Morgunblaðið - 06.09.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.09.1997, Blaðsíða 41
h MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 41 FRETTIR Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson KAÞÓLSK messa í Viðeyjarkirkju, séra Hjalti Þorkelsson fyrir altari. Kaþólsk ráðstefna haldin 1 Yiðey » Göngu- ferðir í bæjarlandi Garðabæjar J bæjar og umhverfismálanefnd Garða- P bæjar standa fyrir tveimur göngu^ ferðum um bæjarlandið í september. Laugardaginn 6. september kl. 14 verður gengið um Gálgahraun undir leiðsögn Jóns Jónssonar jarðfræð- ings. Gangan hefst frá enda Lyng- áss. Gert er ráð fyrir að gangan taki 1 72-2 tíma. Skoðaðar verða merkt- ar gönguleiðir. Laugardaginn 13. september kl. 14 verður gengið undir leiðsögn Erlu Bil Bjarnardóttur, garðyrkjustjóra, p frá gönguhliði við enda Vífilsstaða- hlíðar, inn með hlíðinni og yfir í Urr- iðakotshraun og Maríuhella. Gert er ráð fyrir að gangan taki um klukku- tíma. Báðar göngurnar enda á sama stað og þær hefjast. í júlímánuði 1992 festi Garðabær kaup á jörðinni Görðum á Álftanesi, sem spannar 450 ha. lands, og í • maímánuði sl. var undirritaður samn- ingur um kaup Garðabæjar á 812 ha. úr landi Vífilsstaða. Óhætt er að fullyrða að með kaupum þessum hafi Garðabær eignast eitt ákjósanlegasta byggingar- og útivistarland á höfuð- borgarsvæðinu. Náttúrufegurð er mikil í bæjarlandi Garðabæjar. Það býður upp á óvenjumikla möguleika til náttúruskoðunar svo og til göngu- ferða og útivistar, segir í fréttatil- kynningu. Í ---------------^----------- i Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð á gatna- mótum Breiðholtsbrautar og Norður- fells þriðjudaginn 26. ágúst sl. kl. fimm mínútur yfir tvö eftir hádegi. ÍSendibifreið af gerðinni Iveco, sem ekið var suður Norðurfell, og Nissan- fólksbifreið, sem ekið var vestur i Breiðholtsbraut, rákust saman á gat- namótunum og greinir ökumennina á um stöðu umferðarljósanna þegar áreksturinn varð. Vitni eru beðin um að hafa samband við fjórðu deild lög- reglunnar í Reykjavík. SAMKVÆMT boði staðarhaldara í Viðey, séra Þóris Stephensen, verður haldin kaþólsk ráðstefna í eyjunni þann 20. september næstkomandi. Ráðstefna þessi mun fjalla um sögu, kenningar og framtíð kirkjunnar á nýju árþúsundi. Erindi um trúboð og starfshætti kaþólsku kirkjunnar á 20. öld, fiytur Gunnar F. Guðmundsson. Það hefst klukkan 10.15. Að loknu hléi kl. 11 flytur svo séra Aidan Nichols dómin- ikanaprestur, eða prédikarabróðir, eins og þeir eru nefndir, hugleiðingu um kristna trú á mörkum árþúsunda. Að loknum hádegisverði verður svo staðarskoðun undir leiðsögn gestgjafans, séra Þóris Stephensen. Að henni lokinni mun svo séra Hjalti Þorkelsson, sóknarprestur í Hafnar- fírði, flytja greinargerð, sem Jóhann- es Gijsen biskup hefur samið í sam- ráði við séra Hjalta og séra Jakop Rolland, um kaþólsku kirkjuna á íslandi á 21. öld. Það var einmitt séra Hjalti