Morgunblaðið - 27.06.1997, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 B 5
BRJÓSTMYND af Sigui'jóni Péturssyni stendur í grasbrekkunni og í
baksýn glittir í kastalann.
INGUNN Finnbogadóttir gefur öndunum brauð í garðinum við
kastalann á hæðinni.
sfelisbæ iðar loks af mannlífi að nýju. Á um 4.000 fermetrum hafa komið sér fyrir lista- og handverksfólk, hugvitsmenn og margir fleiri. Morgunblaðið/RAX
Álafo sskvo sinni
Dansað
í stóru tjaldi
á fánadaginn forðum
LEYNDARDÓMSFULLUR kast-
ali gnæfir yfir í skógivaxinni
hæðinni fyrir ofan Álafosskvos-
ina. í hátt á hálfa öld hefur húsið
sem er kastala líkast, verið heim-
ili Ingunnar Finnbogadóttur en
hún var tengdadóttir Sigurjóns
Péturssonar sem var forstjóri
Álafoss í um 25 ár. Eiginmaður
Ingunnar, Ásbjöm, og bróðir
hans Pétur tóku við rekstri ullar-
verksmiðjunnar þegar faðir
þeirra lést árið 1955.
Þegar okkur bar að garði var
Ingunn að gefa öndunum brauð
við litla Ijörn fyrir framan húsið.
Hún man vel þá daga þegar Sig-
urjón var forsljóri en hann var
þá þegar orðinn þjóðsagnaper-
sóna enda ötull atvinnurekandi,
mikill íþróttafrömuður og félags-
málamaður. „Álafoss var á þess-
um árum alveg stórkostlegur
staður og langt á undan sinni
samtíð,“ segir Ingunn. „Kvosin
var þá heimili íjölda verkafólks
sem kom til starfa alls staðar að
af landinu og utan úr Evrópu.
Árið 1949 voru hér um 150
manns í vinnu en auk þess heil-
mikið af börnum og unglingum."
Aðstaða var góð fyrir starfsfólk-
ið að sögn Ingunnar, „svefnskál-
ar fyrir einhleypinga og fjöl-
skyldur, mötuneyti, bensínsala,
sölutum og meira að segja bíó.“
Siguijón rak einnig á þessum
árum íþróttaskóla á staðnum og
lét reisa þar sundhöll. Að auki
var stór útisundlaug við Álafoss-
inn en vatni var hleypt ofan í
stokk sem var notaður til að.
drífa vélarnar og þar voru dýf-
ingapallar.
Fjörugt í kvosinni
Oft var íjörugt á Álafossi og
fyrir lýðveldisstofnun var fána-
dagurinn alltaf haldinn hátíðleg-
ur þann 12. júní. Þá var verið að
minnast hvítbláa fánans en Einar
bróður Siguijóns, var handtek-
inn þann dag árið 1913 af dönsk-
um sjóliðum þegar liann reri
með þann fána á höfninni í
Reykjavík. „Siguijón stóð þá
jafnan fyrir stómm dansleik í
tjaldi og seldi inn hálftíma í
einu,“ segir Ingunn. „Eitt árið
fannst honum aðsóknin fremur
dræm og hrópaði því „Allir inni í
tjald næsti háltimi verður þijú
korter." Ágóðinn var síðan látinn
renna til uppbyggingar íþrótta-
skólans.“
rNN Tolli er elsti ábúandinn í stóru verksmiðjubyggingunni.
Ábúendur í kvosinni eru um 15
talsins en um 20 manns reka
þar vinnustofur og verkstæði
segir óhemju mikla vinnu hafa farið í
að breyta, bæta og laga en auk
vinnustofunnar er þar lítil íbúð.
Eftir kaffiþambið hjá Ólöfu
göngum við yfir steinbrúna og bönk-
um upp á hjá Björgu Örvar, mynd-
listarmanni og skáldi. Hún kom sér
fyi’h- á ÁJafossveginum árið 1992,
keypti lítinn svefnskála fyrrum
starfsstúlkna Álafoss og innréttaði
sem íbúð og vinnustofu. „Það er ynd-
islegt að vera hérna, kyrrð og frið-
ur,“ segir hún. „Eitthvað hefur kai’l-
peningurinn verið áfjáður í heim-
sóknh’ til stúlknanna sem hér
bjuggu," segh’ Björg og bendir okkur
á rirnla í gluggunum inni á baðher-
bergi sem byggðir voru til að koma í
veg fyrh’ heimsóknirnar.
Fréttir af geimverum
Einar Þorsteinn uppfinningamað-
ur býr í sömu húsalengju og Björg.
„Ég bý líka í vinnunni," segir hann,
„og hér er gott að vera, svona mátu-
lega langt frá höfuðborginni." Heim-
ili Einars er með óvenjulegu sniði en
m.a. hangir reiðhjól í loftinu ásamt
ýmsum ski’ítnum líkönum. Atvinna
Einars felst í að hanna risastór tjöld
og kúluhús og hugmyndirnar selur
hann síðan út um allan heim í gegn-
um alnetið. „Hér sit ég í sveitinni og
segi meðal annars Japönum og
Indónesum hvernig byggja skuli um-
hverfisvæn kúluhús." Tolli skreppur
oft í heimsókn til Einars til að fá nýj-
ustu fréttir utanúr geimnum en
Einar er mikill áhugamaður um
geimverur og stjörnufræði.
Samkomusalur verður að íbúð
Þar sem eitt sinn vai’ mötuneyti
og íþróttaskóli en síðar félagsheimil-
ið Þrúðvangur er nú heimili Krist-
jönu Þráinsdóttur flugfreyju, Helga
Sigurjónssonar húsasmiðs og Guð-
rúnar Láru dóttur þeirra. „Húsnæð-
ið sem er um 430 fermetrar var aug-
lýst til sölu. Við létum til skarar
skríða enda er þetta ákaflega góður
staður til þess að búa á,“ segh-
Helgi. Undanfarið hefur Helgi unnið
að því að gera húsnæðið íbúðarhæft
en í kjallaranum er hann með lítið
verkstæði.
Þá göngum við loks niður að ánni
en þar standa tveir braggar byggðir
af Bretum í heimsstyrjöldinni síðari.
Til stóð að rífa þá þar til rennismið-
urinn Aðalsteinn Sigurgeirsson kom
sér þar fyrir. „Eg er hér með vísi að
verslun, sel meðal annai’s sveppi of-
an á grindverkastaura, býð viðgerðir
á antíkhúsgögnum og smíða það sem
á vantar i gömul sett.“
Tjömin er ómissandi
Farið var að líða á seinni hluta
heimsóknarinnar. Við ætluðum
einnig að kíkja í heimsókn til glerl-
istakonunnai’ Ingu Elínar og Magn-
úsar Kjartanssonar málara en þau
voru ekki heima daginn sem okkur
bar að garði. Tolli segh’ ómögulegt
fyrir gesti að yfirgefa staðinn án
þess skoða tjörnina en í henni synda
fiskai’ meðal annars álar. „Hún er
eins tær og hjá keisaranum í Kína,“
segir hann. Já, tjörnin er tær og í
sefinu þar sem endurnar synda ríldr
friður, dæmigerður fyrir Álafoss-
kvosina. Ymsar breytingar eru fyrir-
hugaðai’ á umhverfi hennar í fram-
tíðinni en Tolli vonar að fai’ið verði
hægt í sakirnar. „Mér þykir svo
vænt um villigróðurinn og njólana og
vonandi fá þeir að njóta sín hér
áfram.“