Morgunblaðið - 29.08.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.08.1997, Blaðsíða 7
MORGUNB LAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1997 B 7 DAGLEGT LÍF honum. Þar var ekkert göngufæri. Hélt síðan vestur með honum að norðanverðu. Urðin norðan í Lan- gjökli er ill yfirferðar. Þar hrasaði ég og meiddist á fæti og hélt um tíma að ég kæmist ekki lengra en viljinn rekur mapn áfram þegar komið er af stað. Ég áði um nóttina í urðinni norðan Langjökuls. Þar varð mér ekki svefnsamt enda oft átt betri nætur.“ Skálaverðirnir mikils virði Sigurgeir var hrifinn af því að sjá hvernig skálaverðimir fylgdust með ferðum fólks á hálendinu, spurðust fyrir um ferðir þess og hvort það væri komið fram. „Þetta getur verið áhættusamt að vera svona einn á ferð og hafa ekki út- búnað til að gera vart við sig. Ég hafði ekkert nema kort og áttavita. Nestispakka sendi ég á undan mér svo ég þyi’fti ekki að bera allan far- angur með mér. Ég var tvo sólar- hringa frá Hveravöllum og vestur að Gilsbakka í Borgarfirði en þar átti ég nestispakka og gisti þar. Þetta reyndist mér erfiðasti hjall- inn. Eftir það fylgdi ég vegum hingað vestur á Snæfellsnes. Mér fannst það dálítið merkilegt að aldrei var mér boðið far, alla þessa leið, fyrr en ég kom hérna vestur undir Jökul. Það hefði svo sem ekkert þýtt, ég hefði ekkert þegið það. Eftir að ég kom undir Jökul stoppuðu margir og buðu mér far. Það var eins og byggi allt annað fólk á utanverðu Snæfells- nesi. Sigurgeir kom til landsins 9. júlí, gerði ráð fyrir að vera 4 vikur í ferðinni og fara aftur utan 22. ágúst. „Nú reyni ég að fá farseðlin- um breytt og fara utan sem fyrst. Ætla samt að heilsa uppá systur mína fyrst sem býr norður á Ákur- eyri. Ég veit þess vegna ekki hvenær ég held utan aftur. Annars eru tengsl mín við Island nánast engin orðin í seinni tíð. Þó hitti ég Is- lendinga í nágrenni Oxford á hverjum vetri. Við reynum að hafa með okkur félagsskap, einskonar Islendingafélag.“ Ætlar að skrifa bók Sigurgeir sýndi dagbók sína, þar sem hann lýsti ferð sinni og því sem fyrir augu hans bar á göng- unni. „Þegar ég kem utan aftur ætla ég að setjast niður og skrifa ferðasögu mína. Ég skrifa hana á íslensku í þetta sinn og býð hana íslenskum útgefendum. Þegar ég gekk frá Reykjanesvita til Þórs- hafnar árið 1992 skrifaði ég ferða- sögu á ensku og bauð hana útgef- endum í Englandi. Þeir töldu ekki nægan áhuga fyrir íslandi þar til að standa að slíkri útgáfu. Ég dunda mér við þetta í vetur að ganga frá bókinni. Ég er þegar búinn að gefa henni nafn; Einn um auðnir íslands, á hún að heita. Kannski verður hún með jólabókunum 1998, það kemur í ljós?“ upplagt að spyrjast fyrir um ferðir hans og hann sjálfan. Sigurgeir sagðist hafa flust til Englands fyrir 20 ái-um ásamt konu sinni, enskri að uppruna og þremur sonum sem nú væru orðnir fullorðnir menn og búsettir í Englandi. Konu sinni hefði leiðst á Islandi og því hefðu þau sest að í bænum Ay- lesbury. Hann kvaðst starfa þar við heilsurækt- arstöð sem rekin væri á vegum bæjarins. „Mér hef- ur fallið vel að búa þarna, þetta er einn besti staður á Englandi og með eindæm- um veðurgóður." Brúðkaupsafmæli með sérstökum hætti Fyrir fimm árum gekk Sig- urgeir frá Reykjanesvita og norður á Þórshöfn á Langanesi. Hann sagði þau hjón hafa upp- haflega ætlað saman í þá ferð í tilefni af því að þá voru liðin 30 ár frá því séra Ingimar Ingi- marsson gaf þau saman í hjóna- band norðm- í Sauðanesi, 18. ágúst 1962. „Konan mín fór þó aldrei þessa ferð, komst ekki og ég gekk einn. Ég var fótasár mestan tímann en komst þó alla leið með herkjum. Morgunblaðið frétti af þessari göngu minni og sagði frá henni.“ Frá þeirri göngu hefur Sigurgeir alið með sér þann draum að ganga yfir landið, frá Gerpi í Öndverðar- nes. Og lét nú verða af því. „Ég starfa við heilsuræktarstöð í Ay- lesbury og stunda mikið útivist og göngur suður í Englandi. Ég er þess vegna í ágætri þjálfun og er líkamlega hraustur." Sigurgeiri taldist til að hann ■ rs stafuvinn Siguvge'vs- hefði gengið 45 km á dag þessa sautján daga. „Ég svaf aldrei meira en 2-3 tíma í sólarhring og tók daginn snemma. Það er einkennilegt hvað maður kemst af með lítinn mat á svona göngum. Ég drakk mikið vatn og var aldrei svangur beinlínis. Gekk bara jafnt og þétt á sjálfan mig og er nú 9 kílóum léttari en ég var þegar ég lagði upp frá Gerpi. Einn dag hvíldist ég raunar í Nýjadal. Mér veitti svo sannarlega ekki af því. Þar þykir mér líka eitt feg- ursta umhverfi á Islandi.