Morgunblaðið - 16.09.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.09.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ± ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 C 27 Fjarðargata 17 SílífiS 565 2790 Fax 565 0790 netfahg Ingvarg @centrumJs Myndirí gluggum Opíð virka daga 9-18. Laugardága 11-14. Eiguni á söluskrá fjölda eígna sem ekki eru auglýstar. Póst- og símsendum söluskrár um land allt. Einbvlí Háihvammur Nýtt í einkasölu Fallegt 366 fm einbýli á þremur hæðum með innbyggöum bílskúr. Mögul. aukaíbúð á jarð- hæð. 5 til 6 svefnherb. Frábært útsýni. (1279) Hrauntunga - einbýli á góðum stað Gott 125 fm timburhús á einni hæð ásamt 33 fm bílskúr. Þrjú svefnherb., sérínn- gangur í þvottahús. Glæsileg lóð. Áhv. jagst. lán 1,9 millj. Verö 13,2 millj. (1254) Holtsgata Fallegt talsvert endumýjað 114 fm einbýli, kjallari, hæð og ris á rólegum og góðum stað. Nýl. gluggar og gler, hiti, raf- magn og tafla, klæðning aö utan, þak og fl. Áhv. góö lán 4,4 millj. Verð 9,4 millj. (1209) Hraunflöt v/Alftanesveg Vorum að fá í einkasölu sériega fallegt einbýlishús á einni hæð á 2.475 fm lóð. 3 rúmgóð svefnherb. Arinn í stofu, marmari á gólfum. Hagstasð áhv. lán. Jafnframt fylgir ca. 50 fm bílskúr sem búið er að breyta í fallega íbúð. (1277) — Kjarrmóar Garðabæ - lítið parhús Vandað og fallegt 85 fm parhús á einni og hálfri hæð. Nýtt parket, fallegur garður, góö staðsetning. Verö 8,7 millj. (1239) Stuðlaberg Fallegt 162 fm parhús á tveim- ur hæðum, ásamt bílskúr. Sólskáli og fullbúin lóð með verönd o.fl. Áhv. Byggsj. rík. 3,5 millj. Verö 13 millj. (1146) Stuðlaberg í einkasölu fallegt parhús, innst í botnlanga, 151 fm, á tveimur hæðum, ásamt bílskúrsrétti. Áhv. byggsj.rík. 3,6 millj. Góö staðsetning. Parket og steinflísar. Verð 12,6 millj. (1283) Traðarberg - Skipti Faiiegt og fullbúið 205 fm parhús á tveimur haBðum með innb. bílskúr. Áhv. Byggsj. rík. 3,7 millj. Skipti möguleg. Verö 13,9 millj. (783) Þúfubarð - Glæsilegt Nýiegt 228 tm einbýli á einni hæð, með millilofti, ásamt 41 fm bílskúr. Vandaðar innréttingar. Parket og flís- ar. Laust fljótlega. (1273) Vallarbarð - Tvílyft timburhús - Skipti á minna Fallegt og reisulegt 201 fm timburhús á tveimur hæðum á steyptum kjallara. Hús nánast fullbúið að utan og rúm- lega tilb. undir tréverk inni. Áhv. hagst. lán 8 millj. Verð aðeins 11,3 millj. (1267) Rað- og parhús Háaberg - útsýni. Gott 250 fm parfiús á 2 hæöum ásamt aukarými undir bílskúr. Vönd- uö elhúsinnrétting en gólfefni ofl. vantar. 4 rúmgóð herbergi. Verö 13,9 millj. Ðreiövangur - Sérhæö - Gott verö Góö 125 fm neðri sérhæð ásamt 36 fm bílskúr í tvíbýli. 4 svefnherbergi, stórt eldhús, stór og falleg lóð. Hús í góðu ástandi. Stutt í skóla. Verö 10,9 millj. (903) Hringbraut - Hæð með bílskúr - Laus Strax Falleg 100 fm hæð ásamt 24 fm bílskúr á góðum útsýnisstað. Parket og flís- ar. Endumýjað rafmagn og hiti, ofnar, lagnir, gluggar og gler. Hiti í bílaplani. Glæsilegt út- sýni. Verð 8,0 millj. 4ra til 7 herb. Ásbraut - Kóp. Ágæt 4ra herb. íbúð á 1. hæð í fjölbýli. íbúðin er 90 fm, 2 svefnherb. og 2 stofur. Gott verð. Verð 5,9 millj. (1184) Ásbúðartröð GÓS miðhæS í þnbýli skammt frá smábátahöfninni. 