Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 B 5
DAGLEGT LÍF
ITJKOMTNN
OLF ARA HJONABAND
rahúsprestur og Þórhallur Heimisson aðstoðarprestur
Morgunblaðið/Ásdís
rborðið..
ÞÓRHALLUR í hvítum sokkum við sparifötin.
5Ósa og
sokkar
og verður alltsaf einkennilega sam-
anherpt til munnsins þegar við er-
um að dytta að og laga hérna
heima. Mér fínnst ég vera að svíkj-
ast um þegar ég leyfi mér að hvíla
mig stundarkorn og ég er löngu
hættur að brydda upp á samræð-
um þegar hún er í þessum ham,“
segir Þórhallur.
Smekkur þeirra hjóna á húsbún-
aði er mjög áþekkur. Þó segist
Ingileif hafa þvertekið fyrir að
hengja vopnasafn eiginmannsins
upp á vegg og tindátarnir hans
hvíla í friði í kjallaranum. Venus
frá Míló, ástfólgin keramikstytta
Þórhalls, sem Ingileifu finnst lítt
til prýði, fær náðarsamlegast að
standa í gluggakistunni, en henni
er þannig fyrirkomið að gardínan
dregur verulega úr tilvist hennar.
„Ég er bara svo smekkleg,“ segir
Ingileif af stakri hógværð og Þór-
hallur kinkar þegjandi kolli. Til
marks um hve gott sé fyrir Þórhall
að eiga hana að bendir Ingileif á að
hún forði honum ítrekað frá að
verða sér til skammar í klæða-
burði. „Annars er Þórhallur alveg
þokkalega smekklegur þegar hann
fer út á meðal fólks að öðru leyti en
því að hann hefur tekið sérstöku
ástfóstri við þykka, hvíta bómullar-
sokka með röndum og vill skarta
þeim við hvers kyns klæðnað,“ seg-
ir Ingileif, sem enn verður að gæta
þess að Þórhallur sleppi ekki út á
sokkunum. Einnig segir hún að
honum sé ekki treystandi til að búa
dæturnar þrjár út því samsetning-
in verði jafnan harla kyndug.
Matartilstand
Þau eru sammála um að verka-
skiptingin á heimilinu sé til fyrir-
myndar að flestu leyti. Þórhallur
hefur matreiðsluna yfirleitt á sinni
könnu, enda er matur honum eink-
ar hugleikinn. Ingileif segir að
hann sé aldrei meira í essinu sínu
en þegar hann getur haldið uppi
samræðum um mat og matargerð.
Sjálfri finnst henni umræðuefnið
ekki skemmtilegt og algjör óþarfi
að skipuleggja innkaup fyi’ir stór-
hátíðir líkt og allt verði uppurið
þegar nær dregur. Þórhallur segir
að fyrirhyggjan hvað þetta varði sé
líklega vegna þess að hann er alinn
upp í sveit þar sem slík innkaup
voru stórmál. „Mér sárnar alltaf
hve Ingileif getur verið ófáguð og
tillitslaus þegar ég hef lagt mig all-
an fram við matargerðina. Ég ber
kannski á borð afar gómsætan rétt
með hvítlaukssósu og allt hvað eina,
og síðan sest hún snæðingi og
sprautar tómatsósu yfir allt saman.“
Þar sem Þórhallur stundar fjar-
nám í Danmörku þarf hann oft að
skreppa utan. Tilstand kringum
mat er þá ekki mikið hjá Ingileifu
og dætrunum, sem lifa einkum á
léttum pastaréttum og morgun-
korni úr pökkum. „Óskaplega af-
slappað," segir Ingileif dreymin á
svip. Vandlætingin leynir sér ekki
í svip Þórhalls, sem segir að sér
virðist dæturnar alltaf banhungr-
aðar þegar hann komi heim.
Helgistundir húsbóndans
Þeim hjónum finnst gott að eiga
af og til sínar stundir hvort frá
öðru. Ingileif segh’ að Þórhallur
verði alltaf bai-nslega glaður þegar
hún þarf að skreppa frá og hann
geti leigt sér hasarmyndir. „Þetta
eru science fiction myndir, Ingi-
leif,“ leiðréttir Þórhallur og finnst
hún tala af lítilli virðingu um áhuga
sinn á vísindaskáldskap. „Helgi-
stundir mínar eru frá klukkan sex
á morgnana þar til Ingileif og
stelpurnar fara á fætur með til-
heyrandi brambolti og látum.
