Morgunblaðið - 27.08.1997, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 B 9
Islensk fyrirtæki náðu góðum árangri á AQUA NOR 9 7-fiskeldissýningnnni í Þrándheimi
Góður árangfur á
Aqua Nor sýningunni
Alþjóðlega fískeldissýningin Aqua Nor var haldin í Þrándheimi í Noregi nú
—--------—■ —— —---------------------
í ágúst. Kjartan Olafsson nemandi í sjávarútvegsfræði við háskólann í
Tromso, Noregi, sótti sýninguna og rekur hér það helsta sem fyrir augu
bar. Islensk fyrirtæki á sýningunni voru fá en náðu góðum árangri.
ÍSLENSK fyrirtæki náðu góðum
árangri á alþjóðlegu fiskeldissýn-
ingunni Aqua Nor, sem haldin var
í ágústmánuði í Þrándheimi í Nor-
egi. Marel var áberandi á sýning-
unni, en fyrirtækið kynnti vinnslu-
línu fyrir lax og nýja skurðarvél á
sýningunni auk fleiri tækja. Geng-
ið var frá stórum samningi á sýn-
ingunni og að henni lokinni var
allt sem sýnt var á básnum selt.
Vaki fiskeldiskerfi náði einnig góð-
um árangri og efnablandan „Nat-
ural White“, sem íslendingurinn
Jóhannes Arason kynnti ásamt
erlendum umboðsmönnum sínum,
vakti einnig athygli.
Aqua Nor-fiskeldissýningin,
Aqua Nor 97, var haldin í Nidaro-
höllinni í Þrándheimi dagana 13.
til 16. ágúst. Sýningin var tíunda
alþjóðlega fiskeldissýningin sem
samtökin Nor-Fishing hafa staðið
fyrir og sú stærsta sinnar tegund-
ar í heiminum. Norski sjávarút-
vegsráðherrann, Karl Eirik
Schjott-Pedersen, setti ráðstefn-
una og í ræðu sinni spáði hann
því að fiskeldi yrði ráðandi þáttur
í norsku efnahagslífi eftir að olía
og óendurnýjanlegar auðlindir
verða uppurnar.
Mikil aukning í Noregi
í Noregi hefur fiskeldi aukist
stórlega á síðustu áratugum. Mest-
ur hefur vöxturinn orðið í laxeldi.
Um 1960 samanstóð fiskeldið aðal-
lega af litlum fjölskyldufyrirtækj-
um vid norðurströnd Noregs sem
fetuðu sig áfram með misjöfnum
árangri. í dag hafa hinsvegar
myndast stórar samsteypur eins
og Norsk Hydro og Stoltz Seafarm
sem eru mjög afgerandi í norsku
fiskeldi.
Árið 1986 var verðmæti útflutn-
ings á laxaafurðum 16 milljarðar
króna en tíu árum síðar var verð-
mætið 60 milljarðar eða um fjór-
föld aukning í verðmæti. Magnið
hefur á sama tíma aukist úr 45.000
tonnum í 300.000 tonn.
Til þess að gera sér betur grein
fyrir hve gríðarlegt magn hér er
um að ræða má geta þess að
300.000 tonn af laxi er helmingi
meira en allur íslenski togaraflot-
inn veiðir af þorski í íslenskri lög-
sögu. Það mætti því geta sér til
um hversu afdrifaríkar afleiðingar
það hefði fyrir litla fiskveiðiþjóð
ef mönnum tækist að finna lykilinn
að hagkvæmu þorskeldi.
Gífurleg margfeldisáhrif
Eins og gefur að skilja eru
margfeldiáhrif fiskeldisins gífurleg
og sást það vel á sýningunni á því
hversu breiður hópur sýnenda var.
