Morgunblaðið - 19.06.1997, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1997 B 7
VIÐSKIPTI
Á FLUGSÝNINGUNNI í París var í kynningarbási British Aerospace birt mynd af þessari nýju Gripen
orrustuþotu sem er samstarfsverkefni Saab-flugvélarverksmiðjanna sænsku og British Aerospace.
Boeing og Airbus
karpa á flugsýningu
Le Bourget, Frakklandi. Reuter.
Lockheed
og Airbus
rannsaka
samstarf
Washington. Reuter.
LOCKHEED Martin Corp. í Banda-
ríkjunum á í viðræðum við Airbus
Industrie í Evrópu um samstarf á
breiðum grundvelli, en samruni er
ekki talinn koma til greina að sögn
Washington Post.
Könnunarviðræður hófust fyrir
ári, en kraftur hefur færzt í viðræð-
urnar á undanförnum mánuðum
vegna fyrirhugaðs samruna Boeing
Co. og McDonnell Douglas Corp.,
sem mun leiða til þess að komið
verður á fót stærsta flugiðnaðarfyr-
irtæki heims.
Vekur ekki áhyggjur
„Samningsaðilar reyna að mynda
mótvægi geg Boeing-McDonnell
Douglas," sagði heimildarmaður sem
fylgist með viðræðunum.
Stjórnarformaður Boeing, Philip
Condit, sagði Washington Post að
hann hefði ekki áhyggjur af hugs-
anlegri samvinnu tveggja helztu
keppinauta fyrirtækisins.
Hann kvaðst gera ráð fyrir að
samruninn fengi samþykki banda-
rískra samkeppnisyfirvalda.
Breytinga kraf-
iztáAirbus
Le Bourget, Frakklandi. Reuter.
BREZKI samstarfsaðilinn í evrópsku
flugiðnaðarsamsteypunni Airbus Ind-
ustrie hefur varað við því að ef sam-
steypunni verði ekki breytt í hlutafé-
lag á næstu 18 mánuðum verði hætt
við fyrirætlanir um að smíða fyrstu
risabreiðþotu heims.
Yfirmaður Airbus dótturfyrirtæk-
isins British Aerospaces (BAe) Airbus
sagði Reuter á flugsýningunni í Par-
ís að áætlunin um smíði A3XX yrði
ekki framkvæmanleg án hagræðing-
ar sem endurskipulagning á fyrirtæk-
inu mundi hafa í för með sér.
Airbus hefur sagzt vilja taka við
hlutverki umsvifamesta flugvéla-
framleiðanda heims með nýrri, tví-
þilja fiugvél með sæti fyrir 500 far-
þega, samanborið við hina 400 sæta
Boeing 747 breiðþotu.
Stefnt er að því að taka A3XX í
notkun árið 2003. Framleiðslukostn-
aður er áætlaður að minnsta kosti 8
milljarðar dollara.
HELZTU flugvélaframleiðendur
heims, Boeing og Airbus Ind-
ustrie, hafa skammazt og haft í
frammi dulbúnar hótanir á flug-
sýningunni í Paris.
Framkvæmdastjóri Airbus, Je-
an Pierson, sakaði Boeing um að
reyna að útrýma samkeppni. Yfir-
maður farþegaflugvéladeildar
Boeings, Ron Woodard, svaraði
því til að Pierson hefði á röngu
að standa.
„Hann er haldinn algeru of-
sóknaræði og við hlustum ekki á
það sem hann hefur að segja,“
sagði Woodard.
Fyrirætlanir Boeings um að
taka við stjórn McDonnell Dou-
glas flugvélaverksmiðjanna hefur
dregið kjark úr evrópskum keppi-
nautum, sem segja að Boeing sé
þegar orðið of stórt fyrirtæki og
reyni að ryðja þeim út af mark-
aðnum.
Pierson kom fram með ásakan-
ir sínar í grein í franska blaðinu
Le Monde. Hann sagði að til þess
að undirbúa samkomulag sitt við
Boeing hefði McDonnell Douglas
vísvitandi beðið lægri hlut í sam-
keppni um smíði nýrrar herþotu
(Joint Strike Fighter) fyrir banda-
ríska heraflann og einnig lagt á
hilluna áætlanir um MDXX risa-
breiðþotu.
„„Þessar tvær ákvarðanir voru
fyrirfram svar við öllum hugsan-
legum mótbárum bandarískra eft-
irlitsyfirvalda um að dregið yrði
úr samkeppni með samvinnu við
Boeing,“ skrifaði Pierson.
„Eintómt
bull...“
„Þetta er eintómt bull og þess
ummæli ætti að draga til baka,“
sagði Woodard. „Við viðurkenn-
um ekki samsæriskenningar.“
Boeing reynir að sannfæra
framkvæmdastjórn ESB um að
14 milljarða dollara samningur
við McDonnell Douglas bijóti ekki
í bága við samkeppni. Að sögn
Boeing seldi McDonnell Douglas
aðeins 4% nýrra flugvéla í heimin-
um í fyrra.
Boeing gerir sér vonir um hag-
stæðan úrskurð bandarískra sam-
keppnisyfirvalda fyrir 1. júlí, en
þá gæti kastazt í kekki með Evr-
ópuríkjum og Bandaríkjastjórnn.
Viðskiptastríð mundi blasa við.
Fyrrum
Apple-stjóri
snýr sér að
Israel
Tel Aviv. Reuter.
