Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 C 5 URSLIT Liechtenstein - Island 0:4 Sportpark Esohen-Maui-en. Undankeppni HM i knattspymu — 8. riðill. miðvikudagur 20. ágúst 1997. Aðstæður: Steikjand liiti og sól — 30 stig. logn. völlurinn of mjúkui' og ósléttur, liall- aði út á kantana. Mörk íslands: Einar Þór Daníelsson (28.), Brynjar Björn Gunnarsson (40.), Sigurður Jónsson (62.), Trvggvi Guðmundsson (63.). Skot: Liechtenstein 3 - ísland 28 Horn: Liechtenstein 3 - ísland 13 Rangstaða: Liechtenstein 2 - ísland 2 Gul spjöld: Einar Þór Daníelsson (13. mín. - brot), F. Schaedler (17. - brot). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Oleg Timofejev, Eistlandi. Aðstoðardómarar: V. Vingradov og I. Lja- hovetski.Eistlandi. Áhorfendur: 550. Liechtenstein: M. Heeb - T. Hanselmann, P. Hefti, J. Ospelt, M. Stocklase, D. Telser - D. Frick, M. Frick, D. Hasler, P. Klaunz- el (M. Telser 74.), F. Schadler (P. Marxer 46.) - M. Telser. ísland: Kristján Finnbogason - Lárus Orri Sigurðsson, Guðni Bergsson, Eyjólfur Sverrisson, Hermann Hreiðarsson - Rúnar Kristinsson, Sigurður Jónsson (Bjarni Guð- jónsson 65.), Brynjar Björn Gunnarsson, Einar Þór Daníelsson (Tryggvi Guðmunds- son 53.), Arnór Guðjohnsen (Arnar Grétars- son 73.) - Helgi Sigurðsson. Kristján Finnbogason, Lárus Orri Sigurðs- son, Guðni Bergsson, Eyjólfur Sverrisson, Hermann Hreiðarsson, Sigurður Jónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Rúnar Kristins- son, Einar Þór Daníelsson, Helgi Sigurðs- son, Arnór Guðjohnsen, Tryggvi Guðmunds- son, Arnar Grétarsson, Bjarni Guðjónsson. Undankeppni HM Evrópa 8. riðill: Búkarest, Rúmeníu: Rúmenía - Makedónia................4:2 Viorel Moldovan 2 (36. vsp., 62.), Constant- in Galca (40.), Ilie Dumitrescu (65.) - Mi- roslav Dzokic 2 (52., 90.). - 15.000. Dublin, írlandi: írland - Litháen..................0:0 32.600. Staðan: Rúmenía..............7 7 0 0 24 2 21 Makedónía............8 4 1 3 21 14 13 írland...............7 3 2 2 15 4 11 Litháen..............7 3 2 2 6 5 11 fsland...............7 1 3 3 5 8 6 Liechtenstein........8 0 0 8 2 40 0 ■Næstu leikir eru ísland - Írland, Liechten- stein - Rúmenía og Litháen - Makedónía 6. september. 1. riðill: Sarajevo, Bosníu: Bosnía - Danmörk..................3:0 Edin Mujic (19.), Elvir Bolic 2 (25. vsp., 35. vsp.). - 35.000. Staðan: ..6 4 1 1 11 5 13 Danmörk 6 6 5 6 Slóvenía 5 Rússland. ísrael... Ikvöld Knattspyrna 1. deild karla: Laugardalsv.: Þróttur-ÍR.kl. 20 Kappróður Islandsmótið í kappróðri verð- ur í Nauthólsvík í dag. Keppni í yngri flokki hefst kl. 16.30 og í eldri flokki kl. 17.30. Kýpur...............6 114 5 14 4 Lúxemborg...........6 0 0 6 1 17 0 6. riðiii: Teplice, Tékklancii: Tékkland - Færeyjar.................2:0 Pavel Kuka (14. vsp.), Lubos Kozel (27.). - 8.332. Staðan: Spánn................8 6 2 0 21 4 20 Júgóslavía............8 6 1 1 23 6 19 Slóvakía.............6 4 0 2 14 7 12 Tékkland..............6 2 1 3 9 4 7 Færeyjar..............8 2 0 6 9 26 6 Malta................8 0 0 8 2 31 0 7. riðill: Istanbul, Tyrklandi: Tyrkland - Wales...................6:4 Hakan Sukur 4 (5., 37., 72., 83.), Saffet Akyuz (7.), Oguz Cetin (61.) - Nathan