Morgunblaðið - 27.08.1997, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.08.1997, Qupperneq 10
10 B MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð heima Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Hh IðTOM 32.v; 33.vjlÁvl Karfi Krikg — 80 Alls fóru 38,3 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 12,0 tonn á 65,92 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 9,6 tonn á 83,58 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 16,7 tonn á 110,69 kr./kg. Af karfa voru seld 70,9 tonn. í Hafnarfirði á 66,67 kr/kg (0,61), á Faxamarkaði á 69,72 kr. (3,81) og á Fiskm. Suðurnesja á 48,30 kr./kg (66,51). Af ufsa voru seld 65,2 tonn. í Hafnarfirði á 39,93 kr. (29,51), á 63,75 kr. (10,41) á Faxam. og á 52,78 kr./kg (25,31) á Suðurnesjum. Af ýsu voru seld 33,2 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 99,57 kr./kg. Kc/kg 60 30.v| 31.VÍ 32.VI 33.v| 34.v| Fiskverð ytra Þorskur «-------» Karfi mmmamm Ufsi Ekki bárust upplýsingar um sölur í Þýskalandi. Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 324,0 tonn á 119,07 kr./kg. Þar af voru seld 88,8 tonn af þorski á 135,07 kr./kg. Af karfa voru seld 9,3tonn á 115,18 kr./kg, 20,4 tonn af kola á 192,10 kr./kg, 1,0 tonn af ufsa á 54,32 kr./kg og 160,7 tonn af ýsu á 91,34 kr./kg. Fiskeldi skilaði fimmtungi heildarfiskafla árið 1995 Lúðueldið ofarlega á baugi um þessar mundir HLUTUR fiskeldis í heimsafla hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Arið 1995 var heildarafli úr heims- höfunum 92 milljónir tonna og sama ár gaf fiskeldið af sér um 21 millj- ón tonna eða um 20%. Sama hlutfall var 13,5% árið 1994. Fiskeldið er sá matvælaiðnaður sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og ekk- ert bendir til annars en að hlutfall eldis aukist á komandi árum sérlega ef spár manna um 100 milljón tonna hámarksafla úr heimshöfunum ganga eftir. í dag er fiskeldi mest í Asíu, 87%, en Evrópa framleiðir næst mest eða um 1,4 milljón tonn. Fiskeldissýningin Aqua Nor var haldin í Þrándheimi í Noregi nú í ágúst og samhliða henni mikil ráð- stefna um horfurnar í fiskeldi. Kjartan Ólafsson, nemi í sjávarútvegsfræð- um við Háskólann í Tromsö, sótti ráðstefnuna og rekur hér það helsta sem bar á góma. Þrándheimur minnist á þessu ári að 1000 ár eru liðin siðan Ólafur Tryggvason settist þar að með her sinn og byggði sér bæ, eftir því er Snorri Sturluson skrifaði 200 árum síðar. Athygli Evrópubúa á Niðarósi, eins og Þrándheimur var fyrst nefndur, vaknaði um 1030 þegar Ólafur Haraldsson kóngur var drepinn í Stiklastaðarorrustu. Skömmu eftir að lík hans var graf- ið urðu menn varir við undur og stórmerki umhverfis gröfina. Ólaf- ur var því tekinn í heilagra manna tölu og pílagrímar víðsvegar úr Evrópu tóku að streyma til bæjar- ins. Öflugasti vaxtarbroddurinn í norsku efnahagslífi í ár streymir fólk hvaðanæva úr heiminum til Þrándheims á afmæl- isári borgarinnar þó ekki til að næra andann, eins og áður fyrr, heldur til að kynna sér framleiðslu á líkamlegri næringu. Vikan 10. til 17. ágúst var nefnilega tileinkuð fiskeldi, öflugasta vaxtarbroddi í norsku efnahagslífi. Byijað var á ráðstefnu European Aquaculture Society (EAS) um rannsóknir og tæknilega möguleika fiskeldis í framtíðinni. í kjölfarið kom sjálf Aqua Nor-sýningin og fjöldinn allur af minni ráðstefnum um markaðs- mál og stöðu fiskeldisins. Um 