Morgunblaðið - 06.09.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.09.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 VIKU iai# MORGUNBLAÐIÐ Lengd: .............23 metrar Breidd miðskips: .5,25 metrar Ballest: ........... .8 tonn Heildarþungi: ........27 tonn Nettó burðargeta......34 tonn Brúttótonn.................80 tonn Hæð masturs:........18 metrar Segl:............130 fermetrar Dýpt:.............1,96 metrar Fjöldi farþega: ... .25 manns Áhöfn: ................5 menn íslendlngur ÍSLENDINGUR siglir þöndum seglum Ut á sundin blá. Morgunblaðið/Halldór spar far- feðranna Gunnar Marel Eggertsson, formaður á vík- ingaskipinu Islendingi, er skipasmiður í fjórða ættlið. Sveinn Guðjónsson hitti hann að máli um borð í fleyinu fagra og fékk til- fínningu fyrir því hvernig það er að „standa uppi í stafni og stýra dýrum knerri“, sem reyndar var langskip í þessu tilfelli. ISLENDINGAR hafa löngum státað af því að vera afkom- endur víkinga þótt vissulega megi deila um hversu miklir sægarpar forfeður vorir voru í raun. Engu að síður er það skemmtileg tilfmning að setja sig í spor þeirra sem sigldu yfir hafið og námu hér land á sínum tíma og það geta menn vissulega gert með því að taka sér far með víkingaskipinu íslendingi í Reykjavíkurhöfn og sigla á því um sundin blá. Gunnar Marel Eggertsson réðst í það stórvirki fyrir nokkrum árum að smíða eftirlíkingu af Gaukstaða- skipinu norska og er smíði hans tal- in af sérfræðingum vera sú best heppnaða sem gerð hefúr verið af þessu fomfræga langskipi. Um það vitna áhugi sænska þjóðminjasafns- ins annars vegar og norsku sigl- ingamálastofnunarinnar hins vegar á skipi Gunnars, en báðar þessar stofnanir hafa nefnt þann mögu- leika að hann sigli fleyi sínu í aust- urveg til nánari rannsókna og skoð- unar. „Ég hef fengið óformlegt boð frá sænska þjóðminjasafninu um að koma með skipið á sýningu rásigl- ara í haust og aðilar, tengdir norsku siglingamálastofnuninni, vilja fá skipið til rannsóknar næsta sumar, en þeir komu hingað og skoðuðu skipið fyrr í sumar. Þeir töldu að þetta væri besta og ná- kvæmasta eftirlíkingin af Gauk- staðaskipinu og ég er nokkum veg- inn sannfærður um að það er rétt, þótt ég segi sjálfur frá,“ segir Gunnar Marel, sem ætti að vita hvað hann syngur því hann var skipstjóri á norska víkingaskipinu Gaia, sem sigldi vestur um haf árið 1991 í tengslum við hátíðahöldin vegna landafundanna miklu. Gunn- ar Marel sigldi um heimshöfm á Gaia í heila 14 mánuði, jafnvel suð- ur fyrir miðbaug til Rio de Janeiro í Brasilíu, þar sem áhöfnin kom fram sem sendiherrar Barnahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna. SkSpasmiður í fjúrða ættSSð______________ Það má með sanni segja að Gunnar Marel hafi fetað í fótspor SKIPASMIÐURINN og skipstjórinn Gunnar Marel Eggertsson við stjórnvölinn á skipi sfnu. ■ forfeðra sinna þegar hann valdi sér starfsgrein: „Já, það má segja að ég sé fæddur og alinn upp í skipasmíðastöð, sem er Dráttarbrautin í Vestmannaeyj- um, og pabbi, afl og jafnvel langafí voru allir skipasmiðir,“ segir Gunn- ar Marel aðspurður um forsögu þess að hann ákvað að hefja smíði víkingaskips. „Afi minn, Gunnar Marel Jónsson, smíðaði meðal annars á sínum tíma stærsta tré- skip, sem þá hafði verið smíðað hér á landi. Sjálfur var ég útskrifað- ur skipasmíðameistari 25 ára gamall. Eitt sinn heyrði ég þá afa og pabba tala um Það er Ijóst að þessi skip hafa verið tæknilegt af- rek á sínum tíma víkingaskip