Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FRJALSIÞROTTIR / NORÐURLANDAMOT OLDUNGA Verðlaunum sópað saman Alls tóku 19 íslenskir frjáls- íþróttamenn þátt í Norður- landamóti öldunga í Lilleström um síðustu helgi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Komu þeir heim með 27 verðlaunapeninga, einnig þeir hafa aldrei verið fleiri. Gullin voru 6, silfrin 17 og bronsverðlaunin 4. Flest hafa verðlaunin verið 18 á einu mþti hingað til. Einnig voru sett 9 íslandsmet. Jón Oddsson sigraði í langstökki í flokki 35 til 39 ára, stökk 6,99 m, og hann sigraði einnig í þrí- stökki, stökk lengst 14,44 m og hafði nokkra yfirburði. Þá varð hann annar í 100 m hlaupi á 11,53 sek. Daníel Smári Guðmundsson tók þátt í 3.000 m hindrunarhlaupi í sama flokki og varð annar á 9.47,35 mín., sem er Islandsmet. Daníel náði einnig öðru sæti í 10.000 m hlaupi á 34.32,29 mín. í flokki 40 til 44 ára tók Sigurð- ur Pétur Sigmundsson þátt í þrem- ur greinum og setti íslandsmet í tveimur þeirra. Hann varð annar á meti í 1.500 m hlaupi 4.25,06 mín., og einnig í 10.000 m hlaupi á 36.08,11 mín., sem jafnframt er íslandsmet. Þá varð hann í 4. sæti í 5.000 m hlaupi á 16.33,95 mín. Birgir Sveinsson keppti í 5.000 og 10.000 m í flokki 50 til 54 ára og varð í 2. sæti í báðum greinum. Styttra hlaupið fór hann á 18.29,05 mín., en það lengra á 38.28,71 mín., en það er íslandsmet í aldurs- flokknum. Trausti Sveinbjörnsson var einnig á meðal keppenda í þess- um aldursflokki og varð annar í 100 m grindahlaupi á 16,82 sek. og einnig í 300 m grindahlaupi á 45,68 sek., sem er íslandsmet. í 200 m hlaupi varð hann annar á 27,02 sek. Jón Ögmundsson var þriðji keppandi íslands í þessum flokki en hann varð í 4. sæti í sleggjukasti með kast upp á 42,68. Jón H. Magnússon varð í öðru sæti í sleggjukasti í flokki 60 til 64 ára, kastaði 45,66 m og Björn Jóhannsson varð þriðji með 43,80 m. Guðmundur Hallgrímsson hreppti annað sæti í 400 m hlaupi í þessum flokki, hljóp á 63,49 sek. Einnig varð hann í 5. sæti í 200 m hlaupi á 27,87 sek., en í undanrás- um hljóp hann á 27,68. Síðast en ekki síst náði hann 5. sæti í 100 m hlaupi á 13,58. í sama aldursflokki varð Bogi Sigurðsson í 11. sæti í kringlukasti með 39,68 m. Karl Torfason gerði sér lítið fyrir og sigraði í langstökki í flokki 65 til 69 ára, stökk 4,57 m og varð annar í þrístökki með 9,71 m, sem er íslandsmet. Þórður B. Sigurðsson hafnaði í 5. sæti í sleggjukasti er hann kastaði 33,84 m. Olafur Þórð- areon hreppti 7. sæti í kringlukasti með 35,56 m og hafnaði í 5. sæti í kúluvarpi með 10,40 m. Sigurður Haraldsson tók einnig þátt í þessum aldursflokki 65 til 69 ára og varð í 12. sæti í kringlukasti með 28,54 m. Haraldur Þórðarson keppti í 80 til 84 ára flokki og varð í 4. sæti í kúluvarpi, varpaði 7,50 m, sem er íslandsmet. Ámý Heiðarsdóttir, sem á dög- unum varð í öðru sæti í þrístökki á heimsmeistaramóti öldunga, keppti í langstökki á Norðurlandamótinu í flokki 40 til 44 ára. Hún varð í öðru sæti með 4,60 m en gat ekki lokið keppni vegna meiðsla, en hún varð fyrir því óláni að slíta hásin á vinstri fæti. Þar af leiðandi varð hún að hætta við þátttöku í þrístökki. í sama aldursflokki kvenna keppti einnig Hrönn Edvinsdóttir í spjót- kasti og varð í 2. sæti með 27,52 m. í sama sæti varð hún í kringlu- kasti, kastaði 26,28 m og hreppti þriðja sæti í kúluvarpi er hún varp- aði 8,22 m. Hrönn tók einnig þátt í sleggjukasti og varð fimmta í röð- inni með 21,46 m. Helga Björnsdóttir varð Norður- landsmeistari í 800 m hlaupi í flokki 45 til 49 ára á tímanum 2.33,71 mín. Þá hlaut hún silfurverðlaun í 1.500 m hlaupi átímanum 5.11,53. í aldursflokki 50 til 54 ára kvenna sigraði Anna Magnúsdóttir í spjótkasti með 25,22 m, sem er íslandsmet, en hún setti einnig met í kúluvarpi er hún sigraði og varp- aði 10,57 m. Þá varð hún önnur í kringlukasti með 23,92 m og í 3. sæti í sleggjukasti með 22,68 m. KEPPENDUR