Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ BÖRN OG UNGLINGAR FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 C 7 Enginn komst framúr Jens Islandsmótið í siglingum á Optim- ist- og Europe-bátum fór fram um síðustu helgi. Siglt var á Skeijafirði, en framkvæmd móts- ins var í höndum Ýmis í Kópa- vogi. Keppendur sigldu fimm um- ferðir, en fjórar þeirra giltu. Sá sem varð fyrstur í hverri umferð hlaut ekkert refsistig, sá næsti fékk 3 stig, sá þriðji 5,7 stig, sá fjórði átta stig og þannig koll af kolli. Stjórnendur Europe-báta geta vart vegið meira en 65 til 70 kg, en misjafnt er á hvaða aldri iðkend- ur skipta yfir í aðra tegund báta. Það fer eftir líkamsbyggingu hvers og eins. Aftur á móti er þátttaka í keppni á Optimist-bátum bundin við aldur, en leyfilegt er að keppa á þeim fram á 15. aldursár. Akureyringurinn Jens Gíslason, sem keppir fyrir Nökkva, sigraði í keppni á Europe-bátum. Hann komst í gegnum keppnina án þess að hljóta refsistig, sem táknar að hann hafi verið fyrstur í mark í öllum fjórum umferðunum sem giltu til stiga. Hann hafði því tölu- verða yfirburði. Steingrímur Atla- son úr Ými varð annar, en hann fékk 23,4 refsistig. Félagi hans, Ævar Eðvaldsson, varð þriðji með 31,5 stig. Um helgina var keppt í tveimur flokkum á Optimist-bátum. í A- fjokki sigraði hinn ungi og efnilegi Ólafur Víðir Ólafsson úr Ými, en hann hlaut alls 8,7 refsistig. Hjört- ur Þór Bjarnason frá Nökkva á Akureyri kom næstur með 12 stig, en félagi hans, Einar Páll Egilsson varð þriðji með 34,2 stig. í B-flokki varð Skúli Þórarins- son frá Brokey hlutskarpastur. Hann fékk 16 refsistig. Kári Erl- ingsson úr Nökkva varð annar með 19 stig, en Elvar Steinn Þorvalds- son úr Ými hafnaði í þriðja sæti, hlaut 42,8 refsistig. Morgunblaðið/Jón Stefánsson Golfmót handknattleiksmanna Golfmót hancjknattleiksmanna fer fram sunnudaginn 24. ágúst nk. á Grafarholtsyelli og hefst kl. 9.00 ár- degis. Skráning fer fram hjá Jóni Pétri ffirssyni í síma 588 9892 eða með s®|bréfi í síma 588 9896. ÍSLENSKA liðið bíður eftir að verða flutt á setningu leikanna, f.v.: Hilmar Stefánsson, Gísli Kjartansson, Hreiðar Guðmundsson, Jónatan Magnússon, Róbert Gunnarsson, Níels Reynis- son, Hermann Grétarsson, Ingimundur Ingimundarson, Bjarni Fritzson, Valdimar Þórsson, Einar Björnsson, Haukur Sigurvinsson, Heimir Ríkharðsson, fremstur er Bjarki Sigurðsson. Handboltastrákamir á Ólympíudögum Evrópu Islenska landsliðið í handknatt- leik 17 ára og yngri hafnaði í sjöunda og næstneðsta sæti á Ólympíudögum Evrópuæskunnar í Portúgal fyrir ivar skömmu. Liðið Benediktsson vann aðeins einn skrifar leik, viðureign við Austurríki um 7. sætið, 25:12. „Við vorum óánægðir með að ná ekki lengra því við töium okk- ur vera með betra lið, sem hefði átt að vera á meðal fjögurra efstu,“ sagði Heimir Ríkharðsson, þjálfari liðsins. Hann sagði enn- fremur að röðun í riðlana hefði verið slæm og riðill íslendinga, þar sem léku Spánn, Króatía og Svíþjóð hefði verið sterkari en hinn riðillinn þar sem léku Danir, Frakkar og Austurríkismenn auk heimamanna. Þess má geta að Danir stóðu uppi sem sigurvegar- ar eftir úrslitaleik við Svía, en lið Danmerkur hafði mikla yfirburði í sínum riðli. Fyrsti leikur íslands var við Króatíu en það lið er að miklu leyti skipað leikmönnum sem léku til úrslita í Adidas-cup í vor, en það er Evrópukeppni félagsliða í þessum aldursflokki. Þar léku tvö króatísk lið. íslenska liðið byijaði ágætlega og var marki yfir eftir 15 mín., 5:4. Þá kom slæmur kafli þar sem andstæðingarnir gerðu 6 mörk í röð og í hálfleik var staðan 14:9, Króatíu í vil. í síðari hálfleik tókst íslandi ekki að snúa taflinu við og Króatar sigruðu, 26:21. ísland lék besta leik sinn í keppninni við Spánveija og höfðu yfirhöndina nær allan leiktímann. Um miðjan síðari hálfleik var for- ysta íslands íjögur mörk, 14:10. Heimir segir mjög vafasama dóma á lokakaflanum hafi slegið ís- lenska