4 svefnher- bergi, stórt eldhús, útsýni. Hagstæð áhvílandi lán. Lágt verð 7,2 millj. (1032) Blómvangur - Neðri hæð með bfl- skúr Mjög vönduð og falleg neðri hæð með bíl- skúr. 4 svefnherbergi. Vandaðar innréttingar, parket og flísar. Eign í mjög góöu ástandi að utan sem innan. Verö 12 millj. (1168) Breiðvangur - Mjög stór Faiieg 190 fm neöri hæð í tvíbýli ásamt 33 fm bílskúr. Fimm svefnherbergi, parket og flísar, arinn í stofu. Laus fljótlega. Ásett verð 13,3 millj. Móabarð - Neðri sérhæð Gðð, end- umýjuð 110 fm neðri sérhæö í þríbýli með sér- inngangi. Nýtt eldhús, gluggar og gler, raf- magnstafla ofi. Góð staðsetning. Áhv. bygg- sj.ríkis. 3,4 millj. Verö 8,3 millj. Víðihvammur - Með bílskúr - Frábært verð. 4ra til 5 herb. íbúð á 1. hæð, ofan kjallara, í litlu fjölbýli, ásamt bílskúr. Stutt í skóla. Verð 7,0 millj. (1028) Suðurvangur - Nýi hlutinn Sérlega falleg og björt 100 fm íbúð á jarðhæð. Vandaðar innréttingar, parket og flísar. Góður garður. Áhv. byggsj. 5 millj. Verð 9,2 millj. (1245) Fagrakinn. Vorum að fá í einkasölu sér- lega snyrtilega efri hæð í tvíbýli ásamt bílskúr, alls 129,4 fm Verð 9,9 millj. Hjallabraut Falleg 156 fm 5 til 6 herbergja íbúð á 2. hæð í nýl. viðgerðu og máluðu fjöl- býli. Góöur og rólegur staöur. Áhvílandi góð lán 5,6 millj. Skipti möguleg. Klapparholt - Innangengt úr bíl- skúr og Útsýni Glæsileg 119 fm 4ra her- bergja íbúð á 2. hæð í nýlegu fjölbýli, ásamt bílskúr. Vandaðar innréttingar, parket, sólskáli, tvennar svalir. Frábært útsýni. Verð 11 millj. Vitastígur - gott verð. 4ra herb. 109,5 fm björt íbúð á jarðhæð í tvíbýlishúsi. Sérinngangur, stórt sér þvottahús, ný eld- húsinnrétting, góð suðurlóö. Verð 5,9 millj. 3ja herb. Breiðvangur - Laus strax góó 90 fm 3ja herbergja íbúö á 1. hæð, ofan kjallara. Stórt vinnuherb. og þvottahús inn af eldhúsi. Suðursvalir. Áhv. góð lán 4,9 millj. Verð 7,0 millj. Hraunstígur - Gó« 3ja herbergja 70 fm miðhæö í steinhúsi á rólegum og góðum stað í gamla bænum. Áhv. mjög hagstæð lán 3,0 millj. Laus strax. Verð 5,5 millj. (476) Suðurvangur - Nýju húsin góó 87 fm þakíbúð á 3 hæö. Vandaðar innréttingar, þvottaaðstaða í íbúð. Aukaherbergi á millilofti. Falleg og björt eign. Verð 8,2 millj. Vesturholt. 3ja herb. neðri sérhæö í ný- legu tvíbýlishúsi, 95 fm Sérinngangur. Rólegur og góöur staður. Verð 6,4 millj. Ölduslóð - Sérhæð Falleg talsvert endurnýjuð 79 fm 3ja herb. neðri sérhæð í góðu tvíbýli. Allt sér. Nýl. innrétting. Parket, gler, hiti o.fl. Áhv. góð lán 3,3 millj. Verð 6,4 millj. (884) Ölduslóð - Sérhæð - Laus strax Góð 66 fm 3ja herbergja neöri hæð í góðu þrí- býli. Sérinngangur. Góð lóð. Verð 5,6 millj. 2ja lærb. Austurgata Mikið endumýjuö 65 fm miö- hæð í þríbýli. Nýjar innréttingar, nýjir gluggar og gler. Laus strax. Verð 5,5 millj. Efstihjalli - Kópav. Falleg talsvert endumýjuö 2ja herbergja íbúð á 1. hæö, með góðu aukaherbergi á jarðhæð. Hús nýlega málað að utan. Verð 5,3 millj. (1262) Hjallabraut Rúmgóö 2ja til 3ja herb. íbúð á 3ju hæð í góöu fjölbýli. Áhv. byggsj. rík. ca 2,5 millj. Laus fljótlega. Verð 5,6 millj. (1171) Hraunstígur Góð 53 fm 2ja herb. sér- hæð í þríbýli. Góð staðsetn. í enda botn- langa. Parket. Húsið er nýlega viðgert og mál- aö að utan. Áhv. góö lán 2,5 