Morgunblaðið - 07.08.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.08.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1997 JBó vgmtlrifofrft ■ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST BLAÐ Andri Sigþórs- son með marka- met hjá KR ANDRI Sigþórsson, hinn ungi og marksækni leikmaður KR-liðsins, setti liðsmet er hann skoraði fimm mörk fyrir KR í Borgarnesi í gærkvöldi, 6:2. Aðeins tveir aðrir leikmenn hafa skorað fimm mörk í leik í 1. deild frá deildaskiptingu 1955 - Halldór Áskelsson skoraði fimm mörk fyrir Þór gegn FH-ingum á Akureyri 1985,6:1. Sumarliði Arnasson, ÍBV, endurtók afrekið í leik 1994, er hann skoraði fimm mörk gegn Þór. Sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í leik í 1. deild er Teitur Þórðarson. Hann skoraði sex mörk þegar Skagamenn unnu stórsigur á Breiðabliki á Akranesi 1973,10:1. FRJÁLSÍÞRÓTTIR / HM í AÞENU Morgunblaðið/Golli GUÐRÚN Arnardóttir ásamt rússnesku stúlkunnl Ann Knoroz í hlauplnu i gær. Guðrún var nálægt sfnum besta tíma og hljóp á 54,93 sekúndum, sem er 0,12 sek. frá Islandsmeti hennar. Guðrún Arnardóttir endaði í níunda sæti í 400 metra grindahlaupi Er mjög vonsvikin Guðrún Arnardóttir varð fímmta í sínum riðli í undanúrslitum 400 metra grindahlaupsins á heims- meistaramótinu í Skúli U. frjálsíþróttum í Sveinsson Aþenu í gærkvöldi. skrifar frá Hún var aðeins einu Aþenu sæti frá því að kom- ast úrslit og hefði þurft að bæta íslandsmetið til að ná þangað. Hún hljóp á 54,93 sekúndum en næsta stúlka á undan henni, Andrea Black- ett frá Barbados, hljóp á 54,74 sek- úndum. Islandsmet hennar er 54,81 sekúndur. „Það er kannske of mikið að segja að þetta hafí allt breyst í martröð, en ég er mjög vonsvikin," sagði Guðrún í samtali við Morgun- blaðð eftir hlaupið. Hún sagði að nú yrði hún og Norbert Elliott þjálfarinn hennar að fara yfír undirbúninginn. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvað hefur mistekist hjá okkur, kannski eitthvað í vetur eða í sumar, en ég hef verið að bæta mig bæði í 200 og 400 metra hlaupi. Ég veit ekki hvað það er sem þarf til að bæta mig í grindinni fyrst það gerðist ekki núna. Ég hef þann galla að mér líður best þegar ég er með ein- hvern fyrir framan mig til að elta. Ég þyrfti að athuga hvort ekki megi vera með gulrót þannig að ég geti elt hana. Flestum finnst vont að hlaupa á innstu braut en ég vildi frekar vera þar en á þeim ystu,“ sagði hún. ■ Get betur... / C8 Jón Arnar á bata- vegi JÓN Arnar Magnússon, tug- þrautarkappi úr Tindastóli, er á góðum batavegi eftir að hann meiddist í fyrrakvöld í hástökkskeppni tugþrautar- innar á heimsmeistaramótinu í Aþenu. í gær var hann á hótelherbergi sínu „með löpp- ina uppí loft,“ eins og Gísli Sigurðsson þjálfari hans orð- aði það. „Hann er miklu betri en í gær og getur gengið um allt. Það verður svo bara að koma í Jjós þegar við komum heim hversu alvarleg meiðsl hans eru. En þetta lítur miklu betur út í dag en í gær. Hann er auðvitað ekki farinn að æfa, en við vorum að gantast með það að ef honum fer jafnmikið fram á hverjum degi og hingað til gæti hann kannski náð æfingu áður en hann fer heim,“ sagði Gisli í gærkvöldi. Matar- lykt hjá Guðrúnu ÍSLENSKU keppendurnir á heimsmeistaramótinu I Aþenu, þau Jón Arnar Magn- ússon og Guðrún Arnardóttir, eru ekki ánægð með hótel Stanley þar sem þau búa. Sér- staklega er herbergi Guðrún- ar slæmt því með loftkæling- unni gýs upp mikil matarlykt og ætlaði hún að skipta um herbergi. „Ég hætti við það, nennti því ekki því ég er með svo mikið drasl. Þetta var í lagi á þriðjudagsmorguninn því ég vaknaði klukkan fímm og þá voru þeir ekki byijaðir að elda. Þegar ég lagði mig um miðjan daginn varð ég að fá lánað herbergið þjá Jóni og Gísla (Sigurðssyni þjálfara Jóns) því það var mikil steik- arlykt í minu herbergi. Svo þegar ég kom heim um kvöld- ið var aftur allt komið í lag - þeir voru hættir að elda,“ sagði Guðrún í gær. EYÐIMERKURPRINSINN KREFST KONUNGSTIGNAR / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.