Fram að því nota ég tímann til að
lesa, hlusta á útvarpið og íhuga
landsins gagn og nauðsynjar. Ingi-
leif er mjög fyrirferðarmikil á
morgnana. Hún fer til dæmis
aldrei út úr húsi án þess að gleyma
einhverju, sem hún uppgötvar ekki
fyrr en hún er sest upp í bíl.“
Aðspurð segjast Ingileif og
Þórhallur geta tínt eitt og annað til
sem þau hafi látið pirra sig í ár-
anna rás. Ingileif nefnir sérkenni-
legt verklag Þórhails þegar hann á
þvottadaga, en hann segir slíkan
pirring einkum helgast af því að
eiginkona hans sé með afbrigðum
stjómsöm eins og öllum sem til
þekki sé kunnugt um.
ATJAN ARA HJONABAND
Ismolar og
golfkúlur
SÓLVEIG og Torfi kynntust
fyrir tuttugu árum í Kaup-
mannahöfn. Hún var sautján
ára í sumarvinnu, en hann, tuttugu
og eins árs í sumarfríi, sem vai'ð
öllu lengra en til stóð í upphafi.
„Vitaskuld vegna þess hversu hon-
um þótti ég ómótstæðileg," segir
Sólveig örugg með sig. Torfi ber
ekki á móti því og segir að sér hafi
þótt stúlkan einkar fögur,
skemmtileg og hress, stundum
jafnvel hressari en góðu hófi
gegndi.
„Hún var óttaleg skellibjalla og
allt öðru vísi manngerð en ég, sem
var öllu hæglátari,“ segir Torfi,
sem tveimur árum síðar leiddi
Sólveigu upp að altarinu. Þá höfðu
þau búið í nokkra mánuði heima
hjá foreldrum Sólveigar. „Ég man
að mömmu þótti Torfi heldur
druslulegur í allri umgengni og
ráðlagði mér að skóla hann til fyrr
en seinna. Stundum náði fataslóð-
in af honum frá útidyrum og upp í
herbergi, en hann hafði lengi verið
hjá ömmu sinni, sem taldi ekki
eftir sér að tína upp eftir hann föt-
in og brjóta þau saman,“ segir
Sólveig, sem fór að ráðum móður
sinnar og kenndi Torfa betri siði.
Lætur vel að stjórn
Núna segir hún að hann sé til
fyrirmyndar og eftirbreytni að
þessu leyti og það sé sér að þakka
að hann er löngu orðinn jafnvígur
á öll heimilisstörf. „Hann finnur þó
aldrei hjá sér einlæga hvöt til að
skipta um á rúmunum, þvo gardín-
urnar eða þess háttai'. Ég þarf ít-
rekað að benda honum á að slík
verk þurfi að inna af hendi endrum
og sinnum.“
„Sólveig er einstaklega heppin
að eiga mig fyrir eiginmann því ég
læt mjög vel að stjórn og er afar
meðfærilegur í alla staði. Ég er
alltaf tilleiðanlegur að gera það
sem hún segir mér, jafnvel þótt
sjálfum líði mér ágætlega þótt ekki
sé allt þrifið í hólf og gólf. í fyrstu
var mér svolítið ami að stjórnsem-
inni og þörf hennar á nákvæmri
skipulagningu, en núna finnst mér
þetta hinn mesti kostur," segir
Torfi, sem á árunum áður kvartaði
sáran yfir smámunasemi eiginkon-
unnai'.
Gallarnir urðu kostir
Torfi telur að hann hafi smám
saman gert sér grein fyrir og met-
ið það í fari Sólveigar, sem honum
þótti einu sinni vera gallar og efa-
lítið sé líkt farið með hana varð-
andi hann. Sólveig tekur undir og
nefnir dæmi. „Mér leiddist oft
hversu Torfi gat verið þegjanda-
legur og tómlátur á mannamótum.
