Morgunblaðið - 22.08.1997, Side 1

Morgunblaðið - 22.08.1997, Side 1
■VEGAGERÐIN Á MIÐILSFUNDI/2 ■SÚREFNI TIL SÖLU í HANDHÆGUM UMBÚÐUM/2 BHÚSIN SEM STINGA í AUGU/4 ■FYRIRSÆTA í FÝLUKASTI Á MYND/4 ■ GARÐAHÖNNUN/6 ■ TRÖLLATRÚ Á TÓMÖTUM/7 ■ KOLSVARTIR hvarmar. Ragnheiður Boga- Morgunbiaðið/Amaidur döttir hjá módelskrifstofunni Eskimó. HVASSAR brúnir Lovísu Maríu Emilsdóttur. AUGNARÁÐ úr kínversku leik- og óperuhúsi. Haustaugun tala ófegruð og umbúðalaust ÖFGAKENND form og dökkir litir eru aðal hausttískunnar kringum augun. Pönkið er komið aftur, að þessu sinni í úthverfin og með spari- legri blæ. Skuggaformin eru þrí- hyrnd og jakkafötin úr tvíd. Förðunartískan hefur verið með villtara móti undanfarin misseri, fjörleg, glansandi, glysgjörn og gyllt. Nanna Georgsdótth, förðunarfræð- ingur hjá Face Stockholm, segir að gullblærinn verði áfram við lýði, sem og svart og hvítt. Nýjungin er rautt. Ef sjónum er beint til útlanda með fulltingi Vogue vhðast förðunar- fræðingar helstu tískuhúsanna ótrú- lega samstiga. Umgjörð haustfata DKNY minnti til dæmis einna helst á sviðsmynd úr „Blade Runner“ Ridl- eys Seott og aðrh stigu pönk-ölduna líka af móði. „Fólk tengh- pönkið við svart,“ segh förðunar- meistarinn Linda Cantello, sem breiddi bláa og græna augn- skuggatísku út aftur vestan við járntjald. „Svart er svo takmarkað. Rauð þverrönd á andlitið er fersk og ófyrhsjáanleg,“ segh hún. Andstæður eru lykilorðið og andlitið að öðru leyti farðað með Ijósum litum eða glossi. Helst til full- tingis eru blýantur eða grannur pensill í vatnslit. Pönkið er líka fyrir fullorðna og formin eru fíngerð, breið, þétt, gisin, marghymd, bogin og bein. Sumh þræða hvarminn að neðanverðu svo línan danglar við hárlínuna, líkt og öryggisnæla. Síð- pönkið, spari- pönkið, kollvarp- ar en fegrar ekki. Greinarhöfund- ur Vogue tekur nokkuð djúpt í árinni og fullyrðir að komið sé að tímamót- um í förðun. „Svartur augnfarði einkennh okk- ar daga á sama hátt og rauðar varh sjötta áratuginn, gemaugnhár þann sjöunda og brúnmattar varh hinn áttunda," segh Vogue. Linda Cantello segh einfaldlega tímabært að leika sér með rúmmáls- fleti í andlitinu. „Við prófum okkur áfram í litum og áferð; möttu, glans- andi, málmkenndu, en sjaldan með staðsetningu og form. Petta eru nýj- ar veiðilendur," segir hún. Sem sagt snyrtilegt er gamaldags, hörkulegt heillandi. Því til sönnunar brugðu Nanna hjá Faee Stockholm og Sigurbjörn hjá Hári og fórðun á leik að beiðni Daglegs lífs. Og eins og stúlka nokkur orðaði það: „Mér finnst ég líta best út að morgni efth partý, með úfið hár og veðraða málningu." NYSTARLEG flatarmálun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.