í ljósi þessarar
stefnu hafí Miðlun ehf selt óskilda
starfsemi s.s. útgáfu North Atl-
antic Fishing News, Auglýsinga-
mælingar og hlutabréf í Framtíð-
arsýn ehf.
Þá segir að lögð sé áhersla á
að styrkja núverandi starfsemi
félagsins á erlendum mörkuðum
og leita nýrra. í þeim tilgangi
hafir verið stofnuð rekstrareining-
in YellowTel Inc. Til þess að nýta
færni félagsins á sviði fjölmiðla-
vöktunar hefur verið hafin útgáfa
á The Beacon sem sé alþjóðleg
fjölmiðlavöktun sérfræðirita sem
miðlað er með tölvupósti.
Hagnaður af rekstrinum
Þá segir í fréttinni að velta fé-
lagsins og dótturfélaga á árinu
1996 var 185 milljónir kr. Fjórð-
ungur af sölu eða um 43 millj.
urðu til vegna útflutnings á þjón-
ustu YellowTel Inc og annarri
þjónustu félagsins. Hagnaður varð
af rekstri félagsins á árinu 1996.
Fastir starfsmenn voru um 30.
íspakk ehf. í
nýtt húsnæði
HEILDVERSLUNIN íspakk ehf.,
sem er tíu ára um þessar mundir,
hefur flutt starfsemi sína í nýtt
húsnæði að Sundaborg 1. Þá hef-
ur fyrirtækið tekið við dreifingu
og sölu á ílátum undir matvæli
fyrir plastverksmiðjuna Reykja-
lund. Á meðfylgjandi mynd eru
eigendur fyrirtækisins, Einar Þ.
Þórhallsson og Andrea Þ. Rafnar
í afmælisfagnaði þess sem haldinn
var sl. föstudag.
íspakk ehf. er umboðs- og
heildverslun, sem flytur inn um-
búðir, vörumerkingakerfi og út-
stillinga- og auglýsingavörur. Að
sögn Einars Þ. Þórhallssonar,
framkvæmdastjóra fyrirtækisins,
leggur það áherslu á að bjóða
heildarlausnir á umbúðasviði á
hagstæðu verði og leitar stöðugt
að nýjum og betri umbúðalausn-
um fyrir viðskiptavini sína. Helstu
viðskiptavinir Ispakks eru sjávar-
útvegs- og iðnfyrirtæki auk heild-
og matvöruverslana en helstu
birgjar eru bæði meðal innlendra
og erlendra framleiðenda. Nú
nýlega gerði fyrirtækið samning
um sölu og dreifingu á ílát fyrir
matvæli, sem framleidd eru af
plastverksmiðjunni Reykjalundi.
Starfsmenn Ispakks eru nú
fimm talsins og nam velta síðast-
liðins árs um 100 milljónum
króna. Einar segir að horfurnar
í rekstri fyrirtækisins séu mjög
góðar á þessu ári og útlit sé fyrir
veltuaukningu, ekki síst vegna
samningsins við Reykjalund.
Á MYNDINNI sést Helgi Baldursson, framkvæmdastjóri Orku ehf., afhenda Richard A. Hansen,
deildarstjóra hjá Vegagerðinni, einn Champion 720A VHP veghefil, sem mun síðan fara á Hvammstanga.
Vegagerðin fær
4 nýja veghefla
Tekju-
rýrnun
kirkju-
garða 40%
ALLT bendir til þess að tekjurým-
un kirkjugarða hafi orðið rúmlega
40% á sl. níu árum og samkvæmt
því þykir ljóst að rekstur kirkju-
garða stefnir í hallarekstur á
næstu árum ef ekkert verður að
gert. Þetta kom fram á aðalfundi
Kirkjugarðasambands íslands sem
var haldinn nýverið á Hótel Höfn
í Hornafirði þar sem um 30 fulltrú-
ar kirkjugarða víðsvegar að af
landinu funduðu um málefni
kirkjugarða.
„Á fundinum var m.a. gerð grein
fyrir störfum nefndar, sem dóms-
og kirkjumálaráðherra skipaði
seint á síðasta ári og hefur það
verkefni að kanna tekjurýrnun
kirkjugarða á sl. árum og gera til-
lögur um úrbætur. Nefndin hefur
ekki skilað áliti, en fram kom á
fundinum, að samkvæmt gögnum
sem nefndin hefur viðað að sér,
bendir allt til þess að tekjurýrnun
kirkjugarða hafí orðið rúmlega
40% á sl. níu árum og samkvæmt
því er ljóst að rekstur kirkjugarða
stefnir í hallarekstur á næstu árum
ef ekkert verður að gert.
