Morgunblaðið - 27.06.1997, Side 4

Morgunblaðið - 27.06.1997, Side 4
4 B FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐALSTEINN Sigurgeirsson er rennismiður og rekur húsgagnavinnustofu á staðnum. HEIMA hjá Einari Þorsteini er að finna allt milli himins og jarðar. I------- ■ / ... •! KRISTJANA Þráinsdóttir og Helgi Sigurjónsson í gamla mötuneytinu. KAFFISTOFA verður opnuð síðla sumars í kvosinni. í STÓRA verksmiðjuhúsinu er leirvinnustofa Þóru Sigurþórsdóttur. DAGLEGT LÍF HELGA Jóhannesdóttir hannar nytjahluti úr leir og hefur vinnuaðstöðu í verksmiðjunni. Björg Örvar skáld og myndlistarmaður býr þar sem áður var svefnskáli starfsstúlkna Álafoss. A NDRÚMSLOFTIÐ í Álafoss- / \ kvosinni minnir á lítið sveita- Á A^iorp í Mið-Evrópu með mal- artorgi, bæjarlæk og ti'jágróðrí. „En samt er það eins íslenskt og íslenska sauðkindin,“ bætir Þorlákur Krist- insson við, betur þekktur sem Tolli. „Rætur íslenskrar iðnbyltingar er að finna hér á bökkum Varmár en í snarbrattri brekkunni hófst ullariðn- aður fyrir rúmum hundrað árum og stóð þar í heila öld. Ullin var þá þveg- in úr volgri ánni og Alafoss hinn eini sanni var virkjaður til vinnslunnar.“ Við erum stödd á heimili Tolla, eig- inkonu hans Guðrúnar Magnúsdóttur og sonarins Magnúsar Freys, á efstu hæð stærstu verksmiðjubyggingar- innai- sem eitt sinn var dúkvefnaðar- salur. Hæðina hefur Tolli endurgert býsna vel svo og vinnustofu hinum megin á ganginum þar sem hann sinnir myndlistinni. „Eg varð hug- fanginn af þessum stað þegar ég átti leið um fyrir um tíu árum. Svæðið var þá komið í gjörgæslu ríkisins, blóma- tími ullariðnaðarins var liðinn og allar byggingarnar stóðu meira og minna auðar. Þá kviknaði hugmynd um að gera kvosina að miðstöð lista- og handverksfólks." Fyrst í stað bjó Tolli einn að Ála- fossi ásamt draugunum en fljótlega tók fólki að fjölga og fyrir um það bil þremur árum var Framkvæmdasjóði íslands falið að selja eignirnar til einstaklinga sem nú hefur verið gert. Húsin í kvosinni eru um 15 talsins en stærstu verksmiðjubyggingarnar standa í einni húsaröð, samtengdar upp brekkuna. Neðar í kvosinni er m.a. sundhöllin sem nú hefur verið breytt í vinnustofu, fyrrum svefn- skálar starfsmanna og mötuneyti. Abúendur eru um 15 en að auki reka þessu stóra húsi ræður hráleikinn ríkjum og auðvelt er að gera sér í hug- arlund hvemig umhorfs var í gamla daga því enn eimú eftir af gömlum tælgum og tólum. Við rákum nefið inn á vinnustofur leirlistakvennanna Helgu Jóhannes- dóttur og Þóm Sigurþórsdóttur. Þær áttu ekki von á blaðamönnum, sögðust vera með hárið reytt og stuttar neglur enda önnum kafnar við framleiðslu ýmiss konai- nytjahluta og skraut- muna úr leir. Helga var að taka litla kaífibolla og kertastjaka úr ofninum en Ólöf hafði verið að klippa hár úr faxi hesta í grenndinni en með þeim skreytir hún m.a. listmuni sína. Vísir að rómversku hring- leikahúsi Alafoss liggur á bakvið stærstu verksmiðjumar og er því hulinn sjón- um flestra en ætlunin er að opna að- gengi milli bygginga svo hann blasi við þegar staðið er í hlaðvarpanum. Tolli bendir okkur á hústóftir sem eitt sinn tilheyrðu tóvélaverkstæði Bjöms Þorlákssonar, bónda á Varmá, en hann hóf ullariðnað við Álafoss árið 1886.1 grasbrekkunni við malartorgið mótar enn fyrir áhorfendabekkjum en í tíð Sigurjóns stóð útileikhús með stóm sviði þar beint á móti. Hamarshögg berast frá húsi sem á stendur stómm stöfum Álafoss fót best. Inni er Karl Tómasson önnum kafinn við smíðar. Hann, ásamt bróð- ur sínum, eiginkonu og mágkonu, er að innrétta þar kaffistofu. Ætlunin er að opna staðinn þann 9. ágúst á af- mæh Mosfellsbæjar. Húsið heitir Tindastóll og hefur gegnt mai’gvísleg- um hlutverkum í gegnum tíðina en var síðast sokkaverksmiðja. „Hér verður hægt að snæða undraverða ÁLAFOSSKVOSIN í Mo Ullarverksmiðjurnar sálugu í Mosfellsbæ hafa fengið nýtt líf því hópur lista- og handverksfólks, iðnaðarmenn, uppfinningamenn og skáld hafa hreiðrað þar um sig. I fylgd myndlistarmannsins Tolla heilsuðu Hrönn Marinósdóttir og Þorkell Þorkelsson ljósmyndari upp á mannskapinn. þar um 20 manns vinnustofur og verkstæði á samtals um 4.000 fer- metra svæði. Flest voru húsin byggð á dögum Sigurjóns Péturssonar en hann varð verksmiðjueigandi árið 1923 og forstjóri til ársins 1947 en þá tóku synir hans við rekstrinum. Mikil vinna er framundan, snyrta þarf umhverfið, mála húsin og fleira en framtakssemina og hugmynda- auðgina vantar ekki hjá þessu at- hafnafólki. Hárið reytt og stuttar neglur Þar sem Tolli býr eru einnig vinnu- stofur sex annan’a listamanna, m.a. í málun og grafík, og þar býr Ólafur Jónsson hugvitsmaður sem fann upp harðkomadekkin. Næsta vor er ætl- unin að opna í húsinu ullarvöruversl- un Péturs Einarssonar. Á göngunum í gúllassúpu samkvæmt leyniuppskrift sígauna frá Ungverjalandi," upplýsh- Tolli „Súpan heldur manni heitum í 18 tíma lágmark og hefur ekkert með franska eldhúsið að gera“ bætir hann við. Sundhöll breytt í vinnustofu Fyrir framaii sundhallarbygging- una, sem Sigurjón lét byggja á fjórða áratugnum. tekur Rabbi, hundurinn hennar Ólafar Oddgeirsdóttur myndlistarkonu, á móti okkur. Ólöf stendur í öllum fótunum á botni sundlaugarinnar og málar á þrykk myndir eftir gömlum útsaumi. Hún stígur upp á bakkann og býður gest- um kaffi og sýnir myndirnar sínar. Fyrir þremur árum keypti Ólöf ásamt eiginmanni sínum Magnúsi Magnússyni eignina en hann rekur lítið rafverkstæði í kjallaranum. Hún MYNDLISTARMAÐuál

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.