Blake (18.), Robbie Savage (22.), Dean Saunders (34.), Andy Melville (52.). - 30.000. Staðan: Holland..............6 5 0 1 23 3 15 Belgía...............6 5 0 1 16 6 15 Tyrkland.............6 3 1 2 16 9 10 Wales................7 2 1 4 18 18 7 San Marinó...........7 0 0 7 0 37 0 9. riðill: Kiev, Úkraínu: Úkraína - Albanía...................1:0 Serhiy Rebrov (87.). - 35.000. Bel/ast, N-írlandi: N-írland - Þýskaland................1:3 Michael Hughes (59.) - Olivier Bierhoff 3 (72., 77., 78.). - 12.035. Setubal, Portúgal: Portúgal - Armenía..................3:1 Domingos Oliveira (22.), Luis Figo (30.), Pedro Barbosa (53.) - Erie Assadourian (46.). - 14.000. Staðan: Úkraína..............9 5 2 2 8 6 17 Þýskaland............7 4 3 0 14 5 15 Portúgal.............8 4 3 1 10 3 15 N-írland.............8 1 4 3 6 8 7 Armenía..............7 0 5 2 5 11 5 Albanía..............7 0 1 6 3 13 1 S-Ameríka Quito, Ekvador: Ekvador - Paraguay..................2:1 Alex Aguinaga (53.), Ariel Graziani (78.) - Richard Baez (5.). - 12.000. ■Þau lið sem þegar hafa tryggt sér sæti á HM eru Frakkland (gestgjafar), Brasilía (núverandi heimsmeistarar), Rúmenía, Ní- gería, Túnis, Marokkó, S-Afríka og Kamer- ún. Evrópukeppni Riðlakeppni 21 árs liða 8. riðill: Búkarest, Rúmeníu: Rúmenía - Makedónía................3:0 Laurentiu Rosu (12.), Adrian Mihaleea (30.), Ionut Lutu (74.). - 2.000. Dublin, írlandi: írland - Litháen...................2:0 Neale Fenn (55., 90.). - 2.000. Staðan: Rumenia 6 6 írland 5 Litháen 5 Makedónía 6 5 3 0 2 10 2 9 5 1 0 4 4 9 3 3. riðill: Búdapest, Ungveijalandi: Ungveyjaland - Sviss.................1:1 Laszlo Klausz (53.) - Stephane Chapuisat (90.). - 40.000. Helsinki, Finnlandi: Finnland - Noregur...................0:4 Stale Solbakken (8.), Petter Rudi (12.), Jostein Flo (48.), Tore Andre Flo (84.). Staðan: Noregur...............6 4 2 0 15 2 14 Ungvetjaland.........6 2 2 2 6 6 8 Sviss................5 2 1 2 5 5 7 Finnland.............6 2 1 3 8 10 7 Aserbaidsjan.........5 1 0 4 2 13 3 4. riðill: Minsk, Hvíta-Rússlandi: Hvíta-Rússland - Svíþjóð..............1:2 Sergei Gurenko (38.) - Kennet Anderson (76.), Per Zetterberg (85.). - 10.000. Tallinn, Eistlandi: Eistland - Austurríki.................0:3 Anton Polster 3 (46., 69., 88.). Staðan: Skotland.............8 5 2 1 9 2 17 Austurríki...........7 5 1 1 11 4 16 Svíþjóð..............7 5 0 2 14 9 15 Lettland..............7 2 1 4 9 11 7 Hvíta-Rússland.......7 115 4 12 4 Eistland.............8 116 4 14 4 5. riðill: Sofia, Búlgaríu: Búlgaría - fsrael.....................Is0 Lyuboslav Penev (68.). - 25.000. Staðan: Búlgaria..............6 5 0 1 15 5 15 ..6 4 2 0 15 2 14 ..8 4 1 3 9 7 12 5. Istvan Bathazi (Ungv.)......... 6. Uwe Volk (Þýskal.)............. 7. Jani Sievinen (Finnl.)......... 8. Kresimir Cac (Króatíu)......... 200 metra bringusund kvenna: 1. Agnes Kovacs (Ungv.)........... ■Evrópumet 2. Alicja Peczak (Póll.).......... 3. Brigitte Becue (Belgíu)........ 4. Inna Nikitina (Úkr.)........... 5. Jaime King (Bretl.)............ 6. Anne Poleska (Þýskal.)......... 7. Karine Bremond (Frakkl.)....... 8. Linda Hindmareh (Bretl.)....... 4x200 metra skriðsund karla: 1. Bretland... 