20.000 manns sóttu sýningxina í blíðskaparveðri og voru öll hótelher- bergi bæjarins lögð undir sýningar- gesti. Aðstandendur búast við að gestirnir hafi skilið eftir sig um milljarð íslenskra króna á hótelum, veitingahúsum og í annarri þjón- ustu heimamanna. Ráðstefna EAS Patrick Lavens, forseti EAS, opn- aði ráðstefnuna að viðstöddu fjöl- menni og í ræðu sinni talaði hann um mikilvægi fiskeldisins og vitnaði þar í tölur FAO. Hann benti á hve hlutur fiskeldis í heimsafla hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Árið 1995 var heildarafli úr heims- höfunum 92 milljónir tonna og sama ár gaf fiskeldið af sér um 21 millj- ón tonna eða um 20%. Sama hlut- fall var 13,5% árið 1994. Fiskeldið er sá matvælaiðnaður sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og ekkert bendir til annars en að hlut- fall eldis aukist á komandi árum sérlega ef spár manna um 100 millj- ón tonna hámarksafla úr heimshöf- unum ganga eftir. í dag er fiskeldi mest í Asíu, 87%, en Evrópa fram- leiðir næst mest eða um 1,4 milljón tonn. Þema ráðstefnunnar var eldi kaldsjávartegunda og fjölluðu flest- ir fyrirlestranna um möguleika í lúðueldi. Nokkur erindi voru flutt um næringargildi fóðurs og mögu- leika á að ala fisk á sojafóðri. Einn- ig voru lagðar fram skýrslur um tilraunir sem gerðar hafa verið á þorsk og laxaseiðum. Starfræktir voru umræðuhópar um endurnýt- ingu vatns og möguleika í þeim efnum. Blaðamaður spurði Patrick Lav- ens hvort skilja mætti þá athygli sem lúðurannsóknir fengu á ráð- stefnunni sem svo að EAS áætlaði lúðueldi sem næsta fjörkipp innan fiskeldisins. Hann svaraði því til að margt benti til að talsverðir mögu- leikar lægju í lúðueldi ef takast myndi að yfirvinna þá byrjunarörð- ugleika sem hijá menn um þessar mundir. Lavens benti blaðamanni á að landar hans virtust standa þar framarlega og hafa náð mjög góð- um árangri. Nokkur leynd yfir lúðueldinu Um eldi á öðrum kaldsjávarteg- undum sagðist hann setja spurning- armerki þar sem ýmist hefði mönn- um ekki tekist að ráða fram úr líf- fræðilegum vanda eða að eftirspurn markaðarins væri ekki næg. Nokk- ur leynd hvíldi yfir því hveijir væru að framleiða lúðu í heiminum í dag og í hve miklu magni en í einum fyrirlestrinum var minnst á góðan árangur Fiskeldis Eyjafjarðar við að koma lúðuseiðum í gegnum myndbreytingarskeiðið. Ólafur Halldórsson, forstjóri Fiskeldis Eyjaíjarðar, var á ráð- stefnunni og sagði í viðtali við blaðamann að flöskuhálsinn í lúðu- eldi væri ennþá seiðaframleiðslan. Helstu vandamálin væru næringar- legs eðlis og tengdust löngu þrosk- unarferli lúðulirfa. Lirfan nærist á lifandi fóðri sem þarf að innihalda nægileg næringarefni. Ólafur sagði að þrátt fýrir að Fiskeldi Eyjafjarð- ar hafi náð nokkuð góðum tökum á seiðaframleiðslunni væru ýmis vandamál sem tengdust seiðaeldinu sem þyrfti að leysa. 500 krónur fyrir lúðuseiðið Undir lok ráðstefnunnar var mönnum bent á grein í norska dag- blaðinu Dagens Næringsliv þar sem fram kom að hjónum frá Larsnes í Noregi tókst að koma 90.000 seið- um gegnum myndbreytinguna. Áætlað markaðsverð fyrir lúðuseiði er um 500 íslenskar krónur. Fyrstu lúðulirfurnar sem klakið var út í rannsóknarstöð voru sýndar í Þrándheimi fyrir 10 árum og bjugg- ust menn þá þegar við stórtækri framleiðslu. En ýmiskonar vanda- mál komu í ljós og hafa menn bar- ist við þau síðan. Einn íslenskur