Morgunblaðið - 16.09.1997, Blaðsíða 1
• MARKAOURINN • SMIDJAN • LAGN AFRÉTTIR • GRÓDUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR •
3ðl0r$ttnMaMh
Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 16. september 1997
Blað C
Er hausta
tekur
A haustin blása oft hvassir
vindar, sem feykja burt þak-
plötum og húshlutum, ef ein-
hvers staðar fínnst lát á þaki
eða vegg, segir Bjarni Olafsson
í þættinum Smiðjan. Það þarf
því að líta eftir húsinu, áður en
í óefni er komið. / 28 ►
Málþing
lagnamanna
FYRIRHUGAÐ málþing
lagnamanna á Egilsstöðum er
viðfangsefni Sigurðar Grétars
Guðmundssonar í þættinum
Lagnafréttir. Víða úti á landi
er það hitunarkostnaður, sem
brennur einna heitast á
húseigendum. / 30 ►
Ú T T E K T
Eininga-
hús f
Borgahverfi
VIÐ Vættaborgir í Borga-
hverfí hefur fyrirtækið
Haghús ehf. riðið á vað-
ið með hagkvæma gerð ein-
ingahúsa. Að sögn Sveinbjarn-
ar Sigurðssonar, fram-
kvæmdasljóri fyrii*tækisins,
komast húsin mjög nálægt því
að vera heilsteypt.
Húsin eru raðhús og mjög
skamman tíma tekur að reisa
þau, þar sem húseiningarnar
eru fluttar fullfrágengnar
með gluggum og gleri á bygg-
ingarstað og þeim raðað þar
saman. Notuð er svonefnd S-
300 steypa, sem er mun sterk-
ari en venjuleg steypa. Húsin
eru einangruð að utan og ým-
ist múruð á hefðbundinn hátt
eða klædd, en það má gera á
margvíslegan hátt.
Vegna stutts byggingartíma
verður byggingarkostnaður
minni en ella. En aðal sparn-
aðurinn felst þó sennilega í
því, að ekki þarf að múra inni
í húsinu. Veggirnir koma
sléttir frá verksmiðju.
„Markaðurinn hefur tekið
þessum húsum mjög vel, enda
eru þau falleg og verð þeirra
afar hagstætt,“ segir Magnús
Axelsson, fasteignasali í Lauf-
ási, þar sem húsin eru til sölu,
en þau eru seld á mismunandi
byggingar stigum.
„Af húsunum við Vætta-
borgir eru ellefu þegar seld
og mikill áhugi á markaðnum
á þeim tíu liúsum, sem óseld
eru.“ / 18 ►
íslerizkur byggingar-
iðnaður styrkist
BYGGINGARFYRIRTÆKIN í
landinu finna nú fyrir hægum en
jöfnum vexti í greininni eftir lægð
undanfarinna ára að sögn Haraldar
Sumarliðasonar, formanns Samtaka
iðnaðarins. Aukning hefur átt sér
stað á öllum sviðum byggingar- og
verktakaiðnaðarins, það er íbúða-
byggingum, viðhaldi og viðgerðum,
hálendisframkvænídum og jarð-
vinnu. Ýmis iðnaður, sem er ná-
tengdur hefðbundnum byggingar-
iðnaði, hefur einnig styrkt sig í
sessi.
Þessar jákvæðu breytingar koma
fram í ýmsum tölulegum staðreynd-
um, eins og teikningin hér til hliðar
sýnir, en þar er byggt á upplýsing-
um frá Þjóðhagsstofnun. Þannig
hefur orðið 3% aukning í íbúðar-
byggingum, það sem af er þessu ári
miðað við sama tíma í fyrra.
Að sögn Arnljóts Guðmundsson-
ar, formanns Meistarafélags húsa-
smiða, er atvinnuástand í bygging-
ariðnaði nú mjög gott og jafnvel
vöntun á mönnum. Mikill kraftur er
í nýbyggingum og umsvif í viðhalds-
verkefnum eru líka meiri en áður.
„Sala á nýjum íbúðum tók að vaxa
síðari hluta sumars og er nú mjög
mikil,“ sagði hann. „Eftirspurn eftir
íbúðum í Grafarvogi er nú meiri og
mér er kunnugt um byggingaraðila,
sem hafa legið með íbúðir þar óseld-
ar mánuðum saman en hafa náð að
selja þær á síðustu vikum.
Þetta má sennilega þakka batn-
andi samgöngum í Grafai*vogi, en
hringvegur hefur m. a. verið lagður
þar með sjónum. Nýju hverfin eins
og Borgahverfi og Staðahverfi, sem
liggja nærri sjó, hafa líka mikið að-
dráttarafl fyrir marga.“
Ai-nljótur Guðmundsson kvað
verð á nýjum íbúðum aðeins hafa
farið hækkandi á höfuðborgarsvæð-
inu, en samt væri ekki um neinar
umtalsverðar hækkanir að ræða.
Lítil eftirspurn væri eftir nýjum
einbýlishúsum og verð á þeim enn
fyrir neðan kostnaðarverð. Mikil
eftirspurn væri hins vegar eftir rað-
húsum á einni hæð.
Islenskur byggingariðnaður
1994-97
1994
-4
-6 -
-8 -
-10-
-9,9
1996 1997
Byggð
íbúðarhús,
breyting
frá fyrra ári
Fjöldi ársverka
í byggingariðnaði
11.899
11.263
11.000
1994 1995 1996 1997
Hlutfall ársverka
í byggingariðnaði af
heiidarfjölda ársverka
9,4%---------------------
1994 1995 1996 1997
Fasfceigqaicíii
Fjáraangs
Kynntu þér kosti
Fasteignalána
Fjárvangs hjá
ráðgjöfum Fjárvangs
í sima 5 40 50 60
Dæmi um mánaðariegar afboiganir af
1.000.000 kr. Fasteignaláni Fjárvangs’,‘
^fcxtir (%) 10 ár 15 ár 25 ár
7,0 11.610 8.990 7.070
7,5 11.900 9.270 7.500
8,0 12.100 9.560 7.700
Miðað er við jafngreiðslulán.
*Auk verðbóta
ÍTTT*^
FJÁRVANGUR
LOGCIIT VEITOBREFAFYHIRTÆILI
Laugavegi 170,105 Reykjavfk, slmi 540 50 60, slmbréf 540 50 61, www.fjarvangur.is
n>