Morgunblaðið - 22.08.1997, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1997 B 7
GAMLAR hellur með nýjum.
GARÐUR við fjölbýlishús.
BAKGARÐUR við raðhús.
skjólveggi en hægt er að útfæra þá
á ótal vegu,“ segir Björn.
Flestir leitast við að hafa lóðina
viðhaldslitla og þá vill fólk hafa
sem mesta möl og losna við allt
gras, en að sögn Björns er það ekki
lausnin. „Til að gera lóð viðhalds-
litla á að nota mikið af runnagróðri
þannig að hann vaxi og loki blóma-
beðunum, því á meðan sólin kemst
ekki að moldinni vex enginn arfí.
Og annað er að grasflatir séu
þannig í laginu að allar útlínur séu
mjúkar svo að eigandinn geti farið
út með sláttuvélina, keyrt í hring
og endað í miðjunni. Garður sem er
hannaður á þennan hátt krefst ekki
mikils viðhalds."
Garðvinnan ekki eins tímafrek
Síðustu ár hefur orðið hugarfars-
breyting hjá mörgum garðeigend-
um sem verður til þess að garðvinn-
an er ekki eins tímafrek. „Skil-
greining á illgresi er planta sem vex
þar sem hún á ekki að vaxa, þannig
að ef þú sættir þig við að planta
vaxi þar sem hún á ekki að vaxa er
hún ekki illgresi lengur. Og annað í
sambandi við þessa þróun er að áð-
ur fyrr áttu steinhellur að vera svo
sléttar og fólk eyddi miklum tíma í
að skrapa upp mosann á milli fúg-
anna. En núna er þetta hluti af
stílnum, það á að vera mosi á milli
þeirra, hellumar eiga að líta út fyr-
ir að vera gamlar," segir Bjöm.
Hann segir að fólk sækist alltaf
meira og meira eftir ráðleggingum
landslagsarkitekta, en þetta er í
rauninni frekar ný starfgrein hér á
landi. „Okkur fer tjölgandi í stétt-
inni. Fyrir um 10 ámm vom um 10
landslagsarkitektar á skrá hjá Fé-
lagi íslenskra landslagsarkitekta en
nú emm við um 40.“
Björn hefur mikla ánægju af
starfi sínu og stefnir á það í fram-
tíðinni að vera í samstarfi við verk-
fræðinga, til þess að geta veitt betri
þjónustu við útboð og eftirlit með
verkframkvæmdum.
/
Avaxtasafi
ekki góður
nema í hófi
BORN sem drekka mikinn
ávaxtasafa hafa ríkari tilhneig-
ingu en önnur til að fitna. Þetta
kom í ljós í rannsókn við Bas-
sett-stofnunina í New York.
Mataræði barna á leikskóla-
aldri var kannað í rannsókninni
sem alls rúmlega 200 börn tóku
þátt í. Flest drukku rúmlega
150 ml af ávaxtasafa á dag, en
um 10% drukku talsvert meira,
yfir 350 ml á dag og var um
helmingur þeirra ýmist lægri
eða þyngri en önnur börn.
Mjólkurneysla barnanna var
mismikill og virtist ekki hafa
áhrif á vaxtarlag. Barbara
Dennison, sem vann að rann-
sókninni, skrifaði um niðurstöð-
ur liennar í The Journal Pediat-
rics og í grein hennar kemur
m.a. fram að bæði foreldrar og
börn teldu ávaxtasafa góðan
kost, þótt ólíkar ástæður lægu
að baki. „Börn vilja safann því
hann er sætur og bragðgóður
en foreldrar tengja hann við
hollustu.“
Samtök bandarískra barna-
Iækna hafa í kjölfar þessarar
rannsóknar mælt gegn því að
foreldrar gefi börnum sínum
reglulega ávaxta-
safa í pela.
Hafa sam- ( ')
tökin einnig
bent á að
sumar gerð-
ir sykurs,
sem einkum
eru í eplum
og perum,
geti valdið
niðurgangi
og kviðverkj-
um hjá börn-
um.
mínu mati samfara slíkum erfða-
breytingum en auk þess þurfum
við ekki á þeim að halda þar sem
hægt er að rækta allt grænmeti
undir eðlilegum kringumstæðum."
Lykópen í töfluformi
Dubbels mælir með að
hver og einn borði um É
10-20 mg á dag af Jj
lykópeni sem sam- ,J||
svarar um 250
grömmum upp í eitt
kíló af tómötum.
Ekki er á hvers :
manns færi að
neyta svo mikils
magns svo í sam-
vinnu við þýskt lyfja-
fyrirtæki Canea 1
Pharma GmbH í Ham-
borg hefur hann sett á
markað lykópentöflur.