Fyrirtæki af öllum stærðum og
gerðum kynntu framleiðslu sína:
rör, dælur, vigtar, vélar, lyftara,
fóður, merkimiða, netagerð, fatn-
að, bækur og allt sem nöfnum tjá-
ir að nefna - allt sérstaklega snið-
ið að þörfum fiskeldisins. Mikla
athygli vakti ný sjálfvirk aðgerðar-
vél frá þýska fyrirtækinu Baader
sem getur slægt og sogið innan
úr allt að fimmtán löxum á mínútu
með svokölluðum „prinsessu-
skurði“. Vélin er ekki væntanleg á
markaðinn fyrr en næsta haust en
strax fimmtán mínútum eftir að
sýningin opnaði var fyrsta vélin
seld. Verðið er áætlað um 12 millj-
ónir króna en framleiðslugeta fyr-
irtækisins er 10 vélar á ári.
Eldislaxinn þarf minna að éta
en sá villti
Fóðurfyrirtækið EWOS kynnti
rannsóknir á fóðri sem rann-
sóknarstofa þess hafði unnið. Nið-
urstöður rannsókna benda til að
tekist hafi að framleiða urriða með
fóðurfaktor 0,42 sem þýðir að að-
eins þurfi 0,42 kg af fóðri til að
framleiða 1 kg af fiski. Til saman-
burðar var tekið sem dæmi að í
upphafi eldis í Noregi þurfti 3 kg
af fóðri fyrir 1 kg af físki.
Sama fyrirtæki lagði fram
niðurstöður rannsókna þar sem
eldislaxinn er sagður mun um-
hverfisvænni en sá villti þar sem
eldislax þarf aðeins 2 kg af nátt-
úrulegri fæðu en sá villti þarf 10
kg til að vaxa um eitt kg. Þökk
sé samspili bætts fóðurs og erfða-
bóta.
Marel vekur athygll
Á stórum og myndarlegum bás
miðsvæðis í höllinni hitti blaðamað-
ur fyrir þá Geir A. Gunnlaugsson,
framkvæmdastjóra Marel, og
Kristján Davíðsson, sölustjóra í
Noregi. Marel kynnti framleiðslu
sína með nýtt flæðilínukerfi fyrir
laxavinnslu og skurðarvél í broddi
fylkingar. Flæðilínukerfið var ný-
verið sett upp í einu af stærri laxa-
vinnslum Noregs og hefur reynst
vel. Hinsvegar var skurðarvélin
kynnt í fyrsta sinn og getur hún
þverskorið heilan fisk auk sneiða
með fastri vigt. Vélin vakti mikla
athygli og höfðu starfsmenn í nógu
að snúast við að svara spurningum
og útskýra vinnslu vélarinnar.
Noregur stœrstl markaðurlnn
Noregur er nú orðinn stærsti
markaður Marel en þar á eftir
fylgja ísland, Bandaríkin og
Kanada. Aðspurður um hversu
mikla þýðingu svona sýning hefði
fyrir fyrirtækið sagði Geir að í
seinni tíð væru það ekki stórir land-
vinningar sem fyrirtækið vænti
heldur væri veigamikið atriði að
hitta viðskiptaaðila og treysta
böndin. Það fór þó svo að Marel
seldi sérstaklega vel og sagði
Kristján að ekkert hafi komið aftur
heim nema timbrið í básnum.
Lífmassamælar frá Vaka
Annað íslenskt fyrirtæki fann
blaðamaður í D-álmu hallarinnar.
Þar voru komnir þeir Hermann
Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Vaka fiskeldiskerfa, og Benedikt
Hálfdánarson, markaðsstjóri.
Aðalframleiðsla fyrirtækisins eru
lífmassamælar og teljarar sem
Hermann þróaði í framhaldi af
lokaverkefni sínu í rafmagnsverk-
fræði. Teljararnir og lífmassamæl-
arnir gera fiskframleiðendum auð-
veldara um vik að framkvæma
nákvæmt eftirlit og fylgjast náið
með gæðum fisksins.
Vaki fiskeldiskerfi hefur stækk-
að mjög ört á undanförnum árum
og um þessar mundir er verið að
stofna dótturfyrirtæki í Bergen.