og hversu auðvelt það hefði í rauninni verið að sigla þeim á úthöfunum og einhverra hluta vegna gleymdi ég þessu samtali aldrei. Ahuginn fyrir víkingaskip- um var vakinn og þróaðist svona smátt og smátt. Síðan var ég valinn í áhöfnina á Gaia árið 1991 og lærði þá heilmikið um þessi skip og hvernig á að sigla þeim. Það var einkum roskinn Norðmaður, Jon Godal, sem var hafsjór af fróðleik um víkingaskip og reyndist mér hinn besti kennari fyrir Gaia-leið- angurinn. Þegar Gaia-ævintýrinu lauk var ég eiginlega í lausu lofti og vissi ekki almennilega hvað ég vildi gera, en ákvað svo að smíða mitt eigið langskip og reyna að gera það út. Ég fór til Noregs og kynnti mér Gaukstaðaskipið ræki- lega, stalst meðal ann- ars til þess að mæla það allt nákvæmlega út og komst þá að raun um að teikningin, sem fylgir því á safninu, er röng. Ég smíðaði skipið hins vegar eftir minni teikn- ingu, sem ég held að ------ fari nær hinum upp- runalegu langskipum, og þess vegna er íslendingur meðfærilegra skip og fer betur í sjó en þau skip sem áður hafa verið smíðuð eftir Gaukstaðaskipinu. Þeir sem smíðuðu Gaia klikkuðu til að mynda á tveimur veigamikl- um atriðum. Þeir höfðu kjölinn of beinan en á íslendingi er hann aft- ur á móti í boga, eins og tíðkaðist á þessum skipum á víkingaöld. Fyrir bragðið er Gaia eins og grjót þeg- ar þarf að snúa því. í annan stað misstu þeir kinnungana út, þannig að það kemur brot í byrðinginn. Beining er í efsta borðinu hvorum megin og kemur þetta til af því að þeir lögðu kjölinn ekki rétt, enda fóru þeir eftir röngu teikningunni á safninu. Það er þess vegna al- gjört grundvallaratriði að smíða skipið nákvæmlega eins og gert var á víkingaöld, enda var smíði víkingaskipanna háþróuð tækni byggð á reynslu þeirra tíma. Kjöl- urinn verður því að vera rétt lagð- ur, stýrið má hvorki vera minna né stærra en þá tíðkaðist, seglið jafn stórt og mastrið jafn hátt. Annars gengur þetta hreinlega ekki upp. Það sannaðist til dæmis á Amerík- önunum, sem ætluðu að sigla knerrinum frá Grænlandi til Vín- lands fyrr í sumar. Þeir komu hingað og ég fór með þeim í sigl- ingu á íslendingi og komst þá að raun um að þeir voru ekki alveg klárir á hvað þeir voni að gera. Smíðin á skipinu var nokkuð sann- færandi, en þeir vissu ekki hvernig veigamestu atriðin áttu að vera, eins og til dæmis stýrið, sem var allt of stórt. Mig grunaði fljótlega að þetta myndi aldrei ganga upp hjá þeim.“ HaSdSð tSS hafs Við siglum út úr Reykjavíkur- höfn fyrir vélarafli. Þótt íslending- ur sé annars nákvæmlega smíðað- ur eftir Gaukstaðaskipinu, eru um borð í honum tvær 50 hestafla vél- ar, gúmmíbjörgunarbátur og tal- stöð, öryggisins vegna. Einnig eru á miðju skipinu vistarverur fyrir farþega, lítil borðstofa og salerni. „Já, þeir skikkuðu mig til að hafa salernisaðstöðu fyrir farþegana áð- ur en ég fékk leyfið og það er í sjálfu sér gott og blessað,“ segir Gunnar til útskýringar. En slíku var auðvitað ekki til að dreifa á vík- ingaöld og viðbúið að menn hafi gert þarfir sínar út fyrir borð- stokkinn. Það er fróðlegt að hlusta á Gunnar Marel útskýra smíði skips- ins, eiginleika þess og sjóhæfni og sá grunur læðist að manni að lík- lega hafi ekki margir menn í ver- öldinni meiri þekkingu á víkinga- skipum en hann og víst er að fáir núlifandi menn hafa meiri reynslu af að sigla slíkum skipum. Þegar við erum komnir rétt út fyrir Engey, vindum við upp segl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.