Morgunblaðið - 29.08.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.08.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1997 B 3 BENEDIKT Sveinsson dagbókarhöfundur var oftast vinnumaður í Mjóafirði, Morgunblaðia/RAX DAGBOK SMALANS Dregur sjálfan út úr eigin frásögn um lífið framhjá einhverju sem þyki ekki lengur við hæfi.“ Hún nefnir sem dæmi að útfrá minningum Guðrúnar megi álykta að hún hafi ekki fengið að ganga menntaveginn og að pabbi hennar og systir hafi staðið í veginum. Hinsvegar er ekki hægt að merkja það af bréfum hennar. Guðrún segir til dæmis í bréfi til fóður síns frá konu í Danmörku sem bjóðist til að kosta hana til náms í eitt ár, en að hún viti sjálf að hún geti ekki tekið tilboðinu. Síðan segist hún hlakka til að koma heim. „Ef til vill hefur Guðrún ekki haft kjark eða löngun til að storka hefð- bundnum gildum í samfélaginu," segir Sigrún, „en þegar hún skrifar sjálfsævisöguna, fjörutíu árum síð- ar, horfði málið aftur á móti öðruvísi við, enda höfðu viðhorf til menntun- ar kvenna breyst töluvert." Sigrún hefur líka greint í bréfum og dagbókum sem hún hefur rann- sakað að unglingar voru til sem hópur á 19. öld sem hafði mikla þörf til að mynda náið tilfinningasam- band við einstaklinga af sama kyni sem býr yfir svipaðri reynslu og deila reynsluheiminum með honum í því skyni að þroska sjálfsímynd sína. „Petta kemur aftur á móti ekki fram í hefðbundinni sagnfræði," segir hún. Davíð segir að samkvæmt skil- greiningu sem birtist í húsagatil- skipuninni 1746 falli börn og vinnu- hjú undir hugtakið ungdómur. Og að sagnfræðingar hafi haft tilhneig- ingu til að lýsa þessum hópum sem einsleitum. En hvernig litu þessir einstaklingar á sig sjálfa? Sjálfsmynd þeirra má kanna með því að rýna í bréf þeirra, dagbækur og aðrar persónulegar heimildir. Sjálfsímyndin í persónulegum heimildum Davíð og Sigrún hafa bæði áhuga á mótun sjálfsímyndar og eru að vinna önnur verkefni tengd henni. „Pað að byrja að skrifa dagbók er einmitt merki um einstaklingsvit- und,“ segir Davíð. Nú fetum við okkur aftur upp úr kjallaranum í handritadeildinni og starfsmaður lokar dyrunum með hinum rammgerðu hurðum. Dag- bækur og bréf eru kjömar heimildir til að rannsaka viðhorf einstakling- anna, tilfinningar þeirra og upplifun og setja svo í samhengi við það sem var að gerast í samfélaginu á af- mörkuðu skeiði. BENEDIKT Sveinsson (1849-1928), smali og vinnumaður, skrifaði dag- bækur frá 1881-1920 og eru þær geymdar á handritadeild. Þær eru ritaðar í Kirkjubóli í Norðfirði, Firði, Fjarðarkoti, Hofi og Brekku í Mjóa- firði í Suður-Múlasýslu. Davíð Ólafsson hefur skráð að Benedikt hafi fæðst á Kirkjubóli í Norðfirði 20. júlí 1849 og alist þar upp til 17 ára aldurs. Árið 1866 hóf hann vinnumennskuferil sinn á Firði í Mjóafirði, sem varði alla ævina. Hann hafði nokkuð tíð vistaskipti á fyrri hluta ævinnar en hélt sig þó ætíð við Mjóafjörð og heimaslóðir og dvaldi oftast hjá ættingjum. Frá ár- inu 1887 dvaldi hann 18 ár á Firði og síðustu 23 ár ævinnar í Fjarðarkoti. Benedikt var ógiftur og barnlaus. Dagbækur vinnumannsins eru í 11 bindum og bögglum, óinnbundnar að mestu og teljast allar sæmilega læsi- legar og vel varðveittar. Davíð hefur greint innihald þeirra og skrifað: „Dagbækur Benedikts Sveinsson- ar segja margt um daglega hætti og hið hversdagslega líf í austfirskum sveitum á áratugunum í kringum síð- ustu aldamót. Fastir liðir eru veður- lýsing, yfirlit yfir búskapinn og skepnuhöld og dagleg störf til sjós og lands. Auk þess að fjalla um lífið á þeim bæjum sem Benedikt var vist- ráðinn hverju sinni, greinir hann frá mörgu sem átti sér stað í sveitalífinu og athafnalífi nágrennisins s.s. fé- lags- og menningarlíf í sveitinni og skipakomur og fiskveiðar í kaupstöð- unum. Dagbókin bregður hins vegar ekki jafnmiklu Ijósi á stöðu vinnu- fólks í sveit, tilfinningar þeirra og sjálfsmynd því skrif Benedikts eru ekki persónuleg heldur hlutlaus. Dagbókarritari dregur sjálfan sig að mestu út úr frásögninni." Guðrún BorgQörð. Sjálfsimynd Guðrúnar Borgf jörð er blönduð húmor og biturð. Ekta pippamey SIGRÚN Sigurðardóttir hefur verið að