Morgunblaðið - 06.09.1997, Síða 25

Morgunblaðið - 06.09.1997, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ 18-20 perlulaukar, flysjaðir 1 'h dl hvítvín 3 dl kálfakjötssoð (bls. 44) eða vatn 250 g tómatar, flysjaðir, kjarnaðir FURUSVEPPUR með sinn hvelfda hatt, vex aldrei ann- ars staðar en í grennd við barrtré. síðastur að tína sveppi til að koma sér upp forða fyrir Sveppir Þessi forréttur er oft borinn fram með öðru grænmeti eins og perlulauk og ætiþistl- um, matreiddum á sama hátt. Handa 4: 750 g litlir sveppir 3 msk. ólífuolía veturinn. Súsanna Svavarsdóttir ákvað að og gróft saxaðir LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 25 KÚALUBBI, öðru nafni „smjörsvepp- ur“, vex bæði í birkiskógum og í mólendi, eink- um innan um fjalldrapa. ULLAR- SERKURer auðþekktur af lögun og áferð hattarins. sýna fyrirhyggju og fór í sveppaferð. Tíndi heil ósköp sem fór upp í munn og oní maga. EG fæddist ekki með búkonu- frumur, allt þetta fyrir- hyggjuþrungna; flösku- og krukkuhugsun og í framhaldi af því hrærandi-í-innyflum skipulagið með hugvitssamlega fylltum fi-ystikist- um. Það sem ég á við er að ég kann hvorki að búa til saft né sultu, hef aldrei tekið slátur - hef ekki einu sinni séð það gert - og hrýs hugur við öllu þessu dýrablóði. Samt finnst mér slátur ofboðslega gott svona ósköp „non-dýrslegt“ í vakúm- pakkningum. Og þegar ég tíni ber, þá tíni ég þau upp í mig. En ég get vel verið án þeirra. Hins vegar get ég ekki verið án sveppa. Ég gæti borðað þá í öll mál. Þeir eru eitthvað það besta sem ég fæ. Alls konar sveppir: Flúðasveppir, smjörsveppir, kónga- sveppir, humarsveppir. Bara allir sveppir. Ég fæ meira að segja vatn í munninn þegar ég sé þurrkaða sveppi úti í búð. Eitt af því sem mig hefur alltaf langað til að læra, er að tína sveppi úti í náttúrunni. Því miður hef ég alltaf verið haldin útifælni. Þess vegna fer ég sjaldan í berjamó. Þekki að vísu krækiber frá bláberjum (frá því í bernsku) en sé engan mun á bláberj- um og aðalbláberjum og hef ekki hugmynd um hvernig önnur ber líta út. Mér hefur alltaf þótt það fýsilegri kostur að sitja í þægilegum stól og prjóna. Helst stórar, flóknar og miklar peysur sem leggjast yfir vömbina á manni á meðan maður Svo er bara hægt að saita og pipra eins og hver vill. Þá er sósan orðin svo góð að mann langar ekki ■ neitt annað. vinnur þær og þá tekur maður ekk- ert eftir því hvað bumban vellur og svellur og bólgnar og belgist út. Hámarks hreyfing er að teygja sig í körfuna með fjarstýringunum, ekki hægt að stjórna rafmagnstækj- um nema vera með þessa aukalimi. Ef fjarstýringin týnist - lendir oní skúffu eða undir teppi eða púða - er maður handalaus og í framhaldi af því gersamlega sambandslaus við umheiminn. En í vor brast eitthvað í hausnum á mér. Ég gat ekki meira. Fullir skápar af peysum. Börnin höfðu beðist undan fleiri peysum svo ég prjónaði bara á mig - konu sem er með útifælni - og þegar ég var búin með tvær flóknar í lotu, stóð ég upp af stólnum og ætlaði að kaupa garn í nýja peysu, bara einhvern veginn peysu og keyrði um allt að leita að garni. Fann ekki neitt. Mundi að það var komin garnbúð í Glæsibæ og ákvað að fara þangað. Þegar þangað kom ... það var þá sem eitthvað brast í hausnum á mér. Ég missti hina járnhörðu stjórn á lífi mínu. Fæturnir fóru þangað sem þeim sýndist, í búð sem seldi gönguskó og sögðu höfðinu að kaupa þá. Ekkert garn í peysu. Þeg- ar heim kom sögðu fæturnir höfðinu að segja höndunum að fá rafstraum ef ég léti þær snerta fjarstýringarn- ar. Og svo ákváðu fæturnir að fara í skóna og út að ganga. Og minn leti- haus varð bara að fylgja með vegna þess að ég var ekki tilbúin til að höggva hann af. Ekki strax. 