íslands sem gerðu það gott á Norðurlandamóti öldunga í Noregi sl. helgi. Efsta röð f.w.: Daníel Smári Guðmundsson, Ingibjörg Júlíusdóttir, Jón Oddsson, Þórður B. Sigurðs- son, Trausti Sveinbjörnsson, Sigurður Pétur Sigmundsson, Jón Ögmundur Þórðarson. Miðröð f.v.: Bogi Sigurðsson, Haraldur Þórðarson, Karl Torfason, Ólafur J. Þórðarson, formaður öld- ungaráðs FRÍ, Birgir Sveinsson, Lilja Guðmundsdóttir, Hrönn Edvinsdóttir. Fremsta röð f.v.: Sigurður Haraldsson, Guðmundur Hallgrímsson, Jón H. Magnússon, Björn Jóhannsson, Þórður Árni Jónsson, sonur Jóns Ögmundssonar, Helga Björnsdóttir, Anna Magnúsdóttir. Á myndina vantar Árnýju Heiðarsdóttur. Skautahöll í Laugardal í VIKUBYRJUN undirrituðu íþróttabandalag Reykjavíkur og ístak hf. samning um byggingu skautahallar í Laugardal og er gert ráð fyrir að mannvirkið verði afhent 25. febrúar á næsta ári. Þá er áætlað að verkinu verði lokið nema þeim þáttum sem hagkvæmara þykir að vinna að sumarlagi. Heildarstærð hallarinnar verður 3.277 fermetrar, þar af verður skautasvellið um 1.800 fermetrar. Húsið á að gegna jafnt þörfum til almennrar skautaiðkunar og æfinga og keppni skautafélaganna. Stefnt er að því að framkvæmdir trufli sem minnst æfingar og gert ráð fyrir að almenningur komist inn um áramót. í húsinu, sem verður fyrsta sinnar tegundar á íslandi og tengist núverandi byggingu, er m.a. gert ráð fyrir veitinga- sal, skógeymslu og búningsklef- um fyrir íþróttafélögin. Rými verður fyrir 600 áhorf- endur í sæti eða 1.000 í stæði. Samningsfjárhæðin er 180 millj. kr. og heildarbyggingarkostnað- ur er áætlaður 190 millj. króna. Myndin er frá undirritun samn- Morgunblaðid/Ásdís ingsins. F.v.: Krislján Örn Ingi- bergsson, gjaldkeri IBR, Reynir Ragnarsson, formaður ÍBR, Páll Sigurjónsson, foi’stjóri ístaks, og Jónas Frímannsson frá Istaki. MANNVIRKI STYRKIR H ÞOLFIMI Samningar við félög í Sandgerði Cyrir skömmu voru undirritaðir ■ nýir samstarfssamningar Sandgerðisbæjar við Golfklúbb Sandgerðis og Knattspyrnufélagið Reyni og gilda þeir frá ársbyijun líðandi árs til ársioka 1999 en má endurskoða fyrir 1. október ár hvert. Upphæðir starfsstyrkja eru ákveðnar í fjárhagsáætlun hvers árs og fær golfklúbburinn 230.000 kr. í ár en knattspyrnufélagið 1.760.000 kr. Bæjarsjóður greiðir laun tveggja unglinga á svæðum, í hús- um eða við þjálfun hjá félögunum 1. júní til 31. ágúst á hveiju ári samningsins. Þá eru í gildi samningar við félögin um uppbyggingu íþrótta- svæða þeirra. Skuldbindingarnar ná til 1999 og er hlutur Sand- gerðisbæjar 15 millj. kr. hjá golf- klúbbnum en 45 millj. kr. hjá Reyni. HALLDÓR Jóhannsson þolfimimaður á fleygiferð. Halldór í fjórðasæti í Finnlandi Halldór Jóhannsson, þolfimi- kappi úr Ármanni, varð í 4. sæti þar sem 6 kepptu í þolfimi- keppni á heimsleikum í fimleikum sem fram fór í Finnlandi á dögun- um. Á leikunum var keppt í ýmsum greinum fimleika sem ekki eru keppnisgreinar á Ólympíuleikum. „Ég var nærri þriðja sætinu en ég fékk 0,5 í frádrátt fyrir jan- fvægisæfingar sem kostaði mig sætið,“ sagði Halldór, sem fékk 13,75 í einkunn, en sigurvegarinn, sem er frá Búlgaríu, fékk 17,20. Halldór sagði mótið hafa verið sterkt og m.a. hefði sá er hafnaði í þriðja sæti verið í áttunda sæti á heimsmeistaramótinu í Ástralíu í vor. Þá varð Halldór í 15. sæti. „Það var súrt að ná ekki lengra. Vera má að meiðslin sem ég lenti í um mánaðamótin júní-júli hafi spilað inn í en það þýðir ekki af- saka sig með þeim. Árangurinn hjá mér er skref í rétta átt, reynsl- an er dýrmæt og ég verð bara að halda áfram að fara út og keppa." Halldór, sem er 26 ára þolfimi- kennari, stefnir næst á þátttöku á breska meistaramótinu í lok októ- ber þar sem hann hefur fengið boð um að keppa sem gestur. I fram- haldi af því hyggst hann fara til S-Kóreu á sterkt mót í byijun nóv- ember. Þar verða peningaverðlaun veitt fyrir efstu sætin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.