2. Holland... 3. Þýskaland.... 4. Ítalía... 5. Pólland..... 6. Sviss.... ■Svíar voru dæmdir úr keppni. 4.21,93 4.23.76 4.24,59 4.35,36 2.24.90 2.28.04 2.28.90 2.29.76 2.30,02 2.30,40 2.30,65 2.31,68 7.17,56 .7.17,84 .7.18,86 .7.19,27 .7.31,45 .7.38,77 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA INæsti leikur er ísland - írland 5. sept. Vináttulandsleikur Rússland - Júgóslavía............0:1 Slavica Jocanovic (86. vsp.). - 10.000. Holland 1. deild Roda-Utrecht.....................1:0 Sparta Rotterdam - Graafschap....1:1 Groningen - Volendam.............3:0 Willem II - NEC Nijmegen.........1:2 PSV Eindhoven - RKC Waalwijk.....5:1 Heerenveen - NAC Breda...........3:1 Skotland Deildabikarkeppnin Dundee United - Hibernian........2:1 ■Eftir framlengingu. Dunfermline - St. Mirren.........2:0 Motherwell - Greenock Morton.....3:0 Stirling - Kilmarnock............6:2 Spánn Meistarar meistaranna Barcelona - Real Madrid..........2:1 Nadal (11.), Giovanni (85.) - Raul (6.). - 90.000. ■Síðari leikur fer fram á laugardag. Sund Evrópumeistaramót 100 metra flugsund karla: 1. Lars Frolander (Svíþj.).....52,85 2. Denis Silantiev (Úkr.)......53,27 3. Frank Esposito (Frakkl.)....53,28 4. Vladislav Kulikov (Rússl.)..53,84 5. Thomas Rupparth (Þýskal.)...53,99 6. Denis Pankratov (Rússl.)....54,00 7. Marcin Kacmarek (Póll.).....54,49 8. Peter Horvarth (Ungv.)......54,51 200 metra skriðsund kvenna: 1. Michelle de Bruin (írl.)...1.59,93 2. Nadezdha Chemezova (Rússl.).... 1.59,97 3. Camelia Potec (Rúm.)......2.00,17 4. MartinaMoracova (Slóvakíu).2.00,34 5. Kerstin Kielgass (Þýskal.).2.00,36 6. Karen Pickering (Breti.)..2.01,02 7. Olena Lapunova (Úkr.)....2.01,11 8. Josefin Lillhage (Svíþj.).2.01,46 400 metra fjórsund karla: 1. Marcel Wouda (Hotl.)......4.15,38 2. Frederic Hviid (Spáni)....4.19,68 3. Robert Seibt (Þýskal.)....4.20,43 4. Xavier Marchand (Frakkl.).4.21,64 HELGARGOLFIÐ Hornafjörður Opna Hornafjarðarmótið verður á laugar- dag og sunnudag. 36 holur með og án for- gjafar. Isafjörður Ljónsbikarinn, 36 holu keppni með og án forgjafar verður á laugardag og sunnudag. Grafarholtið Opna Toyota-mótið verður hjá GR á laugar- dag, 18 holur með og án forgjafar. Auk peningaverðlauna fyrir sigur án forgjafar er sigurvegaranum boðið að keppa á World Match Play á Wentworth-vellinum í Eng- landi 7. til 13. október. Bakkakot Opið mót verður á laugardag, Stableford 7/8 forgjöf. Keilir Opið mót á laugardag, 18 holur með og án forgjafar. Garðabær Opna Ölgerðarmótið verður hjá GKG á laug- ardag, 18 holur með og án forgjafar. Stykkishólmur Opna Hótel Stykkishólms-mótið verður á laugardag, 18 holu punktakeppni. Ólafsfjörður Opna Coca Cola-mótið verður á Ólafsfirði á laugardag. 