Þor- kelsson, sem söng fyrstu kaþólsku messuna í Viðey í tæpt hálft árþús- und á dýradag árið 1994, eða þann 5. júní. Var þá farið með sakrament- ið í skrúðgöngu umhverfis kirkjuna og kirkjugarðinn. Síðan hefur bisk- upinn í Reykjavík bæði framkvæmt hjónavígslu og lesið biskupsmessu í eyjunni. Er þetta því í fjórða sinn á fjórum árum, sem kaþólska kirkjan hefir athöfn í Viðey, en ráðstefnunni lýkur með því að sungið verður Ve- sper eða kvöldsöngur í Viðeyjar- kirkju. Séra Aidan Nichols hefur allt frá árinu 1970 sameinað starf sem prestur og háskólakennari, í Skot- landi, Noregi, Ítalíu og á Englandi. Eins og stendur býr hann í Cam- bridge á Englandi, en kennir jafn- framt guðfræði í námi dóminikana í sérskóla þeirra við Oxford-háskól- ann. Meðal bóka eftir hann má nefna „Staða kaþólskrar guðfræði“ og einnig „Epiphany“ eða „Þrettándi", sem er um kaþólska kenningu sem samtengingu raka og opinberunar, eðlis og miskunnar. HLUTI leiðbeinenda hjá Mætti. 4 Í I I í í J Ný vetrardagskrá hjá Mætti VETRARDAGSKRÁIN í líkams- ræktarstöðinni Mætti tekur gildi mánudaginn 8. september, sem gildir í þremur heilsuræktarstöðvum Mátt- ar í Reykjavík. Stöðvarnár eru í Faxa- feni, í Skipholti og sú nýjasta í Graf- arvogi. Vikulega eru á dagskrá vel á annað hundrað leikfimitímar og þar af um 50 tímar sem eingöngu eru ætlaðar konum. Meðal nýjunga í dagskrá vetrarins má nefna nýtt námskeið sem ber heitið Breyttur lífsstíll, og er ætlað konum á öllum aldri. Umsjón nám- skeiðsins er í höndum Ragnheiðar Eiríksdóttur hjúkrunarfræðings og leiðbeinanda. Einnig verður nú eins og á síðustu önn boðið upp á nám- skeið fyrir barnshafandi konur og konur með barn á bijósti. Tvinnað er saman léttri leikfími og fræðslu- stund með leiðbeinendunum Áslaugu Ásgeirsdóttur íþróttakennara og Emu Kristjánsdóttur sjúkraþjálfara. Þau námskeið sem náð hafa hvað mestum vinsældum eru kjörþyngd- arnámskeiðin sem ætluð eru þeim sem vilja losna við 20 kg eða meira. Hægt er að velja um sérstaka kvennahópa, karlahópa og unglinga- hópa. Það nýjasta er hins vegar nýr „spinning“-hjólasalur sem opnaðaurn verður 13. september. Salurinn er búinn 25 „spinning“-hjólum af full- komnustu gerð. Frá því í byrjun sept- ember hafa viðskiptavinir Máttar átt þess kost að kaupa svokölluð hvatn- ingarkort sem fela í sér afslátt af æfingagjöldum í hlutfalli við mæt- ingu. Kortin verða seld til 5. október og kosta 2.000 kr. á mánuði miðað við 12 mánaða timabil. Sé miðað við þátttöku stéttarfélags kostar hvatn- ingarárskort um 17.000 kr., eða 1.500 krónur á mánuði. Sunnudagar í Kringlunni í VETUR munu fjölmargar verslan- ir og veitingastaðir vera með opið á sunnudögum í Kringlunni frá kl. 1-5. Ymsar uppákomur verða í boði fyrir yngstu kynslóðina. í dag verða um 50 fyrirtæki í Kringlunni opin og ýmislegt á boð- stólum sérstaklega fyrir börnin. Kringlubíó býður 120 fyrstu bíó- gestunum frítt á barnamyndina Selurinn Andre kl. 