Morgunblaðið - 08.07.1997, Page 1

Morgunblaðið - 08.07.1997, Page 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • fHOfgttttMftMfr Blýmengun á heimilum BLY er í einhverjum mæli í flestum húsum, segir Ragnar J.Gunnarsson í grein um blýmengun á heimilum. Af blýmengun getur stafað háski, ekki hvað sízt fyrir börn. Blý getur verið í málningu og lakki og borizt inn utan frá. / 16 ► Viðhald er nauðsyn ÞAÐ er ekki nauðsynlegt, að allir íbúðareigendur séu sérfræðingar í lögnum, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. En þeir þurfa að gera sér grein fyrir því, að lagnir þurfa umhirðu og viðhald. / 22 ► Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 8. júlí 1997 Blað C Þátta- skil í Spönginni ÞÁTTASKIL eru orðin í Spönginni svonefndu í Grafarvogi með fyrstu verzlunarbyggingunni á svæðinu. Þar er að verki Jó- hannes Jónsson, kaupmaður í Bónus. Byggingin er um 600 ferm. og í henni verður rekin hefðbundin Bónusverzlun. Hún er byggð úr forsteyptum einingum, en þakið er úr lím- tré. Spönginni er ætlað mikið hlutverk í framtíðinni, Svæðið er rúmir 4 hektarar og þar er áformað að byggja verzlunar- og þjónustuhúsnæði, sem verði um 8000-10000 ferm. að gólffleti, en einnig er gert ráð fyrir íbúðum á svæðinu. Mjög hröð uppbygging á sér stað í Grafarvogshverf- unum og gert er ráð fyrir, að innan skamms verða íbúar þar orðnir um 20.000. í Spönginni eiga íbúar á þessu svæði að geta fengið alla þjónustu á einum stað. Spöngin liggur miðsvæðis í norðurhluta byggðarinnar á þessu svæði í góðum tengsl- um við vegakerfíð, en er ekki síður vel sett gagnvart helztu gönguleiðum og opnum svæðum innan byggðarinnar. „Eg tel, að Spöngin eigi mikla framtíð fyrir sér,“ seg- ir Jóhannes. „Aðkoma að Bónusverzluninni er mjög þægileg og þar eru þegar 100 bflastæði, sem eru malbikuð og fullfrágengin." / 2 ► Ávöxtunarkrafa húsbréfa sjaldan verið lægri en nú ÁYöXTUNARKRAFA húsbréfa hef- ur lækkað mjög að undanfórnu. Hún var 5,45% í lok síðustu viku og hefur ekki verið lægri frá því í júní í fyrra. Lækkun ávöxtunarkröfunnar nú má rekja til vaxtalækkananna að undan- fornu. Ávöxtunarkrafan skiptir miklu máh, því að hún ræður þeim afföllum, sem er á húsbréfunum á hverjum tíma. Þetta hefur því áhrif á fast- eignamarkaðinn, því að það er hag- stæðara að kaupa og byggja, þegar ávöxtunarkrafan er lág, þar sem hús- bréfin eru þá þeim mun verðmætari, sem fást út á eignirnar. Sem dæmi má nefna, að afföll af 1. millj. kr. í húsbréfum til 25 ára er um 65.200 kr., ef ávöxtunarkrafan er 5,70% en um 91.000 kr., þegar ávöxt- unarkrafan er 6%. Um nokkurn tíma hafa affóllin ver- ið á bilinu 8,5-11%, en eru nú komin niður í um 6,5%. Lækki ávöxtunar- krafan niður í 5%, myndu affóllin af húsbréfum fara niður fyrh’ 3%. Ekki er þó hægt að segja með neinni vissu, hvort þróunin verði á þann veg. Hæst varð ávöxtunarkrafan um 9% síðari hluta árs 1991 og var aðai ástæðan þá mikil húsbréfaútgáfa ásamt mikilli lánsfjárþörf ríkissjóðs. Lægst varð ávöxtunarkrafan rétt undir 5% um mitt ár 1994. Astæðumar fyrir vaxtalækkunun- um að undanfórnu eru fleiri en ein. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir lítilli verðbólgu í ár. Launahækkanirnar í vor voru innan þeirra marka, að ekki er talið, að þær muni skila sér út í verðlagið. Jafnframt hefur lánsfjár- þörf ríkissjóðs minnkað og þrýsting- ur á lánsfjármarkaði um leið. Einnig hafa ýmsir innlendir lántakendm’ leitað á erlenda lánsfjármarkaði í staðinn fyrir innlendan markað. Með þetta í huga ætti ávöxtunar- krafa húsbréfa að haldast lægri en hún hefur verið í langan tíma og af- föllin um leið. Avöxtunarkrafa* húsbréfa jan.1995 til 4. júl. 1997 O ávöxtunarkrafa viö kaup J FMAMJ J ASONDJ FMAMJ J ASONDJ FMAMJ J Verðbréfasjóður Fjárvangs er góður fjárfestingarkostur Markbréf hafa skilað eigendum sínum 9,5%* raunávöxtun á ári sl. 2 ár. Kynntu þér kosti Markbréfa og annarra verðbréfasjóða hjá Fjárvangi. Ráðgjafar Fjárvangs veita upplýsingar um fjárfestingarkosti sem henta þér í síma 5 40 50 60. *Miðað við 29. mal 1997 (|IP- FJÁRVANGUR L 0 G GIL T VERÐBHÉFAFYRIRLÆKI Fjárvangur hf., löggilt verðbréfafyrirtæki, Laugavegi 170, 105 Reykjavík, sfmi 5 40 50 60, sfmbréf 5 40 50 61, www.fjarvangur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.