Morgunblaðið - 29.08.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.08.1997, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1997 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ Hi Kennaranemar í fremur óvenjulegum skóla . Morgunblaðið/Þorkell ÞÆR eru á leiðinni til Afríku t.v. Margrét Svavarsdóttir og Lilja Dóra Kolbeinsdóttir. Tvær íslenskar stúlkur eru á leið- inni til Afríku að kenna þarlendum. Þær hafa þrjú und- anfarin ár verið í kennaranámi í Dan- mörku sem kallast í daglegu tali Hið nauðsynlega kenn- aranám. Helga Barðadóttir ræddi við þær um skólann, og framandi lönd. „ÞAÐ er svo margt sem þetta hef- ur kennt okkur, til dæmis það að virða skoðanir fólks af ólíkum kyn- þáttum,“ sögðu kennaranemamir Margrét Svavarsdóttir og Lilja Dóra Kolbeinsdóttir þegar blaða- maður spjallaði við þær yfír kaffi- bolla rétt áður en þær yfirgáfu heimahagana til að takast á við kennslu í íramandi heimsálfu. Kennaraháskólinn, sem þær ljúka prófi frá næsta vor, er enginn venjulegur skóli. Hann er í Ulfborg í Danmörku og er einn af fjörutíu einkaskólum í Danmörku sem reknir eru undir nafninu Tvind en það eru skólar allt frá bamaskólum upp í háskóla. Kennt er eftir óhefð- bundnum leiðum og kennaranámið, sem tekur nú fjögur ár, fer fram víða um heim. Skólinn í Ulfborg er heimavist- arskóli en þar búa bæði nemendur og kennarar. Fyrir utan bóklega námið þurfa nemarnir að sjá um allt viðhald á skólabyggingunum, kaupa í matinn, matreiða hann og þrífa í kringum sig. „Nú veit ég hvemig á að leggja teppi og er orð- in snillingur í að baka brauð, en við verðum að lifa mjög spart og eyð- um ekki meira en 250 kr. í mat á mann á dag,“ sagði Margrét. Gera það sem maður vill Öll vinnan í skólanum fer fram í hópum hvort sem um er að ræða námið eða vinnuna í kringum heimilishaldið. „Fyrst þegar við byrjuðum í skólanum gat þetta verið erfitt og það tók tíma að læra inná félagana sem komu frá ólíkum menningarheimum, en svo lærðist þetta smátt og smátt,“ sagði Lilja. En námið snýst svo sannarlega ekki eingöngu um bóklegt nám. Sem dæmi um fjölbreytileika námsins er kúrs á þriðja ári sem kallast Gor hvad du fínder rigtígst eða Gerðu það sem þér finnst rétt- ast. „Maður getur notað þennan tíma, sem er tveir mánuðir, í hvað sem er. Þú getur þess vegna dvalið hjá aldraðri ömmu þinni eða farið að læra kínversku í Kína. Ég fór og ferðaðist um Mexíkó og Bandarík- in,“ sagði Margrét. Á fyrsta ári gera nemarnir upp gamla langferðabíla og keyra á þeim ásamt kennara alla leið frá Ulfborg í Danmörku og niður til Delí á Indlandi. „Indlandsferðin tók fjóra mánuði. Þetta ferðalag var alveg ofboðslega mikil upplif- un. Við dvöldum töluverðan tíma bæði á Indlandi og í Tyrklandi og gerðum vettvangskannanir þar. Við fórum um í litlum hópum, með tyrknesk-enska orðabók og átti hver hópur fyrir sig að bjarga sér hvað gistingu og mat varðaði. Við ræddum við fólk úti á götu og inni á tehúsum. Mínum hópi var t.d. boðið að búa inni á heimili hjá tyrkneskri fjölskyldu. Við stelp- urnar fylgdumst með vinnu kvenn- anna heima við, en strákarnir sátu með köllunum á tehúsum," sagði Lilja. En þessu var nú ekki alveg lokið þegar þau komu heim aftur því nú var að vinnu úr öllum gögnum og segja öðrum frá ferðalaginu. „Ég ákvað að fara heim til Islands og hélt fyrirlestra í nokkrum skólum hérna