rannsaka bréf, meðal annars Guðrúnar Borgfjörð. Hér er brot úr bréf! Guðrúnar til Finns Jónssonar bróður síns sem Sigrún merkir með orðinu sjálfsímynd, sem verður eitt af lykilorðunum í tölvuforritinu á handritadeild. Það er ritað 4. desember 1882: „Pað giptir sig hver kjaptur nema jeg, þið megið víst sitja með mig sem illa lynta pippamey alla daga, svo geng jeg náttúrlega á mili systkinanna og verð úti árið hjá hverju, þangað til þið öll eruð orðin leið á mér þá sest jeg ein- hverstaða að, og fæ mjer hund og kött eins og ekta pippamey og svo dei jeg úr vesöldinni, og skil ekk- ert eptir nema þessi uppeldis- böm!! fróðleik um Titanic; byggingu skipsins, sögu þess, ferðalag og endalok. En, segið mér, af hverju þessi mikli áhugi á Titanic? Sigurður er fyrri til að svara. „Ég var á svipuðum aldri og litli vinur minn hérna, þó lfklega aðeins yngri, og lá veikur af berklum í kjallara- holunni heima. Móðir mín, sem var saumakona, reyndi að stytta mér stundir með sögum, meðal annars af Titanic. Einhvern veginn fór svo að örlög skipsins og farþeganna hafa fylgt mér síðan. Pað kom á mann sem lítinn polla að heyra svona.“ SIGURÐUR setti sitt módel (með rauða botninum) saman fyrir rúmum 20 árum en Krist- ján á alveg eins módel sem hann keypti í fyrra. Morgunblaðið/Þorkell MYNDIR, biöð og bækur um Titanic. Svarta bókin með krossinum, Sú nótt gleymist aldrei, hefur fylgt Sigurði lengi. Sú nótt gleymist aldreí Sigurður á í fórum sínum bók, Sú nótt gleymist aldrei, sem móðir hans gaf honum. Svört og lúin með hvítum krossi framan á kápu rekur hún þessa sorgarsögu. Sigurður hefur Ijósritað ýmsan fróðleik úr bókinni fyrir Krisfján og Ijósmyndir líka. Kristján hefur líka lesið bók- ina, bæði hjá Sigurði og á bókasöfn- um. En helst vill hann kaupa svona bók á fornsölu. Alveg eins bók og Sigurður á. Áhugi Kristjáns á Titanic kvikn- aði þegar hann sá teiknimynd um slysið í sjónvarpinu. Hann fór að róta í skápum hjá mömmu og pappa og fann National Geographic blöð með myndum af skipinu. Svo varð hann sér úti um góðar bækur og fór að safna fyrir módeli. „Mér þykir eiginlega aðallega flottast hvað flak- ið liggur djúpt,“ segir hann. Titanic var stærsta farþegaskip heims á sínum tíma og talið ósökkvandi. Annað kom í Ijós því skipið fórst 15. apríl 1912 í jómfrúr- ferð sinni, frá Southampton til New York, eftir árekstur við ísjaka við Nýfundnaland. Af 2.200 farþegum og áhafnarmeðlimum drukknuðu um 1500. Flak Titanic fannst á hafs- botni 1985. Módelln Sigurður og Kristján eiga ná- kvæmlega eins módel af Titanic. „Ég setti mitt saman 1971 þegar ég var nýkominn heim frá London og var að jafna mig eftir hjartaað- gerð,“ segir Sigurður. Hann á reyndar fjölda skipslíkana sem hann hefur sett saman og blaða- maður þiggur með ánægju af hon- um boð um að kíkja í heimsókn við tækifæri og skoða þau. Auk Titanic skipar Norska ljónið þar sérstakan heiðiirssess. „Ég keypti mitt módel í Hag- kaup,“ segir Kristján, „og ég fékk afslátt því það vantar límmiða á það.“ Eini munurinn á módelunum tveimur er að eigendumir máluðu þau í mismunandi litum. Titanic-safn og Titanic-mynd Pað er af nógu að taka fyrir áhugamenn um örlög Titanic, bækur og tímarit, myndir, módel og margt fleira. Kristján segist svekktastur yfir því að hafa ekki haft hugsun á því að fara á Titanic safnið í London þegar hann var þar á ferð með for- eldrum sínum fyrir fáum árum. Já, er Titanic-safn þar, spyr blaðamað- ur grandalaus. „Auðvitað! Titanic var breskt skip,“ segir Krislján og á greinilega erfitt með að trúa fávisku gestsins. Sigurður hristir höfuðið. Hann hefur ekki heldur komið á Tit- anic-safnið í London, en hann þekkir heimsins höf eftir að hafa siglt um árabil á fraktskiptum, lengst af á Mælifellinu. Nú er myndin búin og Margrét mamma Kristjáns vill fá hópinn inn í eldhús þar sem vöfflur með rjóma og sultu bíða. Við látum ekki segja okkur það tvisvar og yfir borðum er spekúlerað í því hvenær stórmyndin um Titanicslysið, sem sagt er að verði dýrasta kvikmynd sögunnar, verði sýnd hér á landi. Getiði hverjir ætla að sjá þá mynd?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.