ítarleg skýrsla tekin saman
Nefndin mun væntanlega Ijúka
störfum í lok mánaðarins og mun
þá leggja fyrir ráðamenn ítarlega
skýrslu um tekjurýrnunina, ásamt
rekstraráætlunum fyrir stærstu
kirkjugarða landsins næstu fimm
árin, en í þeim áætlunum sem þeg-
ar liggja fyrir, kemur fram að
mikið vantar upp á tekjuhliðina,
ef garðamir eiga að geta sinnt
lögbundnum verkefnum sínum á
næstu árum. Skýrsla nefndarinnar,
ásamt fylgiskjölum, verður vænt-
anlega lögð til grundvallar þegar
stjórnvöld taka ákvörðun um úr-
bætur í þessu brýna máli allrar
þjóðarinnar, segir í kynningu.
Iceland Business
Endurbætt
vefútgáfa
NÝLOKIÐ er endurgerð og viðbót-
um við vefsíður viðskiptatímaritsins
Iceland Business, að því er fram
kemur í frétt frá útgefandanum
Iceland Review. Á vefnum er að
finna allar umfjallanir um íslensk
fyrirtæki sem birst hafa í tímaritinu
en auk þess er þar að finna margs
konar aðrar hagnýtar upplýsingar
fyrir þá sem vilja ná viðskiptasam-
böndum við íslensk fyrirtæki.
Þá eru á vefnum heimilisföng og
símanúmer helstu fyrirtækja lands-
ins og fjöldi tengla við aðra vefi.
Einnig eru þar ýmsar tölulegar
upplýsingar og einnig viðskipta-
fréttir af daglegri fréttasíðu Iceland
Review á netinu. Slóðin er:
www.centrum.is/icerev/ib
NÝLEGA afgreiddi Orka ehf. fjóra
Champion 740A og 720A veghefla
til Vegagerðarinnar frá Champion
Road Machinery Ltd. í Kanada.
Einnig eru á leiðinni tveir veghefl-
ar til verktaka. Heflarnir eru ríf-
lega 18 tonn hver og eru búnir
öllum búnaði til hæginda fyrir
stjórnendur heflanna og eru með
tæknilega fullkomnustu heflum í
dag.
Champion Road Machinery er í
fremstu röð hefilframleiðenda
heimsins og framleiða þeir nú sex
hefla á dag og gera ráð fyrir að
fara upp í átta hefla á dag í lok
ársins, segir í frétt.
Volvo AB keypti í mars
Champion Road Machinery og
mun reka það áfram undir sömu
stjórn og það hefur verið og með
óbreyttu umboðsmannakerfi,
nema í þeim löndum þar sem
Champion hefur ekki verið áður.
Sömuleiðis munu Champion um-
boðsmenn taka við vörum til sölu
frá Volvo í þeim löndum, þar sem
það á við.
Orka efh. hefur haft umboð
fyrir Champion veghefla í 20 ár
og hefur nú fjögur ár í röð fengið
viðurkenningu sem einn besti
umboðsaðili Champion Road
Machinery í Evrópu Um helmingur
veghefla á íslandi er af þessari
gerð.
Samkeppnisráð
Kvörtun
Nettó hf.
vísað frá
SAMKEPPNISRÁÐ hefur vísað frá
kvörtun Nettó hf. yfir notkun KEA
Nettó á orðmerkinu Nettó. Sam-
keppnisstofnun barst erindi dagsett
15. febrúar 1997 frá Nettó hf. þar
sem talið var að notkun KEA Nettó
á orðmerkinu Nettó gæti valdið
ruglingi milli fyrirtækjanna.
I erindi Nettó segir að verslunin
hafí byijað starfsemi sína 11. nóv-
ember 1988 á Laugavegi 30 í
Reykjavík. Áður en starfsemin
hófst hafi öll leyfi verið fengin til
starfseminnar, félagið hafi verið
skráð í hlutafélagaskrá og nafnið
lögskráð hjá Einkaleyfastofunni.
Samspil yngri og eldri réttar
í niðurstöðum samkeppnisráðs
segir að Nettó hf. hafi verið skráð
í hlutafélagaskrá í nóvember 1988
og fyrirtækið hafi skráð orðmerkið
Nettó í Vörumerkjaskrá árið 1994.
KEA hafi rekið fyrirtæki undir
nafninu KEA Nettó frá árinu 1989.
Síðan segir orðrétt: „Að mati sam-
keppnisráðs getur 9. grein vöru-
merkjalaga komið til álita í tilvikum
sem þessum. Af ákvæðum 10. gr.
vörumerkjalaga er hins vegar ljóst
að ákvæðum 9. gr. verður aðeins
beitt af dómstólum. 10. greinin
hljóðar svo: „í tilvikum þeim er um
ræðir í 8.-9. gr. geta dómstólar,
ef það telst sanngjarnt, ákveðið að
annað merkjanna eða bæði megi
eingöngu nota á sérstakan hátt,
t.d. þannig að þau séu af ákveðinni
gerð, staðarnafni bætt við eða þau
með öðrum hætti skýrt aðgreind."
Það er því ekki hlutverk sam-
keppnisyfirvalda að skera úr um
hvort vörumerkjaréttur hafi stofn-
ast, um einkarétt til þess að nota
vörumerki eða um samspil yngri
og eldri réttar og er því óhjákvæmi-
legt að vísa erindi Nettó hf. frá
samkeppnisráði."