FYRRVERANDI forstjóri Apple,
John Sculley, hyggst taka sæti
í stjórn Catalyst, móðurfyrirtæk-
is HK Strategy & Finance Ltd,
fjárfestingarfyrirtækis í Israel,
sem sérhæfir sig í ísraelska há-
tækniiðnaðinum.
Sculley er nú forstjóri netbún-
aðarfyrirtækisins Live Picture í
Kaliforníu og hefur átt viðskipti
við HK í nokkur ár.
HK kveðst gegna því hlutverki
að mynda net bandarískra, evr-
ópskra og ísraelskra aðila. Robin
Hacke forstjóri segir að HK leiti
að fleiri fyrirtækjum, einkum á
sviðum hugbúnaðar og fjar-
skipta, þar sem HK geti gegnt
virku og þýðingarmiklu hlut-
verki.
Hluthafar
hagnast á
hækkun
London. Reuter.
TÆPLEGA þijár milljónir
tryggingarskírteinishafa
Norwich Union i Bretlandi
græddu hundruð punda á mánu-
dag þegar hlutabréf í fyrirtæk-
inu hækkuðu verulega í verði
þegar þau voru sett í umferð í
fyrsta skipti í kauphöllinni í
London
Vegna hækkunarinnar á verði
hlutabréfanna í fyrirtækinu er
það metið á um sex og hálfan
milljarð punda. Það er því þriðja
stærsta tryggingafélag Bret-
lands á eftir Prudential Corp og
Royal & Sun Alliance.
+**ifi‘* FLÍSAR
tzz -V-
* LJ1 * 3
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 567 4844
Lægra verð á komi
og harðari samkeppni
Rætt á fundi innflutnings- og útflutningsríkja í London
London. Reuter.
FULLTRÚAR ríkja, sem verzla með
matvæli, ræðast við í London í vik-
unni um markmið og leiðir á sama
tíma og verð fer lækkandi og horfur
eru á harðri samkeppni helztu útflutn-
ingsríkja.
Meðal fulltrúa á fundi Alþjóða-
kornráðsins (IGC) verður landbún-
aðarráðherra Bandaríkjanna, Dan
Glickman. Ráðið er klúbbur 44 helztu
kominnflutnings- og útflutningas-
ríkja.
Varalandbúnaðarstjóri ESB, David
Roberts, verður einnig meðal fundar-
manna, svo og ráðherra frá Kanada,
sem kanadíska hveitiráðið heyrir und-
ir, og formaður ástralska hveitiráðs-
ins.
Verð á hveiti er talsvert lægra en
í fyrra þegar birgðir höfðu ekki verið
minni í 20 ár. Þó hefur lægra verð
(innan við 3,50 dollarar í Chicago
miðað við 7,50 í ársbyijun 1996) ekki
enn leitt til kaupæðis eins og búizt
hafði verið við, því að helztu innflytj-
endur hafa yfirleitt átt sæmilegar
birgðir.
Vegna lægra verðs er útlitið gott
hjá bandarískum hveitiframleiðendum
og i Evrópu hefur ástandið batnað
eftir rigningar í maí.
Eftirspurn í N-Afríku
Innflytjendur hafa haldið að sér
höndum í von um að heimsmarkaðs-
verð haldi áfram að lækka.
í nýlegri skýrslu spáði IGC því að
þurrkar og léleg uppskera í Norður-
Afríku mundu leiða til umtalsverðs
innflutnings 1997/98. Enn sem kom-
ið er hafa aðeins Egyptar og Pakist-
anar hagnýtt sér lægra- verð.
Alsíringar hafa þó nýlega boðið í
150.000 af hveiti í júlí-ágúst. Hveiti-
framleiðsla þeirra 1997 kann að
minnka í 1,6 milljónir tonna úr 2,4
milljónum í fyrra.
Þrátt fyrir horfur á góðri hveitiupp-
skeru í heiminum í ár gefa síðustu
tölur IGC til kynna að framieiðslan í
ár muni dragast saman um þijár
milljónir tonna í 578 milljónir. Því er
spáð að neyzlan verði 582 milljónir,
fimm milljónum meiri en 1996.
Uppskera verður minni í helztu
framleiðslulöndum eins og Kanada,
Argentínu, Ástralíu, Bandaríkjunum
og ESB, en á móti mun koma mikil
aukning í Austur- og Mið-Evrópu.
Hveitiviðskipti í heiminum munu
aukast um tvær milljónir tonna í 93
milljónir, sumpart vegna mikillar eft-
irspumar i Norður-Afríku.
GOLFMOT FVH 1997
Golfmót Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga verður haldið föstudaginn
20. júní nk. á Hólmsvelli í Leiru, Suðurnesjabæ.
Keppt verður í A- og B-flokki karla- og kvennaflokki.
í A-flokki spila kylfingar undir 24 í forgjöf en þeir sem eru með hærri forgjöf
spila í B-flokki. Leiknar eru 18 holur með forgjöf.
Mótið hefst kl. 13.00 stundvíslega. Farið verður í rútu
frá Grand Hótel Reykjavík kl. 11.45 stundvíslega.
Að loknu móti verður snæddur kvöldverður í Golfskálanum
þar sem mótslit og verðlaunaafhending fer fram.
Þátttökutilkynningar þurfa að berast til eftirtalinna aðila fyrir 20. júní:
Ólafs Ó. Johnson, vs. 535 4064, hs. 551 5281, fax: 562 1878
Smára Ríkharðssonar, vs. 562 6222, hs. 588 9991, fax: 511 6001
Stefáns Unnarssonar, vs. 581 1433, hs. 587 9531, fax: 581 1477