18 holur með og án forgjafar. Grindavík Opna Schweppes-mótið verður á sunnudag, 18 holur með og án forgjafar. Ólafsvík Opna Ólafsvíkurmótið verður á sunnudag, 18 holur með og án forgjafar. Blönduós Opna Tryggingarmiðstöðvarmótið verður á sunnudag, 18 holur með og án forgjafar. Hjóna- og parakeppni Hjóna- og parakeppni verður á laugardag í Grindavík og verður þá leikin punkta- keppni. Á sunnudag verður hjóna- og para- keppni í Kiðjabergi og þar telur betri bolti. Kvennamót Opið kvennamót verður á Dalvík á laugar- daginn, 18 holur með og án forgjafar. Öldungamót Sveitakeppni öldunga verður á Akureyri um helgina. Golfmót hreyfihamlaðra Golfmót hreyfihamlaðra á vegum GSÍ og FÍ verður á Nesvellinum á sunnudag. Þátt- tökurétt eiga þeir sem af völdum sjúkdóma eða slysa búa við fötlun í hreyfilimum. Leiknar verða 18 holur með punktafyrir- komulagi og fullri forgjöf. Þátttaka tilkynn- ist í síma 561-1930 (Nesklúbburinn) en Hörður Barðdal veitir allar nánari upplýs- ingar í sima 562-2711 eða 896-6111. Mikill heiður Tryggvi Guðmundsson, Eyja- maðurinn knái, skoraði fallegt mark í Liechtenstein - sem var jafnframt hans annað mark í tveim- ur landsleikjum á stuttum tíma. Tryggvi skoraði sigurmarkið gegn Færeyingum á Höfn í Hornarfirði á dögunum, 1:0, á elleftu stundu, eða 88. mín. „Það verður að halda áfram að hamra járnið á meðan það er heitt. Ég er mjög ánægður með að hafa fengið að leika hér og skora. Maður verður að sýna hvað maður getur, þegar tækifærið gefst. Ég var ákveðinn að vaða í gegn þegar ég fékk knöttinn, lék á tvo varnarleik- menn og setti knöttinn í hornið fjær. Það er mikill heiður að fá að leika fyrir íslands hönd - maður fer langt á stoltinu," sagði Tryggvi. Erfitt þar til við skoruðum Þetta var erfitt fram að því að við náðum að skora okkar fyrsta mark. Eftir það var leikurinn á léttari nótunum. Það var gott að markið kom í fyrri hálfleik, því að þá losnaði um ákveðna spennu,“ sagði Rúnar Kristinsson, sem lék einn sinn besta leik með landsliðinu í langan tíma - var ákveðinn og árásargjarn. „Liechtensteinar eru ekki með mjög sterkt lið. Þó að svo sé er aldrei hægt að bóka sigur fyrir- fram gegn veikari andstæðingum. Við erum óvanir að stjórna leikjum, en það gekk vel nú og við náðum að halda út allan leikinn. Það var að vísu farið að gæta þreytu hjá leikmönnum í seinni hálfleik enda hitinn mikill og það tekur sinn toll að vera nær stöðugt í sókn. í fyrri hálfleik voru allir leikmenn að gefa sig, voru á ferðinni til að fá knött- inn. Við lékum síðan mjög skynsam- lega í seinni hálfleik, héldum knett- inum vel og létum hann ganga - gerðum síðan árásir á þá þegar tæki- færi gafst til. Við hefðum jafnvel mátt refsa þeim meira, fengum tæki- færi til þess. En þannig er knatt- spyrnan, menn hitta ekki alltaf markið þótt reynt sé. Þá varði mark- vörður þeirra mörg góð skot. Við ætlum ekki að svekkja okkur yfir því að hafa ekki skorað fleiri mörk, við erum sáttir við fjögur núll sig- ur,“ sagði Rúnar. Ekkiþað fallegasta Þetta var ekki fallegasta mark sem ég hef skorað. Ég sá knöttinn hafna á stönginni og hrökkva af henni þetta einn metra út í teiginn. Ég var á réttum stað og þurfti ekki annað en að pota knettinum í netið. Mark er mark, það skiptir ekki máli hvernig þau eru skoruð," sagði Brynjar Björn Gunnarsson, sem skoraði fyrsta mark sitt fyrir ísland í Liechten- stein. „Ég get ekki annað en verið ánægður með leik okkar. Við feng- um töluvert af færum, en nýttum aðeins fjögur. Við hefðum getað skorað mun fleiri mörk, en þessi fjögur eru nægilegur skammtur að þessu sinni - sigurinn var fyrir öllu, það var kominn tími á hann,“ sagði Brynjar Björn, sem