heima og sagði frá öllu því sem á daga mína dreif á ferðalag- inu. En á Indlandi vann ég að kvik- mynd ásamt nokkrum öðrum, um stöðu kvenna, sem ég sýndi héma heima, m.a. var hún sýnd í sjón- varpinu," sagði Margrét. Vinna fyrir hjálparstofnun Kennaranemamir fá ekki náms- lán til að borga skólagjöldin sem nema um 50.000 ísl. kr. á mánuði þannig að tveir mánuðir af skólaár- inu, sem tekur reyndar allt árið, fara í að vinna ýmiss konar launa- vinnu víðsvegar í Evrópu. „Einu sinni vann ég á dönsku minkabúi,“ sagði Lilja. Stór þáttur af kennaranáminu er vinna fyrir danska hjálparstofnun sem heitir U-landshjælp for Folk til Folk eða UFF. Kennaranem- arnir fara einn mánuð á ári, yfir- leitt til Þýskalands, og safna fé fyr- ir stofnunina með því að selja póst- kort úti á götum hinna ýmsu bæja og borga. Hjálparstofnunin vinnur að upp- byggingu menntamála í S-Afríku- löndum. Kennaranemarnir fá styrk frá UFF en á móti taka þeir að sér kennslu í nafni UFF í löndum S- Afríku. Þær Margét og Lilja era á leiðinni þangað núna í lok ágúst og munu dvelja þar fram á vor. „Ég verð að kenna við barnaskóla í Mó- sambík og er ætlunin að ég vinni með kennuranum, þ.e.a.s. hjálpa þeim að fá hugmyndir og aðstoða afríska kennaranema sem koma í æfingakennslu í skólann minn,“ sagði Margrét. Ekki bara ferðalög í Angóla er UFF að koma á fót kennaraháskóla ásamt þarlendum yfirvöldum, en þangað er Lilja að fara til að hjálpa til við að byggja skólann upp. Einn á rölti / um auðnir Islands Vestur á Öndverðarnesi fer umferð gesta og gangandi vaxandi. Enn er hún þó ekki orðin svo mikil að menn taki þar ekki hver eftir öðrum, leggi þeir leið sína þangað á annað borð. Ólafur Jens Sigurðsson rakst á Sigurgeir Jónasar á göngu með bakpoka og göngustaf. ÖNDVERÐARNES eða Öndvert- nes eins og það áður nefndist í fom- um ritum er vestasta táin á Snæ- fellsnesi, þar sem skiptir um milli Faxaflóa og Breiðaíjarðar. Þar má enn greina miklar minjar um gamla sjávarbyggð sem lagðist endanlega af fyrir hálfri öld. Þar má t.d. finna branninn Fálka sem þykir merki- legur, Dómarahringinn sem bendir til að þar hafi verið kveðnir upp dómar fyrram, náttúraundrið Bragghelli og margt fleira. Á sumrin era ferðamenn á Önd- verðamesi oftast að skoða björgin, hellana og fomminjamar. Einn ferðalangur var þó þarna í öðram erindagjörðum. Þegar hann var tekinn tali mátti greina að hann talaði enskuskotna íslensku. Við frekari eftirgrennslan upplýstist að hér var á ferð Islendingur sem búið hefur í Englandi um 20 ára skeið, Sigurgeir Jónasar frá Skálum á Langanesi en uppalinn á Þórshöfn. Sigurgeir sem býr nú í bænum Ay- lesbury, skammt frá Oxford í Mið- Englandi, var að ljúka í Öndverð- amesi 17 daga göngu um auðnir Is- lands, yfir landið frá Gerpi í Önd- verðanes. Gönguna hóf hann aust- ur við Gerpi 12. júlí síðastliðinn. Góður svefnpoki dugir Eftir að hafa gengið tjaldlaus yf- ir landið og legið úti í svefnpoka sínum allan tímann, þar sem hon- um sýndist best henta og lokið þessari löngu og merkilegu göngu, rákust þeir hvor á annan fyrir til- viljun Sigurgeir og Skúli Alexand- ersson fyrrverandi alþingismaður sem nú rekur gistihúsið Gimli á Hellissandi. Skúli bauð honum gist- ingu. Meðan hann stóð þar við þótti SIGURGEIR Jónasar fyrir utan Gimli á Hellissandi. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.