„Þær innihalda einnig A-
C- og E-vítamín auk selen-
íums og henta því hverjum sem
er, en aðallega þeim sem borða
lítið af tómötum.“
Hveragerði telur dr. Dubbels
vera ákaflega hentugan stað til vís-
indarannsókna og hann hefur rætt
við formann bæjarstjórnar , Gísla
Pál Pálsson, um að markaðssetja
Hveragerði sem miðstöð fyrir er-
lenda vísindamenn. „Bærinn er
hæfilega stór, þar búa um 1.700
íbúar, og skipulagið er ákaflega
gott, mun betra en í flestum sam-
bærilegum bæjum í Þýskalandi.
Hér er margt mjög áhugavert fyrir
vísindamenn, sérstaklega á sviði
jarðhitarannsókna, gróðurhúsa og
margt fleira. Óljóst er hvort þessi
draumur verður að veruleika þvi
slíkum rannsóknum fylgja tæki og
tól sem geta verið kostnaðarsöm
en ég held að ef viljinn er fyrir
hendi sé allt mögulegt."
Hveragerði miðstöð
vísindarannsókna
Gísli PáU
Pálsson
FORMANNl bæjarstjómar í
Hveragerði, Gísla Páli Pálssyni líst
vel á hugmynd dr. Rolf Dubbels um
að gera Hveragerði að miðstöð vís-
indarannsókna. „Umi-æðan er enn-
þá á byrjunarstigi en við höfum
fundað nokkrum sinnum og rætt
ýmsar áhugaverðar hugmyndir.“
Að mati dr. Dubbels hentar
Hveragerði vel til ýmiss konar
rannsókna því stærð bæjarfélagsins
er heppileg, skipulagið gott og bær-
inn er hæfilega langt frá Reykjavík.
Húsnæðl til staðar
Slík miðstöð hefði líklega tölu-
verð fjárútlát í för með sér en Gísli
Páll segir mögulegt að nýta hús-
næði á hverasvæðinu sem er í eigu
bæjarins til rannsóknarstarfa.
Einnig gæti lítil rannsþknarstofa í
eigu Dvalarheimilisins Áss komið að
notum.
„Vísindamenn eiga erindi hingað,
sérstaklega vegna rannsókna á sviði
jarðhita og ýmiss konar plöntufræði
sem tengja mætti starfsemi Garð-
yrkjuskóla ríkisins sem er í Hvera-
gerði,“ segir Gísli Páll.
„Einnig væri hægt að rannsaka
leir í hverunum, tengja hann heilsu-
rækt og starfsemi Náttúrulækn-
ingafélags íslands. í sambandi við
þetta allt saman væri síðan upplagt
að fræða aimenning um hvað bjT í
hverunum en þar leynist ýmislegt
ski-ítið sem fólk hefur ekki hug-
mynd um.“
Gróðurhúsatómatar
hafa einungis
þriðjung þess
magns af lykópen
sem útiræktaðir
tómatar hafa.
íslenskir tómatar
eru því líklega ekki
lykópen-ríkir.
fá'óó
í tt & **
9 © © «0 # tí g?
t*
• © e & & ©|
@ <þ » # » .
•••••••••••
fý'.AócuHfy
í^uPiMIOLj t;
;%V.V.V/.V.O (l
>■•■«»••«•• v yi
••••••••■•« L
afneMiúspráfað
1
I I
r
OCULLll
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
Id', Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími: 581 4670
::: ....... ....
Umboðsaðilar um allt land
Akranes: Versl. Perle • Borgames: Rafstofan
Ólafsvik: Lltabúðin • Stykkishólmur: Heimahornlð
Patreksfjörður: Ástubúð • ísafjörður: Þjótur sf.
Drangsnes: Kf. Steingrímsfj. • Hólmavik: Kf. Steingrímsfj.
Hvammstangi: Kf. V-Húnv. • Blönduós: Kf. Húnvetninga
Sauðárkrókur: Hegri • Siglufjörður: Apótek Siglufjarðar
Ólafsf jörður: Versl. Valberg
Akureyri: Versl. Vaggan, Sportver
Húsavík: Kf. Þingeyinga • Egilsstaðir: Kf. Héraðsbúa
Neskaupsstaður: Lækurinn • Eskifjörðun Eskikjör
Höfn: Verslunin Lónið • Hvolsvöllur: Kf. Árnesinga
Þorlákshöfn: Rás hf. • Vestmannaeyjar: Tölvubær
Garður Raflagnavinnust. Sigurðar Ingvarssonar
Keflavík: Bústoð • Grindavík: Versl. Palóma
Reykjavík: Barnaheimur, Fatabúðin, Húsgagnahöllin,
Marco, Versl. Hjólið (Eiðistorgi)