verður á ferð og flugi á næstu dögum - hann fer með KR-ingum til Ólafsfjarðar á laugardaginn og heldur síðan til Krítar á sunnudaginn, þar sem KR-ingar leika Evrópuleik gegn OBI á þriðjudaginn kemur. „Það er í mörg horn að líta, ég vona að við KR-ingar fögnum sigri á Ólafsfirði og síðan á Krít. Við stefnum á að fara áfram í Evrópu- keppninni - það er lífsspursmál fyrir okkur KR-inga,“ sagði Brynjar Björn. íslendingar unnu sinn stærsta sigur á stórmóti í Liechtenstein Hvað var sagt eftir að „tjaldið féll" í Liechtenstein? „Þrjú stig í höfn, fjögur mörk skoruð U Morgunblaðið/Maurice Shourot RÚNAR Kristinsson á hér í baráttu við tvo leikmanna Lichtenstein og hafði betur sem oftar í leiknum. Rúnar og félagar hans í landsliðinu léku allir vel í gærkvöldi. Ekki stóð steinn yfir steini í vöm Liechtenstein íslendingar unnu sinn stærsta sigur í undankeppni HM — j og EM í gær. Sigmundur O. Steinarsson var á með- al 550 áhorfenda í 32 stiga hita á Sportpark Eschen- Mauren í Eschen, sem er umkringdur Ölpunum. íslend- ingar skoruðu fjögur mörk, sem þeir hafa aldrei áður náð á stórmóti. Það stóð stundum ekki steinn yfir steini í vörn Liechtenstein, svo illa var hún leikin. Það voru ánægðir og sveittir leik- menn og þjálfari, sem dvöldust góða stund úti á vellinum til að jafna sig eftir leikinn. „Ég er ánægður með sigurinn hér í Liechtenstein - mjög ánægður. Strákarnir náðu að einbeita sér að þessu verkefni. Þeir léku af yfir- vegun og sigurinn hefði hæglega getað orðið miklu stærri. Liechtensteinar leika mjög aftarlega á vellinum, þannig að strákarnir urðu að nýta sér þær glufur sem gáfust. Það var mikilvægt að vinna fyrsta sigurinn í HM og þessi sigur gefur okkur ákveðinn kraft fyrir leikinn gegn írum á Laugardalsvellin- um. Sigurinn á að vera hvatning fyrir landsliðið og fólkið heima á íslandi - ákveðin áskorun að fjölmenna á Laug- ardalsvöllinn er við leikum gegn írum og styðja við bakið á strákunum. Þetta er aðeins einn áfangi á leið okkar til stærri verka,“ sagði Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari. Guðjón má vera ánægður. Þó svo að mótheijarnir væru ekki sterkir, náðu leikmenn íslands yfirhöndinni í byijun og gáfu ekki eftir. Liechtensteinar ætluðu sér að byggja upp varnarmúr í kringum mark sitt, en þeim tókst það ekki - það stóð ekki steinn yfir steini í aðgerðum þeirra þegar íslendingar voru sem grimmastir, skoruðu tvö mörk á aðeins tveimur mín. í seinni hálfleikinn og lögðu þar með hornstein- inn að sigrinum, 4:0. Um leið og dómarinn frá Eistlandi, Oleg Timofejev, flautaði til leiks, voru Liechtensteinar ákveðnir að leggja steina í götu íslendinga með því að setja „yfirfrakka" á Helga Sigurðsson og Arnór Guðjohnsen - tveir leikmenn eltu þá eins og skuggar út um allan völl. Helgi fékk ekki frið allan leikinn fyrir Patrek Hefti, sem hreinlega „heft- aði“ sig við hann. Daniel Telser hafði gætur á Arnóri. Það tók strákana nokkurn tíma að átta sig á því að það voru þeir sem stjórnuðu ferðinni - yfirburðir þeirra voru á öllum sviðum knattspyrnunnar. Þegar Einar Þór Daníelsson skoraði fyrsta markið á 28. mín. var aldrei spurning hver færi með sigur af hólmi, heldur hvað sigur Islendinga yrði