fyrirlesari Eini íslenski fyrirlesarinn á ráð- stefnunni, Benedikt Hálfdánarson, markaðsstjóri hjá Vaka Fiskeldis- kerfi, hélt áhugavert erindi sem íjallaði um rannsóknir á lífmassa- mæli sem fyrirtækið framleiðir. Lífmassamælirinn getur áætlað fjölda, meðalþyngd og stærðardreif- ingu fiska í kví án þess að skemma eða áreita fiskinn. Tækið er þegar komið í notkun hjá nokkrum fram- leiðendum og reynslan gefur góða von. Boðið tll velslu Nokkuð var um íslendinga á ráð- stefnunni sem kynntu sér ýmsar hliðar fiskeldisins. Mjöl- og fóður- framleiðendur, menn innan fisk- eldisins, kennarar og áhugamenn. Að ráðstefnu lokinni blésu íslenskir mjölframleiðendur til alíslenskrar veislu á þriðju hæð Radison SAS Royal Garden þar sem Síldarvinnsl- an veitti öl og SR-mjöl bauð klak- ann. Fjölmargir tóku til máls og var veislan vel heppnuð. Annar freðfiskur Skelfiskur (unninn og niðursoðinn) Unnar fiskafurðir Innfluttur fiskur og afurðir til Bretlands, maí 1995 til maí '97 (hlutfall af heildarverðmæti í hverjum mánuði) -------------------------------^-----20 - Frosin flök I---------------------1---------------------1---------------------1---------------------1---------------------1---------------------1----------------------1----------------------1---------------------1---------------------1---------------------1----------------------1---------------------1----------------------1---------------------1---------------------1---------------------1---------------------1---------------------1 I i i i-------------------------------------------------------------------------------------------------------1 i-----------------------------------------! I i i i i---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------1 i i i i i MAI '93 JAN. 95 JAN. 96 JAN. 97 JAN. 94 Mjöl og lýsi Innflutningur á mjöli og lýsi til Bretlands jan.-maí 1997 Perú 41.990 tonn ísland 40.339 tonn Chile 23.039 tonn Noregur 20.316 tonn Aðrir 27.948 tonn Bretar flytja meiri fisk inn BRETAR hafa aukið innflutning á fiskimjöli og lýsi á fyrrihluta þessa árs. Að loknum maimánuði höfðu þeir flutt inn um 153.600 tonn af þessum afurðum, en á sama tíma í fyrra nam þessi inn- flutningur tæpum 144.000 tonn- um. Mest af þessum afurðum kaupa þeir frá Perú, um 42.000 tonn en 40.300 tonn héðan frá íslandi. Chile er í þriðja sæti með 23.000 tonn og Noregur í því fjórða með 20.300 tonn. Hlutur annarra þjóða er mun minni. Á sama tíma í fyrra höfðu Bretar keypt um 59.400 tonn af mjöli og lýsi héðan og 30.000 frá Nor- egi en aðeins 13.350 frá Perú. Búast má við því að hlutur okkar fari vaxandi þegar líður á árið vegna mikillar framleiðslu hér en veiðibanns i Suður-Ameriku. Þorskur Þorkinnflutningur til Bretlands jan.-apríl 1997 ferskt og afurðir Noregur 13.274 tonn Færeyjar 12.646 tonn ísland 6.810 tonn Danmörk 5.9741. Rússland 5.8231. Aðrir 4.1251. FYRSTU fimm mánuði ársins höfðu Bretar flutt inn tæplega 49.000 tonn af þorski, en um 46.100 á sama tíma í fyrra. Þarna er um að ræða bæði frystan þorsk og ferskan. Mest kaupa Bretar af Norðmönnum, 13.300 tonn, 12.650 tonn frá Færeyjum og 6.800 tonn héðan frá íslandi. Norðmenn auka sinn hlut um 800 tonn, en Færeyingar um 4.700 tonn, en hlutur okkar lækkar um 300 tonn. Næstir koma svo Rúss- ar og Danir með tæp 6.000 tonn hvor þjóð og fer hlutur Rússa minnkandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.