Morgunblaðið - 06.08.1997, Side 8
«
FRJALSIÞROTTIR / HM I AÞENU
Sarka Kasparkova frá Tékklandi stökk 15,20 metra og tryggði sér sigur í þrístökki
Mikill þrýst-
ingur á mig
aðsigra
FYRST var keppt íþrístökki kvenna á heimsmeistaramóti árið
1995 í Gautaborg og þá sigraði Inessa Kravets frá Úkraínu með
því að stökkva 15,50 metra og setja heimsmet sem enn stend-
ur. Keppnin í Aþenu var skemmtileg og spennandi.
Rúmenska stúlkan Rodica Mate-
escu tók forystu strax í fyrsta
stökki er hún sveif 15,16 metra og
bætti þar með besta árangur árs-
ins, en honum náði hún 14. júní er
hún stökk 15,14 metra og setti
rúmenskt met. Forystunni hélt hún
þar til í fimmtu umferð að Sarka
Kasparkova frá Tékklandi stökk
15,20 metra og tryggði sér þar með
sigurinn. Stökk hennar var glæsi-
legt. Hún hitti eins vel á plankann
og hægt er, fyrsta stökkið var langt
og lágt, annað var einnig langt en
það var nokkuð sem vantaði hjá
stúlkunum og þriðja stökkið var
hátt og lendingin góð og niðurstað-
an var 15,20 metrar, lengsta stökk
ársins.
Mikil keppni var einnig milli Yel-
enu Govorovu frá Ukraínu og
grísku stúlkunnar Olgu Vasdeki
sem var vel studd af áhorfendum.
Hún var í fjórða sæti þegar kom
að fimmtu umferðinni og stökk þá
14,62 metra sem kom henni í þriðja
sæti við mikinn fögnuð, bæði henn-
ar og áhorfenda. Næst í röðinni var
Govorova og það sást langar leiðir
á svip hennar að hún ætlaði sér
verðlaunapening, ákveðnin var slík.
Og það tókst hjá henni, hún stökk
14,67 metra og bætti árangur sinn.
Það var því stutt á milli hláturs og
gráts hjá þeirri grísku.
Sigurvegarinn var ánægður en
sagðist sakna þess að hafa ekki
Önnu Biryukovu meðal keppenda.
„Það var mikill þrýstingur á mig
að sigra, sérstaklega að heiman og
því var sigurinn sætur,“ sagði
meistarinn. Mateescu sagðist hafa
blendnar tilfinningar til silfursins.
„Ég er vonsvikin yfir að hafa misst
af gullinu en ég er ánægð með að
hafa sett rúmenskt met,“ sagði hún
og Govorova frá Úkraínu var stutt-
orð: „Ég er ekki mjög ánægð og
ég vona að þið skiljið hvers vegna,"
sagði hún eftir að úrslitin lágu fyrir.
Sarka Kasparkova
Fædd: 20. maí 1971, í Karvina í Tékklandi.
Ferill: Hún vann bronsverðlaun á Ólympíuleikun-
um í Atlanta í fyrra og einnig á HM innanhúss
í París í mars á þessu ári. Hún bætti fyrri árang-
ur sinn um 20 sentímetra í Aþenu er hún stökk
15,20 m, sem er þriðja lengsta stökk sögunnar.
Reuter
SARKA Kasparkova í sigurstökki sínu, 15.20 m.
Sigur tileinkaður
látinni systur
Meistarinn
úr leik
CHARLES Austin, ólympfu-
meistari í hástökki, náði ekki
að tryggja sig í úrslitakeppni
hástökksins á mánudags-
kvöldið. Það voru aðeins tíu
keppendur sem komust yfir
2,28 metra, en til að tryggja
-> sig áfram þurfti að stökkva
yfir þá hæð. Þar sem tólf
keppendur eru alltaf í úrslit-
um var skoðað hveijir hefðu
stokkið 2,26 og þar á meðal
var Austin en hann fór yfir
þá hæð í annarri tilraun, eins
og Bretinn Steve Smith. Tékk-
inn Jan Jaku og Rússinn Sere-
geyj Kliugin stukku hins veg-
ar yfir 2,26 í fyrstu tilraun
og verða með í úrslitunum I
dag. Dragutin Topic frá Júgó-
slavíu féll líka úr keppni en
A hann vann til bronsverðlauna
á HM innanhúss í ár og Art-
uro Ortiz frá Spáni, sem sigr-
aði í Evrópubikarkeppninni i
fyrra, féll líka úr keppni.
Topic er einnig fyrrum Evr-
ópumeistari.
Heimsmeistaranum í sjöþraut
kvenna árið 1991, Sabine
Braun frá Þýskalandi, sem lengi
hefur staðið í skugga Jackie Joyn-
er-Kersee, Bandaríkjunum, tókst
loks í annað sinn að standa í efsta
þrepi að lokinni sjöþrautarkeppni á
heimsmeistaramóti. A þriðja
keppnisdegi heimsmeistaramótsins
tryggði Evrópumeistarinn sér verð-
skuldaðan sigur, hlaut 6.739 stig,
88 stigum fleiri en Denis Lewis frá
Bretlandi. Bronsið féll í skaut Rem-
igia Nazaroviene, Litháen, hún
hlaut 6.588 stig.
