Morgunblaðið - 29.08.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.08.1997, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Dansan úr stáli og kopar auki verður hann með í handrað- anum samansafn af gull- og silf- urskartgripum. í fyrsta skipti einn SKÚLPTÚRAR af ýmsum gerð- um, skálar, blómavasar og fleiri nytjahlutir, sem Jón Snorri Sig- urðsson hefur hannað, verða til sýnis í höfuðstöðvum EFTA í Brussel um miðjan október næst- komandi. Jón Snorri er gullsmiður að mennt og fremur gamall í hett- unni en í um 30 ár hefur hann hannað skartgripi fyrir Jens- skartgripaverslanirnar m.a. í Kr- inglunni og við Skólavörðustíg. Fyrir milligöngu kunningja sem búsettir eru í Brussel var Jóni Snorra boðið að setja upp sýninguna hjá fríverslunarsam- tökunum, EFTA. „Ég greip tæki- færið fegins hendi því fyrir sýn- ingar sem þessar er unnt að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og hanna öðruvísi hluti en þá sem ég geri vanalega. Ég hef unnið við skartpripagerð í áratugi og finnst því gott að fá hvíld frá slíkri vinnu og gera eitthvað ann- að. Útfrá þeim hugmyndum spretta síðan oft og tíðum nýjar línur í skartpripagerð.“ Skreytt með ís- lenskum steinum Jón Snorri hefur smám saman tileinkað sér tækni við smíði stærri gripa og hefur kynnt sér skúlptúrgerð vestur í Bandaríkj- unum. „Ég þyki sjálfsagt nokkuð frjáls í forminu, hef gaman af að fara óhefðbundnar leiðir og leika mér með þrívíddarformin." Morgunblaðið/Golli JÓN Snorri Sigurðsson við störf á smíða- verkstæðinu. í verkin notar Jón Snorri alla jafna silfur, stál, eir og kopar. Svo skreytir hann gjarnan með gleri og íslenskum steinum, með- al annars kvarts og blágrýti. Reyndar er þetta ekki í fyrsta SKÁL sem Jón Snorri hannaði. DANSARINN í allri sinni dýrð. Á sýningunni sem hefst 16. október og stendur til 7. nóvem- ber ætlar Jón Snorri að vera með ýmiskonar gripi, stóra jafnt sem smáa. Stórir skúlptúrar, svo sem styttan hans af dansaranum, verður þar meðal annars til sýnis. Einnig hefur Jón Snorri hannað ýmsa nytjahluti; ostaskera, blómavasa, skálar og fleira sem hann hyggst taka með sér. Þar að skipti sem Jón Snorri sýnir á er- lendri grundu. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga í Þýska- landi, Norðurlöndum og víðar en þetta er fyrsta einkasýningin sem hann mun halda erlendis. Jón Snon-i hlakkar því milrið til fararinnar. „Á sýningum stendur maður berskjaldaður fyrir allri gagmýni, viðbrögðin eru jafnan sterkari og því allt öðruvísi en þegar selt er beint í verslanir. Líklega hef ég betur á tilfinning- una eftir sýninguna hvar ég stend gagnvart listinni. Ég bíð því spenntur eftir viðbrögðum borgarbúa í Brussel." Listaverk á mjölhúsi í Eyjum Guðgeir Matthíasson, alþýðulistmálari, hefur undanfarnar vikur verið í Eyjum að endur- ............7---------- nýja málverk á mjölhúsi Isfélags Vestmanna- eyja. Grímur Gíslason hitti listamanninn að máli og ræddi við hann um lífíð og listina. GUÐGEIR málaði myndir á mjöl- hús ísfélagsins árið 1986 og voru þær famar að láta á sjá svo hann var fenginn til að fríska þær upp og lagfæra. Hann kvaðst hafa átt hugmyndina að því að skreyta mjölhúsið með málverkum á sínum tíma, en hann starfaði þá hjá Fiskimjölsverksmiðju Hraðfrysti- stöðvarinnar, sem nú er Fiski- mjölsverksmiðja Isfélagsins, og viðraði þessa hugmynd við Sigurð Einarsson framkvæmdastjóra. Sigurður tók hugmyndinni vel og þegar var ráðist í verkið. Viðfangsefnið var horfin hús, uppsátrið, Skansinn og ýmislegt fleira sem horfið er. Þessar mynd- ir hafa síðan prýtt mjölhúsið og nú var kominn tími á að endurbæta listaverkin. Guðgeir er Vestmannaeyingur en flutti til Reykavíkur fyrir tveim- ur árum og kom því sérstaklega til Eyja í sumarfríinu til að mála myndir sínar upp. Hann sagði að Sigurður Einarsson, framkvæmda- stjóri ísfélagsins, hefði verið búinn að orða það við sig að koma og gera myndimar upp og hann hafi látið verða af því nú. „Ég málaði allar myndirnar upp, þroskaði þær meira og gerði þær betri. Þetta hefur tekið rúman mánuð og rigning hefur gert mér afar erfitt fyrir en móttökur Eyja- manna og þau góðu viðbrögð sem ég hef fengið við myndunum fá mig til að gleyma þeim erfiðleik- um. Ég er því ákaflega ánægður og þakklátur nú er ég hef lokið verkinu. Það hefur líka verið mér hvatning að finna að það er upp- sveifla í bæjarfélaginu og þegar ég finn fyrir slíku eflíst ég allur,“ sagði Guðgeir. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ALÞÝÐULISTMÁLARINN Guðgeir Matthíasson: „Það veit enginn hvaða stefnu Guggi tekur...“ VIÐFANGSEFNIN eru horfin hús, uppsátrið, Skansinn og ýmislegt fleira. Guðgeir sagði að hann væri sí- fellt að mála en hann hefur ekki sýnt verk sín síðan 1993 og segist ekki ætla að flýta sér í þeim efn- um. Hann sé að þroskast mikið og breytast sem listamaður og ætli því að gefa sér góðan tíma áður en hann heldur sýningu á ný. Guðgeir er lífskúnstner og hvergi er komið að tómum kofunum hjá honum. Hann hefur skoðanir á flestum málum og er rammpólitísk- ur á sinn hátt og sú pólitík endur- speglast oft í myndum hans. „Póli- tíkin er enn til staðar í myndum mínum og verður alltaf. Ég er áhugamaður um pólitík og nota myndimar til að koma pólitík minni á framfæri. Ég sat til dæmis mikið niðri á alþingi í vetur og fylgdist með og þá fékk ég oft uppljómanir sem endurspeglast í myndum mín- um,“ sagði Guðgeir og svo hló hann á sinn sérstæða hátt eins og til að leggja áherslu á orð sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.