liðið út af laginu með þeim afleiðingum að Spánveijum tókst að komast yfir í blálokin og sigra með eins marks mun, 19:18. „Mikil harka færðist í leikinn á lokakaflanum og t.d. var Jónatan [Magnússon] fluttur á spítala eft- ir höfuðhögg þegar fimm mínútur voru til leiksloka,“ sagði Heimir. Hann segir að varnarleikurinn hafi verið góður þar sem Jónatan hafi farið fyrir íslenska liðinu í vörninni, en vandinn var sá að íslensku markverðirnir náðu sér ekki á strik. í sókninni lék Róbert Gunnars- son mjög vel, skoraði sex mörk og fékk tvö víti, en Róbert var markahæsti línumaður mótsins og með markahæstu mönnum móts- ins ásamt Ingimundi Ingimundar- syni. Riðill íslenska liðsins var það jafn að þrátt fyrir tvö töp hefði sigur á Svíum í síðasta leik nægt til þess að leika um 3. sætið á mótinu, þar sem Spánveijar 4 stig en Króatía og Svíþjóð með 2 stig. Jafnræði var með Islendingum og Svíum framan af leik en undir lok fyrri hálfleiks náðu Svíar þriggja marka forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Heimir segir að íslenska liðið hafi ekki leikið vel í þessum leik, fljótfærni verið í sóknarleikn- um og varnarleikur slakur. Þar með var ljóst að íslenska liðið léku um 7. sæti við Austur- ríki. Var stefnan sett á að leggja þá á sannfærandi hátt og laga heildarmarkatölu liðsins. Þess má geta að Austurríkismenn töpuðu sínum leikjum í riðlinum með 3 til 5 marka mun. Heimir segir að íslenska landsliðið hafi verið sam- stillt í þessum leik, varnarleikur- inn góður og fjöldi marka skorað- ur úr hraðaupphlaupum. í hálfleik var íslenska liðið með fimm marka forskot og í seinni hálfleik jókst munurinn jafnt og þétt allt til loka, úrslitin 25:12 og markatalan orðin hægstæð sem nam 2 mörkum. Heimir segir ennfremur að þrátt fyrir að ekki hafi gengið sem best hjá íslenska liðinu hafi for- maður portúgalska handknatt- leikssambandsins haft samband við sig í mótslok og boðið HSÍ að senda landslið drengja fæddra 1978 og 1980 á tvö mót sem fram fara í Lissabon í desember næst- komandi og í júní á næsta ári. Breiðablik fékk silfur í Danmörku BREIÐABLIK sendi tvo hópa drengja í 4. flokki til keppni á móti jafnaldra sinna í Hillerod í Danmörku á dögun- um. Báðum liðunum gekk vel en sér- staklega var árangur yngra liðsins at- hyglisverður því það náði öðru sæti í mótinu. Að sögn Halldórs Þorsteinssonar þjálfara sigraði yngra liðið Virtus frá Italíu í fyrsta leik, 7:1. í öðrum leik mætti liðið AIK Sillhövde, Svíþjóð, og vann auðveldan sigur, 16:0. Síðasti leikurinn í riðlinum var gegn liði Hill- erod og einnig sá leikur reyndist auð- veldur og úrslitin 10:2, Breiðabliki í vil. Þá var komið að undanúrslitum og þar mætti Breiðablik liði Firenze frá Italíu. Einnig í þeim leik sótti Breiða- blik sigur, lokatölur 3:0. Úrslitaleikur- inn var æsispennandi og þar mættust Breiðablik og þýska liðið Kreis Vechta. Að leikslokum var staðan jöfn 1:1, en svo fór að lokinni vítakeppni að þýska félagið hafði sigur, 5:4. Eldra liðið sigraði sænska félagið Möldal í fyrsta leik 3:0, en varð að bíta í það súra epli að tapa fyrir finnska liðinu KTP Arsenal í öðrum leik, 1:2. í síðasta leik riðlakeppninnar mætti Breiðablik liði Hillerod og hafði betur, 3:2. Breiðablik komst áfram í undanúr- slit en tapaði þar fyrir Twyford og var þar með úr leik. Þess má geta að það sigraði einmitt í þessum aldursflokki. SILFURLIÐ Breiðabliks í 4. flokki á knattspyrnu- mótinu í Hillerod, aftari röð f.w.: Halldór Örn Þor- steinsson, þjálfari, Ein- ar Hjaltason, Vignir Bjarnason, Pétur Bene- diktsson, Hafsteinn Dan Kristjánsson, Haraldur Gunnarsson, Randver Sigurjónsson, Haukur Már Ingvarsson. Fremri röð f.v.: Geir Gunnars- son, Hannes Magnús- son, Jens Harðarson, Ingi Hilmarsson, Sigur- jón Jónsson, Ágúst Þór Ágústsson. Morgunblaðið/Guðni Dagur KEPPENDUR áttu fullt í fangi með að stýra bátum sínum í sterkum vindinum á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.