Braun ætlaði sér stóra hluti á
Ólympíuleikunum í fyrra, enda
aldrei borið sigur úr-býtum á fyrri
leikum. En þá sannaðist að oft
verður lítð úr því högginu sem
hátt er reitt og Braun náði sér aldr-
ei á strik, hafnaði í 6. sæti. í árs-
byrjun skipti hún um þjálfara og
segist við það hafa gengið í gegnum
Sabine Braun
Fædd: 19. júní 1965, Essen í
Þýskalandi.
Ferill: Hún hefur tekið þátt í
síðustu fjórum heimsmeistara-
mótum og einu sinni áður unn-
ið, í Tokýó 1991. Hún varð
Evrópumeistari í sjöþraut 1994
en náði sér ekki á strik næstu
árin og varð í sjöunda sæti á
ÓL í Atlanta í fyrra. Hún var
með besta árangurinn í ár,
áður en hún kom til Aþenu
með 6.787 stig.
endurnýjun lífdaga sem íþrótta-
maður. Nýi þjálfarinn heitir
Hansjoerg Holzamer og segir
Braun hann hafa breytt æfingum
sínum og síðast en ekki síst hugs-
unarhætti. „Af þeirri ástæðu lang-
ar mig til að halda áfram að æfa
og kepppa á meðal þeirra bestu,“
sagði hin 32 ára gamla Braun,
heimsmeistari í sjöþraut.
Nú var ekkert hik á Evrópu-
meistaranum, hún tók forystuna
strax í fyrstu grein og hélt henni
allt til loka. Braun sagðist tileinka
sigurinn systur sinni, sem lést úr
krabbameini í vor, en systir hennar
var með henni í æfingabúðum í
Bandaríkjunum í vor og lést í
Bandaríkjunum tveimur dögum
áður en þær sneru til Þýskalands
á ný.
■ MARION Jones bætti sig jafnt
og þétt í 100 metra hlaupinu í
Aþenu. Hún hljóp á 11,09 sekúnd-
um í fyrstu umferð, 10,96 í þeirri
næstu og í undanúrslitum hljóp
stúlkan á 10,94 og á 10,83 í úrslita-
hlaupinu.
■ JONES sagði á blaðamanna-
fundinum skömmu eftir að 100
metra hlaupinu lauk, að hún væri
búin að hitta kærastann og fá frá
honum koss. Sá heitir C.J. Hunter
og er kúluvarpari, varð fjórði hér á
mánudaginn. Hann er stór og mik-
ill um sig en Jones hins vegar grönn
og há og nokkuð skondið að sjá þau
saman.
■ HLA UPABRA UTIN á Ólymp-
íuleikvanginum í Aþenu virðist
henta spretthlaupurum vel enda er
hún hörð og til þess gerð að þeir
geti náð góðum árangri. Karlarnir
hlupu ellefu sinnum undir tíu sek-
úndum á mótinu og stúlkurnar
fimm sinnum undir 11 sekúndum.
■ TIM Montgomeríe, sem varð í
þriðja sæti í 100 metra hlaupi karla
kom ekki á blaðamannafundinn eft-
ir hlaupið. „Ég er að fara í lyfja-
próf, ég fer beint í lyfjapróf. Engar
spurningar, takk fyrir,“ var það
eina sem hafðist út úr kappanum.
■ ATO Boldon tók slökum ár-
angri sínum í úrslitahlaupinu vel
og um leið og hann kom í mark
hljóp hann til Greens og faðmaði
hann að sér og óskaði honum til
hamingju.
■ GREEN var spurður að því hvað
honum og Baileys hefði farið á
milli skömmu áður en hlaupið hófst,
en þá horfðust þeir í augu um stund
og Kanadamaðurinn sagði eitt-
hvað við Green. „Við segjum svo
margt og ég held ég sé ekkert að
segja ykkur hvað okkur fer á milli,"
sagði nýkrýndur heimsmeistari.
Frakkinn
sterkur
eftir
meiðsl
Frakkinn Stephane Diagana kom
fyrstur í mark í 400 metra
grindahlaupi á 47,70 sekúndum, sem
er besti tími sem náðst hefur í ár.
„Þetta er mjög merkileg stund fyrir
mig og í raun tímamót. Ég átti satt
best að segja ekki von á að ná svona
langt því ég meiddist og gat ekkert
æft í eitt ár. Nú kem ég hingað og
sigra! Þetta er alveg meiriháttar -
að vinna sinn fyrsta sigur á stór-
móti,“ sagði Frakkinn.
Hann náði góðu starti og tók
snemma forystuna sem hann lét ekki
af hendi. Fyrstur upp úr startblokk-
unum var samt Llewellyn Herbert
frá Suður-Afríku en Diagana náði
honum fljótt. Herbert hljóp á 47,86
og setti suður-afrískt met eins og
ítalinn Fabrizio Mori sem varð í
ijórða sæti á 48,05 sekúndum.
Stephane Diagana
Fæddur: 23. júlí 1969, í Saint-
Afrique í Frakklandi.
Ferill: Hann varð fjórði í 400 metra
grindahlaupi á Ólympíuleikunum í
Barcelona 1992 - setti þá franskt
met í undanrásum, unanúrslitum og
úrslitum. Hann vann bronsverðlaun
á HM í Gautaborg 1995. Hann var
ekki með á ÓL í Atlanta, í ár á hann
besta tímann í greininni, 47,37 sek.