Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR •
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Miðvikudagur 6. ágúst 1997
Blað E
Hverfis-
verzlun
FRAMKVÆMDIR eru hafnar
við rúmlega 1000 ferm.
verzlunar- og þjónustu-
byggingu í Lindahverfi í Kópa-
vogi. I henni verður hverfís-
verzlun í um 300 ferm. hús-
næði, en annað húsnæði er til
sölu eða leigu. / 2 ►
rOK Tmmnrtntranin.
.iiiKiii;
Atvinnu-
húsnæði
EFTIRSPURN er nú meiri eftir
atvinnuhúsnæði en áður. Hjá
Fasteignamarkaðnum er til
sölu hátt í 1.900 ferm. húsnæði
við Dalshraun 1 í Hafnarfirði,
sem skiptist í margar einingar.
Lóðin er stór hornlóð á
áberandi stað. / 21 ►
Ú T T E K T
Fallegar
skreyt-
ingar
HÚSIÐ Fríkirkjuvegur
11 er eitt veglegasta
húsið við Tjörnina. Það
var byggt sem einbýlishús fyr-
ir um 90 árum og mikið til
þess vandað á allan hátt. Þetta
fallega en virðulega hús setur
mikinn svip á umhverfi sitt og
saga þess er samofin sögu
Reykjavíkur. Það gegnir mik-
ilvægu hlutverki enn í dag, en
þar starfar nú Iþrótta- og
tómstundaráð Reykjavíkur.
I þættinum Smiðjnn fjallar
Bjarni Ólafsson um málaðar
skreytingar í þessu húsi, sem
er ekki einungis veglegt að ut-
an heldur einnig að innan. I
því má sjá skreytingar, sem
lengi hafa tíðkazt í málaraiðn
en lítt verið notaðar á síðari
árum.
Þar má nefna marinaramál-
un, strikun, granítmálun,
skrautbekki og oðrun. Fáir
munu sennilega gera sér grein
fyrir því nú á dögum, hvað átt
er við með oðrun, en það er
málun, sem líkir eftir öðrum
viðartegundum eins og hnotu-
tré, mahony o. fl.
Miðað við nútímamálun inn-
anhúss hefur málningin í hús-
inu dugað býsna vel og víða
er upprunalega málningin í
ótrúlega góðu lagi. I húsinu
má sjá granítmálaðar súlur
við innganginn og þar yfir má
glöggt sjá fallega skraut-
bekki og spjaldaloft yfir
tröppum. /14 ►
Greiddar vaxtabætur
fara hækkandi
VAXTABÆTUR skipta miklu máli
fyrir þá, sem eru að kaupa eða
byggja, en allir þeir, sem eiga íbúð-
arhúsnæði til eigin nota, eiga rétt á
vaxtabótum að réttum skilyrðum
uppfylltum. Sama máli gegnir um
þá, sem keypt hafa hlut í almennri
kaupleiguíbúð. Með eigin notum er
átt við, að húsnæðið sé nýtt til íbúð-
ar af eiganda þess sjálfum.
Rétturinn til vaxtabóta stofnast á
því ári, sem íbúð eða eignarhluti er
keyptur eða bygging hafin. Vaxta-
bætur eru ákvarðaðar samkvæmt
upplýsingum á skattframtali og eru
greiddar út í einu lagi eftir álagn-
ingu skatta.
Greiddar vaxtabætur hafa farið
hækkandi eins og súluritið hér til
hliðar sýnir, en það sýnir þróun
vaxtabóta og húsnæðisbóta frá árinu
1990. Húsnæðisbætur voru afnumd-
ar frá og með árinu 1993 og vaxta-
bætur tóku þá alfarið við.
Vaxtabætur ættu að sveiflast eitt-
hvað eftir því, hvort vextir fara
hækkandi eða lækkandi í landinu.
Vaxtalækkanir hafa þó sennilega
ekki mikil áhrif á vaxtabætur, þar
sem margir íbúðarkaupendur eða
byggjendur eru það skuldugir, að
vaxtagjöld þeirra ná áfram því há-
marki, sem þarf til þess að fá fullar
vaxtabætur.
Vaxtagjöld, sem mjmda stofn til
vaxtabóta, eru gjaldfallnir vextir og
gjaldfallnar verðbætur á afborganir
og vexti. Hér með teljast einnig
dráttarvextir ársins. Affóll skapa
einnig rétt til vaxtabóta að öðrum
skilyrðum uppfylltum.
Þannig geta afföll vegna sölu á
skuldabréfum myndað stofn til
vaxtabóta, ef útgefandinn hefur not-
að andvirðið til öflunar á íbúðarhús-
næði til eigin nota. Sama máli gegnir
um affóll vegna sölu húsbréfa hjá
manni, sem er að byggja íbúðarhús-
næði tO eigin nota og hefur fengið
þau gegn afhendingu fasteignaveð-
bréfa.
Affóll vegna sölu á skuldabréfum
eða húsbréfum, sem seljandi hefur
fengið sem greiðslu fyrir fasteign,
koma hins vegar ekki tO álita sem
stofn til vaxtabóta.
Vaxta- og húsnæðisbætur
1990-97(skv. álagningu, allt landið’
3.458
Húsnæðisbætur ^ 3 301
3.023
♦tí
3.04
2.812
2.400
2.044
CM
milljónir kr.
1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997
TRYGGÐU Þ E R BETRA VERÐ
Seldu Húsbréíin hjá Fjáruangi!
Það borgar sig að gera verðsamanburð!
Kaupgengi Húsbréfa er mismunandi eftir fjármálastofnunum. Fjárvangur keppist viö að bjóða
besta kaupgengið og staðgreiðir Húsbréfin samdægurs. Ráðgjafar Fjárvangs veita allar upplýsingar
um kaupgengi Húsbréfa. Hærra kaupgengi þýðir hærra verð fyrir Húsbréfin þín.
Hn*-
FJÁRVANGUR
lOGSIU VEBOBBÍFAFYRIRT/td
Fjárvangur hf., löggilt veröbréfafyrirtæki, Laugavegi 170,105 Reykjavík, sfmi 5 40 50 60, slmbréf 5 40 50 61, www.fjarvangur.is