stór. Besta dæmið um yfirburðina er að Liechtensteinar áttu aðeins þijú skot að marki_ íslands - eitt í seinni hálf- leik, en íslendingar áttu 28 skot eða skalla að marki þeirra, fengu þrettán hornspyrnur á móti þremur, öllum í fyrri hálfleik. Vörn íslenska liðsins var yfirveguð og ákveðin, miðjumennirnir áttu góða spretti, en erfiðasta hlutverkið fékk Helgi Sigurðsson, sem lék einn fremst með mann límdan við sig. Sigurinn í Liechtenstein var sigur liðsheildarinnar sem fór aldrei útaf sporinu. Oa 4[ Rúnar Kristinsson komst upp að endamörkum hægra megin á ■ I 28. mín., sendi knöttinn fyrir markið - þar var Einar Þór Daníelsson á réttum stað, í markteig við fjærstöng og sendi knöttinn í netið. Oa Hermann Hreiðarsson sendi knöttinn frá vinstri kanti yfir til ■ ■æRúnars, sem tók knöttinn niður — lék inn í vítateig og sendi knöttinn framhjá Heeb, markverði. Knötturinn hafnaði á stöng, Bryiyar Björn Gunnarsson var á réttum stað og skoraði af stuttu færi á 40. mín. 0B Arnór Guðjohnsen tók hornspymu frá hægri á 62. mín. — a^Jsendi knöttinn vel fyrir markið og yfir til Sigurðar Jónsson- ar, sem var við vítateigshomið íjær. Sigurður tók knöttinn niður á bijóst- ið, iék inn í vítateig og spymti knettinum, sem hoppaði fram hjá mark- verðinum, í homið Qær. Om n Tryggvi Guðmundsson fékk knöttinn vel fyrir utan vítateig B*#á 63. mín. — lék á tvo leikmenn Liechtenstein og sendi knöttinn í netið. ÍSLENDINGAR héldu uppi ákveðinni „leiksýningu" hér í Liechtenstein, þar sem leikar- arnir sýndu að þeir geta vel stjórnað leik og farið rétt með rullurnar sína á leiksviðinu, án þess að hvíslari komi þar ná- lægt. Þegar „tjaldið féll“ geng- um við rakleitt til fyrirliðans og báðum hann að lýsa leikn- um í fáeinum orðum að leiks- lokum. Lögfræðingurinn Guðni Bergsson varð fyrir svörum og hann sagði ákveð- ið: „Þrjú stig fhöfn, fjögur mörk skoruð og við fengum ekkert á okkur. Er þetta ekki gott hjá mér? Eg samþykkti það - klappaði hann upp! „Við erum sáttir við leik okkar hér. Þessi leikur telur ekkert nema á stigatöflunni. Það var kominn tími til að fagna sigri í und- ggggggggg ankeppni HM. Við Sigmundur Ó. gleðjumst ekki lengi, Steinarsson því að við þurfum að skrifarfrá hugsa vel um næstu Liechtenstein lejkí okkar sem verða erfiðir - fyrst gegn írum á Laugar- dalsvellinum og síðan gegn Rúmeníu í Búkarest 6. og 10. september. Það eru verkefni sem við tökumst á við óhræddir og bíðum spenntir eftir að fást við,“ sagði Guðni. Kristján Finnbogason, markvörð- ur, var ekki síður ánægður og sagði að leikurinn gegn Liechtenstein væri rólegasti iandsleikurinn sem hann hefði leikið, af þeim sextán sem hann á að baki. „Að hafa haft lítið að gera í markinu og fagna fjögur núll sigri er ánæguefni fyrir mig. Það var aðeins tvisvar sinnum sem hætta skapaðist við mark okkar, einu sinni í fyrri hálfleik og síðan undir lok leiksins. Það losnaði um ákveðna spennu þegar Einar Þór skoraði fyrsta mark okkar. Það er gott fyrir mig að hafa átt rólegan dag hér, því að það eru erfið verk- efni framundan hjá okkur KR-ing- um,“ sagði Kristján. „Náðum að skora snemma" „Þetta gekk vel hjá okkur - náð- um að skora snemma eins og við ætluðum okkur. Það er engin