1. Kringlubíó mun enn fremur sýna nýju Disney- myndina Hefðarfrúna og umrenn- inginn kl. 1. Risarennibraut og hoppukastali verða á Kringlutorg- inu á milli norður- og suðurhúss Kringlunnar. Starfsstúlkur úr Æv- intýra-Kringlunni sjá til þess að þeir sem vilja fá andlitsmálun við hæfi. Bókaverslunin Eymundsson gefur öllum sem versla fyrir a.m.k. 1.000 kr. Spice girls myndapakka og hægt verður að kaupa barnaís á aðeins 75 kr. á ísbarnum við Kringlubíó. Kínverski listamaðurinn Ji Shen verður undir stiganum í suðurhúsinu og teiknar andlits- myndir. Verð á andlitsmynd er 600 kr. af börnum og 900 kr. af full- orðnum. -----♦--------- Auk þessarar göngu býður Ferðafélag íslands upp á hellaskoð- unarferð á Þingvallasvæðinu á sunnudaginn kl. 13 og verða þar skoðaðir nýuppgötvaðir og forvitni- legir hellar í Gjábakkahrauni. ------♦ ♦ ♦------ 150 ára af- mæli Presta- skólans í TILEFNI af því að 150 ár eru liðin frá stofnun Prestaskólans í Reykjavík verður hátíðarguðsþjón- usta í Dómkirkjunni sunnudaginn 7. september kl. 14. Um er að ræða tímamót í sögu háskólamenntunar á íslandi því segja má að kennsla á háskólastigi hefjist með stofnun Prestaskólans. Forseti guðfræðideildar, Pétur Pétursson prófessor, predikar og kennarar deildarinnar þjóna fyrir altari. Rektor, Sveinbjörn Björns- son, og fulltrúi stúdenta lesa ritn- ingarlestra. Guðfræðinemar að- stoða við helgihaldið. Kirkjukaffi verður í Oddfellow- húsinu á eftir og er öllu starfsfólki Háskólans boðið. ------♦ ♦ ♦------ Reykjavegur, næstsíðasti áfanginn á sunnudaginn SJÖTTI og næstsíðasti áfangi í rað- göngu Ferðafélags íslands og Úti- vistar um gönguleiðina Reykjaveg- inn er á morgun, sunnudaginn 7. september, og er brottför frá BSÍ, sunnanmegin, og Mörkinni 6 kl. 10.30. Reykjavegurinn er farinn í 10 áföngum, en gönguleiðin liggur á milli Þingvalla og Reykjanesvita, en í ferðinni á sunnudaginn er geng- inn áfanginn Bláa lónið - Eldvörp - Stóra-Sandvík. Þetta er fjölbreytt gönguleið þar sem farið er meðfram mjög skemmtilegri gigaröð, Eld- vörpunum. Dagamunur hjá Esso, Lækjargötu, Hafnarfirði í TILEFNI af umferðaröryggisdeild Hafnarfjarðar í dag, laugardag, verður dagamunur á bensínstöð ESSO við Lækjargötu, Hafnarfirði. Þar gefst Safnkortshöfum kostur á 5 króna afslætti á bensínlítra í formi safnkortspunkta. Þá verður end- urskinsmerkjum dreift á ESSO- stöðvunum í Hafnarfirði meðan birgðir endast. SNYRTISTOFAN GUERLAl N IÓðingata 1 * 101 • Reykjavfk I Simi 562 3220 « Fax 552 23201 T ycooN NÝR HERRAILMUR TYC00N þú þarft ekki annað - komdu og prófaðu - Libia Mjódd, Nana Hólagarði, Brá Laugavegi, Hygea Laugavegi, Hygea Austurstræti, Hygea Kringlunni, Evíta Suðurkringlu, Holtsapótek Glæsibæ, Sandra Hafnarfirði, Snyrtihöllin Garðabæ, Bylgjan Kópavogi. Tara Akureyri, Húsavíkur Apótek, Krisma ísafirði, Árnes Apótek, Apótek Vestmannaeyja og Gallery Förðun Keflavik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.