Morgunblaðið - 06.09.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.09.1997, Blaðsíða 51
t MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBBR 1997 51 1 I í í J 4 4 4 4 i 4 i i i 4 i i < i i i < i ( ( MAGNM) Iwwfw DIGITAL FRUMSYNING: LIFSHASKI Dean Stockwell Rob Lowe James Belushi 10 ■f LIVING IN PERIL Er Walter haldinn ofsóknaræði.. eða hangir líf hans á bláþræði? Hárbeittur sálrænn tryllir af bestu gerö. Aðalhlutverk: Rob Lowe (Bad Influence, Tommy Boy), James Belushi (K 9, The Principal) og Dean Stockwell (Stephen King's, The Langoliers, Quantum Leap) Thx OiGíTAí. S DÐJ 19 !3 Sýnd kl. 5, 7 og 9. B. i l,auj;au'(4i »4 ALVÖRIIBÍÓ! 'Dolby STAFRÆHIT STÆRSTA TJAIDIÐ MHJ HLJOÐKERFI! ÖLLUM SÖLUM! H X ThelShadow C ons P ir acy Hörkuspennandi samsæristryllir CHARUE UNDA SHEEN HAMILTON Á meðal æðstu valdamanna Bandaríkjanna leynist svikari sem er tilbúin að gera hvað sem er til að tryggja sér völdin - par á meðal að myrða forsetan! SAKAMÁLAMYWD MEÐ TOPPLEIKURTJM. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B. i. 16 ára - LOST HIGHWAY ER RAUNVERULEIKINN DRAUMUR EÐA . ER DRAUMURINN KANNSKI VERULEIKI Sýnd kl. 5, 9 og 11. B.i. 16. Daniels Michael Richards TJÓNI and Error) Sýnd kl. 5, 7 og 9. a UNCM BBILÍ PUÍBMAN ♦ „Handrit verður að kveikja í leikstjóranum“ ✓ „Glæpir á Islandi eru svolítið spaugilegir“ Sporlaust er miklu meira en spennumynd Hilmar Oddsson hefar nýlega lokið tökum á næstu kvikmynd sinni Sporlaust. Hildur Loftsdóttir vildi vita hvernig væri að leikstýra spennumynd. HEF ekki leikstýrt spennu- mynd áðm',“ segir Hilmar Oddsson, „en ég er mikill aðdáandi góðra spennumynda og tel mig alveg eins eiga heima í þeim eins og í dramatískari mynd- um. Síðasta mynd mín Tár úr steini var mikið drama. Mér finnst spennandi að gera allt öðruvísi mynd og það er mjög gaman að gera þessa mynd. Handritið er mjög vel skrifað af Sveinbirni I. Baldvinssyni og það gefur leik- stjóra fullt af spennandi tækifær- um. Það er talsverður undirtexti - það sem maður les milli línanna - í því sem er alltaf gott bæði fyrir leikara og leikstjóra. Handrit þarf að kveikja í leik- stjóranum, hann þarf að sjá eitt- hvað sérstakt við það. Þetta hand- rit hefur mjög sterkan mannlegan þátt, sem ég kveikti fyrst á, á und- an spennunni. Sagan hefði ekki höfðað til mín ef ég hefði bara séð úr henni hreina og klára formúlu- spennu en hún býður upp á miklu meira en það. Oðruvísi að öllu leyti Tár úr steini var afskaplega öguð í stíl og er eflaust eftiminnileg mörgum fyrir myndrænan stíl. Við gerð myndarinnar Sporlaust hafði ég engan áhuga á að endurtaka mig því ég vil prófa eitthvað nýtt í hvert skipti. Það er margt, bæði mvndrmnf, oe- hvað varðar innihald. sem ég er að reyna í fyrsta skipti. Sporlaust verður þar af leiðandi allt öðruvísi í myndrænni frásögn því handritið er allt öðruvísi og verður að segjast allt öðruvísi. Samt munu glöggir menn sjá ákveðna hluti sem munu tengja þessar myndir saman. Leikstjóri hefur ákveðin einkenni sem fylgja öllu sem hann gerir og halda áfram að þróast frá einni mynd til annarr- ar. Þannig á það líka að vera. Áhrifavaldar Mig hefur dreymt um að gera metnaðarfullan trylli mjög lengi. Það átti að vera vetrarmynd eins og Fargo sem svo marga dreymir um að gera. Þegar ég fékk handrit- ið að myndinni Sporiaust í hendur átti ég ekkert Fargo-handrit í fór- um mínum þannig að þau plön fóru fyrir lítið. Eg sá fyrir mér vetrar- mynd með þeim hráslaga