Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 C 3 AKSTURSÍÞRÓTTIR Gísli stefnir á tvo titla ÞORLÁKSHAFNARBÚINN Gísli G. Jónsson er efstur í bæði ís- landsmótinu í torfæru og í heimsbikarmótinu, en fyrri um- ferð þess fórfram sl. laugardag í Jósepsdal. Hann er með gott forskot í íslandsmótinu, þegar aðeins eitt mót er eftir, en for- ystan í heimsbikarmótinu er naum, hann er rétt á undan Haraldi Péturssyni. Um tíma leit út fyrir að Gísli hætti keppni á miðju keppnis- tímabili vegna peningaskorts. Hon- um gekk illa að afla styrktaraðila, þrátt fyrir frábæra frammistöðu síð- ustu ár. En á endanum fékk hann stuðning sem nægði tii að réttlæta áframhaldandi þátttöku. í heimsbik- armótinu lagði hann íslandsmeistar- ann Harald Pétursson að velli með 50 stiga mun, en Helgi Schiöth varð þriðji. í flokki götujeppa vann hins- vegar Hornfirðingurinn Gunnar Pálmi Pétursson Akureyringinn Hrólf A. Borgarsson með aðeins fimm stiga mun, þegar upp var staðið. „Vissulega er gaman að hafa for- ystu í íslandsmótinu og heimsbikar- mótinu á sama tíma, en þetta getur allt breyst í einni þraut. Eg á samt að vera í nokkuð sterkri stöðu til íslandsmeistara, má verða fjórði þó helstu andstæðingar mínir vinni,“ sagði Gísli, sem rekur bílaverkstæð- ið Bíliðjuna í Þórlákshöfn ásamt konu sinni Vigdísi Grímsdóttur. „Breytingar sem ég gerði á jeppan- um hafa skilað sínu og í heimsbikar- mótinu var aflið örlítið meira vegna stærri nítróbúnaðar. Það nægði til að hrella hina strákana. Reyndar bilaði skiptingin á lokasprettinum, fyrsti gírinn gaf upp öndina. Ég slapp þó í gegn í öðrum gír. Það verður gaman að fást við þrautirnar á Helju í lokamótinu, ekki síst mýr- ina. Ég hef klúðrað titli þar og það má ekki henda aftur. Reyndar vantar mig ausudekk, sem ekki fæst í landinu, en ég er einfaldlega ekki tilbúinn að fjárfesta í slíku dekki. Þetta er búið að vera nógu dýrt samt. Ef ég fæ ekki góð- an stuðningsaðila fyrir næsta ár, sel ég að öllum líkindum jeppann. Það er Norðmaður sem vili kaupa hann eftir síðustu keppni og jeppinn gæti því farið úr iandi í vetur. En þetta kemur allt í ljós á næstu vikum, bæði hvert titlarnir tveir fara og hvar jeppinn minn verður að ári“, sagði Gísli. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson GÍSLI G. Jónsson stefnir á tvo tltla í torfærunni. Hradskreiður en fallvaltur SKOTINN Colin McRae hefur oft unnið í heimsmeistara- mótinu og vann síðustu keppni á Subaru bíl sínum. McRae er í sannkallaðri rall- fjölskyldu. Faðir hans er Jimmy McRae sem varð margslnnis breskur meist- ari og annar sonur hans, Alistar McRae hefur orðið breskur rallmeistari og ekur þessa dagana á Volkswag- en Golf. Synirnir ólust upp á bóndabæ, þar sem þeir sprettu oft úr spori í tún- jarðinum á bílum, löngu áður en þeir fengu bílpróf. Það hefur greinilega hjálpað þeim að ná I fremstu röð í heimi rallökumanna. ÍÞRÚWR FOLX ■ FORMULA 1 ökumaðurinn Jean Alesi náði besta tíma í æfing- um á Silverstone brautinni í vik- unni, ók á 1.25,45 mínútum. Dam- on Hill var með þriðja besta tíma, 1.24,21. Þessir ökumenn keppa á Spa brautinni í Belgíu um næstu helgi. ■ MIKAEL Schumacher ók 300 km á Mugello brautinni á Italíu á endurhönnuðum Ferrari. Engin vandamál komu upp, en Jacques Villeneuve ók brautina á 1,5 sek- úndum betri tíma en Schumacher. ■ JARNO Trulli sló hins vegar hraðamet á brautinni á Prost bíl sínum, ók á 1.23,41 mínútum. Oli- ver Panis, sem ók fyrir Prost en fótbrotnaði í Kanada, er farinn að ganga að nýju. ■ ALÞJÓÐARALLIÐ er í sept- ember og verið er að vinna að því að fá Kalle Grundel á Mitsubishi og Louise Aitken Walker á Honda í keppnina, en báðir eru þekktir atvinnuökumenn. Louise er frá Bretlandi en Grundel er sænskur. ■ BRESKI herinn