Morgunblaðið - 07.08.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.08.1997, Qupperneq 2
2 C FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ HIVIIAÞENU ’ 97 Dvorak vissi ekki af Evr- ópumetinu Tomas Dvorak frá Tékklandi sigraði örugglega í tugþraut- arkeppninni og náði þriðja besta árangri sem náðst hefur í greininni frá upphafi, hlaut 8.837 stig, var 54 stigum frá heimsmeti Dan O’Bri- ens, Bandaríkjunum, en aðeins 10 stigum frá 13 ára gömlu Evrópu- meti Dailey Thompson frá Bret- landi. Annar varð Finninn Eduard Hámalaninen með Norðurlandamet, 8.730 stig og bætti eigið met um 117 stig. Silfurmaðurinn frá Ólympíuleikunum í fyrra, Þjóðverj- inn Frank Busemann varð þriðji með 8.652 stig og bætti einnig sinn fyrri árangur á árinu. Þess má geta að íslandsmet Jóns Arnars Magnús- sonar, 8.470 stig, hefði nægt til fjórða sætis. Dvorak tók forystuna að lokinni áttundu grein, stangarstökki, og gaf ekkert eftir. Bandaríkjamaður- inn Chris Huffins, sem hafði for- ystu lengi vel, heltist úr lestinni í níundu greininni, spjótkasti, þar sem hann átti þrjú ógild köst. Sigur Dvoraks var verðskuldað- urin og árangur hans glæsilegur. Að keppni lokinni var hann spurður af hveiju hann hefði ekki gert harð- ari atlögu að Evrópumetiu og hálf- gengið síðustu metrana í 1.500 m hlaupinu er var síðast á dagskrá. „Ég vissi ekki að Evrópumetið var svo skammt undan og ég slakaði á þegar mér var ljóst að möguleiki á heimsmetinu var.ekki lengur fyrir hendi.“ Dvorak, sem varð þriðji á Ólymp- íuleikunum í fyrra, sagði sigur vera kærkominn en um leið saknaði hann þess að hafa ekki átt þess kost að keppa við heimsmethafann og heimsmeistarann frá síðustu þrem- ur mótum, O’Brien, sem ekki var með vegna meiðsla. „Mér finnst fjarvera hans setja skugga á árang- ur minn.“ Hámálainen, sem nú keppti í annað sinn fyrir hönd Finnlands eftir að hafa gerst finnskur ríkis- borgari um síðustu áramót, bætti Norðurlandamet sitt og var aðeins 5 stigum frá sínum besta árangri í greininni, 8.735 stig frá 1994. Þá keppti hann fyrir Hvíta-Rússland þar sem hann er fæddur og uppal- inn. Morgunblaðið/Golli KENÝAMENNIRNIR þrír á fullrl ferð ásamt Asmari frá Sádí-Arabíu er varð að gera sér 4. sætið að góðu og Marokkómanninum Hicham Bouaouiche sem hreppti 5. sætið. Samvinnan skilaði þrennu til Kenýa Kenýabúinn Wilson B. Kipketer sigraði nokkuð örugglega í 3,000 metra hindrunarhlaupinu í gær og landar hans tveir, Moses Kiptanui og Bernard Barmasai, komu næstir. Tími Kipketers var ekkert sérstakur enda ekki við því að búast á svo harðri braut sem þeirri sem keppt er á í Aþenu, en hann kom í mark á 8.05,84 mínút- um en á best 8.02,77. Heimsmet- hafinn og heimsmeistarinn, Kipt- anui varð að játa sig sigraðan, en lengi vel leit út fyrir að hann hefði sigur. Það var ekki fyrr en síðustu Kipketer Fæddur: 10. júní 1973 í Kenýja. Ferill: Vann nú í fyrsta sinn til verðlauna í stórmóti í frjálsfþrótt- um. Hefur tekið miklum framför- um síðustu misseri og á síðasta ári bætti hann árangur sinn í 3.000 m hindrunarhlaupi úr 8.27,90 mín., í 8.11,29. Kipketer er stundum verið ruglað saman við Danan Wilson Kipketer heimsmethafa í 800 m hlaupi sem er fyrrum Keyjubúi, en þeir eru ekkert tengdir þrátt fyrir að bera sama nafn. 50 metrana sem Kipketer brunaði framúr. „Við komum sjálfum okk- ur á óvart í kvöld. Ég átti ekki von á að sigra því þetta er í fyrsta sinn sem ég keppi á heimsmeistara- móti,“ sagði sigurvegarinn og bætti því við að Kiptanui væri enn mjög góður hlaupari. Kiptanui var með hálfgerða hálsbólgu og sagði að það væri ekki það besta fyrir svona hlaup. „Barmasai hljóp mjög vei í kvöld og ég var ekki einu sinni öruggur um annað sætið,“ sagði Kiptanui. Það var gaman að fylgjast með Kenýabúunum þremur. Tveir þeirra voru lengstum fremstir og Kipketer aðeins þar fyrir aftan. A1 Asmari frá Sádi-Arabíu hélt í við þá þar til 250 metrar voru eft- ir, þá hreinlega skildu þeir hann eftir