Morgunblaðið - 27.06.1997, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 B 7
ENDURSKOÐUN fræðanna er nieðal verkefna innan kvennafræðinnar. Hér er sjónuni beint að karllegu viðhorfi í hinni helgu ritningu.
Hugmyndir
um kynferði hafa
áhrif á stofnanir samfélagsins
Morgunblaðið/Arnaldur
ELFA Gylfadóttir er starfsmaður Rannsóknastofu í kvennafræðum
—■ RANNSÓKNASTOFA í
CH kvennafræðum við Háskóla ís-
lands er þverfagleg stofnun
Qt| sem fæst við rannsóknir og
“ miðlun þekkingar á sviði
kvennafræða. Rannsóknastof-
an var stofnuð árið 1990, en
meginmarkmið hennar er að
25 efla kvennarannsóknir hér á
[JJ landi og auka þekkingu og um-
ræðu um þýðingu kynferðis.
mtm Á rannsóknastofunni starfar
ein fræðikona í hálfu starfi, Elfa Ýr
Gylfadóttir, bókmennta- og fjöl-
miðlafræðingur. Hún segir að
kvennafræði skoði meðal annars
hvernig kynferði hafi áhrif á upp:
byggingu stofnana samfélagsins. „I
kvennafræðum er því haldið fram
að hugmyndir um kynferði séu
sterkt mótaðar í samfélaginu og
hafi áhrif á flestum sviðum þess“,
segir Elfa. „Því er ástæða til að
rannsaka fræðigreinar eins og
sagnfræði, mannfræði, bókmennta-
fræði, félagsfræði, fjölmiðlafræði,
iögfræði og guðfræði út frá kvenna-
Á Rannsóknastofu í
kvennafræðum er unn-
ið að kortlagningu ís-
lenskra kvennarann-
sókna. Aðalheiður Inga
Þorsteinsdóttir ræddi
við Elfu Ýr Gylfadóttur
um starfíð á stofunni
og árangurinn.
fræðilegu sjónarhorni, þar sem hið
almenna sjónarhorn er yfirleitt
karllegt."
íslenskar kvennarannsóknir
Liður í starfi Rannsóknastofu í
kvennafræðum er útgáfa efnis um
íslenskar kvennarannsóknir. Tvö rit
komu út á hennar vegum í maí,
Gagnagrunnur um sagnfræði og
safnritið íslenskar kvennarann-
sóknir.
Fljótlega eftir stofnun rann-
sóknastofunnar kom upp sú hug-
mynd að kortleggja íslenskar
kvennarannsóknir síðustu áratuga
og vinna gagnagrunn með rita-
skrám og útdráttum á íslensku og
ensku. Verkið reyndist mun viða-
meira en ætlað hafði verið og var
brugðið á það ráð að skipta þvi í
þrjá meginþætti eftir þeim fræði-
gi'einum sem helst höfðu sinnt
kvennarannsóknum.
Gagnagrunnur um sagnfræði hef-
ur nú litið dagsins ljós, en ráðgert
er að gagnagrunnur um bók-
menntafræði komi út í haust og
gagnagrunnur um félagsvísindi er
væntanlegur á næsta ári. Fræði-
greinum eins og málfræði, heim-
speki, guðfræði og lögfræði verða
gerð skil í þeim heftum. Þá er stefnt
að því að tölvuvæða gagnagrunninn
þegar öll heftin eru komin út.
I ritinu íslenskar kvennarann-
sóknir eru birt 32 erindi sem flutt
voru á ráðstefnu sem Rannsókna-
stofa í kvennafræðum stóð fyrir í
október 1995. Bókin skiptist í sjö
kafia sem fjaila um ævi og ímyndir,
texta og tungumál, sögu og samfé-
lag, menntun og uppeldi, konur og
kirkju, kynferði og ofbeldi, og
kvennabaráttu og kvenréttindi.
Meðal umfjöllunarefna má nefna
ímynd kvenna í minningargreinum,
íróníu sem kvenlega orðræðu, kven-
leika og fótlun, kvennakirkjuna,
karla gegn ofbeldi, ríkisfemínisma
og mæðrahyggju.
Áður hefur Rannsóknastofa í
kvennafræðum gefið út bókina Fyr-
ir dyrum fóstru eftir Helgu Kress
og í Fléttum, riti rannsóknastofunn-
ar, má finna margvíslegar greinar
sem skrifaðar eru frá kvennafræði-
legu sjónarhorni. Stofan gefur
einnig út fréttabréf tvisvar á ári,
þar sem kynntar eru ráðstefnur,
bækur, fyrirlestrar og annað sem
tengist kvennafræðum.
Virkt alþjóðasamstarf
Rannsóknastofan veitir margvís-
legar upplýsingar á sviði kvenna-
fræða, meðal annars um rannsókn-
ir, fræðirit og hvar hægt sé að nálg-
ast sérfræðiupplýsingar. Þangað
berast ýmsar bækur og upplýsinga-
rit frá kvennafræðistofum erlendis.
Að sögn Elfu er alþjóðasamstarf
virkt og íslenskir fulltrúar hafa sótt
bæði ráðstefnur og fundi erlendis.
Rannsóknastofan er meðal annars
félagi í norrænu kvennafræðisam-
tökunum, Nordisk institutt for
kvinne- og kjönnsforskning, og
Evrópusamtökunum WISE. Elfa
segir mikilvægt að fylgjast með því
sem er efst á baugi erlendis, á hin-
um Norðurlöndunum standi
kvennafræðirannsóknir mjög fram-
arlega og gott sé að geta leitað til
stofnana og fræðimanna þar.