mætir í alþjóða- rallið með sex Land Rover jeppa. Liðsmenn breska hersins hafa keppt hér síðustu ár og sett skemmtilegan svip á keppnina. Þeir mæta aðvenju Sighvati Sigurðssyni og Úlfari Eysteinssyni sem halda uppi heiðri íslenskra jeppamanna ásamt Hjör- leifi Hilmarssyni. ■ TOYOTA bílaverksmiðjan hefur smíðað nýjan fjórhjóladrifinn rallbíl með útliti Corolla. Marcus Grön- holm ók honum í finnskri rall- keppni en lenti í byijunaröðrugleik- um. Didier Auriol mun aka bílnum í 1000 vatna rallinu í Finnlandi. Metþátttaka er í keppninni sem er sú hraðasta í heimsmeistarakeppn- inni í rallakstri. ■ VALUR Vífilsson tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í flokki ofurbíla í kvartmílu á dögunum. Hann ók heimasmíðaðri spyrnu- grind og setti nýtt íslandsmet, ók á 9,42 sekúndum. Auk þess að keppa í kvartmílu er hann duglegur við að aðstoða menn í torfæru og hefur starfað sem þulur á bílkross- mótum. Subarn með forystu í keppni bflaframleiðenda Svíarnir Kenneth Erikson og Parmander unnu rallkeppni á Nýja Sjálandi sem gilti til heims- meistara. Þeir óku Subaru Impreza og munaði aðeins 13 sekúndum á þeim og Carlos Sainz og Louis Moya á Ford Escort í baráttunni um gullið eftir 400 km akstur. Þriðju urðu Finnarnir Juha Kankk- unen og Juha Piironen á Ford Esc- ort. Með sigrinum náði Subaru for- ystu í keppni bílaframleiðenda, en Finninn Tommi Makinen á Mitsub- ishi Lancer er fremstur í keppni ökumanna. Makinen féll hinsvegar úr leik í nýsjálenska rallinu. Velti harkalega eftir að hafa misst bílinn þversum. Skotinn Colin McRae varð einnig að hætta, tímareim gaf sig í Su- baru bíl hans eftir að hann hafði verið fyrstur um tíma. Sainz náði síðan forystu á kafla, en keppnin stóð í fjóra daga og voru 400 km eknir á sérleiðum. Á lokadegi keppninnar ók Sainz á kind og tap- aði miklum tíma, en kindin týndi lífinu. „Við komum yfir blindhæð á 180 km hraða í sjötta gír og kindin stóð á miðjum vegi og góndi á okk- ur. Ég gat ekkert gert og bíllinn skemmdist talsvert, en við náðum að halda áfram, þó við yrðum bremsulausir", sagði Sainz. Þó Sainz næði besta tíma á öllum síðustu sérleiðunum tókst honum ekki að vinna upp forskot Erikson, sem rétt marði sigur í æsispenn- andi keppni. Af 83 bílum sem lögðu af stað komst 51 í mark, en sérleið- irnar voru ýmist flughálar vegna aurbleytu eða skraufaþurrar. Staðan í keppni bílaframleiðenda er sú að Subaru er með 74 stig, Mitsubishi 56 og Ford 55, en sex mót eru eftir á keppnistímabilinu. Finnska 1.000 vatna rallið verður í lok ágúst. í keppni ökumanna er Makinen með 42 stig, Sainz 34, McRae 32 og Erikson 24. Aðalvöllurinn í Laugardal Þróttur - ÍR Kl. 20:00 í kvöld Nú mætir enginn ekki LIFI ÞRÓTTUR Tennis Tennis Tennis Vetraráskrift hefst 1. sept. nk. Þeir sem voru með fastan tíma síðast liðinn vetur og vilja halda honum eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta bókun á völlum eigi síðar en 26. ágúst nk. Að þeim tíma liðnum verða vellir leigðir öðrum. Tennishöllin hf., Dalsmári 9-11, Kópavogur, s. 564 4050, fax 564 4051, tennis@islandia.is GOLFKLÚBBUR BAKKAKOTS MOSFELLSDAL OPNA VÍS MÓTIÐ 23. ÁGÚST '97 18 holu STABLEFORD keppni, 7/8 forgjöf. Karla- og kvennaflokkur. Ræst verður út frá kl. 9 - 11 og 13 - 15. Glæsileg verðlaun, golfvörur, veitt fyrir 3 efstu sæti í hverjum flokki. Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum. Eftir verðlaunaafhendingu verða dregin út tvenn verðlaun úr skorkortum viðstaddra. Mótsgjald: 2000 kr. Skráning í golfskála og síma 566-8480 fimmtudaginn 21/8 kl. 15 - 21 og föstudaginn 22/8 kl. 16 - 20. Æfingadagur er föstudaginn 22/8. Munið forgjafarskírteinið. STYRKTAR AÐILI: vátryggingaféwg ísiands hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.