Fyrirtækið hefur selt framleiðslu
sína víða um heim en helstu mark-
aðir eru Noregur, Skotland, írland,
Chile, Tasmanía og Miðjarðarhafs-
löndin. Fyrr á árinu vann Vaki fisk-
eldiskerfi til verðlauna í hönnun-
arsamkeppni í París.
Geymsluþolið aukið
Norske Saltkompagni kynnti
Natural White-kryddblönduna í
umboði fyrir íslendinginn Jóhann-
es Arason. En kryddblandan eyk-
ur geymsluþol fisks og hægir á
bakteríuvexti. Sé hún notuð við
forvinnu á reyktum laxi eykst
geymsluþol um 1-2 vikur í kæli.
Blandan hefur hlotið samþykki
norska matvælaeftirlitsins og ný-
lega var birt niðurstaða rannsókn-
ar sem staðfestir ágæti blöndunn-
ar.
Jóhannes sagði að Natural
White væri unnið úr blöðum rós-
marínplöntunnar og blandað í létta
saltlausn. Hann var ánægður með
viðtökurnar og sagði kynninguna
ganga vel.
Með kyrkislöngu á básnum
Margskonar uppákomur voru á
ráðstefnunni og kynningar af ýmsu
tagi. Havbruksstasjonen norska
bauð gestum upp á ígulkerahrogn
og kynnti niðurstöður þriggja ára
skosks samvinnuverkefnis. Þar
kom í ljós að ígulker vaxa mun
betur af laxafóðri en þeirra nátt-
úrulegu fæðu, brúnþörungum.
Fyrirtæki eitt sem selur vatns-
slöngur og þessháttar búnað brá á
það ráð að stilla upp stærðarinnar
lifandi Tiger Python-kyrkislöngu
til að fanga athygli gestanna og
lukkaðist það vel. Það lá þó í loft-
inu að stærð bása og auglýsinga-
skilta væru ekki það sem mestu
máli skipti heldur lægi leyndarmál-
ið í því að skála við rétta menn á
réttum stöðum að kveldi.
Talsverðir mögulelkar
Það þarf ekki mikinn spámann
til þess að sjá fyrir vöxt í fiskeldi
á næstu árum og næsta víst að þær
þjóðir sem þegar hafa tileinkað sér
þessa skemmtilegu atvinnugrein og
menntað þegna sína innan hennar
verða án efa leiðandi í framtíðinni.
Því miður hefur þróunin hér á landi
orðið sú að fiskeldi er allt að því
blótsyrði og neikvætt viðhorf
manna hefur rýrt tiltrú almennings
á greininni. Þó gæti maður ætlað
að möguleikar innan fískeldis í
framtíðinni væru talsverðir hér á
landi eftir því sem tækni í endumýt-
ingu vatns fleygir fram. Margróm-
aður jarðhiti ætti svo enn að auka
á fjölda þeirra tegunda sem til
greina koma. Það er annars merki-
legt hvemig sumum þjóðum tekst
að gera allt úr engu meðan aðrar
gera allt að engu.
LOÐNUBA TAR
NYR PETUR JÓNSSOIM RE
,*#
• SMÍÐI á nýjum Pétri Jóns-
syni RE miðar vel og er áætl-
að að skipið verði aflient 31.
október nk. í Noregi, að sögn
Péturs Stefánssonar útgerð-
armanns. Skipið er því vænt-
anlegt til íslands fyrstu vik-
una í nóvenber. Skipið er í
smíðum hjá skipasmíðastöð-
inni Aukra Industrier A/S í
Noregi en gamli Pétur Jóns-
son RE, sem nú heitir Húsvík-
ingur ÞH, var einnig smíð-
aður þar árið 1994. Skipið er
63,40 metrar á lengd og 13
metra breitt. Á efri myndinni
er skipið í skipasmíðinni í
Aukra í Noregi og á þeirri
neðri er brúin á frumstigi
smíðinnar.