Undanfarna vetur hefur rann-
sóknastofan reglulega staðið fyrir
hádegisfundum um rannsóknir og
kvennafræði. Elfa segir að vel hafi
verið mætt á fundina og gi-einilegt
að almenningur sýnir kvennafræði-
rannsóknum áhuga. Rannsóknastof-
an hefur einnig staðið fyrir opinber-
um fyrirlestrum, málstofum og
námskeiðum, sem eru öllum opin.
Heimasíða og nýtt húsnæði
Síðastliðin ár hefur rannsókna-
stofan haft aðstöðu í Sumarhöll við
Dunhaga, en í sumar flyst skrifstof-
an í aðalbyggingu Háskóla íslands.
Að sögn Elfu verður það breyting
til batnaðar, bæði hvað varðar að-
stöðu, rými og aðgengi. Heimasíða
rannsóknastofunnar verður einnig
fullgerð í sumar, en þar verður
meðal annars hægt að nálgast upp-
lýsingar um starfsemi stofunnar,
fyrirlestra og námskeið á hennar
vegum, nýjar bækur um kvenna-
rannsóknir og nám í kvennafræðum
við Háskóla Islands.
Forstöðumaður Rannsóknastofu í
kvennafræðum er Helga Kress,
prófessor í bókmenntafræði. Stjórn-
in er skipuð til tveggja ára í senn og
í henni sitja nú Herdís Sveinsdóttir
dósent í hjúkrunarfræði, Rannveig
Traustadóttir lektor í uppeldis- og
menntunarfræði, Sigríður Lillý
Baldursdóttir skrifstofustjóri í fé-
lagsmálaráðuneytinu, Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir dósent í
mannfræði, Sigríður Þorgeirsdóttir
lektor í heimspeki og Una Björk
Ómarsdóttir lögfræðingur hjá
Tryggingastofnun.
Morgunblaðið/Guðmundur Pór
CARLOS og Gladys að skoða framleiðslu Ektafisks sem Elvar og
Guðlaug reka á Hauganesi. Á pakkningunum er uppskrift af
saltfisksbollum frá Puerto Ricobúunum.
laug hafa farið í heimsókn til Puerto
Rico og verið þar yfir áramót og
Eva hefur einnig farið eina ferð út.
Carlos og Gladys hafa sem fyrr
segir heimsótt íslands og dóttir
þeirra líka. Mikið hefur verið um
bréfaskriftir og síminn verið notað-
ur. Ekki er algengt að svo gott sam-
band haldist, að fólk ferðist þúsund-
ir kíiómetra til að vera við fermingu
og útskrift í fjarlægum heimshluta.
„Þetta er dóttir okkar,“ segja þau og
vilja greinilega til mikils vinna að
vera samvistum við hana og fjöl-
skyldu hennar á Islandi.
Eva fór í heimsókn til Puerto
Rico þegar „systir hennar" þar
eignaðist barn. Eva á sjálf von á sér
í desember og ætlar „systir hennar"
að endurgjalda heimsóknina við það
tækifæri.
Keyptu ferðaskrifstofu
Skömmu áður en Carlos og Gla-
dys komu til íslands festu þau kaup
á ferðaskrifstofunni Acroexpres
Travel. Þau sögðust hafa áhuga á að
bjóða upp á eitthvað nýtt fyrir
ferðafólk með því að selja ferðir til
Islands.
„Hér má bjóða upp á miklar ævin-
týraferðir, skoða hálendið, fara í
hvalaskoðun og skoða fallega nátt-
úru Islands, til dæmis Mývatn. Það
er mikill munur á menningu þjóð-
anna, veðurfari og nánast öllu,“
sagði Carlos, en þau hjónin hafa tek-
ið miklu ástfóstri við land og þjóð.
Það var mikið um að vera hjá
þeim hjónum meðan á dvöl þeirra á
íslandi stóð. Þau voru viðstödd
fermingu Lísbetar, yngstu dóttur
þeirra Elvars og Guðlaugar. Þá út-
skrifaðist „dóttir þeirra" Eva sem
stúdent frá Verkmenntaskólanum á
Akureyri.
Þau héldu upp á 23 ára brúð-
kaupsafmæli sitt, 25. maí með því að
fara út í Hrísey og snæða á veit-
ingahúsinu Brekku. Ferðamálin
tóku sinn tíma, en þau heimsóttu
ferðaskrifstofur í Reykjavík áður en
þau héldu utan í byrjun júní.
Puerto Rico er bandarísk eyja í
Vestur-Indíum. Á eyjunni er hita-
beltisloftslag og fellibyljir tíðir.
Landið er mjög þéttbýlt en þar búa
um 3,6 milljónir manna og nánast
hver fermetri nýttur.
Flatarmál landsins er aðeins
minna en Vatnajökuls eða um 8.300
ferkílómetrar. Gjaldmiðill landsins
er bandarískir dollarar og eru íbúar
landsins með bandarískt vegabréf.
Fyrir utan þær 3,6 milljónir manna
sem búa í landinu eru um 2,5 millj-
ónir Puerto Ricana búsettir í
Bandaríkjunum.
Heitir pottar
mótaðir úr akrýl, níðsterkir,
hita- og efnaþolnir og
auðveldir að þrífa.
Margar gerðir.
Verð frá kr. 89.133 stgr.
Trefjar ehf.
Hjallahrauni 2, Hafnarfirði,
sími 555 1027.