1 msk. tómatþykkni Safl úr 'h sítrónu (ef þarf) 1 msk. þiþarkorn 2 msk. koríanderfræ 1 stór kryddvöndur (bouquet garni) salt og pipar Uppskrift úr matreiúslubok Iðunnar. í stuttu máli sagt voru fæturnir á þessu óskipulega róli meira og minna í allt sumar. A róli um heim sem var hausnum fremur framandi en það átti eftir að breytast. Fyrst sá hausinn bar fjöll og ár og fossa; allt sem er stórt. En smám saman fóru augun að venjast þessu myrkiá sem alltaf hafði hulið útilífið og mað- ur fór að sjá alls konar smáatriði. Og endaði auðvitað í berjaferð og sveppatínslu. Berin eru búin. Við borðuðum þau. Ammi-namm. Sultaði ekki, saft- aði ekki, enda varia hillur og skápar heima hjá mér, hvað þá geymsla eða pláss fyrir frystikistu. Þess vegna er ég líka löglega afsökuð frá því að fara að hræra í innyflum og dýra- blóði. En sveppirnir! Ég lærði að tína sveppi! Og ég tíndi svo mikið að ég hélt að ég myndi troða frystinn á ís- skápnum fullan. Nú skyldi maður verða ný og betri manneskja - með svona búkonuhugarfar. Svo kannski á næsta ári getur maður soðið berin, sem maður borðar ekki, í eina til tvær krukkur - litlar. En ég verð að játa að sveppirnir eru eiginlega alveg að verða búnir. Það er dálítið maus að tína sveppi. Ég verð að viðurkenna að fyrst til að byrja með fannst mér þeir dálítið ógeðslegir. Það er þessi gorkúlu hugsunarháttur úr bernskunni. Mér fannst til dæmis miður að fallegustu sveppirnir, þessir bleiku, skyldu vera óætir. Ég missti líka dálítið matarlystina þegar ég fann stóra sveppi sem ormar höfðu nartað í og maður þurfti að vera að skera þá í sundur og brjóta til að athuga hvort væri einhver maðkur í þeim. En eig- inlega fór fyrsti dagurinn í að læra hvað væri ætt og hvað óætt. Þegar heim kom leið mér dálítið eins og ég hefði verið að gramsa á ruslahaugum. Karfan var full af sveppum og ég var full af ógeði. Það hafði rignt dálítið í restina. Mér fannst sveppirnir slepjulegir og velti því fyrir mér hvort ég ætti ekki bara að fleygja þeim. Ákvað svo að taka mig saman í andlitinu og steikja þá í smjöri með salti og pipar, þangað til allur vökv- inn var kominn úr þeim, og frysta þá síðan. Börnin, sem ekki höfðu farið í gegnum lexíur um eitraða sveppi, hættulega, hallúserandi og tungu- brennandi og höfðu misst af ormaumræðunni, báðu um að fá að smakka. Og svo kom bara NAMM! Ég horfði á þau og beið í ofvæni næstu fimm mínúturnar. Og þegar þau voru ekki dáin að þeim tíma liðnum, ákvað ég að prófa. Og það var algert NAMM! Svo voru sveppir í kvöldmatinn. Sveppir og brauð. Næsta dag var búin til sósa. Rjómasveppasósa. Saxaði hvítlauk (ef mælt er með einu rifi nota ég heilan hvítlauk, ti'ú þeirri lífsstefnu að allt sem sé þess virði að gera, sé þess virði að of- gera). Steikti síðan sveppina og hvít- laukinn í smjöri við vægan hita til að ekkert brynni við. Gott ráð þegar maður er að steikja upp úr smjöri er að hita fyrst 1-2 msk. af grænmetis- olíu á pönnunni áður en maður hitar smjörið. Þegar maður er búinn að malla sveppina og hvítlaukinn á pönnunni í góða stund, hellir maður rjóma yfir þá, lætur þetta malla í smástund og bætir sósu-búllíóni út í. Og endilega blóðbergi. Það jafnast ekkert á við það. Svo er bara hægt að salta og pipra eins og hver vill. Þá er sósan orðin svo góð að mann langar ekki í neitt annað. Viðvörun: Hún er ekki kalóríu- snauð! En „den tid den sorg“. Er núna að takast á við þá ekkisens „sorg.“ Ekki bara svepp- ina, þeir voru bara lokaáfanginn í fremur kalóríuríku sumri. Hins veg- ar eru sveppirnir sem áttu að duga fram eftir vetri að verða búnir þrátt fyiTr búkonuásetning minn. A í svos- urn eina sósu. Ég sé að þetta eru óttalegar bú- konuraunir. En það verður að hafa það. Húsgagnasýning í tilefni 1. árs af

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.