Morgunblaðið - 29.08.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1997 B 5 -
í nuddi
þeir hljóta að þurfa að slaka á í vöðv-
utn og liðurn alveg eins og við,“ segir
hún.
Kristín reynir að nudda Vin eins
oft og hún kemur því við þó það vilji
nú stundum gleymast. „Núna í vor
tók ég Vin reglulega í nudd og lagði
á hann heita bakstra, það hafði veru-
lega góð áhrif á hestinn, hatin fór all-
ur að mýkjast í bakinu og hressast
við nuddið. Hann varð miklu hreinni
á öllum gangi og eins finnst mér það
áberandi livað hann ber sig miklu
betur. Maður veit alveg hvernig það
er að vera slæmur í baki og hvað
maður er allur annar eftir gott nudd.
Vinur kallinn þekkir þetta líka, hann
verður allt annar hestur eftir nudd-
tfma,“ segir Kristín og brosir mn leið
og hún togar í taglið á hestinum sem
nýtur þess greinilega að Iáta stjana
við sig.
Samgangur
lifenda og dauðra
Brennandi áhugi á afturgöngum fékk Christophe Pons
til að læra íslensku og vinnur hann nú að doktors-
verkefni í mannfræði um viðhorf Islendinga til framlið-
inna. Rannsókn hans fór að mestu fram á Vestfjörðum
og segir hann Hrönn Marinósdóttur að heimamenn
hafi flestir átt erfítt með að skilja hvað dragi ungan
mann alla leið frá Suður-Frakklandi til að spyrja
um þess háttar hluti.
Morgunblaðið/Golli
CHRISTOPHE Pons segir að líkja megi samskipt-
um Islendinga og framliðinna við nágranna í
sömu götu.
VESTUR á fjörðum fór mannfræði-
rannsókn Christophe Pons að
mestu leyti fram. Hann bankaði upp
á hjá heimamönnum, m.a. á ísafirði
og Súðavík, og tók ítarleg viðtöl við
þá um hugmyndir þeirra og viðhorf
til lífs eftir dauðann, trú á aftur-
göngur, miðilsfundi, draumanöfn og
fleira. Christophe er í doktorsnámi
við háskólann í Aix an Provence í
Frakklandi en kom til íslands fyrst
árið 1993, þá til að
skrifa B.A.-ritgerð um
huldufólk hér á landi.
Áhugi hans á íslenskum
afturgöngum og hind-
urvitnum jókst og því
afréð hann að skrifa
doktorsritgerð um hug-
myndir íslendinga um
framliðna. Niðurstöð-
urnar hyggst hann bera
saman við viðhorf
Frakka til framliðinna
og bera síðan kenning-
ar sínar saman við aðr-
ar kenningar í mann-
fræði um samband lif-
enda og dauðra.
Síðastliðinn vetur
lagði hann stund á ís-
lensku við Háskóla ís-
lands og Námsflokka
Reykjavíkur og fór að
því loknu til ísafjarðar
þar sem hann hefur
haft aðsetur undan-
farna mánuði. Fram á
haust mun hann dvelja í
Reykjavík og viða að
sér upplýsingum, meðal
annars lesa þjóðsögur
og íslenskar draugasögur. Við vinnu
sína hefur hann notið aðstoðar Har-
aldar Olafssonar, prófessors í
mannfræði við Háskóla íslands.
Christophe vonast til að verja rit-
gerðina á næsta ári en veturinn ætl-
ar hann að nota til skrifta.
Vestfirðingar opnari en
Reykvíkingar
„Viðmælendur mínir á Vestfjörðum
tóku mér allir opnum örmum,“ segir
Christophe, „flestir
voru þó steinhissa á
komu minni og áttu
erfitt með að skilja hvað
dregur mann alla leið
frá Suður-Frakklandi til
Vestfjarða til að spyrja
slíkra spurninga." Is-
land varð fyrir valinu að
sögn Christophe því
„allir vita að Islending-
ar eru mun opnari fyrir
umræðu um líf eftir
dauðann en til dæmis
Bandaríkjamenn og
Frakkar."
Um 60 manns tóku þátt í rann-
sókn Christophes, að mestu Vest-
firðingar, en hann kannaði einnig
hug Reykvíkinga og þá segir hann
ekki vera eins hreinskilna og opna
fyrir umræðunni. Einnig hefur
Christophe komist að því að konur
þekkja fleiri sögur og hafa haft
meiri samskipti við framliðna en
karlar. „Gaman er að ræða við ís-
lendinga um dauðann og yfirskilvit-
lega hluti. Það er hins vegar lítið í
það spunnið í Frakklandi, þar hafa
mjög fáir slíkar reynslusögur á tak-
teinum. Skynsemishyggja Frakka
leyfir þeim ekki að trúa á það sem
er óvisindalegt."
Dauðir áfram í sama heimi
Christophe segir að í öllum þjóð-
félögum ríki óskráðar reglur sem
flestir fara ómeðvitað eftir. Allt aðr-
ar reglur gilda í Frakklandi en á ís-
landi. „Til dæmis er alla jafna litið á
dauðann í Frakklandi sem endalok.