millj. Verö 4,9 millj. Krosseyrarvegur - Endurnýjuð Falleg talsvert endumýjuð 2ja herbergja sér- hasð á jarðhæð í góðu tvíbýli. Nýl. gluggar, gler, innr., hiti, tafla o.fl. Stór tréverönd. Verð 5,3 millj. (1156) Miðvangur - endurnýjuð Faiieg 57 fm íbúö á 5. hæð í lyftuhúsi. Nýlegt parket ofl. Áhv. 3 millj. í 40 ára byggsj. láni. Frábært út- sýni. Verð 5,4 millj. (1148) EjF: lngvar Guðmundsson löggiltur fasteígnasalí, Jónas Hólmgeírsson, Kári Halldórsson og Jóna Ann PétursdóUíi-. ajíS Víkurás - Rvík Falleg 59 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í nánast viðhaldsfríu fjölbýli. Suður svalir. Gott útsýni. Verð 5,7 millj. Kjörbyggð í vist i vænu skipulagi Gróður og garðar Virðið landslagið, segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur. Kjalarnesið er framundan og við viljum gróður, sveiflu og svigrúm. I ■ aldanna rás hafa íslendingar búið Hí dreifbýli. Reyndar hefur dreif- Hbýli og einstaklingshyggja verið eitt aðalaeinkenni allra germanskra þjóða. Svigrúm til athafna og víðlend veiðisvæði hafa ávallt verið efst á lífsgæðalista þessa þjóðahóps. Vissulega hafa verið til borgir í gei-mönskum löndum um svo sem þúsund ára skeið, en þær voru lengst af smáar hvað varðar fólksfjölda og flatarmál. Eiginlega voru ger- mönsku borgirnar sjaldan meira en myndarlegir kaupstaðir eða dreifbýl- iskjarnar sem runnu saman við sveitirnar allt um kring. Oftar en ekki urðu þessar borgir til við góðar hafnir eða á krossgötum helstu umferðarleiða. Útborgii- þekktust ekki og borgarskipulagið var frekar frjálslegur klasi utan um aðaltorgið. Landslag réð legu húsa og gatnakerfíð mótaðist af slóðum | bænda og búfjár. Enn eimir eftir af Íþessu skipulagi víðast hvar í borgum Þýskalands og á Norðurlöndum. Það þarf ekki að líta lengra en á miðbæj- arkvosina og Laugaveginn í Reykja- vík til að sjá dæmi um það. Lóðir mismunandi að stærð og lögun Byggðin þróaðist einfaldlega og smátt og smátt eftir þörfum og störf- um íbúanna. Lóðir voru mismunandi að stærð og lögun. Allir höfðu samt svigrúm fyrir umsvif sín, iðnir og viðskipti og þurftu lítið að sækja út fyrir eigin torfu annað en heimsóknir og félagsskap við nágrannana. Dag- arnir liðu í ró og spekt og voru hver öðrum líkir eftir árstímanum. Á Norðurlöndum var ekki farið að reisa borgir vísvitandi fyrr en á sautjándu öld. Stokkhólmur í Svíþjóð var skipulagður að þýskum hætti undir frönskum og ítölskum áhrifum og Gautaborg var reist af enskum og flæmskum innflytjendum (og hét reyndai- „Gothenborough" opinber- lega á þessum tíma!). Kaupmannahöfn er eina norræna borgin með langa borgarsögu, enda er hún á siglingaleið allra skipa sem um Eyrarsund fara og inn á Eystra- salt. Lífleg umferð margra þjóða um aldir og mikil verslun mótaði kjarna hennar og markai' svip hennar enn í dag. 011 erum við sammála um, held ég, að „sjarmi" eldri kaupstaða og sjáv- arplássa á íslandi felist einmitt í því að þróunin í húsbyggingum var framan af nokkurn veginn „skipu- lagslaus" í þeim skilningi að byggðin var felld að landslaginu eftir þörfum og ekki gerður glöggur munur á at- vinnu- og íbúðarhverfum. Aðstæðum og athöfnum var hagað eins og best þótti henta í hvert sinn. Menn voru nokkuð frjálsir við