með geysigóðum endaspretti þar sem samvinna þeirra félaga kom í ljós. Þeir lokuðu Asmari af og komu þannig í veg fyrir að hann næði frumkvæðinu og her- bragð þeirra gekk upp og skilað fullnaðarsigri. Kipketer setti síðan í fiuggírinn síðustu 50 metrana og kom fyrstur í mark. Verðlaun Þær þjóðir sem hafa fengið flest verðiaun: (gull, silfur og brons) Bandaríkin...3 3 4 Kenýja.......2 2 1 Þýskaland....2 0 2 Kúba.........2 0 0 Tékkland.....2 0 0 Úkraína......1 2 1 Portúgal.....1 1 0 S-Afríka.....1 1 0 Ástralía.....1 0 1 Marokkó......1 0 1 Eþíópía......1 0 0 Frakkland....1 0 0 Mexíkó.......1 0 0 Bretland.....0 2 0 Rússland.....0 1 2 Reuter HAILE Gebrselassie fagnar sigri í Aþenu. Morgunblaðið/Golli HEIMSMEISTARINN, Tomas Dvroak, kemur inn á beinu brautina í 1.500 m hlaupinu. Tomas Dvorak Fæddur: 11. maí 1972, í Dúkla Prag í fyrrum Tékkóslóvakíu, nú Tékklandi. Ferill: Varð Evrópumeistari í tugþraut í Helsinki ppw'pw jg95 jjafnagj [ 3 sæti í tugþrautarkeppni * Ólympíuleikanna í Atlanta á síðasta ári. Árangur hans í tugþraut á heimsmeistaramótinu að þessu sinni, 8.837 stig skipa hann í 3. sæti á heimsaf- rekalistanum frá upphafi. Dvorak er hermaður að atvinnu og eiginkona hans Gabriela Vanova, er dóttir þjálfara hans. Haile Gebrselassie Fæddur: 18. apríl 1973, í Assela í Eþí- ópíu. Ferill: Heimsmethafi í 5 km hlaupi, 12.44,39 mín., heimsmethafi í 10 km hlaupi, 26.31,32 mín. Hefur unnið 10 km hiaup á tveimur síðustu heimsmeist- aramótum og er auk þess Ólympíumeist- ari í 10 km hiaupi. Ætlaði einnig að sigra í 5 km hlaupi á síðustu Ólympíu- leikum en dró þátttöku sína til baka í greininni vegna sára á fótum eftir 10 km hlaupið. Óbreytt frá Atlanta Röð þriggja fyrstu í 10.000 m hlaupinu á heimsmeistaramót- inu var sú sama og á Ólympíuleikun- um í Atlanta á síðasta ári. Heims- methafinn í greininni Haile Gebrse- lassie frá Eþíópíu varð öruggur sig- urvegari iíkt og þá og kom fáum á óvart. Hann hafði örugga forystu síðustu 600 m hlaupsins og kom í mark á 27.24,58 mín., 55 sekúndum frá heimsmeti sínu. Annar varð Kenýumaðurinn Paul Tergat á 27.25,62 og Salah Hissou, Ma- rokkó, varð þriðji 27.28,67. Með sigrinum varð Gebrselassie heims- meistari í greininni í þriðja sinn í röð. Eþíópíumaðurinn hafði hótað að mæta ekki til leiks til þess að veija tign sína sökum þess að hlaupa- brautin væri of hörð og hann vildi ekki eiga það á hættu að meiðast líkt og á ólympíuleikunum í fyrra, er einnig var hlaupið á harðri braut. Vildi hann láta vökva brautina með vatni fyrir hlaupið til þess að mýkja hana, sú ósk hans var hunsuð og er hann kom í mark sem sigurveg- ari sagði hann brautina ekki hafa verið eins slæma og búist hefði ver- ið við. „Brautin var skárri en í Atl- anta,“ sagði Gebrselassie. Hlaupið var taktískt og dæmigert fyrir úrslitahlaup á stórmóti þar sem þeir bestu hugsá fremur um sæti en tíma. Útfærsla heimsmeistarans á því var ákaflega góð og bar öll merki vandaðs undirbúnings þar sem hinn 24 ára gamli meistari undirstrikaði styrk sinn. Lengi vel hljóp hann á hæla Kenýamönnunum Dominic Kirui og Paul Koech en fyrrverandi heimsmethafinn Hissou tók forystuna þegar rúmir 3 km voru eftir. Koech tók forystuna á ný en Gebrselassie var ævinlega rétt á eftir og tók síðan af skarið þegar hálfur annar hringur var eft- ir eins og fyrr greinir. Enginn þeirra sem fylgdu honum eftir megnaði að ógna sigri hans. „Eg er stoltur af því að hafa unnið þijá heimsmeistaratitla," sagði heimsmethafinn og bætti við að hann teldi sig ekki þurfa að sanna neitt á heimsmeistara- mótum í framtíðinni, en Hissou keppinautur hans fullvissaði Gerbselassie um að hann myndi fá ýmislegt til að hugsa um á næstu vikum. „Ég ætla að reyna við heimsmetið í 10.000 m í Brussel 22. ágúst,“ bætti Ma- rokkómaðurinn við. Það virtist ekki raska ró hins brosmilda og dagfarsprúða heimsmethafa og heimsmeistara. „Þá geri ég bara enn betur.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.