Skoðunarstofurnar
fá faggildingu
Hagsmunaaðilar mega ekki
vera beinir eigendur
HAGSMUNA-
AÐILAR í sjáv-
arútvegi mega
ekki vera beinir
eignaraðilar
skoðunarstofa, samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins um
starfsemi faggiltra óháðra skoðunarstofa í sjávarútvegi, en með henni
er svarað breyttum kröfum um eftirlit í helstu viðskiptalöndum okkar.
Sett eru fagleg skilyrði fyrir starfsemi skoðunarstofa, sem annast skoð-
un á aðstöðu, hreinlæti og innra eftirliti framleiðenda sjávarafurða.
Meðal annarra nýmæla eru að
skoðunarstofur í sjávarútvegi
verða framvegis að hafa hlotið
faggildingu í samræmi við íslensk-
an staðal, ÍST EN 45004. Skilið
er á milli ráðgjafar og eftirlits.
Þannig má skoðunarstofa ekki
veita framleiðenda ráðgjöf eða að-
stoð við markaðssetningu. Skilyrð-
ið er sett til að koma í veg fyrir
að niðurstöður skoðana sé ve-
fengdar.
Fiskistofa veitir skoðunarstofum
starfsleyfi að uppfylltum skilyrð-
um, sem fram koma í reglugerð-
inni. Skoðunarstofum er gert að
sanna hæfni sína með því að hafa
faggildingu í samræmi við ÍST EN
45004. Reglugerðin tekur gildi
þann 1. janúar 1998. Skoðunar-
stofur geta þó fengið starfsleyfi
hjá Fiskistofu í allt að sex mánuði *-
án þess að hafa hlotið faggildingu
uppfylli þær önnur skilyrði reglu-
gerðarinnar og hafi sótt um fag-
gildingu hjá Löggildingarstofu.
LOÐNUBA TAR
Nafn Staarö Afll Sjéf. Löndunarat. Nafn Staaré Afli SJÓf. Löndunarat.
KAP II VE 444 402 756 1 Vestmannaeyjar ÞORSTEINN EA 810 794 1045 1 Neskaupstaöur
KAP VE 4 714 1102 1 Vestmannaeyjar HÓLMABORG SU 11 1181 1235 1 Eskifjöröur
FAXI R E 241 331 577 1 Reykjavík BERGUR VE 44 484 1263 2 Fóakniösflörður
HÁKÖN ÞH 250 821 843 1 Reykjavik
HÖFRUNGUR AK 91 445 1183 2 Akranes
' "VÍKÍNGUR ÁK IÖÖ 950 1060 ..... ^ Akranes CITCf CfCITD/ITAC >
HÁBERG GK 299 366 644 1 Bolungarvík & mi
JÓN SIGURÐSSON GK 62 OAGFARI GK 70 1013 299 673 116 1 J Bolungarvik Siglufjöröur Nafn " Staaró I Afll •jóf. Lóndunarst.
ODDEYRIN EA 210 335 372 1 Siglufjöröur GRUNDFIRÐINGUR SH 12 103. 10$ T 6 Grundarfjöröur
SIGURÐUR VE 16 914 1019 1 Siglufjöröur GRETTIR SH 104 148 48 4 Stykkishólmur
ÍSLEIFUR VE 63 513 317 1 Siglufjöröur ÁRSÆLL SH $8 101 41 4 Stykkishólmur
ÖRN KE 13 496 1106 1 Siglufjöröur ÁRNFIRÐÍNGUR BA 21 12 12 4 Bíldudalur
ÞÓRSHAMAR GK 75 326 134 1 ' Ólafsfjöröur SIGURB. ÞORSTEINS BA 165 35 7 4 Bíidudalur
SUNNUBERG NS 199 385 652 1 Vopnafjöröur ÁUÐBJÖRG HU 6^ 23 12 5 Skagaströnd
BEITIR NK 123 ”756’ 1050 1 Neskaupstaöur I KRÍSTINN FRfÐRiKSSÖN $H i 104 57 4 Skagaströnd