framkvæmdirnar og undu glaðir við sitt. Skipulag Reykjavíkur fékk skrif- stofu og embættismenn á þriðja ára- tug aldarinnar og uppfrá því hefur verið fost skipan á skipulagsmálum höfuðstaðarins. Á fyrstu starfsárum skipulagsskrifstofunnar risu hverfi eins og Hólavallahverfíð og byggðin vestan Barónsstígs að Snorrabraut. Norðurmýrin, Hlíðarnar og Mel- amir komu síðar. Öll eru þessi hverfí með stífum borgarbrag, þótt hvert þeirra sé með sínu mótinu. En þau VIÐ nýbyggingar er oftast mikið jarðrask og moldarhaugar áberandi. En er það nauðsynlegt? eiga það öll sameiginlegt að vera felld að landslagi og buðu upp á það athafna- og félagslíf sem tíðarandi bauð. En svo skall stríðið á og fólk flykktist til Reykjavíkur. Lífleg hverfi og skemmtileg Skipulagsyfii’völd höfðu á tímabili vart undan að stykkja út lóðir og önnuðu illa að vera stíf á skipulag- inu. Sveitamenn reistu sér þorp í Kleppsholtinu og í Kópavogi. Lóð- irnar voru rúmai' og húsagerðii'nai' æði sundurleitar. Byggingannátinn stjórnaðist af skömmtunum og van- efnum. Samt eru þessi hverfi lífleg og skemmtileg vegna þess hve vel þau falla í landslagið. Sama má segja um Smáíbúðahverfið. Hús, garðar og gróður falla saman í fallegum hlut- fóllum. En svo gerist eitthvað um 1960. Þá kemur til sögunnar sú stefna að byggja stór hús á þröngum lóðum og upprunalegt landslag er að mestu af- máð með stórvirkum vinnuvélum. Reglustikur skipulagsyfirvalda höfðu verið réttar af og kvarðarnir skruppu saman. Strangai' kvaðir voru settar um húsagerð og hlutfóllin milli húsa og gróðurs rofnuðu svo að vistmyndin vai'ð leiðigjarnari. Hvert hverfið er öðru líkt, þótt auðvitað megi sjá ára- tugamun í húsatískunni. Á síðari árum hefur mikilli um- fjöllun verið varið í umhverfismál og þörfina fyrii' að viðhalda náttúrulegu umhverfi. Utan úr heimi má lesa um þá nýju stefnu (sem þó er hin horfna hefð) að hús eigi að byggja inn í nátt- úru og landslag. Það á helst ekki að hrófla við neinu umfram það sem þarf til fyrir húsgrunnana og til að leggja götur og veitur að og frá. Hús eru látin standa eins og þau fara best á hverri lóð - og lóðirnar renna saman í eina heild án horn- réttra milligerða og hæðarkvóta af teikniborði. Þetta þýðir samt ekki að einkalóðin sé afnumin, hver hefur sinn skika, friðhelgi og einkalíf í eig- in garði. Það sem skilur á milli er að kvöð er sett á um gróður og hvernig gróðursetningu trjáa, sé hennar þörf, og umhirðu landsins skuli hátt- að í hverfinu. Skipulag af þessu tagi þarf ekki að þýða bruðl með dýrt byggingarland, þótt ef til vill rúmist ekki eins marg- ar íbúðir á flatareiningu eins og í hinu útjafnaða og homrétta skipu- lagi. Til lengdar kemur á móti að íbúar þessara hverfa una glaðari við sitt. Þeir eru hraustari og spara þannig heilsugæslukostnað og verð fasteignanna helst hátt. Það er vissulega kominn tími til að skipulagsyfirvöld í Reykjavík - og víðar um landið - fari að sveigja reglustikurnar aftur og teygja á kvörðunum. Ekki fleiri jarðýtujöfn- uð byggingasvæði og klúðurslega hæðarpunkta á hornréttum smálóð- um. Virðið landslagið, elskurnar mínar! Kjalamesið er framundan - og við vfijum gróður, sveiflu og svig- rúm!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.