Seinna áttaði ég mig á því að hon-
um fannst ekki taka því að tala
nema hann hefði eitthvað að
segja, sem er auðvitað mun betra
en að blaðra tóma vitleysu í tíma
og ótíma.“ Annað sem Sólveig lét
fara fyrir brjóstið á sér var hversu
treglega henni gekk að fá Torfa til
að dansa við sig auk þess sem
hann hélt aldrei takti þegar hún
loks gat dregið hann út á gólf.
„Þetta er líka allt að lagast, núna
vill Torfi ólmur dansa og ég læt
mér í léttu rúmi liggja þótt
fótafimi hans sé kannski ekki upp
á marga fiska.“
Torfi segist yfirleitt vera sáttur
við fatastíl konu sinnar. „Einu
sinni tók hún þó upp á því að
ganga sífellt í stórum og víðum
mussum, sem mér þóttu lítt
þokkafullar. Ég vil helst að hún
klæðist kvenlegum fatnaði.“ Sól-
veig skýtur inn í að honum þætti
áreiðanlega ekki verra ef hún tæki
sér Dolly Parton til fyrirmyndar
að þessu leyti. „í gamla daga
fannst mér óþarfa afskiptasemi
þegar Sólveig var að skipta sér af
klæðaburði mínum. Núna er ég
hins vegar feginn að þurfa ekkert
að hafa áhyggjur af fatakaupum
og slíku, enda tækist mér trúlega
varla að kaupa mér flík einsam-
all,“ segir Torfi og lítur þakklátur
á Sólveigu, sem þegar hefur hafið
frásögnina af því þegar hún rétt
gat afstýrt að hann færi út i
hvorki meira né minna í þremur
grænum litum. „Buxurnar, vestið
og jakkinn - allt í hrópandi fjar-
skyldum gi-ænum litum ... og það
sem meira var, hann var hinn
ánægðasti með sig í múndering-
unni.“
Þau hjónin eru sammála um að
þeim hafi tekist bærilega að að-
laga sig hvort öðru með tilheyr-
andi kostum og göllum, enda
nenni hvorugt að gera mikla rellu
út af smámunum. Torfi hryllir sig
þó enn þegar hann minnst þeirrar
áráttu Sólveigar að bryðja ísmola
eins og henni væri borgað fyi'ir.
„Ég og blessuð börnin þrjú mátt-
um sitja undir þessu kvöld efth'
kvöld um alllangt skeið. Ég reyndi
mitt besta til að afbera ískrið sem
tiltækið hafði í fór með sér, því
Sólveig var að hætta að reykja og
ég vildi alls ekki verða til að hún
byrjaði aftur. Allt gekk þetta nú
yíh' og hún hefur löngu látið af
ósiðnum. Kannski er ég óvenju
viðkvæmur því að þótt ég sé ekk-
ert að múðra fer í mínar fínustu
þegar Sólveig borðar hrökk-
brauð.“
Krúttlegir þumalputtar
Fyrst minnst er á áráttu finnst
Sólveigu tilhlýðilegt að geta um
einstakt umburðarlyndi sitt gagn-
vart Torfa þegar hann væflast með
golfkylfu um allt húsið og fjöl-
skyldan er hnjótandi um litlar hvít-
ar kúlur á ólíklegustu stöðum.
„Torfi segir oft að ég sé stjórnsöm
en tilfellið er að hann stjórnar því
sem hann vill stjórna á sinn lúmska
hátt. Núna hefur golfbakterían
heltekið hann og hann ætlar sér að
fá mig með í golfið. Ég ólst upp við
golf og varð ónæm fyrir bakterí-
unni þannig að honum verður ekki
kápan úr því klæðinu þótt hann
sveifli kylfunni sem mest hann má
hér innandyra. Þá vil ég frekar
hlaupa með honum, mér finnst líka
alltaf svo sætt og krúttlegt hvernig
hann heldur þumalputtunum upp í
loftið þegar hann hleypur."
Sólveig Pólsdóttir leikkona og bókmenntafræðingur og Torfi Þ. Þorsteinsson vinnslustjóri
Morgunblaðið/Ásdís
SÓLVEIG bryður kaldan klakann.
TORFI sleppir varla golfkylfunni.