spurn- ing, við vorum miklu sterkari - leik- menn lögðu sig alla fram í verkefn- ið, sem var þýðingarmikið fyrir ís- lenska knattspyrnu," sagði Her- mann Hreiðarsson. „Höfðum þá í vasanum" „Eftir að við vorum búnir að skora tvö mörk, vorum við mjög öruggir í öllum aðgerðum okkar í seinni hálfleik - höfðum þá í vasanum," sagði Eyjólfur Sverrisson. „Það hefði verið gaman að skora. Ég fékk 25 mínútur til að setja mark, en ég fékk ekki færi,“ sagði Bjarni Guðjónsson, sem kom inná sem varamaður fyrir Sigurð Jóns- son. „Það er sama hve lengi leik- menn leika inni á, þeir verða að nýta tímann sinn vel. Fjögur núll sigur er góður og ég, eins og aðrir, fer héðan ánægður. Við vorum ákveðnir að leggja okkur alla fram og það var gert.“ „Langþráður sigur“ „Formaðurinn er mjög ánægður með það sem hann sá hér - lang- þráður sigur er í höfn og það örugg- ur stórsigur," sagði Eggert Magn- ússon, formaður KSÍ. „Við komum hingað til að vinna og við förum héðan hamingjusamir. Það var mikið í húfí fyrir okkur, því að krafan heima á íslandi var sigur, ekkert annað. Við höfum aldrei unnið svona stóran sigur, hvorki í undankeppni HM eða EM. Eftir að strákarnir skoruðu annað markið var sigurinn öruggur.“ „Alltaf gaman að skora“ „Það er alltaf gaman að skora mörk - það opnaðist glufa, sem ég nýtti mér,“ sagði Sigurður Jþnsson, sem skoraði þriðja mark íslands. „Þegar við mættum til leiks vissum við að það var afar mikilvægt að skora mark sem fyrst, sem við og gerðum. Það var aðeins í byijun hjá Rúmenar fyrstir Rúmenar urðu í gærkvöldi fyrst- ir Evrópuþjóða til þess að tryggja sér sæti á HM í Frakklandi þegar þeir lögðu Makedóníu að velli, 4:2, í Búkarest. Það voru þeir Vior- el Moldovan, sem skoraði tvívegis, Constantin Galca og Ilie Dumi- trescu sem tryggðu Rúmenum sig- urinn, en Miroslav Dzokic náði að svara fyrir Makedóníu með tveimur laglegum mörkum. Rúmenar leika eins og kunnugt er í sama undanriðli og íslending- ar, en það gera einnig írar og Lithá- ar, sem gerðu markalaust jafntefli í Dublin í gær. Tyrkir eygja enn veika von um að komast í úrslitakeppni heims- meistaramótsins eftir 6:4 sigur á Walesbúum í Istanbul, en í þeirri viðureign fór hinn sókndjarfi Hakan Sukur á kostum og skoraði fjögur mörk. Sukur var þó ekki sá eini sem var á skotskónum í gærkvöldi því Anton Polster skoraði öll mörk Austurríkismanna þegar þeir lögðu Eista, 3:0, í Tallinn og það sama gerði Olivier Bierhoff í 3:l-sigri Þjóðveija á N-írum. Þjóðveijar sitja þó áfram í 2. sæti 9. riðils því efsta liðið, Úkra- ína, lagði Albaníu að velli í gær, 1:0, í Kiev. Portúgalar fylgja Þjóð- veijum síðan eins og skugginn og eru í 3. sæti eftir 3:1 sigur á Armen- um í Setubal - hafa hlotið jafnmörg stig og Þjóðveijar en eru með óhag- stæðara markahlutfall. í Minsk tóku Hvít-Rússar á móti Svíum og náðu forystunni í fyrri hálfleik með marki frá Sergei Gurenko, en Svíar gáfust ekki upp og þeir Kennet Anderson og Per Zetterberg náðu að tryggja Svíum sigurinn undir lok leiksins. Norðmenn standa vel að vígi í 3. riðli eftir 4:0 sigur á Finnum í Hels- inki, en það voru þeir Stale Solbakk- en, Petter Rudi, Jostein Flo og Tore Andre Flo sem skoruðu mörk Norð- manna. í