“ Sigurgeir hóf gönguna í þoku á Austfjörðum, lenti síðan í sólskini um allt miðhálendið, ein- stöku blíðviðri og 20 stiga hita. „En fyrir bragðið voru árnar vatnsmiklar og oftast erfiðar yfir- ferðar. Satt best að segja var þetta hin mesta þrekþraun fyrir mann á mínum aldri því ég er orðinn 61 árs og líklega læt ég hér staðar numið og legg ekki í fleiri göngu- ferðir um auðnir ís- lands. A.m.k. ekki einsamall.“ Vatnsmiklar og erfiðar ár „Ég tók þetta prik með mér að heiman og það er búið að reynast mér vel á göngunni en ekki síst við að vaða árnar. Ég hafði þann háttinn á að vaða fyrst árnar án farangursins, hlóð mér vörður hvora á sínum ár- bakkanum og fór síðan alltaf ská- hallt uppí strauminn, mjakaði mér þannig á milli varðanna. Mér gekk afar illa að komast yfir Blöndukvísl- ar, þær voru svo vatnsmiklar. Ég hélt til á Hveravöllum 22. júlí og hélt daginn eftir í átt til Langjök- uls. Sá dagur varð mér hreinasta martröð. Fyrst hélt ég uppá jökul- inn en hvarf frá því vegna krapa á góði\iggttr eí8t' RÚTAN hennar Lilju í Austurríki, á leiðinni til Indlands. ekki, því námið krefst gífurlegs sjálfsaga. Við vorum fimmtíu krakkar víðsvegar að sem byrjuð- um fyrir þremur árum, en í dag er- um við sautján eftir af mínum ár- gangi,“ sagði Margrét. Við skólann eru kennd öll þau fög sem kennd eru við hefð- bundna kennaraháskóla og kennaranemarnir í Ulfborg velja sér tvö valfög á öðru ári. „Kennslan byggist mikið á sjálfsnámi, kennararnir og gestakennarar halda fyrir- lestra á sal, og síðan fer kennsla fram í kennslustof- um. Allt námsefnið er skannað inná tölvur og vinnum við því mjög mikið á þær. Við þurfum að skila rit- gerðum og verkefnum reglu- lega, og öll próf sem við tök- um eru __ bæði munnleg og skrifleg. I prófunum er alltaf viðstaddur prófdómari frá ríkisreknum háskóla. Flest prófanna eru að vori en einnig er eitthvað um miðsvetrar- próf.“ En til þess að kennaranemarnir í Ulfborg fái kennaramenntunina sína viðurkennda þurfa þeir að taka lokapróf á síðasta árinu í dönsku, stærðfræði og öðru valfag- inu við ríkisrekinn skóla. „Við höf- um heyrt að þetta nám sé metið til jafns við hefðbundið kennaranám og eigum ekki von á öðru en svo verði hér heima,“ sögðu þessi víð- fórlu kennaraefni. LILJA að matreiða kjúkling í Pakistan. Að sögn kennaraefnanna er til- hugsunin um Afríkudvölina blend- in, þær eru bæði spenntar og eins kvíðir þær fyrir. „Það verða gerðar mjög miklar kröfur til okkar og sérstaklega vegna þess að við kom- um frá Evrópu,“ segja þær. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem þær þurfa að standa sig því það hafa verið gerðar miklar kröf- ur til þeirra í skólanum. „Sumir byrja í þessu námi og halda að þetta sé bara leikur og ferðalög en það kemur fljótt í ljós að svo er Morgunblaðið/Sveinn Tryggvason UNNUR Ármannsdóttir t.h. ásamt módelum sínum. Sólrún María Ólafsdóttir t.v. sýndi kjól úr gúmmí með hafmeyjarmynd en efnið er sams konar og notað er í svuntur í frystihúsum. Kjóllinn er skreyttur með skeljum. Kristín Þóra Haraldsdóttir sýndi kjól úr selskinni og ull en tölurnar eru úr rekaviði. Ella Vala Ármannsdóttir sýndi pils og topp úr lambs- gæru og kápu úr neti. DELIA Meyer t.v. og Edda Björk Ármannsdóttir sýndu flíkur sem Delia hannaði. Edda Björk er í korsiletti úr fiskroði og netpilsi, öngla í eyrunum. Delia er í kjöl úr selskinni, með fiskbein um hálsinn og í gúmmi'skóm. Sjávarfang sem efni í tískuföt NOKKUÐ óvenjuleg tískusýning var haldin á Dokkardegi á Akureyri nýlega og vakti hún verðskuldaða athygli. Þar voru sýndar flík- ur sem að stærstum hluta eru úr sjávarfangi og efnum sem tengjast sjónum og fengu hönn- uðirnir allt efni gefins. Örn Ingi Gíslason myndlistarmaður skipulagði sýninguna og hannaði eina flíkina. Alls voru sýndar 10 heldur óvenjulegar flík- ur en aðrir hönnuðir voru Unnur Ármanns- dóttir, sem stundar nám í fatahönnun í Mílanó á Ítalíu, Harpa Hafbergsdóttir, sem stundar nám í innhússarkitektúr á sama stað, og Del- ia Meyer frá Sviss, en hún lauk námi í leik- myndahönnun í London fyrir 5 árum. Unnur og Harpa eru að heija nám á öðru ári á Ítalíu nú í haust en Delia hyggst dvelja á íslandi í vetur og er að leita fyrir sér með vinnu. HRAFNHILDUR Ósk Magnúsdóttir sýndi netkjól með skeljum sem Harpa Hafbergsdóttir hannaði. ANNA Þorbjörg Jónasdóttir í kjól sem Harpa hannaði einnig. Toppurinn er úr fiskroði en pilsið úr ull.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.