sem ís- land býður upp á. í stað þess er ég kominn með sumarmynd. Ég hef séð mikið af góðum spennumyndum á síðasta ári, eins og The Usual Suspects og Seven. Maður reynir því að miða við það besta sem er gert og standast þann samanburð eins vel og mögulegt er. Ég hef alltaf verið spenntur fyrir hægfara spennu og var í gamla daga mikill aðdáandi Peters Weirs og þeirrar innri spennu eins og er t.d. í Vitninu þar sem drama skiptir einnig miklu máli, og áhorf- andinn verður hræddur um afdrif oersónanna. Morgunblaðið/Þorkell HILMAR og Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatökumaður taka afgerandi ákvarðanir á tökustað spennumyndarinnar Sporlaust. fyrir því að svo fáar hafa verið gerðar. Mér finnst að 4_____ það verði að gera trylli á ís- landi með húmor því að glæpir á íslandi geta aldrei verið neitt annað en svolítið spaugilegir. Kómíski þáttur- inn er því mjög mikilvægur þó að það sem persónumar ganga í gegnum sé hræði- legt og alls ekki kómískt. En fyrir áhorfendur er það samt íyndið. Þetta er það sem Tarantino hefur ræktað í sínum myndum, sýnt okk- ur spaugið og fáranleikann í hrollvekjunni. Maður hefur ekki getað verið ósnortinn af því. Það eru atriði í þess- ari mynd, sem væru eflaust öðruvísi ef Tarantino hefði aldrei komið fram á sjónar- sviðið. mest í fyrir þessa mynd er North by Northwest, en það sér enginn nema ég hvað ég sæki í hana. Kómík og spenna Tvær góðar spennumyndir Við gerð myndarinnar Sporlaust tek- ur Hilmar mið af bestu spennumynd- um sem gerðar hafa verið. Hann álítur Seven eina af betri spennumyndum seinni ára, en sjálfur segist hann eins og flestir sem gera spennumyndir vera undir áhrifum frá Hitchcock og viður- kennir að áhrifa frá North by North- west gæti í Sporlaust. Allir sem gera spennumyndir hljóta að taka mið af Hitchcock, það er ekki annað hægt. Það er hluti af menntuninni, hluti af því að vera að gera mynd af þessum toga. Sú Hitchcock mvnd sem ég hef sótt Sporlaust er spennu- mynd sem gerir út á fé- lagslega þáttinn þar sem hún fjallar um fólk sem má alls ekki .við því að lenda í vondum málum en gerir það samt og þá andspænis fólki sem gengur allt í haginn. Þessum ólíku hópum er teflt saman. Það sem er m.a. að gerast í kvimyndum í dag er að flestar bestu myndimar eru ekki bara eitthvað eitt eins og drama, kómedía, spenna o.s.frv., heldur er verið að blanda saman mörgum ólíkum þáttum í eina heild. Ég trúi því að þessi mynd sé af þeim toga og ég nálgast hana þannig. Vandinn við að gera spennu- mynd á Islandi er hins vegar sá hve lítið samfélagið er og að hér gerist varla neitt. Það þarf því lítið til að spennumyndir á Islandi verði óti-úverðugar. Það er ein ástæðan Þetta verður góð mynd Tár úr steini var erfið mynd að koma á koppinn, erfið að klára en ekki jafn erfíð í tökum og Spor- laust. Þessi mynd gerist á fimm eða sex dögum og hlutirnir þurftu að gerast í vissri röð og við vorum bundin við ákveðið veður. Töku- staðir voru gífurlega margir, mikið af persónum og myndin var öll mjög flókin í framkvæmd. Það hef- ur því náttúrlega gengið á ýmsu. En ég er mjög hamingjusamur með það sem ég hef séð og bjart-*“ sýnn á að þetta gangi allt ágæt- lega. Ég trúi því statt og stöðugt að þetta verði góð mynd. Allavega þangað til annað kemur í ]jós!“ segir Hilmar Oddsson hlæjandi að lokum. Segate ST 6,4 gb Tilboð kr. 39.900,- net.co Ármúli 7 www.netco.is TirrTgTiiTniBa.iJi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.