sama riðli skildu Ungveij- ar og Svisslendingar jafnir, 1:1, og verður að telja mjög ólíklegt að ann- að þessara liða nái að skjótast upp fyrir Norðmenn. Búlgarar skutust á topp 5. riðils þegar þeir lögðu ísraelsmenn, 1:0, í Sofía og hafa nú hlotið einu stigi meira en Rússar. Búlgarar og Rúss- ar mætast í næstu tveimur leikjum riðilsins, en ísraelsmenn hafa hins vegar lokið keppni og komast því ekki til Frakklands. Óhætt er að fullyrða að óvænt- ustu úrslit gærkvöldsins hafi litið dagsins ljós í Bosníu en þar náðu heimamenn að leggja Dani, 3:0. Edin Mujic kom Bosníumönnum yfir um miðjan fyrri hálfleik og áður en flautað var til leiksloka bætti Elvir Bolic tveimur mörkum við úr víta- spyrnum. Danir eru þó enn í efsta sæti 1. riðils, en þeir mæta Króötum í Kaupmannahöfn í september. okkur, að menn voru óþolinmóðir - vildu helst skora á fyrstu mínútu. Sú óþolinmæði hvarf fljótt, þegar við sáum að það var aðeins spurning hvenær fyrsta markið kæmi.“ „Erfitt að leika einn frammi“ „Það er óneitanlega erfitt að leika með mann límdan við sig - og þá sérstaklega þar sem mitt hlutverk var að leika einn í fremstu víglínu. Ég er vanur að leika í liði sem leik- ur 4-4-2, þar sem ég er með einn leikmann mér við hlið,“ sagði Helgi Sigurðsson, sem var á fullri ferð allan ieikinn með menn á bakinu. „Það skiptir ekki mestu máli að vera með Ieikmann sér við hlið, heldur það að ég fékk tækifæri til að leika heilan leik. Ekki skemmir það ánægjuna að vera í sigurliði, sem vinnur 4:0.“ „Útisigur!" ÞAÐ vakti athygli íslendinga sem mættu á leikinn í Liecht- enstein, að á einum stað á vellinum var íslenskur fáni og stórt hvitt lak, sem búið var að letra á „Útisigur!“ Það var ekki íslendingur sem hafði komið lakinu og fánun- um fyrir, heldur þýskur ís- landsvinur frá Kiel, sem sagð- ist vera mikill aðdáandi Is- lendinga. Hann hélt t.d. með Dortmund þegar Atli Eð- valdsson lék með liðinu, en er hættur að halda með því nú - heldur með St. Pauli frá Hamborg. Hann var fróður um íslenska handknattleiks- menn - hans heitasta ósk er að íslendingur fari að leika með Kiel í handknattleik. Óskaleikmaður hans er Héð- inn Gilsson. „Drekkuhlé" HITINN var inikill þegar leik- urinn hófst, eða um 32 gráð- ur. Þegar varð að gera hlé á leiknum þegar markvörður Liechtenstein meiddist á 35. mín., geystust allir leikmenn íslenska liðsins að hliðarlín- unni til að fá sér vatn að drekka, en um sextíu lítrar biðu þeirra í kðssum við vara- mannabekkinn. Bjami Fel. lýsti á tveimur stöðvum ÚTVARPSMANNI frá Liecht- enstein þótti greinilega að Bjarni Felixson æsti sig um of í lýsingu sinni. Hann kom tvisvar sinnum með hljóð- nema sinn að Bjarna, til að hlustendur í Liechtenstein gætu heyrt lýsingu Bjarna. „Sendið bolt- ann til mín!“ UNDIR lok leiksins hrópaði Guðjón Þórðarson, landsliðs- þjálfari, inn á völlinn til sinna manna - „bætið marki við strákar!“ Sonur hans, Bjarai, kaUaði þá móti: „Hvað er mik- ið eftir?“ Guðjón svaraði strax: „Sex mínútur!“ Þá hrópaði Bjarni til meðspilara sinna: „Sendið boltann til mín ... boltann til mín!“ Þrátt fyrir mikla löngun tókst honum eða félögum ekki að bæta við rnarki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.