Þegar einhver deyr fær hann
greftrun og eftir það tilheyrir hann
ekki lengur þessum heimi. Á íslandi
hins vegar er hugmyndin önnur.
Dauðinn er ekki endalokin heldur
fer hinn látni einungis á annað til-
verustig. Samt sem áður tilheyrir
hann áfram sama heimi
og fyrr.“
Sambandi lifenda og
dauðra á íslandi líkir
Chistoph við nágranna
sem búa við sömu götu.
„Öðrum megin búa
framliðnir en lifendur
hinum megin. Ibúar
hverjir sínum megin
götunnar hafa sam-
skipti, stundum meira
að segja orðaskipti, en
þeir fara aldrei yfir göt-
una. Ef einhver brýtur
þessi landamæri eins og
gerist stundum, verða til sögur um
afturgöngur.“
Miðilsfundir og sorgarbúningar
Frakkar sækja ekki miðilsfundi
til að vitja látinna ættingja eða vina,
eins og tíðkast hér á landi heldur til
að fá upplýsingar um hvað framtíð-
in beri í skauti sér. „Þeir eru að
svala forvitninni, vilja til dæmis vita
hve mörg börn þeir muni eignast og
svo framvegis. íslendigum finnst
hins vegar þeir vera skyldugir til að
fara á miðilsfundi ef nákominn ætt-
ingi fellur frá. Það er sérstaklega
algengt ef dauðann ber skyndilega
að garði eða ef um látið barn er að
ræða. Þá er verið að kanna hvort
hinum látna líði ekki örugglega vel
þarna hinum megin.“
í Suður-Frakklandi klæðast
syrgjendur ennþá sorgarbúning-
um, svörtum fötum þegar náinn
ættingi deyr, að sögn Christophes.
„í gamla daga var algengt að ekkj-
ur klæddust svörtu allt til æviloka,
byrgðu fyrir glugga og fleira til að
votta hinum látna tilskilda virð-
ingu. Nú láta flestir sér nægja að
klæðast svörtu í nokkra daga,
mesta lagi eina viku. Sorgarbún-
ingar tíðkast ekki á íslandi en ég
tel að miðilsfundir komi á einhvern
hátt í stað svörtu klæðanna því þar
láta menn oft sársaukann og sorg-
ina í ljós.“
Látnir vitja lifenda f draumi
Annað sem ber í milli íslands og
Frakklands, að sögn Christophes,
er þegar framliðnir nálgast lifendur
til dæmis í draumi. „Það tíðkast til
dæmis ekki í Frakklandi
að látnir ættingjar vitji
fólks í draumi með til-
mæli um nöfn til að
skíra börnin sín eins og
gerist hérlendis. Margir
bíða lengi eftir slíkum
draumum og því er al—
gengt að bömin fái
gælunöfn meðan á bið-
tíma stendur svo sem
Lilla eða Brói.“
Christophe segir það
hafa komið fyrir að barn
hafí ekki verið skírt
réttu nafni og þá hafi
foreldrar talið víst að
ógæfa muni fylgja því
um aldur og ævi.
Þjóðsögur næsta
viðfangsefni
Christophe telur það
vera styrk íslensku
þjóðarinnar að trúa á líf
eftir dauðann og á yfir-.
skilvitlega hluti sem
ekki er hægt að sanna
vísindalega. „Það fær
þjóðfélagið til að starfa
á eðlilegan hátt. Rök-
hyggjan, sem er Frökkum eðlislæg,
kemur hins vegar í veg fyrir trú
þeirra á slíka hluti.“
Síðar meir hefur Christophe hug
á að rannsaka innihald íslenskra
þjóðsagna betur en þær telur hann
vera afar sérstakai’. „Það eru mjög
áhugaverðar bókmenntir sem eiga
sér hvergi hliðstæðu. Stíllinn á þeim
er mjög skemmtilegur en best er þó
að endirinn er alltaf óvæntur."
Notadu adeíns það besta,
notaðu TREND snyrtivörur
Með TREND nærðu arangri.
TREND naglanæringin styrkir
neglur. Þú getur gert þínar eigin
neglur sterkar og heilbrigðar.
TREND handáburður með Duo-
liposomes, ný taekni sem vinnur
inní húðinni. Einstök gæðavara.
Snyrtivörumar frá TREND eru fáanlegar
í apótekum og snyrtivöruverslunum um
land allt. Einnig i Sjónvarpsmarkaðnum.
7^Ei\ð
COSMETICS
Einkaumboð og heildsala
S. Gunnbjörnsson £ CO,
Iðnbúð 8, 210 Garðabæ.
Símar 565 6317 og 897 3317. Fax 565 8217.
Morgunblaðið/Ásdís
DAUÐINN er ekki endalokin í augum Islendinga. Hinn látni fer einungis á annað
tilverustig. Samt sem áður tilheyrir hann áfram sama heildarheimi og lifendur.
Dauðinn vnr
umtalsefni á
heimilum
f jölda Vest-
firðinga sem
Christophe
Pons heim-
sótti.